Skip to main content

Aftaka Efnisyfirlit Aftökur á Íslandi | Eitt og annað um aftökur | Algengar aðferðir við aftökur | Sjá einnig | Tenglar | Tilvísanir | LeiðsagnarvalHvenær var síðasta aftakan á Íslandi?„Agnes og Friðrik“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1934„Á aftökustaðnum“; grein í Morgunblaðinu 1957Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga

Refsingar


lögumenskarafmagnsstólinníslenskusiðaskiptistóradómi












Aftaka




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




Fílar voru notaðir sem aftökutæki á Indlandi.


Aftaka er það þegar hópur manna, með lögum eða dómleysisrétti, ákveða að taka einhvern af lífi. Aftaka á við aflífanir á mönnum en aldrei dýrum. Einnig er til múgæðisaftaka (enska: lynching), en það er þegar múgur manna, oft æstur hópur, ræðst á mann eða menn og tekur af lífi án dóms og laga. Oftast þegar einhver er tekinn af lífi er einhverskonar lagabókstafur hafður til grundvallar dómsuppkvaðningu. Er þá viðkomandi að uppkveðnum líflátsdómi oft færður fyrir aftökusveit og skotinn eða upp á aftökupall eða höggstað, þar sem viðkomandi er hengdur eða hálshöggvinn. Einnig eru menn sumstaðar sprautaðir með bráðdrepandi lyfjablöndu, í æð en þó margir hverjir beint í höfuðið, settir í rafmagnsstólinn eða teknir af lífi með einum eða öðrum hætti.


Orðið aftaka á íslensku getur einnig verið herðandi forskeyti eins og t.d. í orðunum aftakaveður eða aftakabrim. Ófært veður er einnig oft nefnt aftökur.




Efnisyfirlit





  • 1 Aftökur á Íslandi


  • 2 Eitt og annað um aftökur


  • 3 Algengar aðferðir við aftökur


  • 4 Sjá einnig


  • 5 Tenglar


  • 6 Tilvísanir




Aftökur á Íslandi |


Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830. Konum var jafnan drekkt og karlar hálshöggnir. Aftökum fjölgaði eftir siðaskipti og var þá dæmt eftir stóradómi.
[1]



Eitt og annað um aftökur |



  • Jóhannes skírari var tekinn af lífi þann 29. ágúst og er sá dagur síðan kenndur við aftöku hans og nefnist því höfuðdagur.

  • Upphaf skáldsögunnar Hundrað ára einsemd, eftir Gabriel Garcia Marquez hefst á aftöku: Á meðan Aurelíano Búendía liðþjálfi stóð andspænis aftökusveitinni átti hann eftir að minnast löngu liðna kvöldsins, þegar faðir hans leiddi hann sér við hönd og sýndi honum ísinn.


Algengar aðferðir við aftökur |


  • Viðkomandi er skotinn í hausinn með skotvopni, hvort sem um ræðir handbyssu eða hríðskotariffil. Fyrir tíma skotvopnsins var viðkomandi oft á tíðum skotinn með boga og ör í háls og/eða hausinn. Að auki þekkjast dæmi um að viðkomandi sé aflífaður með rakettu eða tundurskeyti og þá miðað á búk hans eða höfuð.

  • Viðkomandi er aflífaður með rafmagnsstól eða öðrum álíka aðferðum sem leiða rafmagnsstraum um líkama viðkomandi þangað til innyfli hans stikna.

  • Viðkomandi er sprautaður með eiturblöndu í æð, oft í handlegg, þó því megi einnig miðla í aðra útlimi eða í höfuð einstaklings.

  • Viðkomandi er hengdur, þ.e reipi eða spotta er strengt um háls hans og viðkomandi látinn falla úr ákveðinni hæð sem þó eru mismunandi eftir þjóðum og þjóðfélagashópum. Lítil hæð: Viðkomandi kafnar til dauða. Miðlungs hæð: Háls viðkomandi brotnar. Mikilli hæð: Höfuð viðkomandi rifnar af við skriðþunga búksins.

  • Viðkomandi er látinn anda að sér eitruðu gasi, slíkt gas getur haft mismunandi áhrif á heilbrigða líkamsstarfsemi eftir eðli þess gas sem er notað, þó oftast valdi það lömum á öndunarfærum, heiladauða og á endanum dauðsfalli.

  • Viðkomandi er aflífaður með eggvopni. Vinsæl slík aðferð er fallöxin þar sem viðkomandi er afhöfðaður með stóru blaði sem látið er falla á háls hans með þeim afleiðingum að það sker af honum hausinn. Þó eru einnig til þau dæmi að viðkomandi sé aflífaður með hnífi og höfuð hans hægt og rólega afskorið eða viðkomandi stunginn ítrekað í háls og andlit.

  • Viðkomandi er krossfestur.

  • Viðkomandi er sprengdur upp með sprengiefni.

  • Viðkomandi er sundurlimaður með sverði.

  • Bifreið eða annað álíka farartæki er ekið á viðkomandi, yfir búk eða yfir höfuð hans.

  • Viðkomandi er brenndur lifandi.

  • Viðkomandi er kraminn til dauða. Oft á tíðum tréplanki lagður ofan á viðkomandi flatan og ofan á hann lögð þung lóð þar til bringa og höfuðkúpa gefa eftir og brotna.

  • Viðkomandi er varpað úr flugvél eða þyrlu.

  • Viðkomandi er bundinn við eitt eða tvö dýr og hann dreginn í sitthvora áttina þar til hann rifnar í tvennt eða eftir jörðinni þar til hann deyr af sárum sínum.

  • Viðkomandi er stjaksettur.

  • Viðkomandi er þvingaður til að innbyrða óhóflegu magni af vökva, hvort sem það er vatn eða annað því álíka.

  • Viðkomandi er soðinn til dauða.

  • Viðkomandi er barinn til dauða með spýtu eða lurk í búk ítrekað eða höfuð.

  • Viðkomandi er étinn af rándýri, eins og átti sér stað í Róm.

  • Viðkomandi er steypt í sjó eða ferskvatn.

  • Viðkomandi látinn svelta til dauða.

  • Viðkomandi er haldið vakandi þar til svefnleysið veldur dauða.

  • Viðkomandi er hitaður til dauða.

  • Viðkomandi er fleginn og deyr svo að sárum sínum.

  • Viðkomandi er grafinn hálfpartinn í jörðu og grýttur með steinum eða étinn lifandi af maurum eða öðrum álíka skriðdýrum.

  • Viðkomandi er settur í box eða poka og grafinn lifandi.

  • Viðkomandi er steyptur lifandi.

  • Viðkomandi er þvingaður til að binda endi á eigið líf, t.d með því að skjóta sig í hálsinn með haglabyssu eða henda sér fram af bjargi.

  • Viðkomandi er teinsteiktur til dauða,

  • Viðkomandi er traðkaður til dauða af dýrahjörð.


Sjá einnig |


  • Afhöfðun

  • Dauðarefsing

  • Fallöxi

  • Henging

  • Kviksetning

  • Öxin og jörðin


Tenglar |





 

Einkennismerki Wikiorðabókar



Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Aftaka




  • Vísindavefurinn: „Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?“

  • „Agnes og Friðrik“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1934

  • „Á aftökustaðnum“; grein í Morgunblaðinu 1957


Tilvísanir |



  1. Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga Vísir.is, skoðað 25. júlí 2018.




Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Aftaka&oldid=1601455“










Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.048","walltime":"0.062","ppvisitednodes":"value":99,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":1062,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":155,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":4,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":83,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 11.409 1 -total"," 60.42% 6.893 1 Snið:Wikiorðabók"," 38.77% 4.424 1 Snið:Vísindavefurinn"," 27.91% 3.184 1 Snið:Smella"],"cachereport":"origin":"mw1275","timestamp":"20190410022133","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":98,"wgHostname":"mw1254"););

Popular posts from this blog

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Bunad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum