Skip to main content

Skipting Indlands Leiðsagnarvalbæta við greinina

1947Saga IndlandsSaga PakistanSaga Bangladess


Breska IndlandIndlandPakistan1947múslimarBalúkistanSindhPúnjabAssamBengalVestur-PúnjabPúnjabSylhet-umdæmiAustur-BengalAustur-PakistanBangladessKanatið KalatHyderabadJunagadhJammú og KasmírSikkim










Skipting Indlands


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search




Kort sem sýnir skiptingu Indlands og ferðir flóttafólks.


Skipting Indlands var skipting hluta þeirra landsvæða sem áður voru Breska Indland milli tveggja sjálfstjórnarríkja sem skömmu síðar urðu sjálfstæðu ríkin Indland og Pakistan. Skiptingin tók gildi 15.-17. ágúst 1947. Pakistan var myndað af héruðum í norðvesturhlutanum þar sem múslimar voru meirihluti íbúa eins og Balúkistan og Sindh. Héruðunum Púnjab, Assam og Bengal var skipt upp eftir því hvort múslimar eða hindúar og síkar voru í meirihluta. Vesturhluti Púnjab varð þannig hérað í Pakistan (Vestur-Púnjab) en austurhlutinn varð indverska héraðið Púnjab. Hlutar Assam (Sylhet-umdæmi) og Bengal (Austur-Bengal) urðu Austur-Pakistan sem tengdist ekki Vestur-Pakistan. Þar varð brátt vaxandi hreyfing fyrir sjálfstæði frá Pakistan sem leiddi til stofnunar Bangladess árið 1971.


Eftir að ríkin tvö fengu sjálfstæði gerðust sjálfstæð furstadæmi innan þeirra hlutar hinna nýju ríkja. Þannig varð Kanatið Kalat hluti Pakistan 1955 og Hyderabad og Junagadh urðu hlutar Indlands. Furstadæmið Jammú og Kasmír varð hluti Indlands utan tvö umdæmi sem urðu hluti af Pakistan. Sikkim, þar sem stór hluti íbúa var búddatrúar, var áfram sjálfstætt konungdæmi í sambandi við Indland til 1975 þegar íbúar ákváðu að afnema einveldið og gerast hérað innan Indlands.


Við skiptinguna hröktust um 14 milljónir manna á vergang vegna trúarlegra og pólitískra ofsókna beggja vegna landamæranna. Múslimar flúðu frá indversku héruðunum til Pakistan og hindúar og síkar hröktust til Indlands. Mörg hundruð þúsund létu lífið í árásum eða vegna hrakninga.



Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Skipting_Indlands&oldid=1624938“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.024","walltime":"0.033","ppvisitednodes":"value":23,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":664,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":4,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 17.603 1 Snið:Stubbur","100.00% 17.603 1 -total"],"cachereport":"origin":"mw1250","timestamp":"20190315054058","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Skipting Indlands","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Skipting_Indlands","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q129053","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q129053","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2019-02-18T11:39:32Z","dateModified":"2019-02-18T11:56:42Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/3/3b/Partition_of_India_1947_en.svg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":116,"wgHostname":"mw1255"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome