Frigg Fjörgynsdóttir Sögur af Frigg | Heimildir | Leiðsagnarvalb
Ásynjur
ÓðinsBaldursHermóðs hins hvatamistilteinnÁsgarðiFulluHlínGnáLofnSjöfnSynGefjunSnotruEiriVárVörLokiHel
Frigg Fjörgynsdóttir
Jump to navigation
Jump to search
- Frigg er einnig íslenskt kvenmannsnafn
Frigg Fjörgynsdóttir er höfuðgyðja í norrænni goðafræði, eiginkona Óðins og móðir Baldurs og Hermóðs hins hvata. Nafn hennar merkir ást eða hin elskaða. Frigg veit öll örlög og hún er verndari hjúskapar, fjölskyldu og heimilis.
Einkennisgripir hennar eru lyklar, mistilteinn, valshamur og rokkur sem hún notar til að spinna skýin.
Frigg býr að Fensölum í Ásgarði. Þar hefur hún ellefu þjónustumeyjar: Fullu, Hlín, Gná, Lofn, Sjöfn, Syn, Gefjun, Snotru, Eiri, Vár og Vör.
Sögur af Frigg |
Af börnum sínum unnu Óðinn og Frigg Baldri mest en hann var bjartastur ása. En þar sem Frigg vissi öll örlög vissi hún að Baldur var feigur. Til að reyna að vernda hann fékk hún allar skapaðar verur, menn, dýr og jurtir, og alla skapaða hluti úr málmi, tré og steini til að sverja að gera honum aldrei mein. Eftir það gátu goðin skemmt sér við að kasta hlutum að Baldri vitandi það að honum yrði ekki meint að. Því miður uppgötvaði Loki að ein lítil jurt, mistilteinn, hafði ekki svarið Frigg þennan eið því hún hafði álitið hann of ungan til að geta valdið skaða og gat þannig með klækjum drepið Baldur. Að Baldri látnum freistaði Hermóður hinn Hvati þess að fá bróður sinn heimtan frá Hel og var honum tjáð að Baldur fengi að fara ef allir hlutir, bæði lifandi og dauðir fengjust til að gráta hann. Frigg sendi þá erindreka um allan heim til að biðja alla, bæði lifandi sem dauða hluti til að sýna ást sína á Baldri og gráta hann. Allir urðu við þeirri bón, bæði menn, dýr, steinar og málmar, því allir elskuðu Baldur. En að lokum komu sendiboðarnir að gamalli konu sem neitaði að gráta Baldur því aldrei hefði hún elskað hann. Reyndist þetta vera Loki í dulargervi og Baldur mátti því dvelja áfram í Helju.
Í annarri sögu af Frigg sést viska og sjálfstæði hennar vel. Tveir ættbálkar áttu í erjum og hélt Frigg með öðrum ættbálkinum en Óðinn með hinum. Eftir að rifist heiftarlega um þetta lofaði Óðinn því að hann myndi láta það lið vinna sem hann sæi fyrst er hann vaknaði næsta morgun, en hann vissi það að rúmið hans lá þannig að hann sæi fyrst sitt mennina í sínu liði. Meðan hann svaf sagði Frigg konunum í sínu lið að greiða hár sitt yfir andlitið svo að þær litu út eins og skeggjaðir karlar. Svo sneri hún rúminu þannig að þær yrðu það fyrsta sem Óðinn sæi er hann vaknaði. Hann var mjög hissa þegar hann vaknaði og spurði hverjir þessir síðskeggjuðu menn væru. Hann hélt loforð sitt og færði ættbálk þeirra sigur og sá að lokum að Frigg hafði valið betra liðið.
Heimildir |
- Branston, Brian. Goð og garpar úr norrænum sögnum. Reykjavík: Bókaforlagið Saga, 1979.
- Willis, Roy. Goðsagnir heimsins. Reykjavík: Mál og menning, 1998.
Flokkur:
- Ásynjur
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.072","walltime":"0.096","ppvisitednodes":"value":202,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":27360,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":221,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":6,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 35.241 1 -total"," 62.53% 22.036 1 Snið:Norræn_goðafræði"," 53.76% 18.946 1 Snið:Navbox"," 24.62% 8.676 1 Snið:Commonscat"," 12.40% 4.371 1 Snið:Wikiorðabók"," 11.92% 4.202 1 Snið:Commons"," 5.92% 2.086 2 Snið:Smella"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.005","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":769685,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1247","timestamp":"20190425150441","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Frigg Fju00f6rgynsdu00f3ttir","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Frigg_Fj%C3%B6rgynsd%C3%B3ttir","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q131654","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q131654","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2005-04-14T19:35:37Z","dateModified":"2019-03-27T13:41:26Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/5/5e/Frigg_And_Her_Maidens.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":125,"wgHostname":"mw1268"););