Drónaárásir Efnisyfirlit Notkun Bandaríkjahers | Tilvísanir | Leiðsagnarval„Obama's covert drone war in numbers: ten times more strikes than Bush“„Victim of Obama's first drone strike: 'I am the living example of what drones are'“„The Kill Chain: The lethal bureaucracy behind Obama's drone war“„Firing Blind: Critical intelligence failures and the limits of drone technology“„Manhunting in the Hindu Kush“„Obama claims US drones strikes have killed up to 116 civilians“„Trump's first year in numbers: Strikes triple in Yemen and Somalia“
HernaðurStríðið gegn hryðjuverkum
hernaðarárásirsprengjumBandaríkjaherMið-Austurlöndumhryðjuverkaárásirnar 11. september 2001Baracks ObamaGeorge W. BushNorður-VasiristanPakistanóbreyttir borgararmannréttindarsamtakaBureau of Investigative JournalismAmnesty InternationalDonald Trump
Drónaárásir
Jump to navigation
Jump to search
Drónaárásir eða flygildaárásir eru hernaðarárásir þar sem fjarstýrðar flugvélar varpa sprengjum eða skjóta flugskeytum. Það er Bandaríkjaher sem hefur nýtt sér þessa tækni hvað mest í Mið-Austurlöndum.
Efnisyfirlit
1 Notkun Bandaríkjahers
1.1 Undir stjórn Baracks Obama
1.2 Gagnaleki bandaríska hersins
1.3 Mannfall óbreyttra borgara
1.4 Alþjóðleg lög og manndráp
1.5 Undir stjórn Donalds Trump
2 Tilvísanir
Notkun Bandaríkjahers |
Þessi greinarhluti þarfnast hreingerningar svo hann hæfi betur hér á Wikipedia. Eftir að greinin hefur verið löguð má fjarlægja þessi skilaboð. |
Bandarísk yfirvöld byrjuðu að nota tæknina eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Þegar Barack Obama tók við embætti jók hann við notkun drónaárása margfalt.
Undir stjórn Baracks Obama |
Í tíð Baracks Obama bandaríkjaforseta jókst notkun á drónum töluvert. Það voru tífalt fleiri drónaárásir í forsetatíð Barack Obama heldur en George W. Bush. Á fyrsta ári Obama sem forseta Bandaríkjanna voru fleiri árásir en hjá Bush átta árin á undan. Obama sá það sem ákveðna herkænsku að taka bandaríska hermenn af vígvöllum en nota dróna í staðin.[1]
Fyrsta drónaárásin undir Barack Obama átti sér stað í Norður-Vasiristan í Pakistan 23. janúar 2009 sem var þriðji dagur hans í forsetaembætti. Eldflaug var skotið á heimili fólks og létust níu manns. 14 ára strákur lifði af og missti annað augað. Allir sem voru í húsinu voru óbreyttir borgarar.[2]
Gagnaleki bandaríska hersins |
Árið 2015 lak ónefndur aðili skjölum bandaríska hersins. Skjölin sýndu ferlið á bakvið manndrápin. Skjölin voru niðurstöður innanhússrannsóknar varnamálaráðuneytisins bandaríska. Nokkur af meginatriðunum sem komu fram voru þessi:
- Ferlið til að ákveða hvern skuli taka af lífi. Ferlið virðist vera í tveimur stigum. Stig eitt að greina skotmark. Stig tvö felst í að fá leyfi til að framkvæma aðgerðina. Leyniþjónustuaðilar ásamt sérsveitafólki vinnur þessa vinnu. Unnið er að því að safna upplýsingum varðandi grunaða aðila. Upplýsingarnar eru settar í svokallað hafnaboltaspil. Upplýsingarnar ganga síðan upp valdastigann alla leið til forseta Bandaríkjanna. Barack Obama gaf leyfi til þess að taka einstaklinga af lífi, hann gaf þó ekki leyfi fyrir hverri árás persónulega heldur veitti líka almennar heimildir.[3]
- Bandaríski herinn treystir á óáreiðanlegar upplýsingar til þess að hafa uppi á grunuðum hryðjuverkamönnum. Þetta á við um svæði sem eru ekki yfirlýst stríðssvæði. Bandaríski herinn hefur takmarkaða veru í Sómalíu og Jemen. Vegna þess hefur hann treyst mikið á fjarskiptagögn. Samkvæmt bandaríska hernum sjálfum eru fjarskiptagögn ekki eins áreiðanleg og að nota fólk á jörðu niðri til að safna upplýsingum. Ekki er óalgengt að eftir drápsaðgerðir kemur í ljós að síminn tilheyrði ekki réttu manneskjunni heldur ættingja hennar. Meira að segja þegar ætlaðir einstaklingar eru drepnir skaðar það upplýsingasöfnun vegna þess að það væri hægt að fá hagnýtar upplýsingar frá þeim lifandi.[4]
- Árásirnar drepa margfalt fleiri en áætlanir gera ráð fyrir. Í aðgerðinni Operation Haymaker í Afganistan voru til dæmis 200 manns drepnir á milli janúar 2012 og febrúar 2013. Það var aðeins ætlunin að drepa 35 grunaða hryðjuverkamenn.[5]
- Þegar Bandaríski herinn drepur fólk án þess að vita hver þau er fólkið einfaldlega skráð sem „Óvinir drepnir í aðgerðum“.[5]
Mannfall óbreyttra borgara |
Rannsóknir hafa bent til þess að mikill meirihluti þeirra sem eru drepnir í drónaárásum séu óbreyttir borgarar. Það er stór munur á milli þess hversu marga óbreytta borgara sjálf Bandaríkjastjórnin segist hafa drepið og tölum blaðamanna og mannréttindarsamtaka. Barack Obama hélt því fram að á milli 64 og 116 óbreyttra borgara hafið látið lífið í bandarískum drónaárásum á milli desember 2009 og 31. desember 2015. Bureau of Investigative Journalism meta sem svo að í mesta lagi hafi yfir 800 óbreyttra borgara látið lífið á þessu tímabili. Hérna er bara átt við lönd sem eru ekki yfirlýst stríðssvæði. Þau eru Pakistan, Jemen og Sómalía.[6]
Rannsóknir mannréttindarsamtakanna Reprieve sýndu afleiðingar bandarískra drónaárása í Pakistan og Jemen á milli 2006 og 2014. Bandaríkjamenn ætluðu sér t.d. að drepa 41 nafngreinda einstaklinga en samtals létust 1106 aðrir í aðgerðunum. Oft eru tilraunir til þess að drepa ákveðna einstaklinga árangurslausarólkið en margir óbreyttir borgarar falla. Tilraunir til þess að drepa 24 menn í Pakistan urðu til þess að 874 manns létust og af þeim voru 142 börn. Aðeins sex manna sem ætlunin var að drepa létust í drónaárásum þessum í Pakistan. [7]
Bandaríska leyniþjónustan hefur notað umdeilda aðferð í drónaárásum sem er kölluð að „tvíklikka“.
Thebureau of investigative journalism greindi frá því að í tólf skipti á hafði Bandaríska leyniþjónustan viljandi ráðist á óbreytta borgara. Árásir voru gerðar á fólk sem var að reyna að bjarga fólki úr rústum eftir fyrri drónaárás. Leyniþjónustan réðst líka á jarðarfarir. Árásirnar áttu sér stað á milli maí 2009 og júní 2011.[7]
Leyniþjónustan réðst á jarðarfarir manna sem þeir höfðu drepið með sömu aðferð. Ætlunin var að drepa aðra meðlimi í Talíbaninu.[8]
Alþjóðleg lög og manndráp |
Alþjóðleg lög leyfa ekki að taka einstaklinga af lífi fyrir utan yfirlýst stríðssvæði nema undir sérstökum kringumstæðum. Ekki má taka fólk af lífi til dæmis ef engin sérstök hætta stafar af einstaklingnum, ef engin tilraun hefur verið gerð til handtöku, ef einstaklingurinn hefur ekki fengið nægja viðvörun og hann hefur ekki sýnt vopnaða mótstöðu. Ef þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi er dráp álitið morð án dóms og laga samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja mjög ólíklegt að nokkur drónaárás Bandaríkjanna fylgi alþjóðlegum skilyrðum líkt og þeim sem hér voru talin upp. Það eitt að einstaklingur sé á einhvern hátt skilgreindur sem óvinur Bandaríkjanna og þannig réttdræpur stenst ekki á neinn hátt alþjóðalög.[9]
Christof Heyns sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í drápum án dóms og laga gagnrýndi drónaárásir Bandaríkjamanna sérstaklega á ráðstefnu í Genf í Sviss. Hann sagði að drónaárásir sem framkvæmdar eru af leyniþjónustu Bandaríkjanna gætu sett vond fordæmi. Árásir þessar gætu orðið öðrum þjóðum hvatning til að myrða án dóms og laga.[10]
Bandaríska leyniþjónustan hefur notað umdeilda aðferð í drónaárásum sem er kölluð að „tvíklikka“.
Rannsóknarritið The Bureau of Investigative Journalism greindi frá því að í tólf skipti á hafði Bandaríska leyniþjónustan viljandi ráðist á óbreytta borgara. Árásir voru gerðar á fólk sem var að reyna að bjarga fólki úr rústum eftir fyrri drónaárás. Leyniþjónustan réðst líka á jarðarfarir. Árásirnar áttu sér stað á milli maí 2009 og júní 2011.[7]
Leyniþjónustan réðst á jarðarfarir manna sem þeir höfðu drepið með sömu aðferð. Ætlunin var að drepa aðra meðlimi Talíbana.[8]
Undir stjórn Donalds Trump |
Donald Trump tók við embætti 20. júní 2017. Hann stóð við loforð sitt um að halda áfram að nota fjarstýrðar flugvélar til þess að drepa grunaða hryðjuverkamenn. Á fyrsta ári Donald Trump bandaríkjaforseta voru að minnsta kosti 161 drónaárásir í Jemen og Sómalíu. Það var meira en þreföld aukning frá árinu áður.
Stjórn Trump hefur farið framhjá reglugerðum sem fyrirrennari hans setti í stað til þess að fækka dauðsföllum óbreyttra borgara. Með því að lýsa ákveðnum svæðum sem „virk óvinasvæði“ hefur stjórnin slakað á reglugerðum og fjölgað árásum innan þeirra svæða.
Í Jemen voru 30 árásir framkvæmdar innan við mánuð eftir yfirlýsinguna. Það eru næstum því jafn margar árásir og á öllu árinu áður.[11]
Tilvísanir |
↑ .mw-parser-output .citation a.newcolor:black
„Obama's covert drone war in numbers: ten times more strikes than Bush“. The Bureau of Investigative Journalism..mw-parser-output cite.citationfont-style:inherit.mw-parser-output .citation qquotes:"""""""'""'".mw-parser-output .citation .cs1-lock-free abackground:url("//upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/6/65/Lock-green.svg/9px-Lock-green.svg.png")no-repeat;background-position:right .1em center.mw-parser-output .citation .cs1-lock-limited a,.mw-parser-output .citation .cs1-lock-registration abackground:url("//upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/d/d6/Lock-gray-alt-2.svg/9px-Lock-gray-alt-2.svg.png")no-repeat;background-position:right .1em center.mw-parser-output .citation .cs1-lock-subscription abackground:url("//upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/a/aa/Lock-red-alt-2.svg/9px-Lock-red-alt-2.svg.png")no-repeat;background-position:right .1em center.mw-parser-output .cs1-subscription,.mw-parser-output .cs1-registrationcolor:#555.mw-parser-output .cs1-subscription span,.mw-parser-output .cs1-registration spanborder-bottom:1px dotted;cursor:help.mw-parser-output .cs1-ws-icon abackground:url("//upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4c/Wikisource-logo.svg/12px-Wikisource-logo.svg.png")no-repeat;background-position:right .1em center.mw-parser-output code.cs1-codecolor:inherit;background:inherit;border:inherit;padding:inherit.mw-parser-output .cs1-hidden-errordisplay:none;font-size:100%.mw-parser-output .cs1-visible-errorfont-size:100%.mw-parser-output .cs1-maintdisplay:none;color:#33aa33;margin-left:0.3em.mw-parser-output .cs1-subscription,.mw-parser-output .cs1-registration,.mw-parser-output .cs1-formatfont-size:95%.mw-parser-output .cs1-kern-left,.mw-parser-output .cs1-kern-wl-leftpadding-left:0.2em.mw-parser-output .cs1-kern-right,.mw-parser-output .cs1-kern-wl-rightpadding-right:0.2em
↑
Ackerman, Spencer (23. janúar 2016). „Victim of Obama's first drone strike: 'I am the living example of what drones are'“ – gegnum www.theguardian.com.
↑
„The Kill Chain: The lethal bureaucracy behind Obama's drone war“. The Intercept.
↑
„Firing Blind: Critical intelligence failures and the limits of drone technology“. The Intercept.
↑ 5,05,1
Devereaux, Ryan. „Manhunting in the Hindu Kush“. The Intercept.
↑
Ackerman, Spencer (1. júlí 2016). „Obama claims US drones strikes have killed up to 116 civilians“ – gegnum www.theguardian.com.
↑ 7,07,1 https://www.thebureauinvestigates.com/stories/2012-02-04/get-the-data-obamas-terror-drones
↑ 8,08,1 https://www.thebureauinvestigates.com/stories/2012-02-04/witnesses-speak-out
↑ https://www.amnesty.org/download/Documents/12000/asa330132013en.pdf
↑ https://agriculturedefensecoalition.org/~agricum4/sites/default/files/file/drones_517/517X_1_2012_U.S._Drone_Strikes_Threaten_50_Years_of_International_Law_Guardian.co.uk_June_21_2012pdf.pdf
↑
„Trump's first year in numbers: Strikes triple in Yemen and Somalia“. The Bureau of Investigative Journalism.
Flokkar:
- Hernaður
- Stríðið gegn hryðjuverkum
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.172","walltime":"0.210","ppvisitednodes":"value":404,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":11104,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":319,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":5,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":1,"limit":20,"unstrip-size":"value":23833,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 167.805 1 -total"," 79.54% 133.465 7 Snið:Cite_web"," 3.69% 6.199 1 Snið:Hreingera_greinarhluta"," 2.11% 3.534 1 Snið:Skilaboð"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.079","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":2501333,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1279","timestamp":"20190320223220","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Dru00f3nau00e1ru00e1sir","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Dr%C3%B3na%C3%A1r%C3%A1sir","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q30588142","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q30588142","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2019-02-16T18:04:26Z","dateModified":"2019-03-20T22:32:25Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/2/2e/Predator_and_Hellfire.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":100,"wgHostname":"mw1253"););