Skip to main content

Geimur Efnisyfirlit Mörk geimsins | Eðli geimsins | Hlutar geimsins | Lagaleg staða | Tilvísanir | Tenglar | Leiðsagnarval100 km Boundary for Astronautics | Fédération Aéronautique Internationale - FAIA long-overdue tributeStjörnufræðivefurinnSmithsonian National Air and Space MuseumVefur New Scientist um geiminnMig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann?Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?Hvernig varð geimurinn til?Hvernig varð alheimurinn til?

GeimurStjörnufræðiHeimsfræði


rúmiðstjarnfræðileg fyrirbærigeimfyrirbærijörðinasólkerfiðgeimgeislunmassigeimþokumsólstjörnumreikistjörnumvetnialheimirafsegulgeislunrafsegulsviðfiseindirhulduefnihulduorkuLoftþrýstingurinnlofthjúp jarðarPageislaþrýstingsvindþrýstingssólarvindaFAIfranskaBandaríkjunumgeimfararmílnaGeimferðastofnun Bandaríkjannalofthjúpsdraginntómarúmnáttúrulegu ástanditregðasporbaugumfjargeimsefnirafsegulgeislunljóseindljósárajörðurafhvolfsegulhvolfVan Allen-beltiðsólkerfinærgeimsefnisólhvörfumVetrarbrautarinnarmiðgeimsefniSamningi um rannsóknir og not ríkja af himingeimnum, tungli og stjörnum1967kjarnavopnaAllsherjarþing Sameinuðu þjóðannavígbúnaðarkapphlaupsNefnd um friðsamlega nýtingu geimsinsSameinuðu þjóðannageimlagasamningaSamningur um athafnir ríkja á tunglinu og öðrum himinhnöttum












Geimur




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search


Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Geimur“


Lofthjúpur jarðar og geimurinn utan við hann (dökkbláa svæðið).




Vetrarbrautin NGC 3628 er í geimnum í 35 milljóna ljósára fjarlægð frá Jörðu.


Geimurinn nefnist rúmið, sem umlykur stjarnfræðileg fyrirbæri, þ.m.t. öll geimfyrirbæri, jörðina, sólkerfið, geimgeislun o.s.frv.


Mestallur massi alheims er í geimfyrirbærum, svo sem í geimþokum, sólstjörnum og reikistjörnum, en milli þeirra er efnislítið rúm sem aðallega inniheldur vetni, algengasta efnið í alheimi. Auk vetnis er þar líka að finna rafsegulgeislun, rafsegulsvið, fiseindir og (samkvæmt kenningum) hulduefni og hulduorku.




Efnisyfirlit





  • 1 Mörk geimsins


  • 2 Eðli geimsins


  • 3 Hlutar geimsins


  • 4 Lagaleg staða


  • 5 Tilvísanir


  • 6 Tenglar




Mörk geimsins |


Mörk geimsins eru skilgreiningaratriði; lofthjúpar reikistjarna enda ekki snögglega heldur þynnast smátt og smátt eftir því sem ofar dregur. Loftþrýstingurinn við lofthjúp jarðar í 100 km hæð er um 1 Pa. Þar eru dregin viðmiðunarmörk sem nefnd er Kármánlínan. Þegar farið er framhjá henni verður erfitt að mæla loftþrýsting vegna áhrifa geislaþrýstings frá sólinni og vindþrýstings sólarvinda.


Alþjóðastofnunin FAI (franska: Fédération Aéronautique Internationale), sem skilgreinir staðla sem varða íþróttir í háloftunum, miðar við að geimurinn hefjist við Kármán-línuna, í 100 km hæð yfir yfirborði jarðar.[1] Í Bandaríkjunum teljast þeir hins vegar geimfarar sem ferðast í yfir 50 mílna hæð (um 80 km).[2]Geimferðastofnun Bandaríkjanna miðar endurkomumörk geimferða við 76 mílur (122 km) þar sem lofthjúpsdraginn byrjar að vera áberandi.



Eðli geimsins |


Geimurinn er það fyrirbæri sem kemst næst því að vera tómarúm í náttúrulegu ástandi. Í geimnum er nær engin tregða og því geta sólstjörnur, reikistjörnur og tungl ferðast óhindraðar eftir sporbaugum sínum. En jafnvel í hinu efnisrýra fjargeimsefni eru talin vera nokkur vetnisatóm í hverjum rúmmetra (til samanburðar eru billjarðar vetnissameinda í hverjum rúmmetra af andrúmslofti á jörðinni). Þetta gerir það að verkum að rafsegulgeislun getur ferðast mjög langar vegalengdir. Í fjargeimsefni getur ein ljóseind ferðast milljarða ljósára.



Hlutar geimsins |


Geimurinn skiptist í mörg svæði eftir því hvaða umhverfi og „vindar“ eru ríkjandi á hverjum stað. Hlutar geimsins eru líka skilgreindir út frá fjarlægð þeirra frá jörðu.


Grenndargeimur er sá hluti geimsins þar sem áhrifa jarðarinnar gætir mest. Hann nær frá efstu lögum lofthjúps jarðar og inniheldur rafhvolf jarðar og segulhvolf jarðar. Van Allen-beltið er líka í grenndargeimnum. Svæðið innan tunglbrautar er stundum kallað geimurinn neðan tungls.


Nærgeimur er geimurinn í sólkerfi okkar. Hann er fullur af nærgeimsefni og nær út að sólhvörfum þar sem umhverfi Vetrarbrautarinnar byrjar að hafa meiri áhrif en segulsvið og öreindaflæði sólarinnar.


Miðgeimur er geimurinn milli sólkerfanna í Vetrarbrautinni. Hann er fullur af miðgeimsefni og nær að útmörkum Vetrarbrautarinnar þar sem tómið milli stjörnuþoka tekur smám saman við.



Lagaleg staða |


Alþjóðalög um geiminn byggja á Samningi um rannsóknir og not ríkja af himingeimnum, tungli og stjörnum frá 1967. Í samningnum er kveðið á um að öllum sé frjálst að kanna geiminn og einstök ríki geti ekki helgað sér hluta hans. Samningurinn bannar líka notkun kjarnavopna í geimnum. 1. janúar 2008 höfðu 98 ríki undirritað samninginn og önnur 27 ríki staðfest hann.


Milli 1958 og 2008 hefur Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sett fram fjölda ályktana um geiminn. Yfir 50 ályktanir varða alþjóðlega samvinnu um friðsamleg markmið og hindrun vígbúnaðarkapphlaups í geimnum. Nefnd um friðsamlega nýtingu geimsins á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur auk þess lagt fram fjóra geimlagasamninga. Samningur um athafnir ríkja á tunglinu og öðrum himinhnöttum (Tunglsamningurinn) var saminn árið 1979 og fjallaði um alþjóðlega lögsögu yfir tunglinu, en ekkert ríki sem leggur stund á mannaðar geimferðir hefur staðfest hann.



Tilvísanir |




  1. 100 km Boundary for Astronautics | Fédération Aéronautique Internationale - FAI


  2. A long-overdue tribute, frétt á vef Geimferðastofnunar Bandaríkjanna 21. október 2005




Tenglar |





 

Einkennismerki Wikiorðabókar



Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Geimur






 




Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
geimnum



  • Stjörnufræðivefurinn


  • Smithsonian National Air and Space Museum (á ensku)


  • Vefur New Scientist um geiminn (á ensku)


  • Vísindavefurinn: „Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann?“


  • Vísindavefurinn: „Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?“


  • Vísindavefurinn: „Hvernig varð geimurinn til?“


  • Vísindavefurinn: „Hvernig varð alheimurinn til?“




Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Geimur&oldid=1621485“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.092","walltime":"0.120","ppvisitednodes":"value":279,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":3276,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":415,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":6,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":877,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 73.318 1 -total"," 32.26% 23.655 1 Snið:Reflist"," 13.65% 10.009 1 Snið:Wiktionary"," 10.74% 7.873 1 Snið:Commonscat"," 5.57% 4.082 4 Snið:Vísindavefurinn"," 4.61% 3.379 1 Snið:Commons"," 3.98% 2.917 1 Snið:Aðgreiningartengill"," 3.54% 2.593 2 Snið:Smella"," 1.31% 0.960 1 Snið:Main_other"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.003","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":537083,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1294","timestamp":"20190413010500","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":112,"wgHostname":"mw1249"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome