Skip to main content

Farúk Egyptalandskonungur Efnisyfirlit Æviágrip | Fjölskylda og einkahagir | Tilvísanir | LeiðsagnarvalCaroline Kurhan, Le roi Farouk, un destin foudroyé„Août 1952 - Farouk, un roi en exil“„Fall Farúks“„Farouk I“

Fólk fætt árið 1920Fólk dáið árið 1965Konungar Egyptalands


Egyptalandsætt Múhameðs AlíFúad 1.Fúad 2.ÍtalíuFosíaMúhameðs Resa PahlaviMúhameðs AlíBretlandiWafd-flokknumveraldarsinnaðaBræðralags múslimaíslömskseinni heimsstyrjaldarinnarÖxulveldunumbandamennAlexandríuSameinuðu þjóðunumÞjóðabandalaginuSan Franciscospillingstríði gegn ÍsraelGamal Abdel NasserMúhameð NaguibklámmyndumMónakóÍtalíuRómCapriFarídaNarriman Sadek












Farúk Egyptalandskonungur




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search






























Skjaldarmerki Ætt Múhameðs Alí

Konungur Egyptalands

Ætt Múhameðs Alí

Farúk Egyptalandskonungur

Farúk
فاروق الاول


Ríkisár
28. apríl 1936 – 26. júlí 1952
SkírnarnafnFarúk bin Ahmed Fúad bin Ismail bin Ibrahim bin Múhameð Alí bin Ibrahim Agha
Fædd(ur)
11. febrúar 1920
 Kaíró, Egyptalandi
Dáin(n)
18. mars 1965 (45 ára)
 Capri, Ítalíu
GröfAl-Rifa'i-moskan, Kaíró, Egyptalandi
Undirskrift

Konungsfjölskyldan

Faðir

Fúad 1.

Móðir
Nazli Sabri
Drottningar
Farida (g. 1938; skilin 1948)
Narriman Sadek (g. 1951; skilin 1954)
BörnFerial, Fosía, Faría, Fúad

Farúk (11. febrúar 1920 – 18. mars 1965) var næstsíðasti konungur Egyptalands og tíundi þjóðhöfðingi landsins af ætt Múhameðs Alí. Hann tók við af föður sínum, Fúad 1., sem konungur þann 28. apríl árið 1936 og ríkti til 26. júlí árið 1952, en þá var honum steypt af stóli og nýfæddur sonur hans, Fúad 2., gerður konungur í hans stað. Farúk lést þrettán árum síðar í útlegð á Ítalíu. Systir Farúks, Fosía, var fyrsta eiginkona Múhameðs Resa Pahlavi Íranskeisara.




Efnisyfirlit





  • 1 Æviágrip

    • 1.1 Fall og útlegð Farúks



  • 2 Fjölskylda og einkahagir


  • 3 Tilvísanir




Æviágrip |


Farúk var sonarsonarsonarsonur albanska aðalsmannsins Múhameðs Alí, sem hafði stofnað konungsætt í Egyptalandi á 19. öld. Á unglingsárum sínum stundaði Farúk nám í Woolwich-hernaðarskólanum í Bretlandi. Faðir Farúks lést þegar hann var sextán ára og Farúk var krýndur nýr konungur Egyptalands árið 1936, við góðar undirtektir bæði alþýðunnar og yfirstéttarinnar. Eftir krýningu sína ávarpaði nýi konungurinn þjóð sína í útvarpinu, og var þetta í fyrsta sinn sem egypskur þjóðhöfðingi gerði slíkt. Sem konungur reyndi Farúk, líkt og faðir hans hafði gert, að styrkja völd krúnunnar gagnvart Wafd-flokknum sem þá var að brjótast til áhrifa í Egyptalandi.


Farúk naut í byrjun stjórnartíðar sinnar talsverðra vinsælda vegna trúrækni sinnar. Hann stóð gegn hinum veraldarsinnaða Wafd-flokki og reiddi sig á stuðning Bræðralags múslima og annarra trúarlegra stjórnmálahreyfinga sem vildu að Egyptalandi væri stjórnað í samræmi við íslömsk gildi.


Farúk lifði hátt og naut lystisemda þeirra sem fylgdu því að vera konungur. Þrátt fyrir að eiga þegar mikið landflæmi, margar hallir og heilan bílaflota fór konungurinn ungi oft í verslunarferðir til Evrópu og vakti oft hneykslun þegna sinna með óhóflegri eyðslusemi sinni.


Í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar var Farúk jákvæður gagnvart Öxulveldunum en vegna samnings sem hann hafði gert við Breta árið 1936 kaus hann þó að styðja bandamenn óformlega þegar stríðið braust út.


Þann 6. nóvember árið 1943 slasaðist Farúk í bílslysi og var aldrei framar samur. Haft var fyrir satt að persónuleiki hans hefði breyst eftir slysið og jafnvel að slysið hefði verið byrjunin á hnignunarferli hans.[1]


Á stríðsárunum var Farúk mikið gagnrýndur fyrir óhófsemi sína og nautnahyggju. Margir Egyptar urðu honum argir þegar hann hafði ljósin kveikt í konungshöll sinni í Alexandríu á meðan öll önnur hús í borginni voru rafmagnslaus vegna loftárása Þjóðverja og Ítala. Þar sem Bretar höfðu haldið uppi hernámi í Egyptalandi frá 19. öld voru margir Egyptar, líkt og Farúk sjálfur, hlynntir Þjóðverjum og Ítölum og líkaði illa að landið tæki ekki afstöðu gegn bandamönnum. Formlega séð var Egyptaland hlutlaust þar til á síðasta ári styrjaldarinnar, og Farúk neitaði að gera ítalska erindreka og aðra starfsmenn brottræka úr landinu.


Þótt Egyptaland væri sjálfstætt að nafninu til á valdatíð Farúks nutu Bretar enn verulegra áhrifa og mörgum þótti sjálfstæðið aðeins vera á pappírnum. Farúk vildi sanna fyrir þegnum sínum að Egyptaland væri frjálst og fullvalda ríki með því að vera stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum, sem áttu að taka við af Þjóðabandalaginu eftir stríðið. Þar sem aðeins aðildarþjóðum bandamanna var boðið á ráðstefnuna í San Francisco sem lagði drög að Sameinuðu þjóðunum lýsti Farúk formlega yfir stríði gegn Þýskalandi og Japan þann 26. febrúar árið 1945.[2]



Fall og útlegð Farúks |


Á síðustu valdaárum Farúks náði spilling í egypskri stjórnsýslu fordæmalausum hæðum.[3] Spillingin, auk breska hernámsins og ósigurs arabaþjóðanna í stríði gegn Ísrael árið 1948 leiddi til þess að Farúk varð verulega óvinsæll og var síðan loks steypt af stóli í herforingjabyltingu þann 23. júlí árið 1952. Byltingarforingjarnir, hershöfðingjarnir Gamal Abdel Nasser og Múhameð Naguib, neyddu Farúk til að segja af sér og að nýfæddur sonur hans, Fúad 2., yrði konungur í hans stað. Hinn barnungi Fúad var konungur að nafninu til í um ár eftir að Farúk sagði af sér, en síðan lýstu byltingarmennirnir yfir stofnun egypsks lýðveldis og endalokum konungdæmisins.


Þegar byltingarmennirnir fóru í gegnum hallir Farúks eftir að honum var steypt af stóli fundu þeir safn af gersemum sem Farúk hafði sankað að sér á valdatíð sinni. Meðal þess sem vakti mesta athygli af eigum konungsins var gríðarmikið safn af klámmyndum sem konungurinn hafði safnað saman og var sagt stærsta safn klámmynda í heimi.[4]


Farúk var rekinn í útlegð frá Egyptalandi og bjó á næstu árum fyrst í Mónakó, en síðan á Ítalíu, í Róm og á eyjunni Capri. Farúk hlaut mónakóskan ríkisborgararétt árið 1959.[5] Konungurinn fyrrverandi hélt áfram bóhemlifnaði sínum í útlegðinni og var tíður gestur á evrópskum veitingahúsum og spilavítum þar til hann lést árið 1965.



Fjölskylda og einkahagir |


Þann 20. janúar árið 1938 kvæntist Farúk egypskri aðalskonu að nafni Safinaz Zulficar í Kaíró. Hún tók sér nafnið Farída þegar hún varð drottning Egyptalands þar sem hefð var fyrir því að allir meðlimir konungsfjölskyldunnar hefðu sömu upphafsstafi. Farúk og Farída eignuðust þrjár dætur: Prinsessurnar Ferial, Fosíu og Fadíu. Farúk skildi við Farídu þann 19. nóvember árið 1948 og fann henni það til saka að hafa aðeins fært honum dætur en engan son til þess að erfa krúnuna.[6]


Farúk kvæntist annarri drottningu sinni, kaupmannsdóttur að nafni Narriman Sadek, árið 1951. Haft var fyrir satt að Farúk hefði aðeins séð hana einu sinni áður en hann ákvað að kvænast henni og að hann hefði slitið trúlofun hennar við egypskan embættismann svo hann gæti sjálfur fengið að eiga hana fyrir konu.[7] Hjónin eignuðust einn son, Fúad, árið 1952. Þau skildu eftir að Farúk var rekinn í útlegð og sviptur krúnu sinni.



Tilvísanir |



  1. Caroline Kurhan, Le roi Farouk, un destin foudroyé, Delphine Froment, lesclesdumoyenorient.com, 13 juin 2013.


  2. Jean Bach-Thai. Chronologie des relations internationales de 1870 à nos jours. Éditions des relations internationales, 1957. bls: 176.


  3. Les Pharaons de l'Egypte moderne, Arte, 201.


  4. William Stadiem. Too Rich: The High Life and Tragic Death of King Farouk. Carroll & Graf Pub, 1991. bls: 328. ISBN: ISBN 0-88184-629-5


  5. „Août 1952 - Farouk, un roi en exil“ (franska). parismatch.com (2012), skoðað þann 21. mars 2019.


  6. „Fall Farúks“. Fálkinn (22. ágúst 1952), skoðað þann 21. mars 2019.


  7. „Farouk I“. Samvinnan (1. maí 1951), skoðað þann 21. mars 2019.






Fyrirrennari:
Fúad 1.

Konungur Egyptalands
(28. apríl 1936 – 26. júlí 1952)
Eftirmaður:
Fúad 2.










Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Farúk_Egyptalandskonungur&oldid=1629470“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.160","walltime":"0.205","ppvisitednodes":"value":1030,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":8000,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":4716,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":15,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":8,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":3366,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 137.252 1 -total"," 35.42% 48.617 2 Snið:Bókaheimild"," 23.04% 31.618 1 Snið:Konungur"," 18.52% 25.425 4 Snið:Bil"," 15.97% 21.921 10 Snið:Row"," 15.79% 21.671 2 Snið:Lykkja"," 12.31% 16.899 1 Snið:Dauðadagur_og_aldur"," 6.96% 9.559 8 Snið:Ekkirauður"," 5.98% 8.213 1 Snið:MÁNAÐARNAFN"," 5.94% 8.156 3 Snið:Vefheimild"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.005","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":680870,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1302","timestamp":"20190327082538","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":102,"wgHostname":"mw1328"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Slayer Innehåll Historia | Stil, komposition och lyrik | Bandets betydelse och framgångar | Sidoprojekt och samarbeten | Kontroverser | Medlemmar | Utmärkelser och nomineringar | Turnéer och festivaler | Diskografi | Referenser | Externa länkar | Navigeringsmenywww.slayer.net”Metal Massacre vol. 1””Metal Massacre vol. 3””Metal Massacre Volume III””Show No Mercy””Haunting the Chapel””Live Undead””Hell Awaits””Reign in Blood””Reign in Blood””Gold & Platinum – Reign in Blood””Golden Gods Awards Winners”originalet”Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Looks Back On 37-Year Career In New Video Series: Part Two””South of Heaven””Gold & Platinum – South of Heaven””Seasons in the Abyss””Gold & Platinum - Seasons in the Abyss””Divine Intervention””Divine Intervention - Release group by Slayer””Gold & Platinum - Divine Intervention””Live Intrusion””Undisputed Attitude””Abolish Government/Superficial Love””Release “Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer” by Various Artists””Diabolus in Musica””Soundtrack to the Apocalypse””God Hates Us All””Systematic - Relationships””War at the Warfield””Gold & Platinum - War at the Warfield””Soundtrack to the Apocalypse””Gold & Platinum - Still Reigning””Metallica, Slayer, Iron Mauden Among Winners At Metal Hammer Awards””Eternal Pyre””Eternal Pyre - Slayer release group””Eternal Pyre””Metal Storm Awards 2006””Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Bullet-For My Valentine booed at Metal Hammer Golden Gods Awards””Unholy Aliance””The End Of Slayer?””Slayer: We Could Thrash Out Two More Albums If We're Fast Enough...””'The Unholy Alliance: Chapter III' UK Dates Added”originalet”Megadeth And Slayer To Co-Headline 'Canadian Carnage' Trek”originalet”World Painted Blood””Release “World Painted Blood” by Slayer””Metallica Heading To Cinemas””Slayer, Megadeth To Join Forces For 'European Carnage' Tour - Dec. 18, 2010”originalet”Slayer's Hanneman Contracts Acute Infection; Band To Bring In Guest Guitarist””Cannibal Corpse's Pat O'Brien Will Step In As Slayer's Guest Guitarist”originalet”Slayer’s Jeff Hanneman Dead at 49””Dave Lombardo Says He Made Only $67,000 In 2011 While Touring With Slayer””Slayer: We Do Not Agree With Dave Lombardo's Substance Or Timeline Of Events””Slayer Welcomes Drummer Paul Bostaph Back To The Fold””Slayer Hope to Unveil Never-Before-Heard Jeff Hanneman Material on Next Album””Slayer Debut New Song 'Implode' During Surprise Golden Gods Appearance””Release group Repentless by Slayer””Repentless - Slayer - Credits””Slayer””Metal Storm Awards 2015””Slayer - to release comic book "Repentless #1"””Slayer To Release 'Repentless' 6.66" Vinyl Box Set””BREAKING NEWS: Slayer Announce Farewell Tour””Slayer Recruit Lamb of God, Anthrax, Behemoth + Testament for Final Tour””Slayer lägger ner efter 37 år””Slayer Announces Second North American Leg Of 'Final' Tour””Final World Tour””Slayer Announces Final European Tour With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Tour Europe With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Play 'Last French Show Ever' At Next Year's Hellfst””Slayer's Final World Tour Will Extend Into 2019””Death Angel's Rob Cavestany On Slayer's 'Farewell' Tour: 'Some Of Us Could See This Coming'””Testament Has No Plans To Retire Anytime Soon, Says Chuck Billy””Anthrax's Scott Ian On Slayer's 'Farewell' Tour Plans: 'I Was Surprised And I Wasn't Surprised'””Slayer””Slayer's Morbid Schlock””Review/Rock; For Slayer, the Mania Is the Message””Slayer - Biography””Slayer - Reign In Blood”originalet”Dave Lombardo””An exclusive oral history of Slayer”originalet”Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Jeff Hanneman”originalet”Thinking Out Loud: Slayer's Kerry King on hair metal, Satan and being polite””Slayer Lyrics””Slayer - Biography””Most influential artists for extreme metal music””Slayer - Reign in Blood””Slayer guitarist Jeff Hanneman dies aged 49””Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer””Gateway to Hell: A Tribute to Slayer””Covered In Blood””Slayer: The Origins of Thrash in San Francisco, CA.””Why They Rule - #6 Slayer”originalet”Guitar World's 100 Greatest Heavy Metal Guitarists Of All Time”originalet”The fans have spoken: Slayer comes out on top in readers' polls”originalet”Tribute to Jeff Hanneman (1964-2013)””Lamb Of God Frontman: We Sound Like A Slayer Rip-Off””BEHEMOTH Frontman Pays Tribute To SLAYER's JEFF HANNEMAN””Slayer, Hatebreed Doing Double Duty On This Year's Ozzfest””System of a Down””Lacuna Coil’s Andrea Ferro Talks Influences, Skateboarding, Band Origins + More””Slayer - Reign in Blood””Into The Lungs of Hell””Slayer rules - en utställning om fans””Slayer and Their Fans Slashed Through a No-Holds-Barred Night at Gas Monkey””Home””Slayer””Gold & Platinum - The Big 4 Live from Sofia, Bulgaria””Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Kerry King””2008-02-23: Wiltern, Los Angeles, CA, USA””Slayer's Kerry King To Perform With Megadeth Tonight! - Oct. 21, 2010”originalet”Dave Lombardo - Biography”Slayer Case DismissedArkiveradUltimate Classic Rock: Slayer guitarist Jeff Hanneman dead at 49.”Slayer: "We could never do any thing like Some Kind Of Monster..."””Cannibal Corpse'S Pat O'Brien Will Step In As Slayer'S Guest Guitarist | The Official Slayer Site”originalet”Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Kerrang! Awards 2006 Blog: Kerrang! Hall Of Fame””Kerrang! Awards 2013: Kerrang! Legend”originalet”Metallica, Slayer, Iron Maien Among Winners At Metal Hammer Awards””Metal Hammer Golden Gods Awards””Bullet For My Valentine Booed At Metal Hammer Golden Gods Awards””Metal Storm Awards 2006””Metal Storm Awards 2015””Slayer's Concert History””Slayer - Relationships””Slayer - Releases”Slayers officiella webbplatsSlayer på MusicBrainzOfficiell webbplatsSlayerSlayerr1373445760000 0001 1540 47353068615-5086262726cb13906545x(data)6033143kn20030215029