Skip to main content

Wikipedia Efnisyfirlit Forsaga | Saga | Hugbúnaður & vélbúnaður | Gagnrýni á Wikipediu | Systurverkefni | Heimildir | Tenglar | Leiðsagnarvalwww.wikipedia.orgWikiháskóliWikivoyageMediawikiWikimedia community approves license migrationEigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum?The HiveThe Early History of Nupedia and Wikipedia: A MemoirTafla með tölfræðiupplýsingum um notkun á íslenska wikipediaGröf með tölfræðiupplýsingum um notkun á íslenska wikipediaWebalizer tölfræði

Stofnað 2001WikipediaAlfræðiritVefsíðurWiki


www.wikipedia.orgfrjálstalfræðiritwikialmanöklandafræðiskrárnýlega atburðiFrjálsa GNU handbókarleyfiðCreative CommonsMyndirmargmiðlunarefniAlexandríusafnsinsPergamoninternetsinsRichard Stallman1999frjálsi hugbúnaðarsjóðurinn20. september2004Kazakhstan10. janúar20016. desember2002UTC[1]dönskuári24. nóvember2003[2]nýnorskuíslensku5. desember2003morgunUseModWikiClifford AdamsCamelCase2002MySQLMediaWikiBrion Vibber20032004FlórídaFedora2005Vísindavefurinn












Wikipedia




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




Merki Wikipediu, frjálsu alfræðiorðabókarinnar


Wikipedia (www.wikipedia.org) er frjálst alfræðirit sem er búið til í samvinnu, með svokölluðu wiki kerfi.[1] Fyrir utan almennan alfræðitexta, er alfræðiefnið á síðunni oft tengt í almanök og landafræðiskrár, að auki er haldið utan um nýlega atburði.


Fram að júní 2009 féll mestallur texti á Wikipedia undir Frjálsa GNU handbókarleyfið en þá var skipt yfir í Creative Commons Attribution-ShareAlike (CC-by-SA) 3.0.[2]Myndir og margmiðlunarefni falla stundum undir önnur skilyrði.


Mest af efnisinnihaldi Wikipedia er komið frá notendum. Allt efnið er síbreytilegt og það verður aldrei fullkomnað. Vegna þessa er Wikipedia einstætt viðfangsefni.




Efnisyfirlit





  • 1 Forsaga


  • 2 Saga


  • 3 Hugbúnaður & vélbúnaður


  • 4 Gagnrýni á Wikipediu


  • 5 Systurverkefni


  • 6 Heimildir


  • 7 Tenglar




Forsaga |


Sú hugmynd, að geta safnað allri þekkingu á einn stað, á rætur sínar að rekja allt til Alexandríusafnsins og Pergamon til forna.
Með tilkomu internetsins, reyndu margir að búa til internetalfræðirit. Talsmaður frjáls hugbúnaðar, Richard Stallman, benti á notagildi „frjálsrar alhliða alfræðibókar og menntunarauðlindar“ árið 1999. Hann lýsti stofnun Wikipedia sem „spennandi frétt“ og frjálsi hugbúnaðarsjóðurinn hans hvetur fólk til þess að taka þátt og miðla efni.


Þann 20. september 2004 fóru greinarnar yfir 1 milljón. Milljónasta greinin var á hebresku og var um fána Kazakhstan.



Saga |


Fyrir utan einstaka tæknilega örðugleika hefur enski hluti Wikipedia starfað óslitið frá 10. janúar 2001. Nokkuð er hins vegar á reiki hvenær íslenski hlutinn var stofnaður, og fer allt eftir því hvernig er talið.


Fyrsta gagnagrunnsbreytingin á íslenska hlutanum var gerð á greininni „WIKIng“ (sem síðar var eytt) þann 6. desember 2002 klukkan 19:43 UTC+0 [1] á dönsku og sú næsta nær ári síðar þann 24. nóvember 2003 [2] á nýnorsku, fyrsta viðbótin á íslensku var hins vegar gerð 5. desember 2003 kl. 11:54 um morgun og má telja að með henni hafi saga íslensku útgáfunnar hafist.


Sjá nánar Breytingar á íslensku Wikipedia á Wikisource.


Hugbúnaður & vélbúnaður |




Nýju þjónarnir í Flórída


Hugbúnaðurinn sem upprunalega keyrði Wikipedia hét UseModWiki. Hann var skrifaður af Clifford Adams („skref I“). Fyrst þurfti að nota CamelCase fyrir tengla; en fljótlega varð hægt að nota þá aðferð, sem nú er notuð ([[tengill]]). Í janúar 2002, byrjaði wikipedia að keyra á PHP wiki kerfi, sem notaði MySQL gagnagrunnskerfi, og bættust margir nýjir möguleikar við (og í leiðinni gerði CamelCase tengla ónothæfa). Nýja kerfið var sérstaklega skrifað fyrir Wikipedia verkefnið af Magnus Manske („skref II“). Eftir þó nokkurn tíma, hægðist mikið á kerfinu og það var nánast ómögulegt að gera neitt. Ýmsar breytingar og uppfærslur voru gerðar en þjónuðu aðeins tímabundnum tilgangi. Þá endurskrifaði Lee Daniel Crocke allt wiki kerfið frá grunni og hefur nýja útgáfan verið í notkun síðan í júlí 2002 („skref III“). Núverandi hugbúnaður heitir MediaWiki og er hann í notkun í mörgum öðrum verkefnum. Sá sem nú sér aðallega um að laga galla kerfisins og viðhald á gagnagrunninum heitir Brion Vibber.


Árið 2003 hafði sambandsleysi þjónsins rýrt „framleiðslugetu“ notenda. Margir kvörtuðu undan vandamálum með að breyta greinum og miklum hægagangi. Vandamálið var vegna þess að aðeins var einn þjónn að keyra öll wiki verkefnin.


Frá og með júní 2004, keyra verkefnin á níu tileinkuðum þjónum sem eru staðsettir í Flórída. Nýja uppsetningin samanstendur af einum gagnagrunnsþjóni og þrem vefþjónum, sem allir keyra stýrikerfið Fedora. Þjónarnir framreiða allar beiðnir, og túlka allar síður til notenda. Til að auka hraða frekar, eru síður sem óskráðir notendur biðja um geymdar í skyndiminni þar til þeim er breytt af einhverjum notanda, sem gerir það óþarfa að túlka vinsælustu síðurnar aftur og aftur. Beiðnir úr skyndiminni eru framreiddar af tveimur Squid þjónum. Annar Squid þjónninn þjónar líka sem tölvupóstþjónn Wikipedia.


Í febrúar 2005 var haldin söfnun fyrir nýjum vélbúnaði 75.000$ USD, söfnunin tókst vel og fór 15% yfir áætlað mark.



Gagnrýni á Wikipediu |


Wikipedia hefur oft verið gagnrýnd harkalega, og efast hefur verið um trúverðugleika Wikipediu, þar sem hún er opin og allir geti breytt umfjöllunarefni hennar, en Vísindavefurinn bendir á að hið andstæða sé satt og að það að allir geti breytt Wikipediu geri hana einungis áreiðanlegri en þær alfræðiorðabækur sem eru aðeins lesnar yfir af fáum einstaklingum:









 

Gæsalappir

Benda má á að hver sem er getur skrifað og breytt Wikipedia-síðum, en þar sem svo margir lesa yfir breytingarnar er Wikipedia samt mun áreiðanlegri en vefsíður reknar af einum einstaklingi.


 

Gæsalappir

 

— Hlín Önnudóttir á Vísindavefinum[3]


Systurverkefni |



























Heimildir |



  1. Andreas M. Kaplan, Haenlein Michael (2014) Collaborative projects (social media application): About Wikipedia, the free encyclopedia. Business Horizons, Volume 57 Issue 5, pp.617-626


  2. Wikimedia community approves license migration. Wikimedia Foundation.


  3. Vísindavefurinn: „Eigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum?“


Tenglar |





 

Einkennismerki Wikiorðabókar



Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikipedia






 




Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikimedia




  • The Hive, grein eftir Marshall Poe frá september 2006 um tilurð Wikipedia

  • The Early History of Nupedia and Wikipedia: A Memoir

  • Tafla með tölfræðiupplýsingum um notkun á íslenska wikipedia

  • Gröf með tölfræðiupplýsingum um notkun á íslenska wikipedia

  • Webalizer tölfræði


  • MediaWiki : http://www.mediawiki.org/




Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Wikipedia&oldid=1586227“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.088","walltime":"0.121","ppvisitednodes":"value":340,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":5445,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":854,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":5,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":8250,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 54.814 1 -total"," 55.97% 30.681 1 Snið:Systurverkefni"," 13.87% 7.603 1 Snið:Tilvitnun2"," 11.00% 6.031 1 Snið:Wiktionary"," 6.52% 3.574 4 Snið:Smella"," 5.94% 3.253 1 Snið:Vísindavefurinn"," 5.30% 2.907 1 Snið:Commons"," 3.72% 2.038 1 Snið:S"],"cachereport":"origin":"mw1272","timestamp":"20190318194321","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":131,"wgHostname":"mw1245"););

Popular posts from this blog

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Bunad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum