Skip to main content

Megadeth Efnisyfirlit Söguágrip | Plötur | Núverandi Meðlimir | Tilvísanir | LeiðsagnarvalMegadeth - BiographyMegadeth á Nasa

Bandarískar hljómsveitirBandarískar þungarokkshljómsveitirÞrassStofnað 1983


bandarískþrasshljómsveitSlayerMetallicaAnthraxDave MustaineMetallicaNew YorkLos AngelesSlayerMinnesotaAngraLamb of GodNasa










Megadeth


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search




Einkennismerki sveitarinnar




Megadeth þakkar áheyrendum fyrir tónleika




Dave Mustaine.


Megadeth er bandarísk þrasshljómsveit stofnuð árið 1983. Hún er ein af fjórum stærstu þrasshljómsveitunum en hinar þrjár eru: Slayer, Metallica og Anthrax.[heimild vantar] Undir forystu forsprakkans Dave Mustaine hefur sveitin selt yfir 25 milljónir plata.




Efnisyfirlit





  • 1 Söguágrip


  • 2 Plötur


  • 3 Núverandi Meðlimir


  • 4 Tilvísanir




Söguágrip |


Megadeth var stofnuð árið 1983 eftir að Dave Mustaine hafði verið rekinn úr Metallica fyrir drykkjuskap og ofbeldi þegar sveitin var í New York en hann hafði verið með þeim í tvö ár. Mustaine tók rútu frá New York til Los Angeles og í því ferðalagi sem tók um viku fékk hann hugmyndina að hljómsveitinni og nafnið Megadeth sem hann sá í tímaritsgrein sem fjallaði um kjarnorkustríð. Mustaine leitaði eftir meðlimum og meðal þeirra sem spreyttu sig var m.a. Kerry King sem stofnaði Slayer. Mustaine fann bassaleikara í nágranna sínum Dave Ellefsson sem hafði flutt frá Minnesota til að reyna fyrir sér í borginni. Árið 1985 kom út fyrsta plata Megadeth; Killing Is My Business og árið eftir Peace Sells...But Who's Buying. Vímuefnanotkun hljómsveitarinnar markaði sitt spor á hljómsveitina í gegnum árin og liðskipan breyttist talsvert fyrir utan Mustaine og Ellefsson sem voru yfirleitt kjarnameðlimir. Árið 1992 kom út platan Countdown to Extinction sem seldist vel og var melódískara verk en áður. Sveitin hélt áfram melódískari stefnu á tíunda áratugnum. Árið 2002 slasaðist Mustaine á hendi og hljómsveitin hætti vegna þessa til 2004. Ellefson var ósáttur við fjármál varðandi Megadeth og hætti í hljómsveitinni en sneri aftur 2010 eftir að málin höfðu verið leyst.


Árið 2016 gaf Megadeth út plötuna Dystopia sem er endurkoma til thrashmetalstíls þeirra. Mustaine fékk til liðs við sig brasilískan gítarleikara, Kiko Loreiro sem spilað hefur með hljómsveitinni Angra. Einnig fékk hann trommarann Chris Adler sem lamið hefur húðir fyrir Lamb of God.[1] Fyrrum trommari sveitarinnar, Nick Menza, lést af völdum hjartaáfalls á tónleikum í maí 2016.


Árið 2005 spilaði Megadeth á skemmtistaðnum Nasa í Reykjavík.[2]



Plötur |


  • 1985: Killing Is My Business... And Business is Good!

  • 1986: Peace Sells... But Who's Buying?

  • 1988: So Far So Good... So What!

  • 1990: Rust In Peace

  • 1992: Countdown To Extinction

  • 1994: Youthanasia

  • 1997: Cryptic Writings

  • 1999: Risk

  • 2001: The World Needs A Hero

  • 2004: The System Has Failed

  • 2007: United Abominations

  • 2009: Endgame

  • 2011: Thirteen

  • 2013: Supercollider

  • 2016: Dystopia


Núverandi Meðlimir |



  • Dave Mustaine: Söngur og Gítar

  • Kiko Loreiro: Gítar

  • Dave Ellefson: Bassi

  • Dirk Verbeuren: Trommur


Tilvísanir |





 




Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Megadeth




  1. Megadeth - Biography Allmusic. Skoðað 8. mars, 2016.


  2. Megadeth á Nasa Mbl.is. Skoðað 8. mars, 2016









Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Megadeth&oldid=1554182“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.048","walltime":"0.067","ppvisitednodes":"value":104,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":1734,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":117,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":6,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":766,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 38.806 1 -total"," 31.63% 12.276 1 Snið:Commonscat"," 18.12% 7.033 1 Snið:Commons"," 8.62% 3.345 1 Snið:Smella"," 7.28% 2.824 1 Snið:Heimild_vantar"," 6.50% 2.524 1 Snið:S"],"cachereport":"origin":"mw1326","timestamp":"20190227032903","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":107,"wgHostname":"mw1251"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome