Skip to main content

Ragnarök Orðsifjar | Um ragnarök | Heimildir | Leiðsagnarvalb

Atburðir í norrænni goðafræðiHeimsslitafræði


heimsendirnorrænni goðafræðiÓðinnÞórLokiLíf og LífþrasirEddukvæðinVöluspáVafþrúðnismálSnorraedduGylfaginninguFimbulveturVöluspáFenrisúlfurMiðgarðsormurFenrisúlfurMúspellssynirSurtBifröstVígríðurLokiHrymiNaglfarsHrímþursarnirMúspellssonumMiðgarðsormurFenrisúlfurHeimdallurGjallarhorngoðinÓðinnMímisbrunnsMímiÆsirÓðinnGungniFenrisúlfÓðinÓðinsÞórMiðgarðsormFreyrSurtGarmurTýrVíðarFenrisúlfSurturHoddmímisholtGimléNáströndLeifþrasiLífHoddmímisholtigoðannaHænirVíðarVáliMóðiMagniMjölniBaldurHöðurHelIðavelliÁsgarðuræsir












Ragnarök




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search







Óðinn berst við Fenrisúlf og Freyr berst við Surt á málverki af lokaorrustu goðanna eftir Emil Doepler (1905).


Ragnarök kallast heimsendir í norrænni goðafræði og merkir „örlög goðanna“. Spáð er fyrir um stóra orustu þar sem ýmis goð deyja (svo sem Óðinn, Þór, og Loki), miklar nátturuhamfarir, og flóð. Þar á eftir mun jörðin rísa á ný og þær tvær mannverur sem lifðu af (Líf og Lífþrasir) munu fjölga mannkyninu.


Aðalheimildir um ragnarök eru Eddukvæðin: Völuspá og Vafþrúðnismál. Á það hefur verið bent, að margar hugmyndir norræna manna um ragnarök séu til orðnar vegna áhrifa annarra trúarbragða, sérstaklega austrænna.



Orðsifjar |


Orðið „ragnarök“ merkir bókstaflega goðadómur eða endalok guðanna. Það kemur frá orðunum regin (sem merkir „guðir“, „goð“) og rök (sem merkir „endalok“ eða „eitthvað ákveðið“). Snorra-Edda notar líka orðið ragnarökkur til að vísa til þessa atburðar.



Um ragnarök |


Ragnarök munu þó bera boð á undan sér. Í 51. kafla Snorraeddu, Gylfaginningu stendur: „Þau hin fyrstu að vetur sá kemur er kallaður er Fimbulvetur. Þá drífur snær úr öllum áttum frost eru þá mikil og vindar hvassir. En áður ganga svo aðrir þrír vetur að þá er um alla veröld orrustur miklar. Þá drepast bræður fyrir ágirni sakir, og engi þyrmir föður eða syni í manndrápum eða sifjalist. Svo segir í Völuspá.“


45. erindi Völuspár:

Bræður munu berjast

og að bönum verðast,

munu systrungar

sifjum spilla.

Hart er með höldum,

hórdómur mikill,

skeggjöld, skálmöld,

skildir klofnar,

vindöld, vargöld

áður veröld steypist."

Úlfurinn sem eltir sólinna nær henni og gleypir, sá er elti tunglið nær því einnig, stjörnurnar hverfa af himni. Jörðin öll skelfur, svo fjöll brotna og tré rifna upp með rótum, allir fjötrar og öll bönd slitna svo Fenrisúlfur losnar. Hafið ræðst á landið og við það fer Miðgarðsormur í jötunham og skríður upp á land þar sem hann blæs eitri yfir loft og öll vötn. Fenrisúlfur opnar skoltinn sem er svo ógurlegur að efri kjafturinn er við himinn og sá neðri liggur við jörðina, eldur brennur úr augum hans og nösum. Þeir bræður fara hlið við hlið. Í öllum þessum látum rifnar himininn og Múspellssynir ríða inn með Surt fremstan en á undan honum er mikill eldur, en þegar þeir synir ætla yfir Bifröst brotnar brúin, eins og fyrir var spáð, fara þeir því á völl þann er Vígríður heitir en þar eru Loki ásamt öllum óvinum ása Hrymi, skipstjóra Naglfars, og Hrímþursarnir komnir. Stuttu á eftir Múspellssonum koma Miðgarðsormur og Fenrisúlfur.
Heimdallur blæs í Gjallarhorn og vekur goðin, Óðinn ríður til Mímisbrunns og fær ráð hjá Mími. Æsir gera sig tilbúna til orustu og ganga fram á völlinn. Óðinn fer fremstur með gullhjálm og spjót sitt Gungni og stefnir hann til móts við Fenrisúlf sem tekur sig til og gleypir Óðin. Við hlið Óðins fer Þór og berst hann við Miðgarðsorm sem hlýtur bana, sjálfur deyr Þór vegna eiturs sem ormurinn blæs á hann. Freyr berst við Surt og verður Surtur honum að bana. Hundurinn Garmur er þá orðin laus og berst Týr við hann, báðir falla. Víðar berst svo við Fenrisúlf og stígur í gin hans með skó þeim sem tekið hefur hann allar aldir að smíða, með annarri hendi tekur hann í efri kjaft úlfsins og rífur í hann í sundur. Surtur slær eldi yfir jörðina og brennir allan heiminn.


Þó eru nokkrir staðir sem komast af, Hoddmímisholt, Gimlé sem er á himnum en þangað fara góðir menn og Náströnd í norðri. Jörðin rís aftur úr hafinu og er þá grænni og fegurri en hún var áður. Einn maður og ein kona, Leifþrasi og Líf, lifa af með því að fela sig í Hoddmímisholti, af þeim eru allir menn komnir.


Þeir goðanna sem lifa af eru Hænir, Víðar og Váli, Móði og Magni Þórssynir og hafa þeir Mjölni. Baldur og Höður koma frá Hel. Þeir setjast niður á Iðavelli þar sem Ásgarður stóð, til að ræða það sem gerst hefur. Þeir finna þar gulltöflurnar sem æsir áttu.
Sólin hafði getið af sér eina dóttur sem ekki var ófegurri en móðirin og tekur hún við hlutverki móður sinnar.



Heimildir |





 

Einkennismerki Wikiheimildar


Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist
Snorra Eddu



  • Edda Snorra Sturlusonar, útgáfa: Iðnú 1998








Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Ragnarök&oldid=1631760“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.144","walltime":"0.167","ppvisitednodes":"value":246,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":26543,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":258,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":5,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 59.613 1 -total"," 73.00% 43.520 1 Snið:Norræn_goðafræði"," 64.37% 38.371 1 Snið:Navbox"," 15.58% 9.290 1 Snið:Hreingera"," 10.73% 6.396 1 Snið:Wikiheimild"," 9.51% 5.669 1 Snið:Skilaboð"," 5.09% 3.037 1 Snið:Smella"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.013","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":769638,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1267","timestamp":"20190425191215","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Ragnaru00f6k","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Ragnar%C3%B6k","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q170148","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q170148","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2005-10-27T11:09:22Z","dateModified":"2019-04-11T00:56:24Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/a/aa/Odin_und_Fenriswolf_Freyr_und_Surt.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":99,"wgHostname":"mw1270"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome