Skip to main content

Marshall Eriksen Efnisyfirlit Saga persónunnar | Konurnar | Slap Bet | Heimildir | Leiðsagnarval

How I Met Your Mother


How I Met Your MotherJason SegelTeds MosbyLily AldrinTed MosbyLily AldrinMinnesotaSan FranciscoAtlantic CityGame NightAtlantic CityArrivederci, FieroOkay, AwesomeThe Pineapple IncidentDrumroll, PleaseSkotlandsLoch Ness-skrímsliðBandaríkjannaBarneyMinnesotaRobinenskuWikipedia












Marshall Eriksen




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search


Marshall Eriksen er skálduð persóna í sjónvarpsþættinum How I Met Your Mother og er Marshall leikinn af Jason Segel. Hann er hugarfóstur Carter Bays og Craig Thomas. Marshall er besti vinur Teds Mosby og er eiginmaður Lily Aldrin. Marshall er lögmaður og á sér þann draum að verða umhverfislögfræðingur til að bjarga umhverfinu en vinnur nú sem lögfræðingur á banka til þess að eignast peninga.




Efnisyfirlit





  • 1 Saga persónunnar

    • 1.1 Æska



  • 2 Konurnar


  • 3 Slap Bet


  • 4 Heimildir




Saga persónunnar |


Marshall hitti Ted Mosby og Lily Aldrin fyrsta daginn í háskóla. Hann er lögfræðingur úr Columbia-háskólanum og er upphaflega frá St. Cloud í Minnesota. Í fjórðu þáttaröð kemur fram að hann er troðslumeistari í Nicollet-sýslu í Minnesota og er gælunafnið hans Hvíta Vindmyllan. Hann getur ekki lengur troðið vegna þess að hann þjáist af dansaramjöðm. Þrátt fyrir að vera um tveir metrar á hæð er hann minnstur af karlmönnunum í sinni fjölskyldu.


Marshall notar oft orðið „lawyered“ þegar hann er að skýra mál sitt í hinum ýmsu deilum þar sem hann notast við staðreyndir og tölur. Þetta orð hefur orðið einkennisorðið hans.


Marshall er mjög tryggur vinum sínum, sérstaklega besta vini sínum, Ted.


Í lok fyrstu þáttaraðarinnar hætta hann og Lily við brúðkaupið sitt vegna þess að hún ákveður að fara til San Francisco til þess að láta drauma sína rætast (að verða málari) og slítur hún þá trúlofuninni. Hann og Lily endurvekja sambandið um miðja aðra þáttaröðina og trúlofast aftur og eru gift í 12 sekúndur í þættinum „Atlantic City“. Brúðkaupið þeirra er í tveimur síðustu þáttum annarrar þáttaraðar.


Marshall skaut óvart tappanum á kampavínsflöskunni, sem hann var að opna þegar Lily játaðist honum, í augað á henni. Í annað skipti (líka óvart) stakk hann hana með sverði þegar hann og Ted voru að skylmast yfir hvor ætti að vera í íbúðinni eftir að hann og Lily giftu sig.


Marshall er mjög góður í leikjum og kemur það fram í þættinum „Game Night“. Hann vinnur alltaf, sem verður til þess að vinir hans láta hann stjórna spilakvöldum, í skiptum fyrir það að hann sleppi því að spila. Marshall tók þessu sem áskorun á það að hann þyrfti að búa til spil, svo að hann gerir það og skýrir spilið Marshgammon, sem inniheldur það besta úr öðrum spilum. Það kemur fram í fyrstu þáttaröð að hann, bræður hans og pabbi hafi búið til leik sem þeir spila á hverri þakkargjörð: KörfuÍsBolti (e.BaskIceBall) en Marshall viðurkennir að leikurinn sé bara afsökun fyrir því að karlarnir í fjölskyldunni vilji slást. Þegar vinahópurinn var í spilavítinu í Atlantic City í samnefndum þætti var Marshall sá eini sem fattaði klikkaða kínverska leikinn sem Barney var að spila. Í háskóla spiluðu Marshall og Ted leik sem hét Zitch Dog á ferðalagi, sem kemur fram í „Arrivederci, Fiero“. Marshall vann meira að segja þegar hann var sofandi. Einnig er Marshall mjög góður dansari eins og fram kemur í þættinum „Okay, Awesome“. Hann eyddi nokkrum mínútum inni á baðherbergi að leita að verkjalyfjum og kom út í frábæru formi.


Marshall elskar mat. Í þáttum eins og „The Pineapple Incident“ og „Drumroll, Please“ hefur Marshall meiri áhyggjur af því hvað var verið að borða á meðan aðrar persónur hafa áhuga á ástarlífi Ted. Hann borðar mjög mikið og sameinar mat eins og popp og ís.


Marshall hefur áhuga á ótta og yfirnáttúrulegum hlutum, sérstaklega í þjóðsögum. Hann trúir heitt á drauga og draugasögur. Marshall og Lily fór í brúðkaupsferðinni sinni til Skotlands svo að hann gæti séð Loch Ness-skrímslið. Hann harðneitar að heimsækja heita norðvesturhluta Bandaríkjanna vegna þess að hann er hræddur við Stórfót þrátt fyrir að segjast ekki vera hræddur við hann en honum finnst að allir ættu að vera á varðbergi.


Marshall neyðist til þess að fara í atvinnuviðtal hjá stórfyrirtækinu sem Barney vinnur hjá eftir að Lily segir honum að hún sé í stórri skuldasúpu. Þetta eyðileggur það að Marshall geti orðið umhverfislögfræðingur (eða hippalögræðingur úr fjöllunum samkvæmt Barney). Þegar Marshall var sextán ára fékk hann Fieroinn sinn frá eldri bræðrum sínum eftir nokkur próf. Kassetta með laginu „I'm Gonna Be (500 Miles)“ með The Proclaimers er föst í tækinu í Fieroinum og hefur spilað endalaust í gegnum árin. Kaldhæðnislega losnar kassettan með laginu loksins þegar Marshall vottar bílnum viðringu sína eftir að Fieroinn dó rétt eftir að hafa keyrt 200.000 mílur. Það kemur fram í lok þáttarins að þegar Marshall var unglingur hafði hann sett kassettuna í tækið og sagt að þetta væri besta lag í heimi og að hann yrði aldrei leiður á því.


Marshall hefur verið aðdáandi hljómsveitarinnar Chumbawamba síðan Ted sagði að Barney væri fastur inni í höfðinu á honum eins og lag með Chumbawamba. Þegar hópurinn situr á kínverskum veitingastað sem hafði áður verið íbúð Lily og er að borða kvöldmat í áttunda þætti fyrstu þáttaraðar er verið að spila eina af gömlu kassettunum hennar Lily sem Marshall hafði gefið henni í háskóla. Marshall segir: „Ég elska þetta lag, ég hef ekki heyrt það í langan tíma“. Lily segir honum að þetta sé líklega lag af kassettunni sem hann gaf henni og hann segir „Já, ókei“. Seinna í laginu koma skilaboð frá Marshall til Lily sem hljóma svona: „Ég elska þig Lily, gleðilegan Valentínusardag árið 1998“. Lagið er Tubthumping með Chumbawamba.



Æska |


Marshall er yngstur af þremur bræðrum. Hann ólst upp í St. Cloud í Minnesota. Það kemur sterklega fram að Marshall hafi mátt þola ofbeldisfulla æsku. Með bræðrum sínum tveimur og föður sínum spilar Marshall ofbeldisfullan leik sem þeir bjuggu til og heitir KörfuÍsBolti. Þessi leikur inniheldur engar reglur og er eiginlega bara afsökun svo að þeir geti slegist með áhöldum eins og skautum, hokkíkylfum, körfuböltum og fleiru. Marshall þurfti að ganga í gegnum margar kvalafullar skipanir frá bræðrum sínum til að eignast Fieroinn.


Marshall og bræður hans eru alltaf að finna upp á nýjum leiðum til að slást. Þrátt fyrir að Marshall hafi þróað með sér mikla hæfileika í þessum efnum vegna slagsmálann finnst honum ekki gaman að nota hæfileikana. Þetta kemur fram þegar Marshall tekur á öðrum manni sem er að strjúka rassinn á Lily til að fjarlæga vínberjablett. Marshall hótar að ráðast á manninn en eftir að komast að því að hann er samkynhneigður kemst hann yfir það og segist aldrei hafa slegist áður. Einu aðstæðurnar þar sem Marshall notar slagsmálahæfileika sína er til þess að verja Ted. Þegar þeir eru að setja brúðkaupsboðskort í umslög lofar Marshall að hann muni alltaf standa með Ted í slagsmálum.



Konurnar |



  • Lily Aldrin — Marshall og Lily hittust í Wesleyan háskólanum. Þau byrjuðu saman, urðu ástfangin og — eins og sést í þættinum „First Time in New York“ — stunduðu kynlíf í fyrsta skipti með hvort öðru. Þau voru saman í tíu ár. Þau ætluðu að gifta sig áður en Lily missti kjarkinn, hætti við og ákvað að fara til San Francisco í listaháskóla. Hún snýr síðan aftur en Marshall vill ekki taka hana aftur. Þegar foreldrar Teds koma til New York sofa Lily og Marshall saman.

Marshall og Lily giftu sig fyrir stuttu í tveimur athöfnum. Fyrsta athöfnin var draumbrúðkaupið þeirra, lítil athöfn utandyra þar sem Ted og Robin voru einu gestirnir og Barney framkvæmdi athöfnina. Eftir að pressan um að giftast hafði horfið fóru Marshall og Lily inn í stóra brúðkaupið sitt aðeins til að þóknast þeim sem höfðu komið í brúðkaupið. Lily ákvað að halda ættarnafninu sínu en verða ekki Lily Eriksen.


Framtíðar-Ted hefur sýnt Marshall og Lily sem gamalt par, enn hamingjusamlega gift árið 2029. Sem hjón deila þau öllu með hvort öðru. Í öðrum þætti sést hvar Lily og Marshall eru að plana það að sofa saman, svo fer myndavélin aðeins aftar og þá sést að Ted er að hlusta og biður þau um að sleppa því en þau hunsa hann oft (þetta gerðist meira að segja í brúðkaupinu þeirra og fyrsta skiptið sem að þau sváfu saman var Ted viðstaddur).



Slap Bet |


Barney tapaði veðmálinu (e. slap bet) þegar hann og Marshall veðjuðu um það hvort að Robin væri kanadísk-klámstjarna. Hann valdi refsinguna fimm kinnhesta frá Marshall sem geta verið slegnir hvenær sem er, í staðinn fyrir tíu kinnhesta strax. Eftir hvern kinnhest hélt Marshall ræðu um það hversu oft hann hafði slegið Barney hingað til.


  1. Barney var fyrst sleginn í þættinum „Slap Bet“ eftir að hafa orðið vitni að stund á milli Robin og Teds.

  2. Barney var síðan sleginn í þættinum „Stuff“ eftir að hafa búið til leikrit sem hét Suck It, Lily og játaði Lily að það væri ömurlegt leikrit. Leikritið endaði á því að Marshall sló Barney.

  3. Þriðji kinnhesturinn átti sér stað í þættinum „Slapsgiving“. Barney hélt að hann hefði sloppið við þriðja kinnhest Marshalls vegna þess að Lily sagði að engir kinnhetar ættu sér stað á þakkargjörðinni. Eftir að Barney byrjaði að nudda Marshall upp úr því að hann mætti ekki slá hann, skipti Lily um skoðun og leyfði kinnhestinum að eiga sér stað. Marhall sló Barney og söng síðan lag um það með píanóundirleik.


Heimildir |


Fyrirmynd greinarinnar var „Marshall Eriksen“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.









Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Marshall_Eriksen&oldid=1579696“










Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.016","walltime":"0.022","ppvisitednodes":"value":65,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":214,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":44,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":4,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 3.676 1 Snið:Wpheimild","100.00% 3.676 1 -total"],"cachereport":"origin":"mw1253","timestamp":"20190401113901","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":109,"wgHostname":"mw1326"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Slayer Innehåll Historia | Stil, komposition och lyrik | Bandets betydelse och framgångar | Sidoprojekt och samarbeten | Kontroverser | Medlemmar | Utmärkelser och nomineringar | Turnéer och festivaler | Diskografi | Referenser | Externa länkar | Navigeringsmenywww.slayer.net”Metal Massacre vol. 1””Metal Massacre vol. 3””Metal Massacre Volume III””Show No Mercy””Haunting the Chapel””Live Undead””Hell Awaits””Reign in Blood””Reign in Blood””Gold & Platinum – Reign in Blood””Golden Gods Awards Winners”originalet”Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Looks Back On 37-Year Career In New Video Series: Part Two””South of Heaven””Gold & Platinum – South of Heaven””Seasons in the Abyss””Gold & Platinum - Seasons in the Abyss””Divine Intervention””Divine Intervention - Release group by Slayer””Gold & Platinum - Divine Intervention””Live Intrusion””Undisputed Attitude””Abolish Government/Superficial Love””Release “Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer” by Various Artists””Diabolus in Musica””Soundtrack to the Apocalypse””God Hates Us All””Systematic - Relationships””War at the Warfield””Gold & Platinum - War at the Warfield””Soundtrack to the Apocalypse””Gold & Platinum - Still Reigning””Metallica, Slayer, Iron Mauden Among Winners At Metal Hammer Awards””Eternal Pyre””Eternal Pyre - Slayer release group””Eternal Pyre””Metal Storm Awards 2006””Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Bullet-For My Valentine booed at Metal Hammer Golden Gods Awards””Unholy Aliance””The End Of Slayer?””Slayer: We Could Thrash Out Two More Albums If We're Fast Enough...””'The Unholy Alliance: Chapter III' UK Dates Added”originalet”Megadeth And Slayer To Co-Headline 'Canadian Carnage' Trek”originalet”World Painted Blood””Release “World Painted Blood” by Slayer””Metallica Heading To Cinemas””Slayer, Megadeth To Join Forces For 'European Carnage' Tour - Dec. 18, 2010”originalet”Slayer's Hanneman Contracts Acute Infection; Band To Bring In Guest Guitarist””Cannibal Corpse's Pat O'Brien Will Step In As Slayer's Guest Guitarist”originalet”Slayer’s Jeff Hanneman Dead at 49””Dave Lombardo Says He Made Only $67,000 In 2011 While Touring With Slayer””Slayer: We Do Not Agree With Dave Lombardo's Substance Or Timeline Of Events””Slayer Welcomes Drummer Paul Bostaph Back To The Fold””Slayer Hope to Unveil Never-Before-Heard Jeff Hanneman Material on Next Album””Slayer Debut New Song 'Implode' During Surprise Golden Gods Appearance””Release group Repentless by Slayer””Repentless - Slayer - Credits””Slayer””Metal Storm Awards 2015””Slayer - to release comic book "Repentless #1"””Slayer To Release 'Repentless' 6.66" Vinyl Box Set””BREAKING NEWS: Slayer Announce Farewell Tour””Slayer Recruit Lamb of God, Anthrax, Behemoth + Testament for Final Tour””Slayer lägger ner efter 37 år””Slayer Announces Second North American Leg Of 'Final' Tour””Final World Tour””Slayer Announces Final European Tour With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Tour Europe With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Play 'Last French Show Ever' At Next Year's Hellfst””Slayer's Final World Tour Will Extend Into 2019””Death Angel's Rob Cavestany On Slayer's 'Farewell' Tour: 'Some Of Us Could See This Coming'””Testament Has No Plans To Retire Anytime Soon, Says Chuck Billy””Anthrax's Scott Ian On Slayer's 'Farewell' Tour Plans: 'I Was Surprised And I Wasn't Surprised'””Slayer””Slayer's Morbid Schlock””Review/Rock; For Slayer, the Mania Is the Message””Slayer - Biography””Slayer - Reign In Blood”originalet”Dave Lombardo””An exclusive oral history of Slayer”originalet”Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Jeff Hanneman”originalet”Thinking Out Loud: Slayer's Kerry King on hair metal, Satan and being polite””Slayer Lyrics””Slayer - Biography””Most influential artists for extreme metal music””Slayer - Reign in Blood””Slayer guitarist Jeff Hanneman dies aged 49””Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer””Gateway to Hell: A Tribute to Slayer””Covered In Blood””Slayer: The Origins of Thrash in San Francisco, CA.””Why They Rule - #6 Slayer”originalet”Guitar World's 100 Greatest Heavy Metal Guitarists Of All Time”originalet”The fans have spoken: Slayer comes out on top in readers' polls”originalet”Tribute to Jeff Hanneman (1964-2013)””Lamb Of God Frontman: We Sound Like A Slayer Rip-Off””BEHEMOTH Frontman Pays Tribute To SLAYER's JEFF HANNEMAN””Slayer, Hatebreed Doing Double Duty On This Year's Ozzfest””System of a Down””Lacuna Coil’s Andrea Ferro Talks Influences, Skateboarding, Band Origins + More””Slayer - Reign in Blood””Into The Lungs of Hell””Slayer rules - en utställning om fans””Slayer and Their Fans Slashed Through a No-Holds-Barred Night at Gas Monkey””Home””Slayer””Gold & Platinum - The Big 4 Live from Sofia, Bulgaria””Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Kerry King””2008-02-23: Wiltern, Los Angeles, CA, USA””Slayer's Kerry King To Perform With Megadeth Tonight! - Oct. 21, 2010”originalet”Dave Lombardo - Biography”Slayer Case DismissedArkiveradUltimate Classic Rock: Slayer guitarist Jeff Hanneman dead at 49.”Slayer: "We could never do any thing like Some Kind Of Monster..."””Cannibal Corpse'S Pat O'Brien Will Step In As Slayer'S Guest Guitarist | The Official Slayer Site”originalet”Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Kerrang! Awards 2006 Blog: Kerrang! Hall Of Fame””Kerrang! Awards 2013: Kerrang! Legend”originalet”Metallica, Slayer, Iron Maien Among Winners At Metal Hammer Awards””Metal Hammer Golden Gods Awards””Bullet For My Valentine Booed At Metal Hammer Golden Gods Awards””Metal Storm Awards 2006””Metal Storm Awards 2015””Slayer's Concert History””Slayer - Relationships””Slayer - Releases”Slayers officiella webbplatsSlayer på MusicBrainzOfficiell webbplatsSlayerSlayerr1373445760000 0001 1540 47353068615-5086262726cb13906545x(data)6033143kn20030215029