Skip to main content

Haraldur hárfagri Efnisyfirlit Persóna Haraldar | Valdabarátta | Efri ár Haralds og dauði | Tengt efni | Neðanmálsgreinar | Tenglar | LeiðsagnarvalHaralds saga hins hárfagraSögur Noregs konungaKóngar á tímum Egils söguVar Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?b

Noregskonungar


konungurNoregilandnámsöldÍslendingasögumEgils sögu Skalla-GrímssonarÍslandeyjarAtlantshafiástríðufullumVestfoldRaumaríkiEgils söguHaraldar sögu hárfagrafrillumÞórður VíkingssonAlviðruDýrafirðiGuðbrandi VigfússyniHörðalandimeydómifylkijarlaFæreyjaÍslandsOrkneyjaEgils sagaVíkinniRögnvaldur MærajarlHlaðajarlarÞrændalögumHálogalandiNordlandTromsFinnmörkuLandnámuHjaltlandSuðureyjumKetil flatnefEirík blóðöxHákon AðalsteinsfóstriAðalsteini












Haraldur hárfagri




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




Haraldur hárfagri tekur við ríkidæmi föður síns, mynd úr Flateyjarbók


Haraldur hárfagri eða Haraldur I Noregskonungur (um 850 – 933) var konungur yfir Noregi á landnámsöld og er hans getið í mörgum Íslendingasögum, þar með talinni Egils sögu Skalla-Grímssonar. Valdabarátta hans er sögð hafa verið ein ástæða þess að Ísland og aðrar eyjar í norðanverðu Atlantshafi byggðust á þeim tíma.




Efnisyfirlit





  • 1 Persóna Haraldar

    • 1.1 Viðurnefni


    • 1.2 Kynsæld Haralds



  • 2 Valdabarátta

    • 2.1 Orustur og völd



  • 3 Efri ár Haralds og dauði


  • 4 Tengt efni


  • 5 Neðanmálsgreinar


  • 6 Tenglar




Persóna Haraldar |


Í Haraldar sögu hárfagra er Haraldi lýst sem mjög ástríðufullum manni sem lét fátt stöðva sig í að ná því markmiði sínu að verða konungur yfir Noregi.


Hann er sagður hafa verið af konungum kominn í margar kynslóðir. Faðir hans var Hálfdan svarti sem var konungur yfir Upplöndum. Faðir Hálfdanar svarta var Guðröður veiðikonungur og faðir hans Hálfdan mildi og matarilli, sem var konungur yfir Vestfold og Raumaríki, sonur Eysteins (mein)frets, Hálfdanarsonar hvítbeins, Ólafssonar trételgju. Ættfærsla Haraldar og raunar tilvera hans sjálfs hefur þó á síðari árum verið dregin í efa, enda er hann hvergi nefndur í samtímaheimildum og raunar ekki getið um hann í heimildum fyrr en 250 árum eftir að hann var uppi. Haraldur er í sögununum talinn einungis tíu vetra þegar faðir hans drukknaði á vatninu Randarfirði er ísinn brast undan honum þar sem hann var á heimleið. Haraldur tók þá við konungdómi eftir föður sinn.[1]



Viðurnefni |


Eins og kemur fram víða, til dæmis í Egils sögu og Haraldar sögu hárfagra, var hann kallaður Haraldur lúfa á því tímabili sem hann stefndi að því að gerast einvaldur Noregs vegna þess að hann neitaði að skera hár sitt og skegg á meðan á því stóð. Þegar hann lauk því síðan var hár hans skorið og hann kallaður Haraldur hárfagri. Í eldri heimildum (frá 11. öld) er viðurnefnið hins vegar notað yfir Harald harðráða.



Kynsæld Haralds |


Hann eignaðist fjöldamörg börn með ótal frillum og leiða má líkur að því að ekki séu til traustar heimildir um þau öll. Þórður Víkingsson, sem var landnámsmaður á Alviðru í Dýrafirði, hefur verið sagður sonur hans en sú ættfærsla hefur verið dregin mjög í efa, meðal annars af Guðbrandi Vigfússyni.



Valdabarátta |


Haralds saga hárfagra í Heimskringlu gerir valdasögu Haralds rækilegust skil af rituðum heimildum. Snemma í sögunni greinir frá því þegar hann sendi menn sína til að fara til Eiríks konungs af Hörðalandi og biðja um hönd dóttur hans sem hét Gyða. Hún neitaði hins vegar að fórna meydómi sínum fyrir Harald þar sem henni þótti hann vera of mikill smákóngur og sagði einnig að hún myndi ekki játast honum fyrr en hann hefði náð að setja allan Noreg á sitt vald.


Hirðmönnum Haralds fannst þetta vera óþarflega djarflega orðað hjá henni en Haraldur tók þessu svari hennar vel og sagði að það væri eflaust rétt hjá henni að hann hefði átt að vera byrjaður að leggja undir sig önnur fylki og sagði svo hin fleygu orð: „Þess strengi eg heit og því skýt eg til guðs þess er mig skóp og öllu ræður að aldrei skal skera hár mitt né kemba fyrr en eg hefi eignast allan Noreg með sköttum og skyldum og forráði en deyja að öðrum kosti.“ og má segja að það hafi verið upphafið á sameiningu alls Noregs undir stjórn hans.



Orustur og völd |


Haraldur byrjaði eftir þetta að taka yfir önnur fylki og hafði engin vettlingatök þar á, brenndi til dæmis bæi. Þar á eftir skipaði hann jarla yfir hvert fylki sem skyldu fara með umboð fyrir hann og fengu þeir einn þriðja hlut skattpeninga síns fylkis og tóku yfir óðalsbæi. Í kjölfar þessa er sagt að margir hafi séð sig neydda til að flýja, annaðhvort til landa sem þegar var búið að nema eða ónuminna landa og eyja í Atlantshafi, svo sem Færeyja, Íslands og Orkneyja.


Haraldar saga og Egils saga greina síðan frá ýmsum orustum og bardögum sem ekki tóku enda fyrr en Haraldur hafði lokið ætlunarverki sínu, sem var að ráða yfir öllum Noregi, en raunar réði hann aldrei nema hluta núverandi Noregs, þ.e. Víkinni (svæðinu kringum Óslófjörðinn), Suður- og Vestur-Noregi, en bandamenn hans, Rögnvaldur Mærajarl og Hlaðajarlar í Þrændalögum réðu norðvestanverðum Noregi að Hálogalandi. Innanverðum Austur-Noregi, Hálogalandi, Nordland, Troms og Finnmörku réði Haraldur alls ekki.


Hann fór líka í víking vestur um haf að því er segir í Landnámu og lagði undir sig Hjaltland og meira af Suðureyjum en nokkur annar Noregskonungur. En er hann fór til baka herjuðu á eyjarnar "Írar ok Skotar ok víkingar". Þegar konungur frétti þetta sendi hann Ketil flatnef að vinna aftur eyjarnar. Ketill setti Björn austræna son sinn yfir eignir sínar í Noregi og fór svo og vann hann eyjarnar og gerðist höfðingi yfir en galt ekki skatt til konungs svo sem ætlað var. Haraldur hirti þá eignir Ketils í Noregi og rak Björn burt.



Efri ár Haralds og dauði |


Þegar Haraldur var kominn á efri ár settist hann í helgan stein og lét einn af sonum sínum, Eirík blóðöx, taka við ríkinu en þar sem Eiríkur átti bræður upphófst valdabarátta á milli þeirra eftir að Haraldur dó. Eiríkur hélt þó velli um sinn eða þar til hálfbróðir hans, Hákon Aðalsteinsfóstri, sem hafði verið í fóstri hjá Aðalsteini konungi á Englandi, sigraði Eirík sem flúði sjálfur til Englands á meðan Hákon tók yfir Noreg.



Tengt efni |


  • Hafursfjarðarorusta


Neðanmálsgreinar |



  1. Haralds saga hins hárfagra



Tenglar |



  • Sögur Noregs konunga frá «Kulturformidlingen Norrøne Tekster og Kvad» í Noregi.

  • Kóngar á tímum Egils sögu


  • Vísindavefurinn: „Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?“






Fyrirrennari:
enginn

Konungur Noregs
(um 872 – 933)
Eftirmaður:
Eiríkur blóðöx



Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome