Skip to main content

1983 Efnisyfirlit Atburðir | Fædd | Dáin | Nóbelsverðlaunin | Leiðsagnarval

1983


rómverskum tölumgregoríska tímatalinu










1983


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search











Árþúsund:

2. árþúsundið

Aldir:

  • 19. öldin

  • 20. öldin

  • 21. öldin


Áratugir:

  • 1961–1970

  • 1971–1980

  • 1981–1990

  • 1991–2000

  • 2001–2010


Ár:

  • 1980

  • 1981

  • 1982

  • 1983

  • 1984

  • 1985

  • 1986

Árið 1983 (MCMLXXXIII í rómverskum tölum) var 83. ár 20. aldar sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.




Efnisyfirlit





  • 1 Atburðir

    • 1.1 Janúar


    • 1.2 Febrúar


    • 1.3 Mars


    • 1.4 Apríl


    • 1.5 Maí


    • 1.6 Júní


    • 1.7 Júlí


    • 1.8 Ágúst


    • 1.9 September


    • 1.10 Október


    • 1.11 Nóvember


    • 1.12 Desember


    • 1.13 Ódagsettir atburðir



  • 2 Fædd


  • 3 Dáin


  • 4 Nóbelsverðlaunin




Atburðir |



Janúar |




Hraunskógur á Hawaii 1983.



  • 1. janúar - Lokið var við að færa ARPANET yfir í TCP/IP-staðalinn sem markar í raun upphaf Internetsins.


  • 3. janúar - Hraungos hófst í eldfjallinu Kīlauea á Hawaii og stendur enn yfir árið 2015.


  • 5. janúar - Ein dýpsta lægð sem vitað er um gekk yfir Ísland, en olli ekki teljandi tjóni. Loftþrýstingur í miðju lægðarinnar var 932 hektópasköl (millibör).


  • 10. janúar - Brúðumyndaþáttur Jim Henson, Búrabyggð, hóf göngu sína í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi.


  • 15. janúar - Bandalag jafnaðarmanna var stofnað að frumkvæði Vilmundar Gylfasonar.


  • 19. janúar - Stríðsglæpamaðurinn Klaus Barbie var handtekinn í Bólivíu.


  • 22. janúar - Björn Borg lagði tennisspaðann á hilluna.


  • 22. janúar - Tvö snjóflóð féllu á Patreksfirði. Fjórir fórust og margir misstu heimili sín.


  • 22. janúar - Björn Borg tilkynnti að hann væri hættur eftir að hafa unnið Wimbleton-mótið fimm sinnum í röð.


  • 25. janúar - Geimskoðunarstöðinni IRAS var skotið á loft.


  • 26. janúar - Lotus 1-2-3 kom út fyrir IBM PC-samhæfðar tölvur.


Febrúar |




Brunarústir kirkju í Ástralíu.



  • 2. febrúar - Samþykkt var á Alþingi að mótmæla ekki hvalveiðibanni Alþjóða hvalveiðiráðsins.


  • 2. febrúar - Giovanni Vigliotto var dæmdur fyrir fjölkvæni með 104 konum.


  • 2. febrúar - Textavarp NRK hóf starfsemi.


  • 4. febrúar - C. Dauguet tók fyrstu ljósmyndina af HIV-vírusnum.


  • 12. febrúar - Hundrað konur mótmæltu vitnalögum Zia-ul-Haq í Pakistan þar sem vitnisburður kvenna skyldi metinn til hálfs á við vitnisburð karla.


  • 13. febrúar - 64 létust þegar kvikmyndahúsið Cinema Statuto brann í Tórínó á Ítalíu.


  • 16. febrúar - Minnst 75 létust í Öskudagskjarreldunum í Ástralíu.


  • 18. febrúar - Nellie-fjöldamorðið: Yfir 2000 múslimar í bænum Nellie í indverska héraðinu Assam voru myrtir.


  • 18. febrúar - Wah Mee-blóðbaðið í Seattle.


Mars |




Reagan flytur Stjörnustríðsræðuna.



  • 4. mars - Menningarmiðstöðin Gerðuberg var opnuð í Breiðholti í Reykjavík.


  • 5. mars - Bob Hawke var kjörinn forsætisráðherra Ástralíu.


  • 6. mars - Konrad Hallenbarter skíðaði Vasahlaupið á innan við 4 tímum fyrstur manna.


  • 8. mars - Alþingi lögfesti Lofsöng („Ó Guð vors lands“) sem þjóðsöng Íslendinga.


  • 8. mars - IBM setti tölvuna IBM PC XT á markað.


  • 8. mars - Ronald Reagan kallaði Sovétríkin „heimsveldi hins illa“.


  • 9. mars - Anne Gorsuch Burford sagði af sér sem yfirmaður Bandarísku umhverfisstofnunarinnar vegna ásakana um fjármálaóreiðu.


  • 12. mars - Íslenska kvikmyndin Húsið var frumsýnd.


  • 13. mars - Kvennalistinn var stofnaður.


  • 15. mars - Nærri lá að herflugvél og þota frá Arnarflugi rækjust á skammt frá Vestmannaeyjum. Herflugvélin hafði farið út fyrir sitt tiltekna svæði.


  • 16. mars - Reykjavíkurborg keypti stórt land í Viðey af Ólafi Stephensen og átti þá nánast alla eyjuna, nema Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju sem var í eigu ríkisins til 1986.


  • 23. mars - Ronald Reagan Bandaríkjaforseti setti fram fyrstu hugmyndir sínar um tækni til að verjast eldflaugum. Áætlunin (SDI) var kölluð „Stjörnustríðsáætlunin“ í fjölmiðlum.


  • 25. mars - Michael Jackson kynnti „tunglgönguna“ til sögunnar í sjónvarpsþætti vegna 25 ára afmælis Motown-útgáfunnar.


Apríl |




Bandaríska sendiráðið í Beirút.



  • 2. apríl - Stór olíuleki varð í Persaflóa úr íranskri olíulind sem Írakar höfðu sprengt.


  • 2. apríl - Íslenska kvikmyndin Á hjara veraldar var frumsýnd.


  • 4. apríl - Fyrsta flug geimskutlunnar Challenger.


  • 12. apríl - Yasser Arafat heimsótti Olof Palme í Stokkhólmi þrátt fyrir mótmæli frá Ísrael.


  • 15. apríl - Disneyland í Tókýó var opnað.


  • 18. apríl - Sjónvarpsstöðin Disney Channel var stofnuð í Bandaríkjunum.


  • 18. apríl - 63 létust í sprengjuárás á Bandaríska sendiráðið í Beirút.


  • 23. apríl - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.


  • 23. apríl - Corinne Hermès sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Lúxemborg með laginu „Si la vie est cadeau“.


  • 25. apríl - Júríj Andropov bauð bandarísku stúlkunni Samantha Smith til Sovétríkjanna eftir að hún hafði sent honum bréf og lýst áhyggjum sínum af kjarnorkustyrjöld.


Maí |





Return of the Jedi auglýst á kvikmyndahúsi í Toronto.



  • 6. maí - Tímaritið Stern birti „dagbækur Hitlers“ sem reyndust vera falsanir.


  • 7. maí - Sverð í kletti, minnismerki um Hafursfjarðarorrustu, var afhjúpað í Noregi.


  • 8. maí - Norðurlandahúsið í Færeyjum var tekið í notkun.


  • 16. maí - Vikublaðið Andrés önd kom út á íslensku í fyrsta sinn. Fram að því höfðu Íslendingar lesið það á dönsku.


  • 19. maí - Geimskutlan Enterprise hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli, borin af Boeing 747 þotu.


  • 21. maí - Ásmundarsafn var opnað í Reykjavík.


  • 25. maí - Kvikmyndin Star Wars: Return of the Jedi var frumsýnd.


  • 26. maí - Fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar tók til starfa.


  • 26. maí - 104 biðu bana í öflugum jarðskjálfta á norðurhluta Honshū í Japan.


  • 27. maí - Hús verslunarinnar í Reykjavík var tekið í notkun.


  • 27. maí - Ólögleg flugeldaverksmiðja í Benton í Tennessee, sprakk í loft upp með þeim afleiðingum að ellefu létust.


  • 28. maí - Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli en stóð stutt. Norræn dagblöð létu í ljós ótta um að Vatnajökull myndi bráðna og að suðausturland Íslands færi í kaf.


Júní |




Ljósmynd af Challenger tekin frá gervihnettinum SPAS-1 í júní 1983.



  • 1. júní - Verðbólgumet var slegið á Íslandi þegar framfærsluvísitalan hækkaði um 25,1% á þremur mánuðum og hækkun lánskjaravísitölu á ársgrundvelli varð 158,9%.


  • 3. júní - Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík var komið á fót með 12 sérþjálfuðum mönnum.


  • 4. júní - Öll eintök af fyrstu tveimur tölublöðum Spegilsins þetta ár voru gerð upptæk af sýslumanni.


  • 9. júní - Íhaldsflokkur Margaret Thatcher sigraði þingkosningar í Bretlandi með miklum mun.


  • 13. júní - Pioneer 10 varð fyrsti manngerði hluturinn sem fór út fyrir sporbauga helstu reikistjarna sólkerfisins þegar hann fór út fyrir sporbaug Neptúnusar.


  • 17. júní - 856 handtökuskipanir voru gefnar út á hendur stjórnmálamönnum, athafnamönnum og öðrum sem taldir voru tengjast glæpasamtökum Raffaele Cutolo í Napólí.


  • 18. júní - Tíu íranskar konur, þar á meðal táningurinn Mona Mahmudnizhad, voru hengdar fyrir að aðhyllast Baháítrú.


  • 18. júní - Sally Ride varð fyrsta bandaríska konan sem fór út í geim með geimskutlunni Challenger.


  • 19. júní - Spilakassaleikurinn Dragon's Lair kom út.


  • 22. júní - Danski stjórnmálamaðurinn Mogens Glistrup var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattaundanskot.


  • 24. júní - Breska kvikmyndin Gulskeggur var frumsýnd.


Júlí |




Nintendo Famicom - fyrsta útgáfa NES frá 1983.



  • júlí - Ísland: Sjónvarpið sendi út í fyrsta skiptið í júlímánuði.


  • 1. júlí - Hæstiréttur Ástralíu stöðvaði áform um byggingu Franklin-stíflunnar í Tasmaníu.


  • 5. júlí - George H. W. Bush, varaforseti Bandaríkjanna og síðar forseti, kom í opinbera heimsókn til Íslands.


  • 7. júlí - Ray Charles skemmti á Broadway ásamt 25 manna hljómsveit.


  • 15. júlí - Leikjatölvan Nintendo Entertainment System kom fyrst út í Japan.


  • 20. júlí - Herlög voru afnumin í Póllandi og pólitískum föngum var sleppt.


  • 21. júlí - Lægsti hiti sem mælst hefur á jörðinni mældist í Vostokstöðinni á Suðurskautslandinu, -89,2° á celsíus.


  • 23. júlí - Tamíltígrar myrtu þrettán stjórnarhermenn á Srí Lanka.


  • 23. júlí - Air Canada-flug 143 sveif niður til lendingar í Gimli í Manitóba eftir að hún varð eldsneytislaus.


  • 24. júlí - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka hófst með ofsóknum gegn tamílskum íbúum.


  • 26. júlí - Einar Vilhjálmsson setti Íslandsmet í spjótkasti. Metið var sett á úrvalsmóti Norðurlanda og Bandaríkjanna og varð Einar sigurvegari.


  • 25. júlí - Fyrsta breiðskífa bandarísku hljómsveitarinnar Metallica, Kill'Em All, kom út.


  • 27. júlí - Fyrsta breiðskífa söngkonunnar Madonnu, Madonna, kom út.


  • 29. júlí - Íslenska hljómplatan The Boys From Chicago með Íkarus kom út.


Ágúst |




Bluford um borð í Challenger 5. september 1983.



  • 1. ágúst - Bandaríska flugfélagið America West Airlines hóf starfsemi.


  • 4. ágúst - Thomas Sankara varð forseti Efri-Volta.


  • 6. ágúst - Friðarganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.


  • 18. ágúst - Fellibylurinn Alicia gekk yfir Texas. 22 létust og eignatjón var metið á 3,8 milljarða dala (á verðlagi ársins 2005).


  • 18. ágúst - Fimm létust og 18 særðust þegar Douglas Crabbe ók vörubíl inn á bar vegahótels við Uluru í Ástralíu.


  • 24. ágúst - Fjölmennur fundur í Reykjavík, sem haldinn var í veitingahúsinu Sigtúni af svokölluðum Sigtúnshópi, krafðist breytinga á húsnæðislánakerfinu.


  • 26. ágúst - 45 létust í miklum flóðum í Bilbao á Spáni.


  • 30. ágúst - Guion Bluford varð fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn í geimnum í leiðangrinum STS-8 með geimskutlunni Challenger.


September |




Kort sem sýnir muninn á áætlaðri og raunverulegri flugleið flugs 007 frá Korean Air Lines.



  • 1. september - Farþegaþotan Korean Air Lines-flug 007 var skotin niður í sovéskri lofthelgi. 269 voru um borð, þar á meðal bandaríski þingmaðurinn Larry McDonald.


  • 4. september - Sex kafarar gengu neðansjávar yfir Sydneyhöfn, 82,9 km á 48 tímum.


  • 16. september - Ronald Reagan tilkynnti að GPS-staðsetningarkerfið yrði opnað fyrir almenna notendur.


  • 17. september - Vanessa L. Williams var fyrsta þeldökka Ungfrú Ameríka.


  • 18. september - Bandaríska hljómsveitin KISS kom í fyrsta sinn fram án andlitsfarða á MTV.


  • 19. september - Sankti Kristófer og Nevis fékk sjálfstæði frá Bretlandi.


  • 23. september - Gulf Air-flug 771 hrapaði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir að sprengja sprakk í farangursrými. 117 létust.


  • 24. september - Fyrsta hljómplata Red Hot Chili Peppers kom út.


  • 26. september - Ástralska siglingafélagið Royal Perth Yacht Club vann Ameríkubikarinn af New York Yacht Club sem hafði haldið bikarnum í 132 ár.


  • 27. september - Tilkynnt var um tilurð GNU-verkefnisins með skeyti sem sent var á Usenet-fréttahópa.


  • 29. september - Íslenska kvikmyndin Nýtt líf var frumsýnd í Vestmannaeyjum.


Október |




Bandarískir fallhlífarhermenn lenda í Grenada.



  • 4. október - Breski athafnamaðurinn Richard Noble setti hraðamet á landi þegar hann ók eldflaugarknúna bílnum Thrust2 1.019,468 km/klst í Nevadaeyðimörkinni.


  • 9. október - Jangúnsprengjutilræðið: Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Lee Bum Suk, og 21 annar létust.


  • 12. október - Fyrrum forsætisráðherra Japan Kakuei Tanaka var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir mútuþægni.


  • 15. október - Samtök íslenskra skólalúðrasveita voru stofnuð.


  • 19. október - Maurice Bishop forsætisráðherra Grenada var myrtur í herforingjauppreisn.


  • 23. október - Herskálaárásirnar: 241 bandarískir hermenn, 58 franskir hermenn og 6 líbanskir borgarar létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Beirút.


  • 25. október - Urgent Fury-aðgerðin: Bandaríkjamenn hernámu Grenada.


  • 25. október - Microsoft gaf út fyrstu útgáfu Word fyrir MS-DOS.


  • 25. október - Ítölsku mafíuforingjarnir Tommaso Buscetta og Tano Badalamenti voru handteknir í Brasilíu.


  • 30. október - Fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar í Argentínu eftir sjö ára herforingjastjórn.


Nóvember |



  • 2. nóvember - Apartheid-stjórnarskrá Suður-Afríku var breytt svo litaðir og asískir íbúar fengu takmörkuð pólitísk réttindi.


  • 6. nóvember - Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann tók við af Geir Hallgrímssyni sem gaf ekki kost á sér áfram.


  • 8. nóvember - Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Rán, fórst í Jökulfjörðum og með henni fjórir menn.


  • 11. nóvember - Heræfingin Able Archer 83 hófst á vegum NATO í Vestur-Evrópu.


  • 15. nóvember - Norður-Kýpur lýsti yfir sjálfstæði.


  • 17. nóvember - Mikligarður, stærsta verslun landsins, var opnuð í Reykjavík í Holtagörðum við Sund. Verslunin varð gjaldþrota 1993.


  • 17. nóvember - Zapatista-hreyfingin var stofnuð í Mexíkó.


  • 19. nóvember - Ölkráin Gaukur á Stöng var stofnuð í Reykjavík.


  • 19. nóvember - Sjö ungir Georgíubúnar reyndu að ræna Aeroflot-flugi 6833. Átta létust.


  • 24. nóvember - The Colour of Magic, fyrsta bókin í Diskheimsbókaröð Terry Pratchett, kom út í Bretlandi.


  • 26. nóvember - Brink's-MAT-ránið á Heathrow í London: 6800 gullstöngum var rænt.


  • 27. nóvember - Júmbóþota hrapaði við Madrid á Spáni með þeim afleiðingum að 181 létust.


Desember |




Raúl Alfonsín tekur við embætti forseta Argentínu.



  • 1. desember - Ísland: Rás 2 hóf útsendingar.


  • 2. desember - Myndbandið við lag Michael Jackson, „Thriller“, var frumsýnt á MTV.


  • 4. desember - Sólmyrkvi varð kl. 12:30 GMT.


  • 7. desember - Tvær farþegavélar skullu saman á flugvellinum í Madríd með þeim afleiðingum að 90 létust.


  • 10. desember - Raúl Alfonsín tók við embætti sem forseti Argentínu.


  • 11. desember - Áskirkja var vígð í Reykjavík.


  • 17. desember - Íslenska kvikmyndin Skilaboð til Söndru var frumsýnd.


  • 17. desember - 83 létust í eldsvoða á skemmtistað í Madríd á Spáni.


  • 17. desember - Bílasprengja IRA sprakk utan við Harrods í London með þeim afleiðingum að 6 létust og 80 særðust.


  • 19. desember - Sigurður Magnússon og Ingibjörg Daðadóttir, hjón í Stykkishólmi, áttu 75 ára hjúskapararafmæli. Eftir það lifði Sigurður í fimm mánuði en Ingibjörg í fjögur ár.


  • 20. desember - Alþingi samþykkti frumvarp um kvótakerfi á fiskveiðar og gekk það í gildi 1. janúar 1984.


  • 27. desember - Jóhannes Páll 2. páfi hitti tilræðismanninn Mehmet Ali Ağca í fangelsinu í Rebibbia og fyrirgaf honum.


  • 28. desember - Vogur, áfengismeðferðarstöð SÁÁ, tók til starfa.


  • 31. desember - Brúnei fékk sjálfstæði frá Bretlandi.


Ódagsettir atburðir |



  • Grameen banki var stofnaður í Bangladess.

  • Sænska þungarokksveitin Bathory var stofnuð.

  • Bandaríska hljómsveitin The Flaming Lips var stofnuð.


  • Þróunarfélag Austurlands var stofnað.

  • Götuleikhópurinn Svart og sykurlaust var stofnaður í Reykjavík.

  • Bandaríska hljómsveitin Megadeth var stofnuð.


  • Íþróttafélag Hafnarfjarðar var stofnað.

  • Skáldsaga Einars Kárasonar, Þar sem djöflaeyjan rís kom út.

  • Bandaríska hljómsveitin Red Hot Chili Peppers var stofnuð.

  • Íslenska fyrirtækið Essemm var stofnað.


Fædd |



  • 13. janúar - William Hung, söngvari upphaflega frá Hong Kong.


  • 16. janúar - Tryggvi Sveinn Bjarnason, íslenskur knattspyrnumaður.


  • 18. janúar - Samantha Mumba, írsk söng- og leikkona.



Helena Paparizou



  • 31. janúar - Helena Paparizou, sænsk-grísk söngkona.


  • 8. febrúar - Olga Syahputra, indónesískur leikari (d. 2015).


  • 11. febrúar - Rafael van der Vaart, hollenskur knattspyrnumaður.


  • 14. febrúar - Bacary Sagna, franskur knattspyrnumaður.


  • 16. febrúar - Agyness Deyn, ensk fyrirsæta.


  • 18. febrúar - Jermaine Jenas, enskur knattspyrnumaður.


  • 21. febrúar - Lusine Gevorkyan, rússnesk söngkona.


  • 22. febrúar - Ragna Ingólfsdóttir, íslenskur badmintonleikari.


  • 23. febrúar - Mido, egypskur knattspyrnumaður.


  • 25. febrúar - Eduardo da Silva, króatískur knattspyrnumaður.


  • 26. febrúar - Pepe, portúgalskur knattspyrnumaður.


  • 2. mars - Björt Ólafsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.


  • 9. mars - Clint Dempsey, bandarískur knattspyrnumaður.


  • 10. mars - Carrie Underwood, bandarísk söngkona.


  • 14. mars - Taylor Hanson, bandarískur tónlistarmaður (Hanson).


  • 24. mars - Þórhallur Þórhallsson, íslenskur uppistandari.


  • 27. mars - Alina Devecerski, sænsk söngkona.


  • 14. apríl - James McFadden, skoskur knattspyrnumaður.


  • 6. maí - Adrianne Palicki, bandarísk leikkona.



Gustav Fridolin



  • 10. maí - Gustav Fridolin, sænskur stjórnmálamaður.


  • 11. maí - Holly Valance, leikkona og söngkona.


  • 28. maí - Megalyn Echikunwoke, bandarísk leikkona.


  • 10. apríl - Hannes Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.


  • 15. apríl - Merik Tadros, bandarískur leikari.


  • 20. apríl - Heiða Kristín Helgadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.


  • 1. maí - Trausti Laufdal, íslenskur tónlistarmaður.


  • 6. maí - Raquel Zimmermann, brasilísk fyrirsæta.


  • 18. maí - Erla Steina Arnardóttir, íslensk knattspyrnukona.


  • 4. júní - Emmanuel Eboue, knattspyrnumaður frá Fílabeinsströndinni.


  • 8. júní - Kim Clijsters, belgísk tennisleikkona.


  • 9. júní - Ásta Árnadóttir, íslensk knattspyrnukona.


  • 12. júní - Anja Rubik, pólsk fyrirsæta.


  • 16. júní - Olivia Hack, bandarísk leikkona.


  • 21. júní - Edward Snowden, bandarískur tölvunarfræðingur.


  • 21. júlí - Eivør Pálsdóttir, færeysk söngkona.


  • 4. ágúst - Fábio Gomes da Silva, brasilískur stangarstökkvari.


  • 6. ágúst - Robin van Persie, hollenskur knattspyrnumaður.


  • 14. ágúst - Mila Kunis, bandarísk leikkona.


  • 18. ágúst - Michael Holbrook Penniman, líbanskur söngvari (Mika).


  • 20. ágúst - Andrew Garfield, bandarískur leikari.



Amy Winehouse



  • 14. september - Amy Winehouse, bresk söngkona (d. 2011).


  • 21. september - Maggie Grace, bandarísk leikkona.


  • 16. október - Loreen, sænsk söngkona.


  • 20. október - Alona Tal, ísraelsk leikkona.


  • 22. október - Plan B, breskur rappari og söngvari.


  • 26. október - Dmitri Sychev, rússneskur knattspyrnumaður.


  • 29. október - Vilhjálmur Árnason, íslenskur stjórnmálamaður.


  • 2. desember - Daniela Ruah, portúgölsk-bandarísk leikkona.


  • 6. desember - Futuregrapher, íslenskur raftónlistarmaður.


  • 6. desember - Hildur Yeoman, íslenskur fatahönnuður.


  • 12. desember - Jonathan James, bandarískur hakkari (d. 2008).


  • 20. desember - Jonah Hill, bandarískur leikari.


Dáin |



  • 7. janúar - Edmund Jacobson, bandarískur læknir (f. 1888).


  • 4. febrúar - Karen Carpenter, bandarísk söngkona (f. 1950).


  • 8. febrúar - Sigurður Þórarinsson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1912).



Tennessee Williams



  • 25. febrúar - Tennessee Williams, bandarískt leikskáld (f. 1911).


  • 1. mars - Arthur Koestler, ensk-ungverskur rithöfundur (f. 1905).


  • 3. mars - Hergé, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1907).


  • 6. mars - Donald Duart Maclean, enskur njósnari (f. 1913).


  • 8. mars - William Walton, breskt tónskáld (f. 1902).


  • 18. mars - Úmbertó 2. síðasti konungur Ítalíu (f. 1904).


  • 13. apríl - Mercè Rodoreda, katalónskur rithöfundur (f. 1908).


  • 8. júní - Miško Kranjec, slóvenskur rithöfundur (f. 1908).


  • 19. júní - Vilmundur Gylfason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1948).


  • 25. júní - Oddbjørn Hagen, norskur skíðamaður (f. 1908).


  • 1. júlí - Buckminster Fuller, bandarískur arkitekt (f. 1895).


  • 9. júlí - Eðvarð Sigurðsson, íslenskur verkalýðsforingi (f. 1910).


  • 29. júlí - Sigurður S. Thoroddsen, íslenskur verkfræðingur, stjórnmálamaður og knattspyrnumaður (f. 1902).



Luis Buñuel



  • 29. júlí - Luis Buñuel, spænskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1900).


  • 31. júlí - Teresía Guðmundsson, norskur veðurfræðingur (f. 1901).


  • 25. september - Gunnar Thoroddsen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1910).


  • 25. september - Leópold 3. Belgíukonungur (f. 1901).


  • 25. október - Málfríður Einarsdóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1899).


  • 26. október - Alfred Tarski, pólskur stærðfræðingur (f. 1901).


  • 14. nóvember - Tómas Guðmundsson, íslenskt ljóðskáld (f. 1901).


  • 20. nóvember - Kristmann Guðmundsson, íslenskur rithöfundur (f. 1901).


  • 25. desember - Joan Miró, spænskur myndlistarmaður (f. 1893).


Nóbelsverðlaunin |



  • Eðlisfræði - Subrahmanyan Chandrasekhar, William Alfred Fowler


  • Efnafræði - Henry Taube


  • Læknisfræði - Barbara McClintock


  • Bókmenntir - William Golding


  • Friðarverðlaun - Lech Wałęsa


  • Hagfræði - Gerard Debreu



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=1983&oldid=1605253“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.216","walltime":"0.266","ppvisitednodes":"value":3410,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":4638,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1411,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 57.941 1 Snið:Ár_nav","100.00% 57.941 1 -total"," 91.71% 53.140 16 Snið:Dr"," 85.32% 49.438 16 Snið:Dr-make"," 38.17% 22.115 16 Snið:Drep"," 23.87% 13.831 16 Snið:Dr-logno"," 9.41% 5.453 16 Snið:Dr-yr"],"cachereport":"origin":"mw1330","timestamp":"20190226234611","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":149,"wgHostname":"mw1256"););

Popular posts from this blog

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Bunad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum