Ólífuolía Gæðastaðlar | Tenglar | Leiðsagnarvalbæta við greinina
MatvæliMatarolíur
ólífumMiðjarðarhafiðPortúgalSpániFrakklandiÍtalíuKróatíuGrikklandiTyrklandiLíbanonÍsraelPalestínuLitlu AsíumatargerðsnyrtivörurlyfsápureldsneytiolíulampaSuður-EvrópuNorður-AfríkuAusturlöndum nær2006tonnaalþjóðastofnuneinómettaðra fitusýraþráabragðiEvrópusambandinuverndaðar upprunamerkingar
Ólífuolía
Jump to navigation
Jump to search
Ólífuolía er olía sem er unnin úr ólífum, berjum ólífutrésins (Olea europaea) og er hefðbundin landbúnaðarafurð í löndunum umhverfis Miðjarðarhafið; Portúgal, Spáni, Frakklandi, Ítalíu, Króatíu, Grikklandi, Tyrklandi, Líbanon, Ísrael og Palestínu. Ólífutréð er upphaflega frá Litlu Asíu. Ólífuolía er meðal annars notuð í matargerð, snyrtivörur, lyf, sápur og sem eldsneyti fyrir olíulampa.
750 milljónir ólífutrjáa eru ræktuð árlega og eru 95% þeirra umhverfis Miðjarðarhafið. Megnið af heimsframleiðslunni er frá Suður-Evrópu, Norður-Afríku og Austurlöndum nær. Árið 2006 var heimsframleiðslan 2,8 milljónir tonna og voru 40–45% frá Spáni sem er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heimi.
Gæðastaðlar |
Alþjóðlega ólífuolíuráðið (IOOC) er alþjóðastofnun með 23 aðildarríki og höfuðstöðvar í Madríd á Spáni. Ráðið vinnur að alþjóðlegri markaðssetningu ólífuolíunnar og fylgist með framleiðslu hennar í aðildarlöndunum þar sem það reynir að framfylgja gæðastöðlum. Meira en 85% af ólífuolíu heimsins kemur frá aðildarlöndum IOOC.
Merkingar á umbúðum ólífuolíu geta snúist um landfræðilegan uppruna hennar, framleiðsluaðferð, sýruinnihald og bragð. Í löndum innan IOOC er yfirleitt alltaf kveðið á um sýruinnihald á umbúðum (mælt sem hlutfall af þyngd) þar sem mikið magn óbundinna einómettaðra fitusýra veldur þráabragði í olíunni.
Í Evrópusambandinu eru nokkrar verndaðar upprunamerkingar fyrir ólífuolíu.
Gæðaflokkar |
Kaldpressuð ólífuolía | Extra-jómfrúarolía: með sýruinnihald undir 0.8% Jómfrúarolía: með sýruinnihald allt að 2% |
Glær olía og afurðir hennar | Glær jómfrúarolía*: kaldpressuð en með hátt sýruinnihald eða aðra bragðgalla Leiðrétt ólífuolía*: framleidd með því að leiðrétta glæra ólífuolíu með efnum til að eyða sýruinnihaldi; í meðferðinni hverfur allt bragð og lykt sem er venjulega af ólífuolíu |
Hratolía og afurðir hennar | Hrá ólífuolía úr hrati*: fengin með því að nota leysiefni til að ná afgangsolíu úr hratinu sem kaldpressunin skilur eftir sig Leiðrétt ólífuolía úr hrati*: hrá olía úr hrati sem hefur verið leiðrétt með efnameðferð |
* Þessar olíur er óheimilt að selja beint til neytenda í Evrópusambandinu.
Tenglar |
Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Flokkar:
- Matvæli
- Matarolíur
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.072","walltime":"0.091","ppvisitednodes":"value":1158,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":4386,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":623,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":6,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":5,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 59.954 1 -total"," 77.02% 46.178 1 Snið:Stubbur"," 18.87% 11.315 1 Snið:Commonscat"," 9.52% 5.706 1 Snið:Commons"," 4.38% 2.626 1 Snið:Smella"," 3.72% 2.230 1 Snið:Prettytable"],"cachereport":"origin":"mw1250","timestamp":"20190414223739","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"u00d3lu00edfuolu00eda","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%93l%C3%ADfuol%C3%ADa","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q93165","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q93165","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2008-12-17T13:32:09Z","dateModified":"2017-01-08T18:01:49Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/0/0e/Oliven_V1.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":114,"wgHostname":"mw1242"););