Beðmál í borginni Efnisyfirlit Upphaf | Persónur og leikendur | Leiðsagnarval
Bandarískir sjónvarpsþættir
bandarískurDarren StarMichael Patrick KingNew York borgCandace BushnellSarah Jessica ParkerKim CattrallKristin DavisCynthia NixonCandace BushnellSöruh Jessicu ParkerCarrie BradshawWillie GarsonChris NothJohn CorbettMikhail BaryshnikovSamantha JonesKim CattrallSônia BragaJames RemarJason LewisCharlotte York GoldenblattKristin DavisConnecticutKyle MacLachlanEvan HandlerMiranda HobbesCynthia NixonDavid EigenbergAnne Meara
Beðmál í borginni
Jump to navigation
Jump to search
Beðmál í borginni | |
---|---|
Opnunarmynd þáttanna | |
Einnig þekkt sem | Sex and the City |
Tegund | Rómantík Gaman |
Handrit | Darren Star |
Sjónvarpsstöð | HBO |
Leikarar | Sarah Jessica Parker Kim Cattrall Kristin Davis Cynthia Nixon |
Yfirlestur | Sarah Jessica Parker |
Höfundur stefs | Douglas J. Cuomo Tom Findlay |
Upphafsstef | "Sex and the City Theme" |
Tónlist | Bob Boykin Kenneth Burgomaster Bob Christianson Douglas J. Cuomo Matthew Scantlebury Didier Rachou |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | Enska |
Fjöldi tímabila | 6 |
Fjöldi þátta | 94 |
Framleiðsla | |
Staðsetning | New York borg Bryant Park Millstone Township, New Jersey West Orange, New Jersey París, Frakklandi |
Lengd þáttar | 30 min. |
Útsending | |
Fyrsti þáttur í | Júní 1998 |
Sýnt | 6. júní 1998 – 22. febrúar 2004 |
Síðsti þáttur í | 22. febrúar 2004 |
Tímatal | |
Framhald | Sex and the City (2008) Sex and the City 2 (2010) The Carrie Diaries (2013) |
Beðmál í borginni (e. Sex and the City) er bandarískur gaman-drama sjónvarpsþáttur sem búinn var til af Darren Star og framleiddur af HBO sjónvarpstöðinni. Þættirnir voru sýndir á árunum 1998 - 2004 og eru þættirnir alls 94. Í gegnum árin fengu þættirnir aðstoð frá fjölmörgum framleiðendum, handristhöfundum og leikstjórum, þá aðallega mest frá Michael Patrick King.
Þættirnir eru teknir upp og gerast í New York borg og eru byggðir á samnefndri bók eftir Candace Bushnell. Þættirnir fylgjast með lífi fjögurra kvenna - þrjár þeirra eru á miðjum fertugsaldrinum og ein er á fimmtugsaldri - sem eru mjög ólíkar og lifa fjölbreyttu kynlífi en eru óaðskiljanlegar og trúa hverri annarri fyrir öllum sínum málum. Með aðalhutverkin fara Sarah Jessica Parker, Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia Nixon og taka þættirnir á mikilvægum og nútímalegum vandamálum eins og kynhneigð, kynsjukdómum, öruggu kynlífi, lauslæti og kvenleika á meðan þær skoða muninn á vináttu og ástarsamböndum.
Þættirnir hlutu bæði lof og gagnrýni fyrir umræðuefni og persónur, og gáfu af sér tvær kvikmyndir: Sex and the City (2008) og framhaldsmyndina Sex and the City 2 (2010), ásamt þáttunum The Carrie Diaries. Þeir unnu einnig 7 Emmy verðlaun í 54 tilnefningum, 8 Golden Globe verðlaun í 24 tilnefningum, og 3 SAG-verðlaun í 11 tilnefningum. Beðmál í borginni er enn sýndur um allan heim og hefur verið á lista Entertainment Weekly yfir bestu þætti síðasta áratugar og er á lista Time tímaritsins yfir 100 bestu sjónvarpsþætti allra tíma.
Efnisyfirlit
1 Upphaf
2 Persónur og leikendur
2.1 Carrie Bradshaw
2.2 Samantha Jones
2.3 Charlotte York Goldenblatt
2.4 Miranda Hobbes
Upphaf |
Þættirnir voru að hluta til byggðir á samnefndri bók eftir Candace Bushnell sem var sett saman úr dálkum sem hún skrifaði í blaðið the New York Observer. Bushnell hefur sagt í nokkrum viðtölum að sú Carrie Bradshaw sem er í dálkunum sé hennar annað sjálf; þegar hún skrifaði "Sex and the City" notaði hún upphaflega sitt eigið nafn; en af öryggisástæðum bjó hún til persónuna Carrie Bradshaw, sem leikin er af Söruh Jessicu Parker. Carrie Bradshaw var rithöfundur sem bjó í New York borg. Carrie hefur einnig sömu upphafsstafi, sem er tenging við Bushnell.
Persónur og leikendur |
- Aðalgrein: Persónur í Sex and the City
Carrie Bradshaw |
Leikin af Söruh Jessicu Parker. Carrie Bradshaw talar yfir hvern þátt. Hver þáttur er byggður í kringum hugsanir hennar á meðan hún skrifar vikulegan dálk sinn, "Beðmál í borginni" (e. "Sex and the City"), fyrir tilbúna dagblaðið New York Star. Hún er meðlimur glyssamfélagsins í New York og sækir hún í að fara á klúbba/bari/veitingastaði og er þekkt fyrir einstakt tískuvit sitt. Carrie býr í eins herbergja íbúð í Efri Austur-hluta borgarinnar. Besti vinur Carrie fyrir utan vinkonurnar þrjár er Stanford Blatch sem leikinn er af Willie Garson og er samkynhneigður hæfileikaumboðsmaður.
Carrie á í "haltu-mér-slepptu-mér" sambandi við Mr. Big (Chris Noth) sem heitir í rauninni John James Preston. Hann er ástæða fyrir mörgum áföllum Carrie og hann virðist aldrei vera fyllilega tilbúinn að bindast Carrie. Hann er fráskilinn þegar þættirnir hefjast og er sýndur sem framsækinn viðskiptamaður, mikill djass áhugamaður og mikið fyrir að reykja vindla. Þegar Carrie og Big hætta saman er húsgagnahönnuðurinn Aidan Shaw (John Corbett) næsti alvarlegi kærasti Carrie í þriðju þáttaröðinni. Aidan er hefðbundnari og þolinmóðari varðandi sambönd en margir aðrir kærastar Carrie. Aleksandr Petrovsky (Mikhail Baryshnikov) er frægur litamaður sem verður elskhugi Carrie í síðustu þáttaröðinni. Þrátt fyrir aldursmuninn tekst honum að heilla hana með rómantík og sýnir henni staði í New York sem hún hefur aldrei séð áður.
Samantha Jones |
Elsta og sjálfsöruggasta konan í hópnum, Samantha Jones (Kim Cattrall), er sjálfstæð viðskiptakona sem á sér feril í almannatengslum. Hún er örugg, sterk og hreinskilin og kallar sjálfa sig "try-sexual" (þ.e. hún mun prófa allt einu sinni). Samantha á fjöldann allan af einstaklega stuttum kynlífssamböndum í þáttunum, þ.á.m. lesbískt samband við listakonuna Mariu (Sônia Braga) og eitt með áhrifamanninum Richard Wright (James Remar). Jerry/Smith Jerrod (Jason Lewis) er ungur þjónn sem Samantha tælir í síðustu þáttaröðinni. Hann er mun yngri og vill verða leikari og vaknar ferill hans til lífsins þegar Samantha tekur að sér umboðsmál hans. Hann minnist á það að hann sé alkóhólisti og sæki AA-fundi. Hann sýnir Samönthu einnig mikla tryggð í sambandi þeirra.
Charlotte York Goldenblatt |
Charlotte York Goldenblatt (Kristin Davis vinnur í listagalleríi og var alin upp á venjulegu heimili í Connecticut. Hún er jákvæðust af konunum í hópnum og sú sem leggur mesta áherslu á tilfinningalega ást í stað losta. Charlotte er mjög rómantísk og er alltaf að leita að "riddaranum á hvíta hestinum." Charlotte var alltaf með hæstu einkunn þegar hún gekk í Smith-háskólann þar sem hún var meðlimur í Kappa Kappa Gamma systrafélaginu (það eru reyndar engin systrafélög í hinum raunverulega Smith háskóla) þar sem hún stundaði nám í listasögu og fjármálum. Í gegnum þáttaraðirnar kemur einnig fram að Charlotte var kosin heimkomudrottning, lokaballsdrottning, "sú allra vinsælasta", formaður nemendaráðs og fyrirliði hlaupaliðsins til viðbótar við að hafa verið virk klappstýra og unglingafyrirsæta. Trey MacDougal (Kyle MacLachlan) er aðlaðandi hjartalæknir sem býr á Park Avenue og hittir Charlotte í þriðju þáttaröð. Trey á stóra skoska fjölskyldu sem stjórnað er af ættmóðurinni "Bunny", stjórnsamri yfirþyrmandi konu sem flækir samband hans við Charlotte. Þegar samband þeirra endar hittir hún Harry Goldenblatt (Evan Handler), skilnaðarlögfræðingur sem er gyðingur, við byrjun fimmtu þáttarðar. Hún laðast ekki að honum í fyrstu en þau hefja ástarsamband sem að lokum leiðir til hjónabands.
Miranda Hobbes |
Framakona sem hefur stundum háðskar skoðanir á ástarsamböndum og mönnum. Miranda Hobbes (Cynthia Nixon) er lögfræðingur frá Harvard háskóla, frá Fíladelfíu og á tvö systkini. Miranda er oftast sú skynsama í hópnum. Í fyrstu þáttaröðunum er hún sýnd svolítið karlmannleg og köld, en þessi ímynd hennar mildast með árunum, sérstaklega eftir að hún verður ólétt og eignast barn. Söguþráður hennar skoðar oft þá erfiðleika sem hún lendir í sem einhleyp kona sem þarf að finna leið til að samræma krefjandi feril og móðurhlutverkið, stefnumót og ástarsambönd. Í þáttunum kaupir hún íbúð í Efri vesturhluta New York borgar og seinna heimli í Brooklyn. Steve Brady (David Eigenberg), er "haltu-mér-slepptu-mér" kærasti Miröndu í gegnum þættina eftir að vera kynntur til sögunnar í annarri þáttaröðinni. Hann er einn af fáum mönnum í þáttunum sem er stöðugur og er gott mótvægi við hina karlmennina sem eru mjög tilfinningalega óstöðugir, en hann er einnig mjög tilfinnngaríkur. Móðir hans, Mary Brady (Anne Meara), er alkóhólisti og kemur nokkrum sinnum við sögu í þáttunum.
Flokkur:
- Bandarískir sjónvarpsþættir
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.056","walltime":"0.070","ppvisitednodes":"value":505,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":5073,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":2055,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":5,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 31.829 1 -total"," 84.34% 26.846 1 Snið:Sjónvarpsþáttur"," 17.90% 5.698 1 Snið:USA"," 15.09% 4.802 1 Snið:Aðalgrein"," 7.10% 2.260 1 Snið:Fáni-30px-svg"],"cachereport":"origin":"mw1321","timestamp":"20190321014515","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Beu00f0mu00e1l u00ed borginni","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Be%C3%B0m%C3%A1l_%C3%AD_borginni","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q35791","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q35791","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2012-08-22T19:34:40Z","dateModified":"2013-03-09T10:51:44Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/is/b/bb/Sex_and_the_city_title_card.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":155,"wgHostname":"mw1262"););