Kalifornía Efnisyfirlit Iðnaður | Lýðfræði | Sýslur | Landsvæði og náttúrufar | Leiðsagnarvalca.govb
KaliforníaFylki í Bandaríkjunum
enskafylkiBandaríkjannaOregonNevadaArizonaMexíkóKyrrahafinuSacramentoLos AngelesSan FranciscoOaklandSan JoseSan DiegoferkílómetrarAlaskaTexas19. öldgullæðið í Kaliforníu20. öldSilicon ValleySan JosespænskasýslurMiðdalur KaliforníuYosemiteþjóðgarðurinnSequoiaþjóðgarðurinnKings Canyon National ParkrauðviðurLake TahoeMount WhitneyFossafjöllOregonWashingtonfylkieldkeilurLassen PeakLassen Volcanic National ParkstrandrauðviðurRedwood National and State ParksDauðadalDeath Valley National ParkfurutrjáabroddfuruFjallaljónsléttuúlfursvartbirniríkornarstórhyrningur
Kalifornía
Jump to navigation
Jump to search
Kalifornía | |||||||||||
| |||||||||||
Opinbert tungumál | Enska | ||||||||||
Nafn íbúa | Californian | ||||||||||
Höfuðborg | Sacramento | ||||||||||
Stærsta Borg | Los Angeles | ||||||||||
Stærsta stórborgarsvæði | Stór-Los Angeles-svæðið | ||||||||||
Flatarmál | 3. stærsta í BNA | ||||||||||
- Alls | 423.970 km² | ||||||||||
- Breidd | 400 km | ||||||||||
- Lengd | 1.240 km | ||||||||||
- % vatn | 4,7 | ||||||||||
- Breiddargráða | 32° 32′ N til 42° N | ||||||||||
- Lengdargráða | 114° 8′ V til 124° 26′ V | ||||||||||
Íbúafjöldi | fjölmennasta í BNA | ||||||||||
- Alls | 39.25 miljónir ( lok 2016 ) | ||||||||||
- Þéttleiki byggðar | 88/km² 11. þéttbyggðasta í BNA | ||||||||||
Hæð yfir sjávarmáli | | ||||||||||
- Hæsti punktur | Mount Whitney 4.418 m | ||||||||||
- Meðalhæð | 884 m | ||||||||||
- Lægsti punktur | Death Valley -86 m | ||||||||||
Varð opinbert fylki | 9. september 1850 (31. fylkið) | ||||||||||
Ríkisstjóri | Jerry Brown (D) | ||||||||||
Vararíkisstjóri | Gavin Newsom (D) | ||||||||||
Öldungadeildarþingmenn | Dianne Feinstein (D) Kamala Harris (D) | ||||||||||
Fulltrúadeildarþingmenn | 34 Demókratar, 19 Repúblikanar | ||||||||||
Tímabelti | Pacific: UTC-8/-7 | ||||||||||
Styttingar | CA Calif. US-CA | ||||||||||
Vefsíða | ca.gov |
Kalifornía (enska California) er fylki á vesturströnd Bandaríkjanna.
Kalifornía liggur að Oregon í norðri, Nevada og Arizona í austri, Mexíkó í suðri og Kyrrahafinu í vestri. Höfuðborg fylkisins heitir Sacramento en Los Angeles er stærsta borg fylkisins. Meðal annarra þekktra borga í Kaliforníu eru San Francisco, Oakland, San Jose og San Diego.
Kalifornía er um 424.000 ferkílómetrar að stærð — þriðja stærsta fylki Bandaríkjanna á eftir Alaska og Texas. Landslag fylkisins er afar fjölbreytt.
Á 19. öld skall á gullæðið í Kaliforníu. Fólk flykktist að og efnahagur fylkisins batnaði til muna. Snemma á 20. öld varð Los Angeles miðstöð skemmtanaiðnaðar í heiminum og stórt aðdráttarafl ferðamanna. Ef Kalifornía væri land myndi það vera á meðal tíu stærstu hagkerfa heims (á stærð við Ítalíu) og 35. fjölmennasta.
Efnisyfirlit
1 Iðnaður
2 Lýðfræði
2.1 Tungumál
3 Sýslur
4 Landsvæði og náttúrufar
Iðnaður |
Árið 2005 var Kalifornía talið 5. stærsta hagkerfi í veröldinni og ábyrgt fyrir allt að 13% af heildar framleiðslu Bandaríkjanna. Aðaliðnaður Kaliforníu er landbúnaður og hefur fylkið verið kallað brauðkarfa Bandaríkjanna. Á hæla þess kemur kemur hátækni, bæði flug og geimiðnaður auk þess sem fylkið er þekkt fyrir tölvutækni og Silicon Valley sem er staðsettur í San Jose er talin ein helsta miðstöð tölvuvæðingarinnar, bæði hugbúnaðarframleiðslu og einnig framleiðslu á tölvum og íhlutum. Í Kaliforníu er afþreyingariðnaður einnig mjög mikilvægur, bæði framleiðsla kvikmynda og tölvuleikja en þó fyrst og fremst framleiðsla sjónvarpsefnis.
Lýðfræði |
Kalifornía er fjölmennasta fylki Bandaríkjanna, með um 39.25 milljónir íbúa. Samkvæmt U.S. Census Bureau 2000 þá er hlutfall kynþátta í ríkinu sem hér segir:
- Hvítir - 59,5%
- Svertingjar - 6,7%
- Frumbyggjar (Indjánar) - 1%
- Asíufólk - 10,9%
- Hawaiian og aðrar eyjaþjóðir - 0.3%
- Aðrir - 16.8%
- Blanda af tveimur kynþáttum - 4,7%
Auk þess má geta að 32,4% flokka sig sem latinos eða upprunna frá Mið- og Suður-Ameríku.
Tungumál |
Árið 2005 höfðu um 58% íbúa Kaliforníu ensku að móðurmáli (sem fyrsta mál), en um 28% töluðu spænsku, einkum er spænska útbreidd í suðurhluta fylkisins. Um 14% íbúanna tala ýmis tungumál (sem fyrsta mál), og eru ýmis Asíumál áberandi í hverfum innflytjenda. Alls eru töluð um 70 tungumál á svæðinu.
Sýslur |
Fylkinu er skipt í 58 sýslur. Þær eru:
|
|
|
|
|
|
Landsvæði og náttúrufar |
Miðdalur Kaliforníu er mesta landbúnaðarhérað fylkisins. Vestur af honum eru Sierra Nevada eða Snjófjöll. Í eða við fjöllin eru Yosemiteþjóðgarðurinn með háa kletta og fossa, Sequoiaþjóðgarðurinn og Kings Canyon National Park þar sem stærstu tré í heimi vaxa; rauðviður, Lake Tahoe er stærsta stöðuvatn fylkisins og Mount Whitney er sem er hæsta fjall Bandaríkjanna 48 (utan Alaska og Hawaii).
Í norðri eru Fossafjöll (sem ná norður í gegnum Oregon og Washingtonfylki) þar sem eldkeilur eru áberandi fjöll. Lassen Peak gaus í byrjun 20. aldar. Lassen Volcanic National Park er umhverfis fjallið. Við norðurströndina vex strandrauðviður sem hefur að geyma hæstu eintök trjáa í heimi. þar eru þjóðgarðarnir Redwood National and State Parks.
Í suðaustur-Kaliforníu má finna eyðimerkur eins og Dauðadal sem er lægsti og heitasti staður Bandaríkjanna. Þar eru vaxa kaktusar og annar eyðimerkurgróður. Death Valley National Park er þjóðgarður sem nær yfir svæðið.
Um 45% fylkisins er skógi vaxið og er fjöldi furutrjáa. Í Hvítufjöllum má finna broddfuru sem er yfir 5000 ára gömul. Dýralíf er fjölbreytt. Meðal spendýra eru: Fjallaljón, sléttuúlfur, svartbirnir, íkornar og stórhyrningur.
Flokkar:
- Kalifornía
- Fylki í Bandaríkjunum
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.152","walltime":"0.176","ppvisitednodes":"value":355,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":13503,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":737,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":3,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 50.350 1 -total"," 82.51% 41.546 1 Snið:Bandaríkin"," 75.04% 37.785 1 Snið:Navbox"," 17.00% 8.561 1 Snið:Fylki_Bandaríkjanna"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.008","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":692513,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1235","timestamp":"20190303000301","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":125,"wgHostname":"mw1275"););