Surtur Efnisyfirlit Ritaðar heimildir um Surt | Túlkanir | Orð og örnefni dregin af nafni Surts | Tilvísanir | Leiðsagnarval„Völuspá“„Vafþrúðnismál“„Fáfnismál“„Gylfaginning“„Bergbúa þáttur“„Hallmundarkviða“„Völuspá“„Eyjan heiti Surtsey“„Surtsey“b
Jötnar
norrænni goðafræðiMúspellsheimiRagnarökumMúspellssonumsverðiBifröstMiðgarðÁsgarðFreyörnefniÍslandihraunhellirinnSurtshellirSurtseyVestmannaeyjumvölvaÓðniragnarökumBeljaFreyVafþrúðnirVígríðurVíðarVáliMóðiMagniÞórsMjölniSigurðurFáfniÓskópnirBifröstMúspellsheimiMúspellssyniGerðiHallmundarkviðuHallmundarhraunÞórsRudolf SimekEyvind skáldaspilliHallfreð vandræðaskáldSurtshellieldsinsBertha PhillpottseldgosumSigurður NordalAdam og EvuEdengarðsSurtarbrandurSurtshellirHallmundarhrauniSurtseyÍslenska menntamálaráðuneytið
Surtur
Jump to navigation
Jump to search
Surtur er eldjötunn í norrænni goðafræði. Hann kemur úr Múspellsheimi og í Ragnarökum ríður hann um jörðina ásamt Múspellssonum og brennir jörðina með glóandi sverði. Þegar þeir ríða yfir Bifröst, brúna sem tengir Miðgarð og Ásgarð, brotnar hún; svo verður Surtur Frey að bana.
Þekktustu örnefni á Íslandi í höfuðið á Surti eru hraunhellirinn Surtshellir, lengsti hellir landsins, og Surtsey, eyja skammt frá Vestmannaeyjum sem varð til í eldgosi á árunum 1963-1967.
Efnisyfirlit
1 Ritaðar heimildir um Surt
1.1 Sæmundaredda
1.2 Snorra-Edda
1.3 Hallmundarkviða
2 Túlkanir
3 Orð og örnefni dregin af nafni Surts
4 Tilvísanir
Ritaðar heimildir um Surt |
Sæmundaredda |
Tvisvar er minnst á Surt í Völuspá, þar sem völva greinir Óðni frá ýmsum liðnum og verðandi atburðum. Völvan segir að í ragnarökum muni Surtur koma að sunnan með glóandi sverð:
|
Í næsta erindi greinir völvan frá því að Surtur muni síðan berjast við „bana Belja“, sem er kenning á goðinu Frey. Kvæðið greinir ekki frá því hver ber sigur úr býtum í bardaga þeirra. Á eftir erindinu sem lýsir komu Surts koma lýsingar af því er flest goðin bíða bana í bardögum við andstæðinga sína og að eldur gleypi allan heiminn.
Í kvæðinu Vafþrúðnismálum spyr jötunninn Vafþrúðnir Óðin (sem er hjá honum í dulargervi undir nafninu Gangráður) hvað vígvöllur sá heiti þar sem goðin muni mæta Surti og her hans („hvé sá völlr heitir, er finnask vígi at Surtr ok in svásu goð“). Óðinn svarar því að völlurinn heiti Vígríður og teygi sig hundrað rastir í allar áttir. Seinna í kvæðinu spyr Óðinn Vafþrúðni hver muni ráða eignum goða eftir að eldur Surts slokknar. Vafþrúðnir svarar því að Víðar og Váli muni reisa ný vé goðanna og að Móði og Magni, synir Þórs, muni fá hamarinn Mjölni í sinn hlut.[2]
Í kvæðinu Fáfnismálum spyr hetjan Sigurður drekann Fáfni hvað eyjan heiti, þar sem æsir muni berjast við Surt. Fáfnir svarar því að eyjan heiti Óskópnir og að regnbogabrúin Bifröst muni bresta þegar æsirnir halda til orrustu gegn Surti.[3]
Snorra-Edda |
Í fjórða kafla Gylfaginningar birtist lýsing af Surti og heimkynnum hans í Múspellsheimi. Þar segir um hann:
Fyrst var þó sá heimr í suðrhálfu, er Múspell heitir. Hann er ljóss ok heitr. Sú átt er logandi ok brennandi. Er hann ok ófærr þeim, er þar eru útlendir ok eigi eigu þar óðul. Sá er Surtr nefndr, er þar sitr á landsenda til landvarnar. Hann hefir loganda sverð, ok í enda veraldar mun hann fara ok herja ok sigra öll goðin ok brenna allan heim með eldi.[4] |
Í 51. kafla Gylfaginningar er nánari lýsing af orrustunni gegn Surti. Þar er greint frá því að Surtur ríði fyrstur fram til orrustu gegn ásum og beri glóandi sverð sem skín skærar en sólin sjálf. Hann leiðir Múspellssyni áfram yfir Bifröst, sem brotnar þegar þeir ríða þar yfir. Surtur, her hans og aðrir óvinir goðanna safnast saman á Vígríði og há lokaorrustuna gegn goðunum. Surtur berst við Frey og sigrar hann eftir harða baráttu. Samkvæmt frásögn Gylfaginningar ræður það úrslitum í viðureign Freys og Surts að Freyr er sverðslaus þar sem hann hafði áður gefið sverð sitt í skiptum fyrir jötunmeyna Gerði.[4] Þessi skýring á ósigri Freys er ekki nefnd annars staðar.
Eftir viðureign Surts og Freys segir Gylfaginning frá því að Surtur slengi eldi sínum yfir allan heiminn svo allt brenni. Kvæðið greinir þó frá því að nokkrir lifi af eldinn og endurbyggi heiminn eftir að logar Surts slokkna.[4]
Hallmundarkviða |
Vísun í Surt birtist í kvæðinu Hallmundarkviðu, sem lýsir eldsumbrotum og hraunrennsli á Íslandi.
|
Talið er að Hallmundarkviða lýsi eldgosinu sem myndaði Hallmundarhraun.[6]
Samkvæmt ljóðinu virðast eldsumbrotin vera talin eiga upptök sín í viðureign Þórs við „Surt hinn svarta“.[7] Hugsanlegt er að Surtur hafi verið talinn ábyrgur fyrir eldgosum og að heiðnir Íslendingar hafi falið Þór það hlutverk að hafa hemil á honum.[8]
Túlkanir |
Textafræðingurinn Rudolf Simek telur hugmyndina um Surt mjög gamalgróna og bendir á vísanir í nafn hans í kvæðum eftir Eyvind skáldaspilli og Hallfreð vandræðaskáld frá 10. öld því til stuðnings. Hann bendir jafnframt á að í Landnámabók sé þegar minnst á hellinn Surtshelli og telur það vera til marks um að íslenskir landnemar hafi snemma þekkt til Surts. Simek bendir einnig á að venjulega sé talað um að jötnar komi að austan í norrænum goðsögum, en að Surtur komi hins vegar að sunnan. Þetta sé vafalaust til marks um það að hann sé tengdur við eld og hita. Simek segir að Íslendingar hafi vafalaust séð Surt fyrir sér sem voldugan jötun sem réð yfir eldi jarðarinnar og telur að hugmyndin um Surt sem óvin guðanna sé ekki upprunnin á Íslandi.[9] Simek ber Surt saman við aðra jötna eins og Eldi, Eimni, Loga og Brandinga, sem virðast allir vera persónugervingar eldsins.
Textafræðingurinn Bertha Phillpotts taldi að hugmyndin um Surt hefði komið til eftir að Íslendingar urðu vitni að eldgosum á eyjunni og að þeir hafi séð hann fyrir sér sem goðmagn jarðeldsins.[10] Flestir aðrir jötnar eru fremur tengdir við frost og kulda en eld og þetta taldi Phillpotts til marks um að hugmyndin hefði komið til eftir að norrænir menn komust í kynni við ofsa eldfjallanna. Í túlkun sinni á Völuspá sagðist Sigurður Nordal sammála Phillpotts um margt en taldi þó að hugmyndin um Surt væri eldri en landnám Íslands.[11]
Í ritum sínum segir fræðimaðurinn Andy Orchard að lýsingin af Surti í Gylfaginningu kunni að vera innblásin af kristnum hugmyndum um engil með glóandi sverð sem rekur Adam og Evu frá paradís og stendur síðan vörð um hlið Edengarðs.[12]
Orð og örnefni dregin af nafni Surts |
Surtarbrandur, sem er notaður til eldsneytis, dregur hugsanlega nafn sitt af Surti og sverði hans. Líklegt er að íslenskir landnemar hafi litið á surtarbrand sem „viðarkol Surts“.[11] Hellirinn Surtshellir á Hallmundarhrauni er nefndur eftir Surti. Í Landnámabók er minnst á Surtshelli og á að landneminn Þorvaldur holbarki hafi ort drápu um jötuninn Surt í hellinum.[11]
Eyjan Surtsey, sem varð til í eldgosi árið 1963, dregur einnig nafn sitt af Surti. Eldgígurinn í miðju eyjarinnar heitir einfaldlega Surtur. Íslenska menntamálaráðuneytið samþykkti nafn nýju eyjarinnar í desember árið 1963 og færði meðal annars eftirfarandi röksemdir fyrir nafngiftinni í fréttatilkynningu sinni:
„Nefndinni þykir vel á fara, að hinum nýju aðsópsmiklu eldstöðvum sé gefið nafn hins tilkomumikla eldjötuns, enda eru bæði nöfnin íslenzk kjarnyrði, sem fara vel í munni. Sakar og ekki að geta þess, að þar sem fornir menn hugsuðu sé yfirleitt jötna í austri, er Surtur einn talinn koma úr suðri, en hin nýja ey er syðsta ey Íslands.“[13][14]
Tilvísanir |
↑ „Völuspá“. Heimskringla.no, skoðað þann 4. mars 2019.
↑ „Vafþrúðnismál“. Heimskringla.no, skoðað þann 18. mars 2019.
↑ „Fáfnismál“. Heimskringla.no, skoðað þann 18. mars 2019.
↑ 4,04,14,2 „Gylfaginning“. Heimskringla.no, skoðað þann 4. mars 2019.
↑ „Bergbúa þáttur“. Snerpa, skoðað þann 22. mars 2019.
↑ Árni Hjartarson. Hallmundarkviða, eldforn lýsing á eldgosi. Náttúrufræðingurinn, 2014. bls: 27-37.
↑ Guðmundur Finnbogason (1. janúar 1935). „Hallmundarkviða“. Skírnir, skoðað þann 22. mars 2019.
↑ Böðvar Guðmundsson og Heimir Pálsson. Norrænir guðir í nýju landi. Mál og menning, 2015. bls: 40-43.
↑ Lexikon der germanischen Mythologie, Alfred Kröner, Stuttgart 1984. ISBN 3-520-36801-3 — 3. útgáfa, endursamin: Kröners Taschenausgabe, Band 368, 2006, bls. 303–304.
↑ Phillpotts, Bertha (1905). „Surt“ í Arkiv för Nordisk Filologi, 21. bindi, bls. 14.
↑ 11,011,111,2 Sigurður Nordal (2. febrúar 1923). „Völuspá“. Árbók Háskóla Íslands, skoðað þann 19. mars 2019.
↑ Orchard, Andy (1997). Dictionary of Norse Myth and Legend. Cassell. ISBN 0-304-34520-2
, bls. 154.
↑ „Eyjan heiti Surtsey“. Alþýðublaðið (10. desember 1963), skoðað þann 19. mars 2019.
↑ „Surtsey“. Tíminn (10. desember 1963), skoðað þann 19. mars 2019.
Flokkur:
- Jötnar
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.176","walltime":"0.220","ppvisitednodes":"value":1676,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":35070,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":4435,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":7,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":9,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":7134,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 114.304 1 -total"," 29.77% 34.028 2 Snið:Bókaheimild"," 18.28% 20.898 4 Snið:Bil"," 17.09% 19.529 3 Snið:Tilvitnun2"," 16.47% 18.828 1 Snið:Norræn_goðafræði"," 16.16% 18.472 2 Snið:Lykkja"," 13.28% 15.179 1 Snið:Navbox"," 12.43% 14.212 9 Snið:Vefheimild"," 7.01% 8.015 9 Snið:Ekkirauður"," 6.13% 7.006 1 Snið:ISBN"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.011","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":781338,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1326","timestamp":"20190425230747","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Surtur","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Surtur","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q211700","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q211700","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2007-10-28T12:45:16Z","dateModified":"2019-04-02T23:29:53Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/7/7d/The_giant_with_the_flaming_sword_by_Dollman.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":345,"wgHostname":"mw1326"););