Iron Maiden Efnisyfirlit Upphafið | Rísandi frægð | Auknar vinsældir | Gullárin | Breytingar, Dickinson fer | Endurreisn | Núverandi meðlimir | Tónleikar á Íslandi | Útgefið efni | Leiðsagnarval
Stofnað 1975Breskar hljómsveitirEnskar þungarokkshljómsveitir
þungarokkshljómsveit1975Steve HarrisNWOMBH1975West Ham UnitedLondonThe Man In The Iron MaskpönkstefnanDeep PurpleJethro TullJudas PriestWishbone Ash1977Top of the PopsBBCThe Who197314. apríl1980BretlandiMargaret ThatcherThe EagleságústKissEvróputúrDeep PurpleBlack SabbathRainbowWhitesnake2. febrúarKanadaJapan1981Bruce DickinsonMonty Python1982mars1963ÁstralíuNýja Sjálandi16. maí19833. september1984Samuel Taylor Coleridgemínútur29. júní198619881. október19901992Íslands1993199519961998200020032004febrúar2006
Iron Maiden
Jump to navigation
Jump to search
Iron Maiden er ensk þungarokkshljómsveit sem var stofnuð árið 1975 af bassaleikaranum Steve Harris. Hljómsveitin er ein áhrifamesta þungarokkshljómsveit heims og hefur selt meira en 100 milljón plötur á heimsvísu. Sveitin telst til bresku nýbylgjunnar í þungarokki; NWOMBH (New wave of british heavy metal)
Efnisyfirlit
1 Upphafið
2 Rísandi frægð
3 Auknar vinsældir
4 Gullárin
5 Breytingar, Dickinson fer
6 Endurreisn
7 Núverandi meðlimir
7.1 Stofnmeðlimir
7.2 Aðrir meðlimir
8 Tónleikar á Íslandi
9 Útgefið efni
9.1 Plötur
9.2 Vídeó og DVD
Upphafið |
Iron Maiden var stofnuð af Steve Harris í London árið 1975, sem þá var aðeins 19 ára og auk þess efnilegur knattspyrnumaður en hann spilaði með unglingaliði West Ham United í austurhluta London. Ætlunin hjá Harris var að byrja að læra á trommur, en sökum plássleysis ákvað hann frekar að fá sér bassa. Hann fékk sinn fyrsta bassa 17 ára gamall, Fender Telecaster-eftirlíkingu fyrir 40 pund.
Harris byrjaði að spila með Gypsy’s Kiss, en sú hljómsveit entist aðeins sex tónleika. Á eftir henni stofnaði Steve hljómsveitina Smiler sem ekki varð langlíf. Síðan stofnaði hann nýtt band sem átti eftir að verða mun langlífara, Iron Maiden. Nafn sveitarinnar, Járnmærin á íslensku, má rekja til miðalda-pyntingartækis. Hugmyndina fékk Harris úr kvikmyndinni The Man In The Iron Mask (1939).
Á þessum árum var pönkstefnan vinsælust, en Harris hlustaði frekar á rokkbönd eins og Deep Purple, Jethro Tull, Judas Priest og Wishbone Ash og hafði mestan áhuga á að spila tónlistarstefnu fyrrgreindra hljómsveita. Það sem Iron Maiden samdi var keimlíkt tónlist Gypsy´s Kiss og Smiler. Harris réð til sín söngvarann Paul Day, gítarleikaranna Dave Sullivan og Terry Rance og trommarann Ron „Rebel“ Matthews.
Þessi liðsskipan átti eftir að breytast mjög fljótt, þar sem Steve hafði mjög sterka skoðun og hugmyndir um það hvernig tónlistarstefnan þeirra yrði. Í nóvember sama ár voru bara Matthews og Harris eftir, þá réð hann söngvarann Dennis Wilcock, sem áður hafði verið í Smiler með Harris og gítarleikarann Bob Sawyer (Bob Angelo). Dennis benti Steve á gítarleikarann Dave Murray og var hann samstundis ráðinn. Í lok ársins hætti svo Sawyer. Nú hófst tími mannabreytinga innan bandsins. Inn kom Barry Graham en hann vildi láta kalla sig „Thunderstick“.
Mikill órói var innan Maiden. Murray þoldi hvorki Wilcock né Sawyer og öfugt og endaði það með því að hann var rekinn úr sveitinni. Harris sá á eftir honum en að lokum fengu allir að fjúka. Hann nýtti tækifærið og endurréð Dave. Aftur réð hann fyrrum Smiler meðlim en að þessu sinni var það Doug Sampson, trommari. Löng leit af söngvara lauk þegar Harris fann Paul Di'Anno.
Rísandi frægð |
Fyrstu alvöru tónleikar Iron Maiden voru í Ruskin Arms klúbbnum í London, á gamlárskvöld 1977. Maiden hélt síðan áfram að spila á klúbbum við góðar viðtökur. Á þeim tíma voru lögin Prowler, Strange World og Iron Maiden samin. Maiden ákváð loks að fara í hljóðver til að taka upp eitthvað af þessu nýsamda efni. Meðlimirnir fóru í Spacewars stúdíóið í Cambridge og tóku þar upp Prowler, Strange World, Iron Maiden og Invasion. Þeir sendu plöturnar til ýmissa útgefanda og að lokum voru þær gefnar út á plötunni The Soundhouse Tapes, sem var þó aðeins smáskífa. Hún var gefin út í smáu upplagi og þykir ómetanlegur safngripur i dag. Platan vakti jafnframt mikla athygli og fékk bandið strax umboðsmann, Rod Smallwood. Komust þeir einnig í kynni við teiknarann Derek Riggs, sem teiknaði og hannaði goðsagnaveruna Eddie, sem hefur alla tíð verið lukkudýr sveitarinnar og prýtt öll þeirra plötuhulstur.
Smallwood stóð sig nokkuð vel í starfi umboðsmanns og kom á mörgum tónleikum fyrir þá. Hann mælti einnig með því að þeir réðu annan gítarleikara, sem varð Dennis Stratton. Doug Sampson þurfti að hætta í bandinu og í hans stað kom Clive Burr. Rokkið sem tónlistarstefna átti sívaxandi vinsældum að fagna og rokkplötur seldust vel um þetta leyti. Þegar fyrsta lag væntanlegrar plötu kom út sló það í gegn og náði 36. sæti breska vinsældarlistans, en þetta var lagið Running Free. Hljómsveitinni var boðið að koma fram í sjónvarpi í þættinum Top of the Pops þættinum á BBC. Hún samþykkti það með því skilyrði að þeir fengu að spila ‘live’. Þeir fengu það og urðu þar með önnur hljómsveitin til að gera það ( en The Who með Pete Townshend í broddi fylkingar gerðu það fyrstir banda árið 1973).
Fyrsta platan, sem einfaldlega hét Iron Maiden, kom út þann 14. apríl 1980. Umslag plötunnar prýddi fyrsta teikning Dereks Riggs af Eddie. Platan sló í gegn og náði 4. sæti á topplistanum í Bretlandi. Platan innihélt lög á borð við Phantom of the Opera, Iron Maiden og Running Free. Flest laganna voru samin af Harris og Di Anno. Þetta sama ár komu út tvær smáskífur, þær Sanctuary og Women in Uniform. Þær vöktu einna helst athygli fyrir umslögin, en á Sanctuary sést Eddie myrða Margaret Thatcher með öxi, en á Women in Uniform situr Margaret fyrir honum með vélbyssu. Harris fannst Stratton vera að semja of mikið af lögum sem hljómuðu eins og hljómsveitir á borð við 10cc eða The Eagles og að lokum var hann rekinn. Í stað hans var ráðinn æskuvinur Dave Murray, Adrian Smith.
Í ágúst sama ár er þeim boðið að hita upp fyrir stóru bandi frá Ameríku, Kiss, á Evróputúr þeirra, og að hita upp fyrir UFO í Reading. Það gaf Harris tækifæri til að hitta Pete Way, einn af hans helstu áhrifavöldum.
Auknar vinsældir |
Önnur plata var væntanleg frá Maiden og fengu þeir í þetta skiptið Martin Birch til að útsetja hana. Birch hafði áður unnið með Deep Purple, Black Sabbath, Rainbow og Whitesnake. Hann breytti hljóminum til hins betra og kom með nýjar áherslur. Þann 2. febrúar kom svo platan út og fékk nafnið Killers. Hún náði 12. sæti á breska listanum, sem voru nokkur vonbrigði miðað við hæðina sem fyrsta platan náði. Meðal laga voru Drifter, Killers og Wrathchild.
Eftir plötuna fóru þeir í tónleikaferðalag um heiminn og auk þess að spila í Evrópu fóru þeir í fyrsta sinn til Kanada og Japan. Plata var gefin út með upptöku af tónleikum í Japan, sem fékk nafnið Maiden Japan. Nú voru Maiden á barmi heimsfrægðar. Þeir spiluðu á 125 tónleikum árið 1981 um heiminn. Di'Anno lifði lífi hinnar dæmigerðu rokkstjörnu; reykti, drakk, dópaði og djammaði mikið. Það var farið að hafa áhrif á rödd hans og var honum sagt að hann mætti ekki drekka neitt sterkara en te til að halda röddinni. Það tókst honum erfiðlega og var hann að lokum rekinn um haustið 1981. Það olli mikilli óvissu um framtíð sveitarinnar.
En í stað Paul Di'Anno var ráðinn Bruce Dickinson, söngvari breska rokkbandsins Samson. Reyndar kallaði Dickinson sig Bruce Bruce eftir persónu úr Monty Python atriði, en breytti því svo aftur í Dickinson þegar hann gekk til liðs við Maiden. Nú fóru hlutirnir fyrst að gerast af alvöru hjá Iron Maiden.
Gullárin |
Maiden spilaði á nokkrum tónleikum með Bruce áður en upptökur á þriðju plötunni hófust snemma árs 1982. Hún kom svo út í mars sama ár. Platan hét The Number of the Beast og titillagið innihélt spádóminn um Andkrist (The Beast):
Auk titillagsins inniheldur platan þekktasta lag sveitarinnar, Run to the Hills sem fjallar um baráttu frumbyggja og hvíta mannsins. Fyrri hluti lagsins er frá sjónarhorni frumbyggjanna, en sá seinni frá sjónarhorni hvíta mannsins. Lagið Children of the Damned er byggt á samnefndri mynd frá 1963 og fjallar um sex krakka sem fæðast víðs vegar í heiminum og hafa ofurkrafta. Hallowed by Thy Name fjallar um seinustu augnablik í lífi manns sem er við það að deyja.
Maiden fór í stórt tónleikaferðalag eftir Number of the Beast plötuna, Beast on the Road, og spiluðu meðal annars í fyrsta sinn í Ástralíu og Nýja Sjálandi og síðan fyrir 35.000 manns á Reading-tónleikahátíðinni. Alls voru tónleikarnir um 180.
Hætti Clive Burr sem trommari vegna erfiðra samskipta við Harris. Í hans stað kom trommarinn úr sveitinni Trust, Michael McBrain, kallaður Nicko. Hans fyrsta verkefni var næsta plata þeirra, Piece of Mind. 16. maí 1983 kom hún út og náði hún 33. sæti breska vinsældarlistans. Frægustu lög þeirrar plötu eru The Trooper og Flight of Icarus. Á umslaginu er Eddie hlekkjaður á geðveikrahæli.
Næsta plata fékk nafnið Powerslave og kom hún út 3. september 1984, en hún var fyrsta platan þar sem liðsskipanin breyttist ekki. Á plötuumslaginu var Eddie egypskur Faraó. Lög eins og Aces High, Powerslave og 2 Minutes To Midnight eru þekktust af henni. Lagið Rime of the Ancient Mariner, er byggt á samnefndu ljóði eftir Samuel Taylor Coleridge. Lagið skiptist í 7 parta og er rúmar 13 mínútur á lengd.
Næst kom út live platan Live After Death. Hún var tvöföld og fylgdu með textarnir, sem var frekar óvenjulegt á tónleikaplötum á þeim tíma.
Næsta breiðskífa var Somewhere in Time sem kom út þann 29. júní 1986. Á umslaginu er Eddie í stórborg og með geislabyssu. Lög á borð við Caught Somewhere in Time og Wasted Years eru meðal laga plötunnar. Árið 1988 kom út Seventh Son of a Seventh Son. Nafnið átti vel við, enda var þetta sjöunda plata þeirra. Þrátt fyrir slæma gagnrýni seldist hún vel og náði fyrsta sæti breska vinsældarlistans. Á plötunni má helst nefna lagið Can I Play With Madness og titillagið sjálft. Eftir þessa plötu ákváðu liðsmenn sveitarinnar að taka sér ársfrí.
Breytingar, Dickinson fer |
Í þessu fríi sendi Dickinson frá sér sólóplötuna Tattooed Millionare meðal annars með vini sínum Janick Gers. Adrian stofnaði hljómsveitina ASAP, sem stendur fyrir Adrian Smith And Project. Að loknu þessu fríi kom hljómsveitin saman til að taka upp nýja plötu, Martin Birch var ráðinn til að stjórna upptökum. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig og að lokum gekk Adrian út. Þá hafði Bruce samband við fyrrnefndan Janick Gers og bað hann um að koma í stað Adrians. Hann samþykkti það, enda kunni hann flest Maiden lögin. Platan kom út 1. október 1990. Hún hét No Prayer for the Dying. Hún fékk misgóða dóma, en lögin Holy Smoke og Bring Your Daughter to the Slaughter voru gefin út. Platan náði öðru sæti breska listans.
1992 kom svo út platan Fear of the Dark. Á tónleikaferðalaginu eftir plötuna kom sveitin til Íslands, en miðasalan gekk svo illa að fólki var hleypt frítt inn.
Í byrjun ársins 1993 hætti Bruce óvænt í sveitinni. Fékk hljómsveitin 5000 upptökur með söngvurum sem höfðu áhuga á að syngja með þeim. Að lokum var valinn söngvarinn Blaze Bayley úr hljómsveitinni Wolfsbane. Fyrsta plata hans var X-Factor. Hún kom út 1995. Þetta var tíunda plata þeirra og fékk hún slæmar viðtökur (heimild?). Árið 1996 gáfu þeir út safnplötu og eftir gott frí kom platan Virtual XI út árið 1998. Nafnið vísaði til þess að platan var sú ellefta. Hún fékk enn verri dóma en X-Factor. Steve Harris og Bayley töluðust ekki við og Bayley ferðaðist í annarri rútu á ferðalögum. Brátt var staðfest að Dickinson kæmi aftur, og með Adrian Smith með sér.
Endurreisn |
Árið 2000 kom út platan Brave New World, hún fékk góða dóma. Meðal laga eru Wicker Man, Dream of Mirrors og Blood Brothers og Brave New World.
Árið 2003 kom svo út Dance of Death platan sem innihélt m.a. Wildest Dreams og Dance of Death. Á plötunni er einnig lagið Face In The Sand sem er fyrsta og eina lagið sem að Nicko McBrain notar tvöfalda bassatrommu.
DVD-diskurinn „The History Of Iron Maiden: The Early Days“ kom út seint 2004 og fór þeir á heimstúr sumarið eftir og komu til Íslands eftir 13 ára bið. Eftir túrinn gáfu þeir út live plötuna „Death on The Road“ sem tekinn var upp í Dortmund á DoD túrnum og DVD diskur með sama nafni kom svo út í febrúar 2006.
A Matter of Life and Death kom út árið 2006, The Final Frontier árið 2010 og tvöfalda platan Book of souls árið 2015.
Núverandi meðlimir |
Bruce Dickinson - söngur (1982 - 1993, 1999 - )
Dave Murray - gítar (1976 - )
Adrian Smith - gítar (1980 - 1990, 1999 - )
Janick Gers - gítar (1990 - )
Steve Harris - bassi (1975 - )
Nicko McBrain - trommur (1983 - )
Stofnmeðlimir |
Steve Harris - bassi (1975 - )
Dave Murray - gítar (1976 - , kom í stað Dave Sullivan eftir tvo mánuði)
Paul Day - söngur (1975-1976)
Terry Rance - gítar (1975-1976)
Ron "Rebel" Matthews - trommur (1975-1977)
Aðrir meðlimir |
Dennis Wilcock - söngur (1976 - 1978)
Bob Sawyer - gítar (1976)
Terry Wapram - gítar (1977)
"Thunderstick" - trommur (1977)
Tony Moore - hljómborð (1977)
Doug Sampson - trommur (1977 - 1979)
Paul Todd - gítar (1977)
Paul Cairns - gítar (1977)
Paul Di'Anno - söngur (1978 - 1981)
Tony Parsons - gítar (1979 - 1980)
Dennis Stratton - gítar (1980)
Clive Burr - trommur (1979 - 1982)
Blaze Bayley - söngur (1994 - 1998)
Tónleikar á Íslandi |
5. júní 1992 — Laugardalshöll, Reykjavík (Fear of the Dark Tour)
7. júní 2005 — Egilshöll, Reykjavík (Eddie Rips up Europe)
Útgefið efni |
Plötur |
Soundhouse Tapes, 1979 EP
Iron Maiden (1980)
Killers (1981)
Maiden Japan, 1981 (Live EP)
The Number of the Beast (1982)
Piece of Mind (1983)
Powerslave (1984)
Live After Death (Live 1985)
Somewhere in Time (1986)
Seventh Son of a Seventh Son (1988)
No Prayer for the Dying (1990)
Fear of the Dark (1992)
Live at Donington (1993)
A Real Live One (Live 1993)
A Real Dead One (1993)
The X Factor (1995)
Best of the Beast (samantekt 1996)
Virtual XI (1998)
Brave New World (2000)
Rock in Rio (2002)
Edward the Great (samantekt 2002)
Dance of Death (2003)
Death On The Road (2005)
A Matter of Life and Death (2006)
The Final Frontier (2010)
Book Of Souls (2015)
Vídeó og DVD |
Live at the Rainbow (1981)
Video Pieces (1983)
Behind The Iron Curtain (1985)
Live After Death (1985)
12 Wasted Years (1987)
Maiden England (1989)
The First Ten Years - The Videos (1990)
From There to Eternity (1992)
Donington Live 1992 (1993)
Raising Hell (1994)- Classic Albums: The Number Of The Beast (2001)
Rock in Rio (2002)
Visions of the Beast (2003)
The Early Days (2004)
Death on the Road (2005)
Flokkar:
- Stofnað 1975
- Breskar hljómsveitir
- Enskar þungarokkshljómsveitir
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.068","walltime":"0.078","ppvisitednodes":"value":189,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":25,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":4,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":2,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 2.362 1 Snið:S","100.00% 2.362 1 -total"],"cachereport":"origin":"mw1270","timestamp":"20190227112243","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":124,"wgHostname":"mw1271"););