Slayer Efnisyfirlit Saga | Núverandi meðlimir | Fyrrum meðlimir | Tilvísanir | LeiðsagnarvalSLAYER To 'Make Its Exit' After One 'Final' World Tour
SlayerBandarískar hljómsveitirBandarískar þungarokkshljómsveitirÞrassStofnað 1981
bandarískþrasshljómsveitAnthraxMetallicaMegadethHuntington ParkKaliforníuKerry KingTom ArayaJeff HannemanDave LombardoMetal BladeMetal Massacre III1983Judas PriestIron MaidenPaul BostaphForbiddenTestamentGary HoltExodusSecret Solstice
Slayer
Jump to navigation
Jump to search
Slayer | |
Óþekkt | |
Fæðingarnafn | Óþekkt |
Önnur nöfn | Óþekkt |
Fædd(ur) | Óþekkt |
Dáin(n) | Óþekkt |
Uppruni | Huntington Park (CA), 1981 |
Hljóðfæri | Óþekkt |
Tegund | Óþekkt |
Raddsvið | Óþekkt |
Tónlistarstefnur | Þrass |
Titill | Óþekkt |
Ár | 1981 - enn starfandi |
Útgefandi | Óþekkt |
Samvinna | Óþekkt |
Vefsíða | Óþekkt |
Meðlimir | |
Núverandi | Óþekkt |
Fyrri | Óþekkt |
Undirskrift |
Slayer er bandarísk þrasshljómsveit stofnuð árið 1981. Hún varð þekkt árið 1986 með útgáfu plötunnar Reign in Blood. Slayer hefur verið nefnd sem ein af fjórum höfuð hljómsveitunum sem áttu þátt í að skapa og móta stefnu byltuþungarokksins en hinar eru Anthrax, Metallica og Megadeth. Textagerð Slayer er oft öfgakennd og viðfangsefni sem þeir hafa notað er meðal annars: Fjöldamorðingjar, stríð, hryðjuverk, upplausn og ofbeldi.
Efnisyfirlit
1 Saga
2 Útgefin verk
2.1 Núverandi meðlimir
2.2 Fyrrum meðlimir
2.3 Tilvísanir
Saga |
Hljómsveitin var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo. Nafn hljómsveitarinnar er þannig til komið að meðlimunum datt fyrst í hug „DragonSlayer“ en ákváðu að hafa það bara „Slayer“ vegna þess að „Dragon“ þótti úrelt.
Slayer byrjaði á því að spila ábreiðulög áður en þeir fóru að semja sín eigin. Þeir spiluðu á tónleikum á klúbbnum „Woodstock“ og eitt sinn og þar tók Brian Slagel sem starfaði hjá plötuútgáfunni Metal Blade eftir þeim og bauð þeim að vera með á safnplötunni „Metal Massacre III“. Hljómsveitin samdi við Slagel að taka upp fyrstu stúdíóplötu sína, Show No Mercy og kom hún út árið 1983. Platan var undir áhrifum frá Judas Priest og Iron Maiden og bresku þungarokki en var samt með smá nýstárslegum keim af harðkjarna-pönki. Árið 1986 kom út platan Reign in Blood sem þykir vera ein einkennisplatna þrassmetals.
Síðan Show No Mercy kom út hefur hljómsveitin gefið út tíu breiðskífur og hafa fjórar þeirra náð gullsölu í Bandaríkjunum. Milli áranna 1991 og 2004 seldust 3,5 milljón platna þeirra í Bandaríkjunum.
Dave Lombardo upprunalegi trommari Slayer hefur sagt skilið við hana þrisvar, síðast árið 2013. Paul Bostaph (Forbidden, Testament) hefur oftast leyst hann af hólmi og er núverandi trommari sveitarinnar.
Jeff Hanneman, stofnmeðlimur, lést úr lifrarbilun árið 2013. Gítarleikarinn Gary Holt úr Exodus hafði spilað með Slayer frá 2011 vegna veikinda Hannemann en varð síðar fullgildur meðlimur. Tom Araya fór í aðgerð á hálslið árið 2010 og þurfti að hætta að hrista hausinn á tónleikum.
Árið 2018 ákvað Slayer að fara í sitt síðasta tónleikaferðalag og hefja þeir það í Norður-Ameríku um sumarið. [1] Sveitin spilaði á Secret Solstice hátíðinni árið 2018 á lokatúr sínum og var það í fyrsta og eina sinn sem hún kom til Íslands.
Útgefin verk |
Show No Mercy (1983)
Hell Awaits (1985)
Reign in Blood (1986)
South of Heaven (1988)
Seasons in the Abyss (1990)
Divine Intervention (1994)
Diabolus in Musica (1998)
God Hates Us All (2001)
Christ Illusion (2006)
World Painted Blood (2009)
Repentless (2015)
Núverandi meðlimir |
Kerry King: Gítar.
Tom Araya: Bassi og söngur.
Paul Bostaph: Trommur
Gary Holt: Gítar
Fyrrum meðlimir |
Dave Lombardo: Trommur (1981–1986, 1987–1991, 2001–2013)
Jeff Hanneman: (1981–2011; dó 2013)
John Dette: Trommur (1996–1997, 2013)
Tilvísanir |
↑ SLAYER To 'Make Its Exit' After One 'Final' World Tour Blabbermouth, skoðað 23. janúar, 2018.
Flokkar:
- Slayer
- Bandarískar hljómsveitir
- Bandarískar þungarokkshljómsveitir
- Þrass
- Stofnað 1981
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.052","walltime":"0.079","ppvisitednodes":"value":252,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":2478,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":592,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":5,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":83,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 23.512 1 -total"," 45.64% 10.731 1 Snið:Tónlistarfólk"," 19.59% 4.607 1 Snið:USA"," 11.69% 2.749 1 Snið:S"," 9.22% 2.167 1 Snið:Fáni-30px-svg"],"cachereport":"origin":"mw1251","timestamp":"20190309030335","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Slayer","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Slayer","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q131231","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q131231","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2006-12-07T12:57:46Z","dateModified":"2018-06-24T16:09:24Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/4/4e/Slayer_wordmark.svg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":132,"wgHostname":"mw1264"););