Skip to main content

Donald Trump Efnisyfirlit Æviágrip Forsetakosningarnar árið 2016 Forsetatíð (2017–) Stefnumál EinkahagirHeimild Tilvísanir Leiðsagnarval„„Auðgaðist á því að finna dýrgripi í ruslakistunni““„11 Takeaways From The Times’s Investigation Into Trump’s Wealth“„Trump Engaged in Suspect Tax Schemes as He Reaped Riches From His Father“„Trump fékk „lítið lán“ hjá pabba“„Allt verður að gulli hjá Trump“„Hvað verður um Trump?“„Hvort er Donald Trump jákvæður eða neikvæður milljarðamæringur?“„What a 2003 Documentary About Rich Kids Tells Us About Ivanka Trump’s Coming of Age“„"Banks Approve Loans for Trump, But Take Control of His Finances"“„Donald Trump Questioned on His Bankruptcies“„Donald Trump réttir úr kútnum“„Trump's long and winding history with Deutsche Bank could now be at the center of Robert Mueller's investigation“„Þú ert rekinn!“„Trump ræðst að Obama“„Segja vottorð Obama falsað“„Donald Trump bows out of 2012 US presidential election race“„Don­ald Trump til­kynn­ir fram­boð“„NBC slít­ur sam­starf­inu við Trump“„Why Is the Undocumented-Immigrant Population Dropping?“„More Mexicans Leaving Than Coming to the U.S.“„Donald Trump birti mynd af sér og nasistum - Og leiddi síðan skoðanakönnun“„Trump accuses Cruz of 'fraud,' calls for new Iowa election“„Clinton fékk nærri þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump“„Fyrsta vika Donalds Trumps Bandaríkjaforseta“„Trump rekur yfirmann FBI“„Trump ræddi þrívegis við Comey um mögulega rannsókn FBI á forsetanum“„Trump Told Russians That Firing 'Nut Job' Comey Eased Pressure From Investigation“„Hindraði Trump fram­gang rétt­vís­inn­ar?“„Fyrr­ver­andi yf­ir­maður FBI skipaður“„Um hvað snýst rannsókn Roberts Mueller?“„Cohen í þriggja ára fangelsi“b

Bandarískir athafnamennForsetar BandaríkjannaRepúblikanarFólk fætt árið 1946


14. júní194614. júní1946forseti BandaríkjannaNew York-borgNew York-fylki2004-2015Repúblikanaflokksinsforsetakosningunum í Bandaríkjunum8. nóvember2016Barack Obama20. janúar2017forseti BandaríkjannaviðskiptafræðiBrooklynQueensStaten IslandspilavítiSkotlandiNew YorkFreds TrumpMary TrumpPennsylvaníuháskólaManhattanAtlantaMar-a-Lago-óðaliðWall StreetIvankagjaldþrotiIvönuMörlu MaplesDeutsche BankraunveruleikaþáttannaNBCRonald ReaganDemókrataflokknumRepúblikanaflokkinnBarack ObamaKeníuRepúblikanaflokkinnHawaiiTed CruzIowa-fylki2016DemókrataflokknumHillary ClintonkjörmannaráðinuEnrique Peña NietoloftslagsbreytingumJames Comeybandarísku alríkislögreglunnarSergei LavrovRod RosensteinRobert MuellerMichael CohenfóstureyðinganauðgunarsifjaspellamarijúanaAffordable Care ActObamacaredauðarefsingulágmarkslaunloftlagsbreytingarParísarsamkomulaginuNATOÍsraelsríkisVesturbakkanumÍranKrímskagaRússlandMexíkómúslimumMelania Knauss-TrumpSlóveníu










Donald Trump


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search
















Donald Trump

Donald Trump Pentagon 2017.jpg

Forseti Bandaríkjanna

Núverandi


Tók við embætti
20. janúar 2017
Persónulegar upplýsingar
Fæddur

14. júní 1946 (1946-06-14) (72 ára)


New York-borg, New York, Bandaríkjunum
Þjóðerni
Bandarískur
Stjórnmálaflokkur
Repúblikanaflokkurinn (1987–1999, 2009–2011, 2012–)
Demókrataflokkurinn (til 1987, 2001–2009)
Umbótaflokkurinn (1999–2001)
Maki
Ivana Zelníčková (g. 1977; skilin 1992)
Marla Maples (g. 1993; skilin 1999)
Melania Knauss (g. 2005)
Börn
Donald yngri, Ivanka, Eric, Tiffany, Barron
Starf
Viðskipamaður, fasteignasali, stjórnmálamaður
Undirskrift

Donald John Trump (fæddur 14. júní 1946) er 45. og núverandi forseti Bandaríkjanna. Hann er fæddur og uppalinn í New York-borg í New York-fylki. Hann var stjórnandi sjónvarpsþáttanna Lærlingurinn (enska: The Apprentice) á árunum 2004-2015. Hann bauð sig fram sem fulltrúi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum þann 8. nóvember 2016 og tók við embættinu af Barack Obama þann 20. janúar 2017 sem nýkosinn 45. forseti Bandaríkjanna. Trump er með gráðu í viðskiptafræði.


Fyrirtæki Trumps (enska: The Trump Organization) á 14.000 íbúðir í Brooklyn, Queens og Staten Island. Þar að auki á hann m.a. aðrar eignir eins og hótel og spilavíti. Talið er að hann eigi að minnsta kosti 16 golfvelli í Bandaríkjunum og þá á hann einnig golfvöll í Skotlandi.




Efnisyfirlit





  • 1 Æviágrip

    • 1.1 Viðskipta- og sjónvarpsferill


    • 1.2 Stjórnmálaferill



  • 2 Forsetakosningarnar árið 2016


  • 3 Forsetatíð (2017–)


  • 4 Stefnumál

    • 4.1 Félagsleg og heilsutengd málefni


    • 4.2 Efnahagsmál


    • 4.3 Umhverfismál


    • 4.4 Utanríkisstefna


    • 4.5 Innflytjendastefna



  • 5 Einkahagir


  • 6 Heimild


  • 7 Tilvísanir




Æviágrip


Donald Trump fæddist þann 14. júní árið 1946 í New York. Hann er sonur fasteignasalans og milljarðamæringsins Freds Trump og skosk-bandarískrar konu hans, Mary Trump. Trump lauk prófi frá Wharton-verslunarskólanum, sem er deild í Pennsylvaníuháskóla, árið 1968. Eftir að hafa lokið námi vann Trump sem rukkari í fyrirtæki föður síns og innheimti tekjur af fasteignum hans. Trump vann hjá fyrirtæki föður síns til ársins 1975 en hóf þá sjálfstæðan rekstur í fasteignaiðnaðinum.[1] Faðir Trumps lánaði honum andvirði um 60 milljóna Bandaríkjadala til að hjálpa honum að komast á lappirnar í viðskiptageiranum.[2] Alls hefur hann á ævi sinni hlotið andvirði um 413 milljóna Bandaríkjadala frá fyrirtækjum föður síns.[3] Trump hefur í seinni tíð talað um að faðir hans hafi veitt honum „lítið lán“ upp á milljón Bandaríkjadali (andvirði um 120 millj­ón­a íslenskra króna) til þess að hefja viðskiptaferilinn.[4]



Viðskipta- og sjónvarpsferill


Árið 1978 keypti Trump Commodore-hótelið nálægt Grand Central-járnbrautarstöðinni í New York. Hann byggði skrifstofubyggingu í turni á fimmta stræti borgarinnar og græddi talsvert á að leigja hana út. Trump var orðinn velkunnur milljarðamæringur þegar hann var 42 ára. Árið 1983 byggði hann 58 hæða skýjakljúf, Trump-turninn, á Manhattan. Árið 1988 átti Trump meðal annars tvö spilavíti og hótel í Atlanta, skutludeild Eastern-flugfélagsins, Mar-a-Lago-óðalið í Flórída, meirihluta í Alexander's-verslunarkeðjunni í New York og fjölbýlishús í ýmsum bandarískum stórborgum.[1] Trump þótti á seinni hluta níunda áratugarins nokkurs konar „tákn yfirstandandi uppgangstíma í bandarísku viðskiptalífi“. Hann hafði þó einnig orð á sér fyrir að beita „siðlausum“ aðferðum til að sölsa undir sig lóðir mun fáttækari eigenda.[5]


Nokkuð fór að síga undan viðskiptaveldi Trumps í lok níunda áratugarins og byrjun þess tíunda.[6] Árið 1989 fóru fyrirtækjaskuldir hans upp í rúma fjóra milljarða dollara og margir verðbréfasalar á Wall Street töldu hann í reynd vera á hausnum.[7] Dóttir Trumps, Ivanka, hefur sagt að í byrjun 10. áratugarins, þegar skuldir Trumps voru sem hæstar, hafi faðir hennar bent henni á heimilislausan mann sem sat fyrir framan Trump-turn og sagt við hana: „Veistu, þessi náungi er 8 milljörðum dollara ríkari en ég!“.[8] Árið 1990 var Trump einu ógreiddu láni frá því að lýsa yfir persónulegu gjaldþroti og neyddist því til þess að gefa bönkum tímabundna stjórn á fyrirtækjum sínum í skiptum fyrir vasapening.[9] Frá 1991 til 2009 lýstu gistihúsa- og spilavítakeðjur Trumps sex sinnum yfir gjaldþroti.[10]


Á þessum tíma bað orðstír Trumps einnig hnekki vegna umfjöllunar um einkalíf hans. Slúðurblöð fjölluðu mikið um framhjáhald hans á konu sinni, tékknesku skíðadrottningunni Ivönu, með fegurðardrottningunni Mörlu Maples. Trump skildi við Ivönu árið 1992 og þurfti að greiða henni 25 milljónir Bandaríkjadala í skilnaðarbætur.[11] Trump giftist Maples árið 1993 en skildi við hana sex árum síðar.


Eftir eins árs endurskoðun á skuldastöðu sinni tókst Trump að forðast allsherjar gjaldþrot og algera sundurlimun á eignum hans en auður hans var aðeins brot af því sem hann var áður[11] og vegna gjaldþrota fyrirtækja hans glataði hann lánstrausti hjá flestum bönkum öðrum en Deutsche Bank.[12]


Árið 2003 varð Trump framleiðandi og kynnir bandarísku raunveruleikaþáttanna The Apprentice sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni NBC. Í þáttunum kepptu þátttakendur um hálaunastarf í fyrirtæki Trumps og einn sigurvegari var valinn í lok hverrar þáttaraðar. Í lok hvers þáttar datt einn keppandi úr keppninni og Trump fékk það hlutverk að segja orðin „Þú ert rekinn“ (enska: You're fired) við hinn óheppna. Þættirnir nutu mikilla vinsælda á fyrsta áratugi 21. aldar og með hlutverki sínu í þeim tókst Trump að miklu leyti að byggja á ný upp almannaímynd sína sem kænn kaupsýslumaður.[13]



Stjórnmálaferill


Trump studdi Ronald Reagan á 9. áratugnum en lítið er vitað um pólitískar skoðanir hans fyrir þann tíma. Trump var í Demókrataflokknum frá 2001-2008 en árið 2011 gekk hann í Repúblikanaflokkinn.


Trump hafði lengi verið óhræddur við að tjá sig um bandarísk stjórnmál en skoðanir hans fóru að vekja meiri athygli eftir að Barack Obama var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 2008. Trump varð hávær gagnrýnandi Obama eftir að hann tók við embætti og varð jafnframt einn helsti boðberi þeirrar samsæriskenningar að Obama hafi ekki fæðst í Bandaríkjunum heldur í Keníu og ætti þar með að vera ókjörgengur í embætti Bandaríkjaforseta.[14] Á þessum tíma var Trump að undirbúa sitt eigið forsetaframboð fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2012 á móti Obama og hugðist nota þessa ásökun um meint ólögmæti stjórnar hans sem vopn í kosningabaráttunni. Obama birti hins vegar fæðingarvottorð sitt frá spítala í Hawaii í apríl árið 2011 til þess að afsanna aðdróttanir Trumps. Trump sagðist í kjölfarið „mjög stoltur af [sínum] þætti í að fá úr þessu máli skorið“[15] en næsta mánuð hætti hann við forsetaframboð sitt gegn Obama.[16]



Forsetakosningarnar árið 2016


Donald Trump tilkynnti í júní árið 2015 að hann hygðist bjóða sig fram í forsetakosningunum sem haldnar yrðu næsta ár. Á fyrsta kosningafundi sínum sagði hann að sem forseti myndi hann „gera Bandaríkin frá­bær á ný“ (enska: Make America Great Again) og urðu þessi orð þekkt slagorð stuðningsmanna Trumps.[17]


Kosningaherferð Trumps hlaut mikla fjölmiðlaumfjöllun frá byrjun og mörg ummæli hans og kosningaloforð vöktu bæði hneykslun og aðdáun Bandaríkjamanna. Á fyrsta kosningafundi sínum lagði Trump áherslu á að stemma stigu við komu ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna yfir mexíkósku landamærin og lýsti því yfir að innflytjendur frá Mexíkó væru upp til hópa nauðgarar og glæpamenn.[18] Þrátt fyrir að ólöglegur innflutningur til Bandaríkjanna frá Mexíkó hafi þegar verið í sögulegu lágmarki árið 2015[19][20] líkti Trump stöðu mála á landamærunum við neyðarástand og lofaði snemma að næði hann kjöri myndi hann byggja landamæramúr milli Mexíkó og Bandaríkjanna. Þennan múr ættu skattgreiðendur þó ekki að greiða, heldur kvaðst Trump ætla að fá ríkisstjórn Mexíkó til þess að greiða kostnaðinn.[21] Loforðið um landamæramúr sem Mexíkó ætti að greiða fyrir varð eitt helsta stefið í kosningabaráttu Trumps og hefur áfram verið áberandi stefnumál í forsetatíð hans.




Mynd:Donald Trump Victory Speech.webmSpila margmiðlunarskrá

Donald Trump heldur sigurræðu sína þann 9. nóvember 2016.


Þótt ummæli og framkoma Trumps væru mjög umdeild á landsvísu reyndust stefnumál hans vinsæl meðal skráðra meðlima Repúblikanaflokksins og því mældist hann snemma með forystu í könnunum fyrir forkjör flokksins. Mikla athygli vakti í kosningabaráttunni þegar Ted Cruz vann fyrstu forkosningar Repúblikana í Iowa-fylki þann 1. febrúar 2016 og Donald Trump varð í öðru sæti. Í kjölfarið ásakaði Trump Ted Cruz um að hafa „stolið“ kosningum.[22] Þrátt fyrir þessi feilspor vann Trump að endingu útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar og var lýstur frambjóðandi þeirra þann 17. júlí árið 2016.


Kosningabaráttan sem var framundan við mótframbjóðanda hans úr Demókrataflokknum, Hillary Clinton, þótti óvægin. Trump var m.a. sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart konum frá gömlum upptökum og sjálfur kallaði hann Hillary glæpamann sem ætti að læsa inni. Kannanir sýndu lengst af að Hillary Clinton hafði yfirhöndina en Trump saxaði smám saman á forskot hennar þar til það var orðið ómarktækt á kjördag. Í kosningunum hlaut Clinton um þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump en vegna þess hvernig kjördæmaskipan Bandaríkjanna er háttað fékk Trump talsvert fleiri kjörmenn í kjörmannaráðinu sem velur forsetann og vann þannig kosningarnar.[23]



Forsetatíð (2017–)


Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar árið 2017. Í fyrstu viku sinni í embætti gaf Trump út tólf tilskipanir og fyrirmæli, meðal annars um að minnka útgjöld til heilbrigðatryggingakerfis Baracks Obama, um framkvæmdir við umdeildar olíuleiðslur frá Kanada til Bandaríkjanna og bann við styrkingu Bandaríkjanna við samtök sem bjóða upp á fóstureyðingar. Einnig velti upp hugmyndum um að leggja 20% toll af vörum frá Mexíkó sem liður í því að láta landið borga undir múr á landamærum ríkjanna. Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, aflýsti fundi sínum með Trump í kjölfarið. Trump hóf einnig aðgerðir til að banna fólki frá nokkrum löndum þar sem múslímar eru í meirihluta, að koma til Bandaríkjanna: Sýrlandi, Írak, Íran, Líbíu, Súdan, Sómalíu og Jemen. Trump ritaði undir tilskipun um úrsögn Bandaríkjanna úr TPP (Trans Pacific Partnership), viðskipasamningi Kyrrhafsríkja.


Áætlun gegn loftslagsbreytingum var tekin út af síðu forsetaembættisins og skýrsla um stöðu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks á vinnustöðum. Stjórn Trumps krefst þess að fá að fara yfir allar rannsóknir og gögn vísindamanna Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna (EPA) áður en þau koma fyrir sjónir almennings.[24]


Stuttu eftir að Trump tók við embætti rak hann James Comey, formann bandarísku alríkislögreglunnar, úr embætti.[25] Alríkislögreglan var þá byrjuð að rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum og tölvuárásir rússneskra hakkara á tölvur Demókrataflokksins. Trump hafði áður spurt Comey hreint út hvort verið væri að rannsaka hann og tengsl kosningaherferðar hans við rússneska útsendara.[26] Daginn eftir að Trump rak Comey sagði hann á fundi við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að hann „[hefði verið] undir miklu álagi út af Rússlandi“ og að þess vegna væri hann feginn því að hafa rekið Comey.[27] Vegna þessara ummæla sökuðu andstæðingar Trumps hann um að hafa rekið Comey til þess að koma í veg fyrir að þurfa sjálfur að sæta rannsókn og væri þar með sekur um að hindra framgang réttvísinnar.[28]


Eftir að því var velt upp að Trump hefði gerst brotlegur með brottrekstri Comey ákvað þáverandi aðstoðardómsmálaráðherra í stjórn Trumps, Rod Rosenstein, að skipa Robert Mueller til að fara fyrir sérstakri rannsóknarnefnd til að kanna afskipti Rússa af kosningunum og mögulegt samneyti Trumps við rússnesku tölvuþrjótana.[29] Frá því að rannsókn Muellers var hleypt af stokkunum hafa a.m.k. 33 manns verið ákærðir, þar af fjórir samstarfsmenn Trumps.[30] Meðal annars var lögmaður Trumps til margra ára, Michael Cohen, dæmdur í þriggja ára fangelsi þann 12. desember 2018 fyrir að múta tveimur konum í nafni Trumps til að segja ekki frá kynferðislegu sambandi þeirra við Trump á meðan á kosningabaráttunni stóð.[31] Trump hefur jafnan lýst yfir vanþóknun á rannsókn Muellers og hefur líkt henni við „nornaveiðar“.[30]



Stefnumál



Félagsleg og heilsutengd málefni


Trump lýsir sér sem andstæðingi fóstureyðinga (pro life) nema í tilvika nauðgunar, sifjaspella og af alvarlegum heilsufarsástæðum.
Hann er á móti lögleiðingu marijúana en með læknisfræðilegri notkun þess. Trump er andstæðingur the Affordable Care Act (einnig þekkt sem Obamacare) og vill skipta því út fyrir markaðslegar lausnir. Trump er fylgjandi dauðarefsingu.



Efnahagsmál


Trump vill lækka fyrirtækjaskatta niður í 15%. Hann hefur haft frammi ýmsar skoðanir um lágmarkslaun en vill að hvert ríki ákveði þau fyrir sig.


Hann vill vernda bandarísk störf og framleiðslu með tollamúrum.



Umhverfismál


Trump hafnar samhljóða áliti vísindamanna um loftlagsbreytingar og vill hafna Parísarsamkomulaginu um það.



Utanríkisstefna


Trump vill auka fjárframlög í bandaríska herinn en vill minnka umsvif hans í NATO. Hann er aðdáandi Ísraelsríkis og styður frekari byggingar á Vesturbakkanum. Kjarnorkusamninginn sem Obama gerði við Íran myndi hann leysa upp.


Hann myndi viðurkenna Krímskaga sem rússneskt landsvæði og afnema viðskiptabann á Rússland.


Innflytjendastefna


Trump hefur lofað því að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, senda burt 11 milljónir ólöglegra innflytjenda og viðurkennir ekki ríkisborgararétt þeirra sem fæðast þar. Hann hefur sagst vilja banna múslimum að koma til landsins en mildaði afstöðu sína með því að segja að hann vildi banna fólk frá ákveðnum löndum sem eru með þekkta hryðjuverkasögu gegn Bandaríkjunum.


Einkahagir


Trump er skoskur í móðurætt og þýskur í föðurætt. Bróðir hans lést úr krabbameini fyrir aldur fram. Trump á fimm börn úr þremur hjónaböndum. Núverandi eiginkona hans er fyrrum fyrirsætan Melania Knauss-Trump, sem er fædd í Slóveníu árið 1970 og uppalin þar.


Trump er mótmælendatrúar (presbyterian).


Heimild





 




Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Donald Trump



  • Fyrirmynd greinarinnar var „Donald Trump“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. nóvember 2016.


Tilvísanir




  1. 1,01,1 „„Auðgaðist á því að finna dýrgripi í ruslakistunni““. Frjáls verslun (1. október 1988), skoðað þann 24. janúar 2019.


  2. David Barstow, Susanne Craig og Russ Buettner (2. október 2018). „11 Takeaways From The Times’s Investigation Into Trump’s Wealth“ (enska). The New York Times, skoðað þann 24. janúar 2019.


  3. David Barstow, Susanne Craig og Russ Buettner (2. október 2018). „Trump Engaged in Suspect Tax Schemes as He Reaped Riches From His Father“ (enska). The New York Times, skoðað þann 24. janúar 2019.


  4. „Trump fékk „lítið lán“ hjá pabba“. mbl.is (27. október 2015), skoðað þann 24. janúar 2019.


  5. Halldór Vilhjálmsson (28. nóvember 1987). „Allt verður að gulli hjá Trump“. Morgunblaðið, skoðað þann 24. janúar 2019.


  6. „Hvað verður um Trump?“. Dagblaðið Vísir (18. júní 1990), skoðað þann 24. janúar 2019.


  7. „Hvort er Donald Trump jákvæður eða neikvæður milljarðamæringur?“. Tíminn (15. júlí 1993), skoðað þann 24. janúar 2019.


  8. Ruth Graham (11. janúar 2018). „What a 2003 Documentary About Rich Kids Tells Us About Ivanka Trump’s Coming of Age“ (enska). Slate, skoðað þann 25. janúar 2019.


  9. „"Banks Approve Loans for Trump, But Take Control of His Finances"“ (enska). The New York Times (27. júní 1990), skoðað þann 25. júní 2019.


  10. Hao Li (12. apríl 2011). „Donald Trump Questioned on His Bankruptcies“ (enska). International Business Times, skoðað þann 25. janúar 2019.


  11. 11,011,1 „Donald Trump réttir úr kútnum“. Tíminn (13. júní 1992), skoðað þann 25. janúar 2019.


  12. Allan Smith (8. desember 2017). „Trump's long and winding history with Deutsche Bank could now be at the center of Robert Mueller's investigation“ (enska). Business Insider, skoðað þann 25. janúar 2019.


  13. Tómas Hafliðason (6. janúar 2005). „Þú ert rekinn!“. Deiglan, skoðað þann 25. janúar 2019.


  14. Björn Teitsson (27. apríl 2011). „Trump ræðst að Obama“. Dagblaðið Vísir, skoðað þann 25. janúar 2019.


  15. Björn Teitsson (29. apríl 2011). „Segja vottorð Obama falsað“. Dagblaðið Vísir, skoðað þann 25. janúar 2019.


  16. „Donald Trump bows out of 2012 US presidential election race“. The Guardian (16. maí 2011), skoðað þann 25. janúar 2019.


  17. „Don­ald Trump til­kynn­ir fram­boð“. mbl.is (16. júní 2015), skoðað þann 29. janúar 2019.


  18. „NBC slít­ur sam­starf­inu við Trump“. mbl.is (29. júní 2015), skoðað þann 30. janúar 2019.


  19. Russell Berman (26. janúar 2016). „Why Is the Undocumented-Immigrant Population Dropping?“ (enska). The Atlantic, skoðað þann 30. janúar 2019.


  20. Ana Gonzalez-Barrera (19. nóvember 2015). „More Mexicans Leaving Than Coming to the U.S.“ (enska). Pew Research Center, skoðað þann 30. janúar 2019.


  21. Hallgrímur Oddsson (15. júlí 2015). „Donald Trump birti mynd af sér og nasistum - Og leiddi síðan skoðanakönnun“. Kjarninn, skoðað þann 30. janúar 2019.


  22. „Trump accuses Cruz of 'fraud,' calls for new Iowa election“ (enska). Politico (2. mars 2016), skoðað þann 25. janúar 2019.


  23. „Clinton fékk nærri þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump“. Kjarninn (8. janúar 2016), skoðað þann 22. desember 2019.


  24. „Fyrsta vika Donalds Trumps Bandaríkjaforseta“. RÚV (27. janúar 2017).


  25. „Trump rekur yfirmann FBI“. Viðskiptablaðið (9. maí 2017), skoðað þann 30. janúar 2019.


  26. Heimir Már Pétursson (12. maí 2017). „Trump ræddi þrívegis við Comey um mögulega rannsókn FBI á forsetanum“. Vísir, skoðað þann 30. janúar 2019.


  27. Matt Apuzzo; Maggie Haberman og Matthew Rosenberg (19. maí 2017). „Trump Told Russians That Firing 'Nut Job' Comey Eased Pressure From Investigation“ (enska), skoðað þann 30. janúar 2019.


  28. „Hindraði Trump fram­gang rétt­vís­inn­ar?“. mbl.is (15. maí 2017), skoðað þann 30. janúar 2019.


  29. „Fyrr­ver­andi yf­ir­maður FBI skipaður“. mbl.is (17. maí 2017), skoðað þann 30. janúar 2019.


  30. 30,030,1 Ólöf Ragnarsdóttir (22. nóvember 2018). „Um hvað snýst rannsókn Roberts Mueller?“. RÚV, skoðað þann 30. janúar 2019.


  31. Baldur Guðmundsson (12. desember 2018). „Cohen í þriggja ára fangelsi“. Fréttablaðið, skoðað þann 30. janúar 2019.







Fyrirrennari:
Barack Obama

Forseti Bandaríkjanna
(20. janúar 2017 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti











Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Donald_Trump&oldid=1623028“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.460","walltime":"0.540","ppvisitednodes":"value":10159,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":50661,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":20011,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":15,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":18388,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":1,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 415.426 1 -total"," 66.76% 277.340 1 Snið:Forsætisráðherra"," 52.18% 216.762 2 Snið:Infobox"," 14.78% 61.389 1 Snið:Reflist"," 13.70% 56.904 17 Snið:Forsætisráðherra/office"," 7.03% 29.188 31 Snið:Vefheimild"," 3.72% 15.463 1 Snið:Fæðingardagur_og_aldur"," 3.26% 13.554 1 Snið:Forsetar_Bandaríkjanna"," 2.87% 11.940 1 Snið:Commonscat"," 2.39% 9.942 1 Snið:Navbox"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.101","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":3096981,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1261","timestamp":"20190319232710","ttl":3600,"transientcontent":true);mw.config.set("wgBackendResponseTime":674,"wgHostname":"mw1261"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome