Skip to main content

Surtur Efnisyfirlit Ritaðar heimildir um Surt | Túlkanir | Orð og örnefni dregin af nafni Surts | Tilvísanir | Leiðsagnarval„Völuspá“„Vafþrúðnismál“„Fáfnismál“„Gylfaginning“„Bergbúa þáttur“„Hallmundarkviða“„Völuspá“„Eyjan heiti Surtsey“„Surtsey“b

Jötnar


norrænni goðafræðiMúspellsheimiRagnarökumMúspellssonumsverðiBifröstMiðgarðÁsgarðFreyörnefniÍslandihraunhellirinnSurtshellirSurtseyVestmannaeyjumvölvaÓðniragnarökumBeljaFreyVafþrúðnirVígríðurVíðarVáliMóðiMagniÞórsMjölniSigurðurFáfniÓskópnirBifröstMúspellsheimiMúspellssyniGerðiHallmundarkviðuHallmundarhraunÞórsRudolf SimekEyvind skáldaspilliHallfreð vandræðaskáldSurtshellieldsinsBertha PhillpottseldgosumSigurður NordalAdam og EvuEdengarðsSurtarbrandurSurtshellirHallmundarhrauniSurtseyÍslenska menntamálaráðuneytið












Surtur




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




Jötunninn Surtur á mynd eftir John Charles Dollman (1909).


Surtur er eldjötunn í norrænni goðafræði. Hann kemur úr Múspellsheimi og í Ragnarökum ríður hann um jörðina ásamt Múspellssonum og brennir jörðina með glóandi sverði. Þegar þeir ríða yfir Bifröst, brúna sem tengir Miðgarð og Ásgarð, brotnar hún; svo verður Surtur Frey að bana.


Þekktustu örnefni á Íslandi í höfuðið á Surti eru hraunhellirinn Surtshellir, lengsti hellir landsins, og Surtsey, eyja skammt frá Vestmannaeyjum sem varð til í eldgosi á árunum 1963-1967.




Efnisyfirlit





  • 1 Ritaðar heimildir um Surt

    • 1.1 Sæmundaredda


    • 1.2 Snorra-Edda


    • 1.3 Hallmundarkviða



  • 2 Túlkanir


  • 3 Orð og örnefni dregin af nafni Surts


  • 4 Tilvísanir




Ritaðar heimildir um Surt |



Sæmundaredda |


Tvisvar er minnst á Surt í Völuspá, þar sem völva greinir Óðni frá ýmsum liðnum og verðandi atburðum. Völvan segir að í ragnarökum muni Surtur koma að sunnan með glóandi sverð:







 

Gæsalappir


Surtr ferr sunnan

með sviga lævi,

skínn af sverði

sól valtíva;

grjótbjörg gnata,

en gífr rata,

troða halir helveg,

en himinn klofnar.[1]



 

Gæsalappir

Í næsta erindi greinir völvan frá því að Surtur muni síðan berjast við „bana Belja“, sem er kenning á goðinu Frey. Kvæðið greinir ekki frá því hver ber sigur úr býtum í bardaga þeirra. Á eftir erindinu sem lýsir komu Surts koma lýsingar af því er flest goðin bíða bana í bardögum við andstæðinga sína og að eldur gleypi allan heiminn.


Í kvæðinu Vafþrúðnismálum spyr jötunninn Vafþrúðnir Óðin (sem er hjá honum í dulargervi undir nafninu Gangráður) hvað vígvöllur sá heiti þar sem goðin muni mæta Surti og her hans („hvé sá völlr heitir, er finnask vígi at Surtr ok in svásu goð“). Óðinn svarar því að völlurinn heiti Vígríður og teygi sig hundrað rastir í allar áttir. Seinna í kvæðinu spyr Óðinn Vafþrúðni hver muni ráða eignum goða eftir að eldur Surts slokknar. Vafþrúðnir svarar því að Víðar og Váli muni reisa ný vé goðanna og að Móði og Magni, synir Þórs, muni fá hamarinn Mjölni í sinn hlut.[2]


Í kvæðinu Fáfnismálum spyr hetjan Sigurður drekann Fáfni hvað eyjan heiti, þar sem æsir muni berjast við Surt. Fáfnir svarar því að eyjan heiti Óskópnir og að regnbogabrúin Bifröst muni bresta þegar æsirnir halda til orrustu gegn Surti.[3]



Snorra-Edda |




Surtur ríður til orrustu með glóandi sverð sitt á mynd eftir Friedrich Wilhelm Engelhard (1882).


Í fjórða kafla Gylfaginningar birtist lýsing af Surti og heimkynnum hans í Múspellsheimi. Þar segir um hann:







 

Gæsalappir

Fyrst var þó sá heimr í suðrhálfu, er Múspell heitir. Hann er ljóss ok heitr. Sú átt er logandi ok brennandi. Er hann ok ófærr þeim, er þar eru útlendir ok eigi eigu þar óðul. Sá er Surtr nefndr, er þar sitr á landsenda til landvarnar. Hann hefir loganda sverð, ok í enda veraldar mun hann fara ok herja ok sigra öll goðin ok brenna allan heim með eldi.[4]

 

Gæsalappir

Í 51. kafla Gylfaginningar er nánari lýsing af orrustunni gegn Surti. Þar er greint frá því að Surtur ríði fyrstur fram til orrustu gegn ásum og beri glóandi sverð sem skín skærar en sólin sjálf. Hann leiðir Múspellssyni áfram yfir Bifröst, sem brotnar þegar þeir ríða þar yfir. Surtur, her hans og aðrir óvinir goðanna safnast saman á Vígríði og há lokaorrustuna gegn goðunum. Surtur berst við Frey og sigrar hann eftir harða baráttu. Samkvæmt frásögn Gylfaginningar ræður það úrslitum í viðureign Freys og Surts að Freyr er sverðslaus þar sem hann hafði áður gefið sverð sitt í skiptum fyrir jötunmeyna Gerði.[4] Þessi skýring á ósigri Freys er ekki nefnd annars staðar.


Eftir viðureign Surts og Freys segir Gylfaginning frá því að Surtur slengi eldi sínum yfir allan heiminn svo allt brenni. Kvæðið greinir þó frá því að nokkrir lifi af eldinn og endurbyggi heiminn eftir að logar Surts slokkna.[4]



Hallmundarkviða |


Vísun í Surt birtist í kvæðinu Hallmundarkviðu, sem lýsir eldsumbrotum og hraunrennsli á Íslandi.







 

Gæsalappir


Sterkr, kveða illt að einu

oss við þann að senna,

Þór veldr flotna fári.

Felldr er sá er jöklum eldir.

Þverrðr áttbogi urðar.

Eg fer gneppr af nökkvi

niðr til Surts hins svarta

sveit, í eldinn heita,

sveit, í eldinn heita.[5]



 

Gæsalappir

Talið er að Hallmundarkviða lýsi eldgosinu sem myndaði Hallmundarhraun.[6]
Samkvæmt ljóðinu virðast eldsumbrotin vera talin eiga upptök sín í viðureign Þórs við „Surt hinn svarta“.[7] Hugsanlegt er að Surtur hafi verið talinn ábyrgur fyrir eldgosum og að heiðnir Íslendingar hafi falið Þór það hlutverk að hafa hemil á honum.[8]



Túlkanir |


Textafræðingurinn Rudolf Simek telur hugmyndina um Surt mjög gamalgróna og bendir á vísanir í nafn hans í kvæðum eftir Eyvind skáldaspilli og Hallfreð vandræðaskáld frá 10. öld því til stuðnings. Hann bendir jafnframt á að í Landnámabók sé þegar minnst á hellinn Surtshelli og telur það vera til marks um að íslenskir landnemar hafi snemma þekkt til Surts. Simek bendir einnig á að venjulega sé talað um að jötnar komi að austan í norrænum goðsögum, en að Surtur komi hins vegar að sunnan. Þetta sé vafalaust til marks um það að hann sé tengdur við eld og hita. Simek segir að Íslendingar hafi vafalaust séð Surt fyrir sér sem voldugan jötun sem réð yfir eldi jarðarinnar og telur að hugmyndin um Surt sem óvin guðanna sé ekki upprunnin á Íslandi.[9] Simek ber Surt saman við aðra jötna eins og Eldi, Eimni, Loga og Brandinga, sem virðast allir vera persónugervingar eldsins.


Textafræðingurinn Bertha Phillpotts taldi að hugmyndin um Surt hefði komið til eftir að Íslendingar urðu vitni að eldgosum á eyjunni og að þeir hafi séð hann fyrir sér sem goðmagn jarðeldsins.[10] Flestir aðrir jötnar eru fremur tengdir við frost og kulda en eld og þetta taldi Phillpotts til marks um að hugmyndin hefði komið til eftir að norrænir menn komust í kynni við ofsa eldfjallanna. Í túlkun sinni á Völuspá sagðist Sigurður Nordal sammála Phillpotts um margt en taldi þó að hugmyndin um Surt væri eldri en landnám Íslands.[11]


Í ritum sínum segir fræðimaðurinn Andy Orchard að lýsingin af Surti í Gylfaginningu kunni að vera innblásin af kristnum hugmyndum um engil með glóandi sverð sem rekur Adam og Evu frá paradís og stendur síðan vörð um hlið Edengarðs.[12]



Orð og örnefni dregin af nafni Surts |





Surtsey að myndast árið 1963.


Surtarbrandur, sem er notaður til eldsneytis, dregur hugsanlega nafn sitt af Surti og sverði hans. Líklegt er að íslenskir landnemar hafi litið á surtarbrand sem „viðarkol Surts“.[11] Hellirinn Surtshellir á Hallmundarhrauni er nefndur eftir Surti. Í Landnámabók er minnst á Surtshelli og á að landneminn Þorvaldur holbarki hafi ort drápu um jötuninn Surt í hellinum.[11]


Eyjan Surtsey, sem varð til í eldgosi árið 1963, dregur einnig nafn sitt af Surti. Eldgígurinn í miðju eyjarinnar heitir einfaldlega Surtur. Íslenska menntamálaráðuneytið samþykkti nafn nýju eyjarinnar í desember árið 1963 og færði meðal annars eftirfarandi röksemdir fyrir nafngiftinni í fréttatilkynningu sinni:


„Nefndinni þykir vel á fara, að hinum nýju aðsópsmiklu eldstöðvum sé gefið nafn hins tilkomumikla eldjötuns, enda eru bæði nöfnin íslenzk kjarnyrði, sem fara vel í munni. Sakar og ekki að geta þess, að þar sem fornir menn hugsuðu sé yfirleitt jötna í austri, er Surtur einn talinn koma úr suðri, en hin nýja ey er syðsta ey Íslands.“[13][14]



Tilvísanir |



  1. „Völuspá“. Heimskringla.no, skoðað þann 4. mars 2019.


  2. „Vafþrúðnismál“. Heimskringla.no, skoðað þann 18. mars 2019.


  3. „Fáfnismál“. Heimskringla.no, skoðað þann 18. mars 2019.


  4. 4,04,14,2 „Gylfaginning“. Heimskringla.no, skoðað þann 4. mars 2019.


  5. „Bergbúa þáttur“. Snerpa, skoðað þann 22. mars 2019.


  6. Árni Hjartarson. Hallmundarkviða, eldforn lýsing á eldgosi. Náttúrufræðingurinn, 2014. bls: 27-37.


  7. Guðmundur Finnbogason (1. janúar 1935). „Hallmundarkviða“. Skírnir, skoðað þann 22. mars 2019.


  8. Böðvar Guðmundsson og Heimir Pálsson. Norrænir guðir í nýju landi. Mál og menning, 2015. bls: 40-43.


  9. Lexikon der germanischen Mythologie, Alfred Kröner, Stuttgart 1984. ISBN 3-520-36801-3 — 3. útgáfa, endursamin: Kröners Taschenausgabe, Band 368, 2006, bls. 303–304.


  10. Phillpotts, Bertha (1905). „Surt“ í Arkiv för Nordisk Filologi, 21. bindi, bls. 14.


  11. 11,011,111,2 Sigurður Nordal (2. febrúar 1923). „Völuspá“. Árbók Háskóla Íslands, skoðað þann 19. mars 2019.


  12. Orchard, Andy (1997). Dictionary of Norse Myth and Legend. Cassell. ISBN 0-304-34520-2
    , bls. 154.



  13. „Eyjan heiti Surtsey“. Alþýðublaðið (10. desember 1963), skoðað þann 19. mars 2019.


  14. „Surtsey“. Tíminn (10. desember 1963), skoðað þann 19. mars 2019.









Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Surtur&oldid=1630742“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.176","walltime":"0.220","ppvisitednodes":"value":1676,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":35070,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":4435,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":7,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":9,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":7134,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 114.304 1 -total"," 29.77% 34.028 2 Snið:Bókaheimild"," 18.28% 20.898 4 Snið:Bil"," 17.09% 19.529 3 Snið:Tilvitnun2"," 16.47% 18.828 1 Snið:Norræn_goðafræði"," 16.16% 18.472 2 Snið:Lykkja"," 13.28% 15.179 1 Snið:Navbox"," 12.43% 14.212 9 Snið:Vefheimild"," 7.01% 8.015 9 Snið:Ekkirauður"," 6.13% 7.006 1 Snið:ISBN"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.011","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":781338,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1326","timestamp":"20190425230747","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Surtur","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Surtur","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q211700","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q211700","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2007-10-28T12:45:16Z","dateModified":"2019-04-02T23:29:53Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/7/7d/The_giant_with_the_flaming_sword_by_Dollman.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":345,"wgHostname":"mw1326"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Slayer Innehåll Historia | Stil, komposition och lyrik | Bandets betydelse och framgångar | Sidoprojekt och samarbeten | Kontroverser | Medlemmar | Utmärkelser och nomineringar | Turnéer och festivaler | Diskografi | Referenser | Externa länkar | Navigeringsmenywww.slayer.net”Metal Massacre vol. 1””Metal Massacre vol. 3””Metal Massacre Volume III””Show No Mercy””Haunting the Chapel””Live Undead””Hell Awaits””Reign in Blood””Reign in Blood””Gold & Platinum – Reign in Blood””Golden Gods Awards Winners”originalet”Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Looks Back On 37-Year Career In New Video Series: Part Two””South of Heaven””Gold & Platinum – South of Heaven””Seasons in the Abyss””Gold & Platinum - Seasons in the Abyss””Divine Intervention””Divine Intervention - Release group by Slayer””Gold & Platinum - Divine Intervention””Live Intrusion””Undisputed Attitude””Abolish Government/Superficial Love””Release “Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer” by Various Artists””Diabolus in Musica””Soundtrack to the Apocalypse””God Hates Us All””Systematic - Relationships””War at the Warfield””Gold & Platinum - War at the Warfield””Soundtrack to the Apocalypse””Gold & Platinum - Still Reigning””Metallica, Slayer, Iron Mauden Among Winners At Metal Hammer Awards””Eternal Pyre””Eternal Pyre - Slayer release group””Eternal Pyre””Metal Storm Awards 2006””Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Bullet-For My Valentine booed at Metal Hammer Golden Gods Awards””Unholy Aliance””The End Of Slayer?””Slayer: We Could Thrash Out Two More Albums If We're Fast Enough...””'The Unholy Alliance: Chapter III' UK Dates Added”originalet”Megadeth And Slayer To Co-Headline 'Canadian Carnage' Trek”originalet”World Painted Blood””Release “World Painted Blood” by Slayer””Metallica Heading To Cinemas””Slayer, Megadeth To Join Forces For 'European Carnage' Tour - Dec. 18, 2010”originalet”Slayer's Hanneman Contracts Acute Infection; Band To Bring In Guest Guitarist””Cannibal Corpse's Pat O'Brien Will Step In As Slayer's Guest Guitarist”originalet”Slayer’s Jeff Hanneman Dead at 49””Dave Lombardo Says He Made Only $67,000 In 2011 While Touring With Slayer””Slayer: We Do Not Agree With Dave Lombardo's Substance Or Timeline Of Events””Slayer Welcomes Drummer Paul Bostaph Back To The Fold””Slayer Hope to Unveil Never-Before-Heard Jeff Hanneman Material on Next Album””Slayer Debut New Song 'Implode' During Surprise Golden Gods Appearance””Release group Repentless by Slayer””Repentless - Slayer - Credits””Slayer””Metal Storm Awards 2015””Slayer - to release comic book "Repentless #1"””Slayer To Release 'Repentless' 6.66" Vinyl Box Set””BREAKING NEWS: Slayer Announce Farewell Tour””Slayer Recruit Lamb of God, Anthrax, Behemoth + Testament for Final Tour””Slayer lägger ner efter 37 år””Slayer Announces Second North American Leg Of 'Final' Tour””Final World Tour””Slayer Announces Final European Tour With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Tour Europe With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Play 'Last French Show Ever' At Next Year's Hellfst””Slayer's Final World Tour Will Extend Into 2019””Death Angel's Rob Cavestany On Slayer's 'Farewell' Tour: 'Some Of Us Could See This Coming'””Testament Has No Plans To Retire Anytime Soon, Says Chuck Billy””Anthrax's Scott Ian On Slayer's 'Farewell' Tour Plans: 'I Was Surprised And I Wasn't Surprised'””Slayer””Slayer's Morbid Schlock””Review/Rock; For Slayer, the Mania Is the Message””Slayer - Biography””Slayer - Reign In Blood”originalet”Dave Lombardo””An exclusive oral history of Slayer”originalet”Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Jeff Hanneman”originalet”Thinking Out Loud: Slayer's Kerry King on hair metal, Satan and being polite””Slayer Lyrics””Slayer - Biography””Most influential artists for extreme metal music””Slayer - Reign in Blood””Slayer guitarist Jeff Hanneman dies aged 49””Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer””Gateway to Hell: A Tribute to Slayer””Covered In Blood””Slayer: The Origins of Thrash in San Francisco, CA.””Why They Rule - #6 Slayer”originalet”Guitar World's 100 Greatest Heavy Metal Guitarists Of All Time”originalet”The fans have spoken: Slayer comes out on top in readers' polls”originalet”Tribute to Jeff Hanneman (1964-2013)””Lamb Of God Frontman: We Sound Like A Slayer Rip-Off””BEHEMOTH Frontman Pays Tribute To SLAYER's JEFF HANNEMAN””Slayer, Hatebreed Doing Double Duty On This Year's Ozzfest””System of a Down””Lacuna Coil’s Andrea Ferro Talks Influences, Skateboarding, Band Origins + More””Slayer - Reign in Blood””Into The Lungs of Hell””Slayer rules - en utställning om fans””Slayer and Their Fans Slashed Through a No-Holds-Barred Night at Gas Monkey””Home””Slayer””Gold & Platinum - The Big 4 Live from Sofia, Bulgaria””Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Kerry King””2008-02-23: Wiltern, Los Angeles, CA, USA””Slayer's Kerry King To Perform With Megadeth Tonight! - Oct. 21, 2010”originalet”Dave Lombardo - Biography”Slayer Case DismissedArkiveradUltimate Classic Rock: Slayer guitarist Jeff Hanneman dead at 49.”Slayer: "We could never do any thing like Some Kind Of Monster..."””Cannibal Corpse'S Pat O'Brien Will Step In As Slayer'S Guest Guitarist | The Official Slayer Site”originalet”Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Kerrang! Awards 2006 Blog: Kerrang! Hall Of Fame””Kerrang! Awards 2013: Kerrang! Legend”originalet”Metallica, Slayer, Iron Maien Among Winners At Metal Hammer Awards””Metal Hammer Golden Gods Awards””Bullet For My Valentine Booed At Metal Hammer Golden Gods Awards””Metal Storm Awards 2006””Metal Storm Awards 2015””Slayer's Concert History””Slayer - Relationships””Slayer - Releases”Slayers officiella webbplatsSlayer på MusicBrainzOfficiell webbplatsSlayerSlayerr1373445760000 0001 1540 47353068615-5086262726cb13906545x(data)6033143kn20030215029