Skip to main content

Ásatrúarfélagið Efnisyfirlit Skipulag | Blót og önnur trúmál | Fjölgun félaga | Heimildir | Tenglar | Tilvísanir | Leiðsagnarval„Ásatrúarfélagið“Vefsíða Ásatrúarfélagsinsbb

ÁsatrúTrúfélög á ÍslandiStofnað 1972


íslenskttrúfélag1972norrænni goðafræðiÁsatrúÆsiVaniAllsherjargoðiSveinbjörn BeinteinssonHilmar Örn HilmarsonAllsherjarþinglaugardagoktóbermánaðarLögréttaEddukvæðiSnorra-Edduhöfuðblótjólum












Ásatrúarfélagið




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




Sigurblót í Öskjuhlíð á sumardaginn fyrsta 2009


Ásatrúarfélagið er íslenskt trúfélag. Félagið var stofnað sumardaginn fyrsta árið 1972 og viðurkennt af stjórnvöldum sem trúfélag árið eftir. Það varð þar með fyrsta félagið um Ásatrú sem fékk formlega viðurkenningu sem trúfélag. Það byggir á eins konar endurvakningu á norrænni goðafræði, oft kölluð Ásatrú. Rétt er þó að taka fram að nafnið Ásatrú er ekki mjög lýsandi, þar sem „Ásatrú“ inniheldur ekki einungis trú á Æsi, heldur líka önnur goðmögn svo sem Vani. Þess vegna er Ásatrú stundum nefnd „Vor siður“ eða einfaldlega heiðni. Félagsmenn í Ásatrúarfélaginu þann 1. janúar 2018 voru 4126, eða 1,18% þjóðarinnar. [1]




Efnisyfirlit





  • 1 Skipulag

    • 1.1 Allsherjargoðar



  • 2 Blót og önnur trúmál


  • 3 Fjölgun félaga


  • 4 Heimildir


  • 5 Tenglar


  • 6 Tilvísanir




Skipulag |


Æðsti yfirmaður félagsins í trúmálum nefnist Allsherjargoði. Fyrsti Allsherjargoðinn var Sveinbjörn Beinteinsson en hann var Allsherjargoði frá stofnun félagsins til hann lést 24. desember 1993. Núverandi Allsherjargoði er Hilmar Örn Hilmarson. Sex aðrir goðar eru til staðar, en þeir eru eins konar trúarlegir leiðtogar. Æðsta stjórn félagsins nefnist Allsherjarþing en á því mega sitja allir sjálfráða félagsmenn. Allsherjarþing er haldið síðasta laugardag hvers októbermánaðar. Lögrétta samanstendur af fimm fulltrúum kosnum af Allsherjarþinginu, Allsherjargoða og einum öðrum goða sem goðarnir velja úr sínum hópi. Lögrétta fer með stjórn félagsins á milli Allsherjarþinga.



Allsherjargoðar |

















Allsherjargoði

Hóf störf

Hætti

Sveinbjörn Beinteinsson
1972
1993

Jörmundur Ingi Hansen
1994
2002

Jónína Kristín Berg
2002
2003

Hilmar Örn Hilmarsson
2003




Blót og önnur trúmál |


Ásatrú byggir að miklu leyti á fornri norrænni goðafræði og styðst því við rit svo sem Eddukvæði og Snorra-Eddu. Einn kjarnanna í trú Ásatrúarmanna er hringrás sköpunar og eyðingar, að heimurinn hafi aldrei orðið til úr engu og muni aldrei verða að engu, heldur haldi hann áfram að verða til og eyðast. Ásatrúarfélagið heldur fjögur höfuðblót yfir árið. Þau eru: Á fyrsta vetrardegi (upphaf nýs árs að fornu), á jólum (við sólhvörf), sumardaginn fyrsta og á fimmtudegi í tíundu viku sumars. Auk þess er haldið árlegt þorrablót á bóndadegi og vættablót í hverjum landsfjórðungi á fullveldisdegi Íslendinga.



Fjölgun félaga |


Hér er tafla um fjölgun félaga umfram fækkun í Ásatrúarfélaginu frá árinu 2007.






Fjöldi félaga frá upphafi og að árinu 2010





























Ártal

Fjölgun frá fyrra ári
2007
80
2008
114
2009
121
2010
127
2011
298
2012
251
2013
197
2014
234
2015
293
2016
512
2017
396
2018
603


Heimildir |


  • „Ásatrúarfélagið“, skoðað þann 8. desember 2005.


Tenglar |


  • Vefsíða Ásatrúarfélagsins


Tilvísanir |



  1. [www.hagstofa.is Mannfjöldi eftir trú og lífsskoðunarfélögum 1998-2018] Hagstofa. Skoðað 29. ágúst 2018.









Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Ásatrúarfélagið&oldid=1622019“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.120","walltime":"0.151","ppvisitednodes":"value":281,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":33988,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":158,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":5,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":358,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 43.917 1 -total"," 56.96% 25.016 2 Snið:Navbox"," 56.64% 24.873 1 Snið:Trúfélög_á_Íslandi"," 14.60% 6.410 1 Snið:Norræn_goðafræði"," 14.16% 6.218 1 Snið:Vefheimild"," 5.72% 2.511 2 Snið:Prettytable"," 5.68% 2.494 1 Snið:S"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.009","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":768546,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1324","timestamp":"20190425162638","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":93,"wgHostname":"mw1271"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome