Skip to main content

Skotland Efnisyfirlit Heiti | Landfræði | Lýðfræði | Stjórnmál | Íþróttir | Innviðir | Tilvísanir | Leiðsagnarvalbbæta við greininaArea profiles- census dataMost people in Scotland 'not religious'

Skotland


gelískaVestur-EvrópuBretlandsEnglandWalesNorður-Írlandþingheimastjórn1999ÚlfreksfirðiÍrlandshafiNorðursjóNorðureyjarSuðureyjarolíulindirEdinborgGlasgowAberdeenkonungsríkimiðöldumkonungssambandEnglandÍrlandJakob 6. SkotakonungurElísabetu 1.160326. mars1707bresku sambandslögunum1. maíBreska konungdæmiðWestminsterLondon1. janúar1801Írlandþjóðaratkvæðagreiðslu1999utanríkismálumÞjóðaratkvæðagreiðsla um sambandsslit2014þungaiðnaðiskipasmíðistáliðnaði8. áratugnumNorðursjávarolíaFjármálaþjónustaskoskt viskíRómverjarGelaSíðlatneskaÍrlandsForthsíðmiðöldumStóra-BretlandsTékklandEnglandTweedSolway FirthAtlantshafiðNorðursjórKintyreFæreyjarNoregurJórvíkursamningnumPerth-samningnumMönOrkneyjarHjaltlandseyjarBerwick-upon-TweedNewtonmoreBadenochBen NevisLochaberTayPleistósentímabilsinsHálöndineyjarnarHálandabrotabeltiðArranStonehavenkambríum-forkambríumtímabilunumKaledóníski fjallgarðurinnstorkubergCairngormsCuillinsSkyerauður sandsteinnMoray FirthInnri SuðureyjarYtri SuðureyjarLoch LomondLoch NessMiðláglöndinsigdalurfornlífsöldjárnkolSæti ArtúrsOchilsCampsie FellsSyðri upplöndinGirvanDunbarsílúrtímabilinuMerrickWanlockheadtempraðúthafsloftslagGolfstraumurinnBraemarGrampian-fjöllumGreycrookScottish BordersTireegaupumskógarbjörnumúlfumelgumrostungumselisúluGullörnrjúpasnæhérihreysikötturfuruskógumskotanefurþiðurvillikettirauðíkornaskógarmörðhaförnsvölugleðaevrasískur bjórvillisvínKaledóníuskógiCairngorms-þjóðgarðinumArgyllsumargrænirbarrskógarlyngheiðarfreðmýrarnytjaskógabeitilandsstórþinurLoch FyneFortingallýviðurinnmosategundasjálfstjórnarvaldbreska þinginuWestminsterFramkvæmdavaldlöggjafarvaldskoska þingsinsHolyroodSkotlandslögunum 1998ríkisútvarpinuSkotlandslögunum 20122016opinberri þjónustunámsgjöldreykingaræðsta ráðherraskosku ríkisstjórninanæstæðsti ráðherraStjónarráðiðþjóðaratkvæðagreiðslasjálfstæði Skotlandsaðild Bretlands að EvrópusambandinuSkoski þjóðarflokkurinnNicola SturgeonÍhaldsflokkurinnVerkamannaflokkurinnFrjálslyndir demókratarGræni flokkurinnSkotlandsráðuneytiðráðherrann fyrir Skotlandknattspyrnaruðningurgolfheimsmeistarakeppnina í knattspyrnuheimsbikarmótið í ruðningiheimsbikarmótið í krikketSamveldisleikanaSkoska knattspyrnusambandiðSkoska ruðningssambandiðSkotlandsbikarinnCeltic F.C.Evrópumeistarabikarinn í knattspyrnuRangers F.C.Aberdeen F.C.Evrópukeppni bikarhafaOfurbikar EvrópuDundee UnitedEvrópukeppni félagsliða í knattspyrnuGautaborggolfOld CourseSt. Andrews15521764Opna breska meistaramótið í golfiPrestwick Golf ClubAyrshire18601890John BallHálandaleikarnir19. öldSkosku hálöndunumhnefaleikumKen BuchananBenny LynchJim WattmótorsportiDavid CoulthardFormúlu 1-kappakstriGlasgowEdinborgAberdeenPrestwickInvernessEdinborgarflugvöllurGlobal Infrastructure PartnersGlasgowflugvöllurHeathrow Airport HoldingsHighland and Islands AirportsTransport ScotlandstofnbrautirA1LondonBreska hjólabrautanetiðDoverEV12 NorðursjávarleiðinniSunderlandC2C-leiðinniVesturstrandarlínanAusturstrandarlínanNetwork Rail Infrastructure LimitedScotRailCaledonian MacBrayneNorðursjóLeithtogaraútgerðarinnarNorðursjávarolíunnarInvernesshöfnPeterheadGrangemoutholíuhreinsistöð












Skotland




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search



































Skotland

Scotland (enska) (skoska)
Alba (gelíska)


Fáni Skotlands

Skjaldamerki Skotlands

Fáni

Skjaldarmerki


Kjörorð:
In My Defens God Me Defend
(skoska: Guð varðveiti mig í vörn minni)

Þjóðsöngur:
Flower of Scotland (de facto)

Staðsetning Skotlands

Höfuðborg

Edinborg

Opinbert tungumál

enska, gelíska, skoska

Stjórnarfar

Þingbundin konungsstjórn


Drottning
Forsætisráðherra

Elísabet 2.
Nicola Sturgeon

Hluti Bretlands

 - stofnun
843 
 - sameining við Bretland
1. maí 1707 

Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)

*. sæti
78.772 km²
1,9

Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar

*. sæti
5.327.700
68/km²

VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2012
245,267 millj. dala (*. sæti)
39.642 dalir (*. sæti)

Gjaldmiðill

sterlingspund (£) (GBP)

Tímabelti

UTC (+1 á sumrin)

Þjóðarlén

.uk

Landsnúmer
44

Skotland (gelíska: Alba) er land í Vestur-Evrópu og næststærsti hluti Bretlands (hinir hlutarnir eru England, Wales og Norður-Írland). Það hefur eigið þing og heimastjórn frá árinu 1999. Skotland á landamæri að Englandi í suðri og strönd að Úlfreksfirði og Írlandshafi í vestri og Norðursjó í austri. Skotlandi tilheyra meira en 790 eyjar, þar á meðal Norðureyjar og Suðureyjar. Í hafinu undan Skotlandi eru auðugar olíulindir. Höfuðborg landsins og næststærsta borg þess er Edinborg en stærsta borgin er Glasgow. Þriðja stærsta borgin er Aberdeen.


Skotland var sjálfstætt konungsríki á miðöldum en gekk í konungssamband við England og Írland þegar Jakob 6. Skotakonungur tók við af Elísabetu 1. árið 1603. Skoska þingið var lagt niður 26. mars 1707 og Skotland var formlega sameinað Bretlandi með bresku sambandslögunum 1. maí sama ár þegar Breska konungdæmið var stofnað með eitt þing í Westminster í London. Þann 1. janúar 1801 varð Írland svo hluti af þessu sameinaða konungdæmi. Skoska þingið var endurreist í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1999. Það hefur þó ekki völd í utanríkismálum. Þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandsslit var haldin árið 2014 þar sem tillagan var felld.


Efnahagur Skotlands hefur lengi byggst á þungaiðnaði eins og skipasmíði og stáliðnaði. Frá 8. áratugnum hefur Norðursjávarolía orðið mikilvægari hluti af efnahagslífi landsins. Fjármálaþjónusta er líka áberandi. Þekktasta útflutningsvara Skota er líklega skoskt viskí sem er 85% af heildarútflutningi matar- og drykkjarvara frá Skotlandi.




Efnisyfirlit





  • 1 Heiti


  • 2 Landfræði

    • 2.1 Jarðfræði


    • 2.2 Veðurfar


    • 2.3 Náttúra og dýralíf



  • 3 Lýðfræði


  • 4 Stjórnmál


  • 5 Íþróttir


  • 6 Innviðir

    • 6.1 Flutningar


    • 6.2 Hafnir



  • 7 Tilvísanir




Heiti |


Heiti Skotlands er dregið af heitinu Scoti sem Rómverjar notuðu yfir Gela. Síðlatneska orðið Scotia vísaði upphaflega til Írlands. Það heiti hefur að minnsta kosti síðan á 11. öld verið notað um Skotland norðan við ána Forth ásamt heitunum Albania eða Albany, dregin af gelíska orðinu Alba. Á síðmiðöldum varð algengast að nota heitin Skotland og Skotar yfir landið sem nú er Skotland og íbúa þess.



Landfræði |


Skoska fastalandið nær yfir einn þriðja hluta eyjunnar Stóra-Bretlands eða tæplega 79.000 ferkílómetra. Það er því álíka stórt og Tékkland. Einu landamæri Skotlands á landi eru við England í suðri. Landamærin eru 96 km að lengd og ná frá ánni Tweed í austri að Solway Firth í vestri. Vestan Skotlands er Atlantshafið og austan megin Norðursjór. Írland er aðeins 30 km suðvestan við höfðann Kintyre. Færeyjar eru 270 km norðan við Skotland og Noregur 305 km norðaustan við það.


Land Skotlands var formlega skilgreint í Jórvíkursamningnum milli Skotlands og Englands 1237 og Perth-samningnum milli Skotlands og Noregs 1266. Utan þessara samninga lágu meðal annars eyjan Mön sem Englendingar náðu á sitt vald á 14. öld og er nú sjálfstæð krúnunýlenda, Orkneyjar og Hjaltlandseyjar sem Skotakonungur fékk frá Danmörku 1472 og Berwick-upon-Tweed sem Englendingar hertóku 1482.


Landfræðileg miðja Skotlands er nálægt þorpinu Newtonmore í Badenoch. Hæsti tindur Skotlands er Ben Nevis í Lochaber sem nær 1.344 metra hæð yfir sjávarmáli. Lengsta á Skotlands er Tay, 190 km löng.



Jarðfræði |




Helstu hlutar Skotlands


Skotland var þakið ís á jökulskeiðum Pleistósentímabilsins og landslagið er því mjög jökulsorfið. Jarðfræðilega skiptist landið í þrjá meginhluta.


Hálöndin og eyjarnar liggja norðan og vestan við Hálandabrotabeltið sem liggur frá Arran til Stonehaven. Í þessum hluta Skotlands eru aðallega klettar frá kambríum- og forkambríumtímabilunum sem lyftust upp síðar, þegar Kaledóníski fjallgarðurinn myndaðist fyrir 490-390 milljón árum. Innan um er að finna nýrra storkuberg en leifarnar af því mynda fjallgarðana Cairngorms og Cuillins á Skye. Utan við þetta er svo rauður sandsteinn með miklum steingervingum sem finnst aðallega í Moray Firth.


Hálöndin eru fjalllend og þar er að finna hæstu tinda Bretlandseyja. Við Skotland eru yfir 790 eyjar sem skiptast í fjóra meginklasa: Hjaltlandseyjar, Orkneyjar, Innri Suðureyjar og Ytri Suðureyjar. Þar er að finna fjölda vatna, eins og Loch Lomond og Loch Ness. Við ströndina eru sums staðar lág beitilönd sem eru kölluð machair.


Miðláglöndin eru sigdalur með steinmyndunum frá fornlífsöld. Mörg setlög á þessu svæði eru efnahagslega mikilvæg því þau innihalda járn og kol sem standa undir skoskum þungaiðnaði. Á þessu svæði hefur líka verið mikið um eldvirkni. Fjallið Sæti Artúrs við Edinborg er til dæmis leifar af kulnuðu eldfjalli. Miðláglöndin eru almennt flatlend en þó eru hæðir eins og Ochils og Campsie Fells aldrei langt undan.


Syðri upplöndin eru um 200 km löng hæðadrög með breiðum dölum á milli. Þau liggja sunnan við annað brotabelti (Syðra upplandabeltið) sem liggur frá Girvan til Dunbar. Þau eru aðallega úr seti frá sílúrtímabilinu fyrir 4-500 milljón árum. Hæsti tindur Upplandanna er Merrick sem nær 843 metra hæð. Þar er líka hæsta þorp Skotlands, Wanlockhead, í 430 metra hæð.



Veðurfar |




Tiree er einn af sólríkustu stöðum Skotlands


Loftslag í Skotlandi er temprað úthafsloftslag og getur verið mjög breytilegt. Golfstraumurinn ber hlýjan sjó að ströndum landsins og gerir að verkum að vetur eru mun mildari og sumrin svalari og rakari en annars staðar á sömu breiddargráðu. Hiti er almennt lægri en annars staðar á Bretlandseyjum. Í Skotlandi hefur mælst minnstur hiti í Bretlandi, -27,2°C í Braemar í Grampian-fjöllum 11. febrúar 1895. Hæsti hiti sem mælst hefur var 32,9°C í Greycrook, Scottish Borders, 9. ágúst 2003.


Að jafnaði er hlýrra á vesturströnd Skotlands en austurströndinni vegna sjávarstrauma í Atlantshafi og lægri sjávarhita í Norðursjó. Tiree í Innri Suðureyjum er einn af sólríkustu stöðum landsins með meira en 300 sólarstundir í maí 1975. Úrkoma er mjög breytileg eftir stöðum. Mest úrkoma er í vesturhluta Hálandanna þar sem hún fer á nokkrum stöðum yfir 3.000 mm. Til samanburðar þá er úrkoma á mestum hluta Láglandanna um 800 mm. Snjókoma er ekki algeng í Láglöndunum en verður algengari eftir því sem hærra er farið. Í Braemar eru að meðaltali 59 dagar á ári með snjókomu en annars staðar eru snjódagar færri en tíu.



Náttúra og dýralíf |




Fjallahéri (Lepus timidus)


Dýralíf í Skotlandi er að mörgu leyti dæmigert fyrir Vestur-Evrópu, þótt mörgum stærri spendýrum, eins og gaupum, skógarbjörnum, úlfum, elgum og rostungum, hafi verið útrýmt á sögulegum tíma. Þar er mikið um seli og mikilvæg varpsvæði sjófugla eins og súlu. Gullörn er eins konar þjóðartákn.


Til fjalla lifa tegundir sem fara í vetrarbúning eins og rjúpa, snæhéri og hreysiköttur. Enn má finna leifar af fornum furuskógum Skotlands þar sem skotanefur heldur sig, en hann er eina dýrategundin sem eingöngu finnst á Bretlandseyjum. Þar er einnig að finna þiður, villiketti, rauðíkorna og skógarmörð. Á síðari árum hefur dýrum sem áður lifðu í Skotlandi verið komið þar fyrir á ný. Þeirra á meðal eru haförn (1975), svölugleða (9. áratugurinn) og á allra síðustu árum evrasískur bjór og villisvín. Mest af því sem eftir er af hinum forna Kaledóníuskógi er í Cairngorms-þjóðgarðinum en leifar skógarins er að finna á 84 stöðum í Skotlandi. Á vesturströndinni er að finna leifar af fornum keltneskum regnskógi, aðallega á Taynish-skaga í Argyll.


Í Skotlandi eru bæði sumargrænir laufskógar og barrskógar, lyngheiðar og freðmýrar. Umfangsmikil ræktun nytjaskóga og notkun lyngheiða sem beitilands hefur haft mikil áhrif á dreifingu innlendra jurta. Hæsta tré Skotlands er stórþinur (Abies grandis) sem var plantað við Loch Fyne á 8. áratug 19. aldar. Fortingallýviðurinn er hugsanlega 5.000 ára gamall og líklega elsta lífvera í Evrópu. Í Skotlandi vex mikill fjöldi mosategunda.



Lýðfræði |


Í Skotlandi eru 96% íbúa hvítir og Suður-Asíubúar teljast 2,7%.


Um 20% segjast tilheyra Skosku kirkjunni (Church of Scotland) en 34% eru skráðir þar (2011), kaþólskir eru 15% og þeir sem tilheyra öðrum kristnum söfnuðum 11%. Múslimar eru 1,4%[1] Um 52% segjast ekki vera trúaðir (2016).[2]



Stjórnmál |





Skoska þingið í Holyrood í Edinborg


Skotland hefur takmarkað sjálfstjórnarvald innan konungdæmisins Bretlands. Auk sjálfstjórnar eiga Skotar fulltrúa í breska þinginu í Westminster. Framkvæmdavald og löggjafarvald hefur verið á vegum skoskrar ríkisstjórnar og skoska þingsins í Holyrood í Edinborg frá 1999. Breska þingið áskilur sér vald yfir sviðum tilgreindum í Skotlandslögunum 1998, meðal annars vald yfir skattlagningu og innheimtu, félagslegri aðstoð, varnarmálum, utanríkismálum og ríkisútvarpinu. Skoska þingið hefur löggjafarvald yfir öllum öðrum sviðum sem tengjast Skotlandi. Í upphafi hafði skoska þingið takmarkað vald til að breyta skattakerfinu en skattavald þess var útvíkkað töluvert í Skotlandslögunum 2012 og 2016.


Skoska þinginu er heimilt að skila löggjafarvaldi yfir málum á vegum þess til breska þingsins ef alríkislög eru talin hentugri fyrir tiltekið mál. Mismunandi áherslur skoska þingsins og breska þingsins hafa gert það að verkum að munur er á þeirri opinberri þjónustu sem í boði er í Skotlandi miðað við annars staðar á Bretlandi. Til dæmis eru engin námsgjöld í Skotlandi og elliaðstoð er gjaldfrjáls þar sem afnot slíkrar þjónustu eru gjaldskyld í Englandi. Skotland var fyrsta landið innan konungdæmisins Bretlands sem bannaði reykingar innandyra.


Skoska þingið er í einni deild en á því sitja 129 þingmenn (e. members of Scottish parliament eða MSP). Af þeim eru 73 beinir fulltrúar einstakra kjördæma en hinir 56 eru kosnir á átta svæðum um landið til að gera forsvarið jafnara. Skoskir þingmenn eru kosnir á fjögurra ára fresti. Einn þeirra er kosinn í embætti æðsta ráðherra. Á ensku er æðsti ráðherra Skotlands kallaður first minister í andstæðu við forsætisráðherra Bretlands sem er kallaður prime minister. Æðsti ráðherra Skotlands skipar ráðherra í embætti en saman mynda þeir skosku ríkisstjórnina. Auk þess er næstæðsti ráðherra sem gegnir embætti æðsta ráðherrans þegar hann er erlendis. Næstæðsti ráðherra hefur einnig stöðu ráðherra. Stjónarráðið samanstendur af níu ráðherrum en utan þess sitja tólf ráðherrar til viðbótar. Ráðherrar utan stjórnarráðs fara því ekki á stjórnarráðsfundi.


Árið 2014 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands. 55,3% Skotar höfnuðu sambandssliti og því var tillagan um sjálfstæði felld. Tveimur árum seinna var þjóðaratkvæðagreiðsla haldin um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í þeirri atkvæðagreiðslu kusu 62% Skota að vera áfram í ESB – í engu kjördæmi í Skotlandi var meirihluti fyrir úrsögnina. Í kjölfar þess kvaðst Nicola Sturgeon æðsti ráðherra Skotlands ætla að boðast til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands en dagsetning hennar hefur ekki verið ákveðin að svo stöddu.


Í kosningunum 2016 vann Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 63 af 129 mögulegum sætum á þinginu. Nicola Sturgeon formaður flokksins hefur verið æðsti ráðherra Skotlands frá nóvember 2014. Íhaldsflokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn en Verkamannaflokkurinn, Frjálslyndir demókratar og Græni flokkurinn hafa einnig umboð á þinginu. Næstu kosningar í Skotlandi verða árið 2021.


59 þingmenn sitja í breska þinginu fyrir hönd Skotlands. Í kosningunum 2017 vann Skoski þjóðarflokkurinn 35 af 59 sætum. Næstu kosningar verða árið 2022. Skotlandsráðuneytið fer með umboð bresku ríkisstjórnarinnar í Skotlandi. Stjórnandi Skotlandsráðuneytisins er ráðherrann fyrir Skotland en hann situr í stjónarráði bresku ríkisstjórnarinnar.



Íþróttir |




Staurakast er sérskosk keppnisgrein á Hálandaleikunum.


Þær íþróttir sem Skotar eru þekktastir fyrir eru knattspyrna, ruðningur og golf. Skotland sendir eigin landslið til keppni í mörgum íþróttagreinum, þar á meðal heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, heimsbikarmótið í ruðningi, heimsbikarmótið í krikket og Samveldisleikana. Skotland er líka með eigin íþróttasambönd eins og Skoska knattspyrnusambandið, sem er annað elsta knattspyrnusamband heims, og Skoska ruðningssambandið.


Elstu heimildir um einhvers konar knattspyrnu í Skotlandi eru frá 1424 og Skotlandsbikarinn í knattspyrnu frá 1873 er elstu landsbikarverðlaun heims. Fyrsti alþjóðlegi knattspyrnuleikur Skota fór fram árið 1872 þegar þeir kepptu við Englendinga. Celtic F.C. vann Evrópumeistarabikarinn í knattspyrnu árið 1967 og Rangers F.C. og Aberdeen F.C. sigruðu í Evrópukeppni bikarhafa árin 1972 og 1983. Aberdeen vann auk þess Ofurbikar Evrópu árið 1983. Dundee United lék til úrslita í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu árið 1987 en tapaði fyrir Gautaborg.


Íþróttin golf er upprunnin í Skotlandi á 15. öld. Einn af elstu golfvöllum heims er Old Course í háskólabænum St. Andrews sem var opnaður árið 1552. Árið 1764 var hinn staðlaði 18-holu golfvöllur búinn til í St. Andrews þegar eldri golfvöllur var styttur um 4 holur. Elsta golfmót heims er Opna breska meistaramótið í golfi sem var fyrst leikið við Prestwick Golf Club í Ayrshire árið 1860. Skoskir golfleikarar unnu mótið allt til 1890 þegar enski golfleikarinn John Ball sigraði.


Hálandaleikarnir eru þekkt skosk íþróttakeppni sem hófst seint á 19. öld en byggir á hefðum frá Skosku hálöndunum. Skotar hafa 13 sinnum átt heimsmeistara í hnefaleikum, þar á meðal Ken Buchanan, Benny Lynch og Jim Watt. Skotar hafa líka náð miklum árangri í mótorsporti. Þekktasti ökuþór Skota síðustu ár er David Coulthard sem keppti í Formúlu 1-kappakstri frá 1994 til 2008.



Innviðir |



Flutningar |




Edinborgarflugvöllur er helsti alþjóðaflugvöllur Skotlands.


Fimm alþjóðaflugvellir eru í Skotlandi, í Glasgow, Edinborg, Aberdeen, Prestwick og Inverness og þaðan er flogið til yfir 150 áfangastaða víða um heim. Edinborgarflugvöllur er rekinn af Global Infrastructure Partners og Glasgowflugvöllur af Heathrow Airport Holdings. Highland and Islands Airports rekur 11 flugvelli á smærri stöðum, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn í Inverness.


Vegagerð Skotlands, Transport Scotland, rekur stofnbrautir í Skotlandi en sveitarfélög reka afganginn af vegakerfinu. Stærstu vegirnir eru í miðbeltinu milli Glasgow og Edinborgar. Þjóðvegurinn A1 liggur milli London og Edinborgar 660 km leið.


Breska hjólabrautanetið nær yfir Skotland. Leið 1 nær frá Dover til Hjaltlandseyja um Edinborg og er hluti af EV12 Norðursjávarleiðinni sem liggur um Noreg, Svíþjóð, Danmörku, Þýskaland, Holland og Belgíu, auk Bretlands. Leið 7 liggur frá Sunderland eftir C2C-leiðinni um Glasgow og síðan áfram til Inverness.


Helstu járnbrautir sem liggja til Skotlands eru Vesturstrandarlínan til Glasgow og Austurstrandarlínan til Edinborgar. Járnbrautir í Skotlandi eru í eigu Network Rail Infrastructure Limited. Um 340 lestarstöðvar og 3.000 km af járnbrautum eru í Skotlandi. ScotRail rekur lestarþjónustu innan Skotlands.


Ferjur ganga milli meginlandsins og eyjanna og til áfangastaða erlendis. Ferjufyrirtækið Caledonian MacBrayne rekur ferjur við vesturströndina.



Hafnir |


Fyrir utan flutningahafnir og skipasmíðastöðvar í kringum Glasgow eru helstu hafnir í Skotlandi á austurströndinni við Norðursjó. Á vesturströndinni eru margar ferju- og smábátahafnir. Helstu hafnarborgir í Skotlandi eru Glasgow, Aberdeen og Leith (við Edinborg). Aberdeen var helsta höfn togaraútgerðarinnar í Norðursjó á fyrri hluta 20. aldar og er enn mikilvæg vegna Norðursjávarolíunnar. Aðrar mikilvægar hafnir eru Invernesshöfn, fiskihöfnin í Peterhead og höfnin í Grangemouth þar sem er stór olíuhreinsistöð.





 




Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Skotlandi






 

Einkennismerki Wikiorðabókar



Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Skotland





  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.




Tilvísanir |



  1. Area profiles- census dataScotland census. Skoðað 3 . apríl 2016


  2. Most people in Scotland 'not religious' BBC. Skoðað 2. apríl 2016.




Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Skotland&oldid=1616479“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.248","walltime":"0.345","ppvisitednodes":"value":1922,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":25998,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":3167,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":7,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":171,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 202.923 1 -total"," 32.24% 65.430 1 Snið:Commonscat"," 19.11% 38.780 1 Snið:Stubbur"," 18.60% 37.749 1 Snið:Evrópa"," 16.44% 33.369 1 Snið:Navbox"," 12.49% 25.340 1 Snið:Land"," 3.38% 6.851 1 Snið:Commons"," 2.18% 4.426 3 Snið:Mál"," 1.77% 3.596 2 Snið:Smella"," 1.60% 3.237 1 Snið:Wikiorðabók"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.011","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":730121,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1318","timestamp":"20190314002649","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Skotland","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Skotland","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q22","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q22","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2005-04-19T22:40:04Z","dateModified":"2018-12-03T00:17:29Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/8/82/Scotland_in_the_UK_and_Europe.svg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":170,"wgHostname":"mw1241"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Bunad