Skip to main content

Váli (norræn goðafræði) Ritaðar heimildir um Vála | Tilvísanir | Leiðsagnarval„Baldrs draumar“„Völuspá“„Völuspá“„Sigurðardrápa (B1)“b

Æsir


ásnorrænni goðafræðiÓðinsRindarBaldursHöðragnarökSurtsVáliLokavölvuHöðRindurLokaVíðariPersóna að nafni VáliNarfaSnorri SturlusonnauðgaðKormák ÖgundarsonRússa












Váli (norræn goðafræði)




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




Váli á teikningu eftir Carl Emil Doepler (1882).


Váli eða Áli er ás í norrænni goðafræði. Hann er sonur Óðins og Rindar og er getinn eftir víg Baldurs til þess að hefna hans með því að drepa Höð. Váli uppfyllir þetta hlutverk og drepur Höð þegar hann er aðeins eins dags gamall. Váli er síðan einn af fáum guðum sem lifa af ragnarök og taka þátt í að endurbyggja heiminn eftir að logar Surts slokkna.


Váli er einnig nafn á syni Loka sem talað er um í Gylfaginningu. Ýmist er talið að sá Váli sé önnur persóna með sama nafni eða að hér hafi verið gerð mistök og að þeir séu í raun sama persónan.



Ritaðar heimildir um Vála |


Í kvæðinu Baldurs draumum spyr Óðinn völvu eina hver muni hefna Baldurs eftir víg hans með því að drepa Höð. Völvan svarar því að Rindur muni fæða Vála og að Váli muni síðan hvorki þvo sér né skera hár sér fyrr en hann hefur drepið „Baldurs andskota“; þ.e. Höð. Váli muni síðan ná þessu markmiði og drepa Höð þegar hann er aðeins eins dags gamall:







 

Gæsalappir


Rindr berr Vála

í vestrsölum,

sá mun Óðins sonr

einnættr vega:

hönd of þvær

né höfuð kembir,

áðr á bál of berr

Baldrs andskota;

nauðug sagðak,

nú mun ek þegja.[1]



 

Gæsalappir

Í Völuspá birtist svipað erindi sem segir frá fæðingu Vála og því hvernig hann drepur Höð:







 

Gæsalappir


Baldrs bróðir var

of borinn snemma,

sá nam Óðins sonr

einnættr vega.

Þó hann æva hendr

né höfuð kembði,

áðr á bál of bar

Baldrs andskota;

en Frigg of grét

í Fensölum

vá Valhallar.

Vituð ér enn - eða hvat?

Þá kná Váli

vígbönd snúa,

heldr váru harðgör

höft ór þörmum.[2]



 

Gæsalappir




Víðar og Váli á mynd eftir Axel Kulle (1892).


Frásögn Völuspár er áþekk því sem kemur fram í Baldurs draumum, en í Völuspá er því bætt við að Váli hefni Baldurs enn frekar með því að taka þátt í fjötrun Loka, sem ginnti Höð til að vega Baldur.[3]


Í upptalningu á ásunum í Gylfaginningu er Váli nefndur á nafn. Þar segir um hann: „Áli eða Váli heitir einn, sonr Óðins ok Rindar. Hann er djarfr í orrostum ok mjök happskeytr.“ Ekki er minnst aftur á Vála í Gylfaginningu fyrr en eftir lýsinguna á ragnarökum, en þar er tekið fram að Váli sé meðal hinna fáu sem lifa þau af. Váli er nefndur ásamt bróður sínum, Víðari, og vísað er í kvæði úr Vafþrúðnismálum sem greinir frá því að þeir bræðurnir muni reisa ný vé goðanna eftir að logar Surts slokkna.


Í frásögn Gylfaginningar af vígum Baldurs er ekki sérstaklega drepið á því að Váli drepi Höð í hefndarskyni fyrir Baldur og ásinn Váli leikur jafnframt ekkert hlutverk í fjötrun Loka. Persóna að nafni Váli birtist í þeirri frásögn, en er þar sonur Loka en ekki Óðins. Æsirnir breyta Vála Lokasyni í úlf, láta hann rífa á hol annan son Loka, Narfa, og binda Loka síðan með þörmum Narfa. Hugsanlegt er að Váli í þessari sögu hafi upphaflega verið ásinn Váli en að Snorri Sturluson eða heimildarmaður hans hafi talið hann vera aðra persónu fyrir misskilning.[3]


Í Skáldskaparmálum birtist listi af skáldskaparkenningum fyrir Vála. Þar stendur um hann: „Hvernig skal kenna Vála? Svá, at kalla hann son Óðins ok Rindar, stjúpson Friggjar, bróður ásanna, hefniás Baldrs, dólg Haðar ok bana hans, byggvanda föðurtófta.“


Nokkrum heimildum kemur saman um að Óðinn hafi nauðgað Rindi til þess að geta Vála og láta hann hefna Baldurs. Í kvæðinu Sigurðardrápu eftir Kormák Ögundarson er vikið að því að Óðinn hafi beitt galdrarúnum til þess að ginna Rindi til samfara við sig.[4] Ýtarlegri frásögn af getnaði Vála birtist í Gesta Danorum, en þar er greint frá því að Óðinn bregði sér í kvenmannslíki og gerist læknir prinsessunar Rindu, dóttur konungs Rútena (Rússa).[5] Hann fær konunginn til að binda Rindi niður í lækningaskyni og nauðgar henni síðan. Með nauðguninni er Váli getinn og síðar látinn hefna Baldurs.[6]



Tilvísanir |



  1. „Baldrs draumar“. Heimskringla.no, skoðað þann 2. apríl 2019.


  2. „Völuspá“. Heimskringla.no, skoðað þann 2. apríl 2019.


  3. 3,03,1 Sigurður Nordal (2. febrúar 1923). „Völuspá“. Árbók Háskóla Íslands, skoðað þann 2. apríl 2019.


  4. „Sigurðardrápa (B1)“. Heimskringla.no, skoðað þann 3. apríl 2019.


  5. Finnur Jónsson (1913). Goðafræði Norðmanna og Íslendinga : Eftir heimildum. Reykjavík: Hið íslenska bókmentafjelag. [Enginn höfundarréttur hvílir lengur á verkinu].


  6. Jan de Vries. 2. útgáfa 1957, endurprentað 1970. Altgermanische Religionsgeschichte. 2. bindi (Berlín: De Gruyter), 79–80.









Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Váli_(norræn_goðafræði)&oldid=1630778“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.132","walltime":"0.165","ppvisitednodes":"value":751,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":30094,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":2147,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":5,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":2739,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 82.949 1 -total"," 40.17% 33.322 2 Snið:Tilvitnun2"," 34.15% 28.326 1 Snið:Norræn_goðafræði"," 28.99% 24.045 1 Snið:Navbox"," 13.94% 11.565 4 Snið:Vefheimild"," 5.02% 4.162 4 Snið:Smella"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.007","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":769727,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1273","timestamp":"20190425174056","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Vu00e1li (norru00e6n gou00f0afru00e6u00f0i)","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/V%C3%A1li_(norr%C3%A6n_go%C3%B0afr%C3%A6%C3%B0i)","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q846981","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q846981","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2019-04-03T00:17:54Z","dateModified":"2019-04-03T12:18:24Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/6a/Wali_by_C._E._Doepler.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":495,"wgHostname":"mw1273"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Slayer Innehåll Historia | Stil, komposition och lyrik | Bandets betydelse och framgångar | Sidoprojekt och samarbeten | Kontroverser | Medlemmar | Utmärkelser och nomineringar | Turnéer och festivaler | Diskografi | Referenser | Externa länkar | Navigeringsmenywww.slayer.net”Metal Massacre vol. 1””Metal Massacre vol. 3””Metal Massacre Volume III””Show No Mercy””Haunting the Chapel””Live Undead””Hell Awaits””Reign in Blood””Reign in Blood””Gold & Platinum – Reign in Blood””Golden Gods Awards Winners”originalet”Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Looks Back On 37-Year Career In New Video Series: Part Two””South of Heaven””Gold & Platinum – South of Heaven””Seasons in the Abyss””Gold & Platinum - Seasons in the Abyss””Divine Intervention””Divine Intervention - Release group by Slayer””Gold & Platinum - Divine Intervention””Live Intrusion””Undisputed Attitude””Abolish Government/Superficial Love””Release “Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer” by Various Artists””Diabolus in Musica””Soundtrack to the Apocalypse””God Hates Us All””Systematic - Relationships””War at the Warfield””Gold & Platinum - War at the Warfield””Soundtrack to the Apocalypse””Gold & Platinum - Still Reigning””Metallica, Slayer, Iron Mauden Among Winners At Metal Hammer Awards””Eternal Pyre””Eternal Pyre - Slayer release group””Eternal Pyre””Metal Storm Awards 2006””Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Bullet-For My Valentine booed at Metal Hammer Golden Gods Awards””Unholy Aliance””The End Of Slayer?””Slayer: We Could Thrash Out Two More Albums If We're Fast Enough...””'The Unholy Alliance: Chapter III' UK Dates Added”originalet”Megadeth And Slayer To Co-Headline 'Canadian Carnage' Trek”originalet”World Painted Blood””Release “World Painted Blood” by Slayer””Metallica Heading To Cinemas””Slayer, Megadeth To Join Forces For 'European Carnage' Tour - Dec. 18, 2010”originalet”Slayer's Hanneman Contracts Acute Infection; Band To Bring In Guest Guitarist””Cannibal Corpse's Pat O'Brien Will Step In As Slayer's Guest Guitarist”originalet”Slayer’s Jeff Hanneman Dead at 49””Dave Lombardo Says He Made Only $67,000 In 2011 While Touring With Slayer””Slayer: We Do Not Agree With Dave Lombardo's Substance Or Timeline Of Events””Slayer Welcomes Drummer Paul Bostaph Back To The Fold””Slayer Hope to Unveil Never-Before-Heard Jeff Hanneman Material on Next Album””Slayer Debut New Song 'Implode' During Surprise Golden Gods Appearance””Release group Repentless by Slayer””Repentless - Slayer - Credits””Slayer””Metal Storm Awards 2015””Slayer - to release comic book "Repentless #1"””Slayer To Release 'Repentless' 6.66" Vinyl Box Set””BREAKING NEWS: Slayer Announce Farewell Tour””Slayer Recruit Lamb of God, Anthrax, Behemoth + Testament for Final Tour””Slayer lägger ner efter 37 år””Slayer Announces Second North American Leg Of 'Final' Tour””Final World Tour””Slayer Announces Final European Tour With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Tour Europe With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Play 'Last French Show Ever' At Next Year's Hellfst””Slayer's Final World Tour Will Extend Into 2019””Death Angel's Rob Cavestany On Slayer's 'Farewell' Tour: 'Some Of Us Could See This Coming'””Testament Has No Plans To Retire Anytime Soon, Says Chuck Billy””Anthrax's Scott Ian On Slayer's 'Farewell' Tour Plans: 'I Was Surprised And I Wasn't Surprised'””Slayer””Slayer's Morbid Schlock””Review/Rock; For Slayer, the Mania Is the Message””Slayer - Biography””Slayer - Reign In Blood”originalet”Dave Lombardo””An exclusive oral history of Slayer”originalet”Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Jeff Hanneman”originalet”Thinking Out Loud: Slayer's Kerry King on hair metal, Satan and being polite””Slayer Lyrics””Slayer - Biography””Most influential artists for extreme metal music””Slayer - Reign in Blood””Slayer guitarist Jeff Hanneman dies aged 49””Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer””Gateway to Hell: A Tribute to Slayer””Covered In Blood””Slayer: The Origins of Thrash in San Francisco, CA.””Why They Rule - #6 Slayer”originalet”Guitar World's 100 Greatest Heavy Metal Guitarists Of All Time”originalet”The fans have spoken: Slayer comes out on top in readers' polls”originalet”Tribute to Jeff Hanneman (1964-2013)””Lamb Of God Frontman: We Sound Like A Slayer Rip-Off””BEHEMOTH Frontman Pays Tribute To SLAYER's JEFF HANNEMAN””Slayer, Hatebreed Doing Double Duty On This Year's Ozzfest””System of a Down””Lacuna Coil’s Andrea Ferro Talks Influences, Skateboarding, Band Origins + More””Slayer - Reign in Blood””Into The Lungs of Hell””Slayer rules - en utställning om fans””Slayer and Their Fans Slashed Through a No-Holds-Barred Night at Gas Monkey””Home””Slayer””Gold & Platinum - The Big 4 Live from Sofia, Bulgaria””Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Kerry King””2008-02-23: Wiltern, Los Angeles, CA, USA””Slayer's Kerry King To Perform With Megadeth Tonight! - Oct. 21, 2010”originalet”Dave Lombardo - Biography”Slayer Case DismissedArkiveradUltimate Classic Rock: Slayer guitarist Jeff Hanneman dead at 49.”Slayer: "We could never do any thing like Some Kind Of Monster..."””Cannibal Corpse'S Pat O'Brien Will Step In As Slayer'S Guest Guitarist | The Official Slayer Site”originalet”Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Kerrang! Awards 2006 Blog: Kerrang! Hall Of Fame””Kerrang! Awards 2013: Kerrang! Legend”originalet”Metallica, Slayer, Iron Maien Among Winners At Metal Hammer Awards””Metal Hammer Golden Gods Awards””Bullet For My Valentine Booed At Metal Hammer Golden Gods Awards””Metal Storm Awards 2006””Metal Storm Awards 2015””Slayer's Concert History””Slayer - Relationships””Slayer - Releases”Slayers officiella webbplatsSlayer på MusicBrainzOfficiell webbplatsSlayerSlayerr1373445760000 0001 1540 47353068615-5086262726cb13906545x(data)6033143kn20030215029