Skip to main content

Váli (norræn goðafræði) Ritaðar heimildir um Vála | Tilvísanir | Leiðsagnarval„Baldrs draumar“„Völuspá“„Völuspá“„Sigurðardrápa (B1)“b

Æsir


ásnorrænni goðafræðiÓðinsRindarBaldursHöðragnarökSurtsVáliLokavölvuHöðRindurLokaVíðariPersóna að nafni VáliNarfaSnorri SturlusonnauðgaðKormák ÖgundarsonRússa












Váli (norræn goðafræði)




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




Váli á teikningu eftir Carl Emil Doepler (1882).


Váli eða Áli er ás í norrænni goðafræði. Hann er sonur Óðins og Rindar og er getinn eftir víg Baldurs til þess að hefna hans með því að drepa Höð. Váli uppfyllir þetta hlutverk og drepur Höð þegar hann er aðeins eins dags gamall. Váli er síðan einn af fáum guðum sem lifa af ragnarök og taka þátt í að endurbyggja heiminn eftir að logar Surts slokkna.


Váli er einnig nafn á syni Loka sem talað er um í Gylfaginningu. Ýmist er talið að sá Váli sé önnur persóna með sama nafni eða að hér hafi verið gerð mistök og að þeir séu í raun sama persónan.



Ritaðar heimildir um Vála |


Í kvæðinu Baldurs draumum spyr Óðinn völvu eina hver muni hefna Baldurs eftir víg hans með því að drepa Höð. Völvan svarar því að Rindur muni fæða Vála og að Váli muni síðan hvorki þvo sér né skera hár sér fyrr en hann hefur drepið „Baldurs andskota“; þ.e. Höð. Váli muni síðan ná þessu markmiði og drepa Höð þegar hann er aðeins eins dags gamall:







 

Gæsalappir


Rindr berr Vála

í vestrsölum,

sá mun Óðins sonr

einnættr vega:

hönd of þvær

né höfuð kembir,

áðr á bál of berr

Baldrs andskota;

nauðug sagðak,

nú mun ek þegja.[1]



 

Gæsalappir

Í Völuspá birtist svipað erindi sem segir frá fæðingu Vála og því hvernig hann drepur Höð:







 

Gæsalappir


Baldrs bróðir var

of borinn snemma,

sá nam Óðins sonr

einnættr vega.

Þó hann æva hendr

né höfuð kembði,

áðr á bál of bar

Baldrs andskota;

en Frigg of grét

í Fensölum

vá Valhallar.

Vituð ér enn - eða hvat?

Þá kná Váli

vígbönd snúa,

heldr váru harðgör

höft ór þörmum.[2]



 

Gæsalappir




Víðar og Váli á mynd eftir Axel Kulle (1892).


Frásögn Völuspár er áþekk því sem kemur fram í Baldurs draumum, en í Völuspá er því bætt við að Váli hefni Baldurs enn frekar með því að taka þátt í fjötrun Loka, sem ginnti Höð til að vega Baldur.[3]


Í upptalningu á ásunum í Gylfaginningu er Váli nefndur á nafn. Þar segir um hann: „Áli eða Váli heitir einn, sonr Óðins ok Rindar. Hann er djarfr í orrostum ok mjök happskeytr.“ Ekki er minnst aftur á Vála í Gylfaginningu fyrr en eftir lýsinguna á ragnarökum, en þar er tekið fram að Váli sé meðal hinna fáu sem lifa þau af. Váli er nefndur ásamt bróður sínum, Víðari, og vísað er í kvæði úr Vafþrúðnismálum sem greinir frá því að þeir bræðurnir muni reisa ný vé goðanna eftir að logar Surts slokkna.


Í frásögn Gylfaginningar af vígum Baldurs er ekki sérstaklega drepið á því að Váli drepi Höð í hefndarskyni fyrir Baldur og ásinn Váli leikur jafnframt ekkert hlutverk í fjötrun Loka. Persóna að nafni Váli birtist í þeirri frásögn, en er þar sonur Loka en ekki Óðins. Æsirnir breyta Vála Lokasyni í úlf, láta hann rífa á hol annan son Loka, Narfa, og binda Loka síðan með þörmum Narfa. Hugsanlegt er að Váli í þessari sögu hafi upphaflega verið ásinn Váli en að Snorri Sturluson eða heimildarmaður hans hafi talið hann vera aðra persónu fyrir misskilning.[3]


Í Skáldskaparmálum birtist listi af skáldskaparkenningum fyrir Vála. Þar stendur um hann: „Hvernig skal kenna Vála? Svá, at kalla hann son Óðins ok Rindar, stjúpson Friggjar, bróður ásanna, hefniás Baldrs, dólg Haðar ok bana hans, byggvanda föðurtófta.“


Nokkrum heimildum kemur saman um að Óðinn hafi nauðgað Rindi til þess að geta Vála og láta hann hefna Baldurs. Í kvæðinu Sigurðardrápu eftir Kormák Ögundarson er vikið að því að Óðinn hafi beitt galdrarúnum til þess að ginna Rindi til samfara við sig.[4] Ýtarlegri frásögn af getnaði Vála birtist í Gesta Danorum, en þar er greint frá því að Óðinn bregði sér í kvenmannslíki og gerist læknir prinsessunar Rindu, dóttur konungs Rútena (Rússa).[5] Hann fær konunginn til að binda Rindi niður í lækningaskyni og nauðgar henni síðan. Með nauðguninni er Váli getinn og síðar látinn hefna Baldurs.[6]



Tilvísanir |



  1. „Baldrs draumar“. Heimskringla.no, skoðað þann 2. apríl 2019.


  2. „Völuspá“. Heimskringla.no, skoðað þann 2. apríl 2019.


  3. 3,03,1 Sigurður Nordal (2. febrúar 1923). „Völuspá“. Árbók Háskóla Íslands, skoðað þann 2. apríl 2019.


  4. „Sigurðardrápa (B1)“. Heimskringla.no, skoðað þann 3. apríl 2019.


  5. Finnur Jónsson (1913). Goðafræði Norðmanna og Íslendinga : Eftir heimildum. Reykjavík: Hið íslenska bókmentafjelag. [Enginn höfundarréttur hvílir lengur á verkinu].


  6. Jan de Vries. 2. útgáfa 1957, endurprentað 1970. Altgermanische Religionsgeschichte. 2. bindi (Berlín: De Gruyter), 79–80.









Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Váli_(norræn_goðafræði)&oldid=1630778“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.132","walltime":"0.165","ppvisitednodes":"value":751,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":30094,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":2147,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":5,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":2739,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 82.949 1 -total"," 40.17% 33.322 2 Snið:Tilvitnun2"," 34.15% 28.326 1 Snið:Norræn_goðafræði"," 28.99% 24.045 1 Snið:Navbox"," 13.94% 11.565 4 Snið:Vefheimild"," 5.02% 4.162 4 Snið:Smella"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.007","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":769727,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1273","timestamp":"20190425174056","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Vu00e1li (norru00e6n gou00f0afru00e6u00f0i)","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/V%C3%A1li_(norr%C3%A6n_go%C3%B0afr%C3%A6%C3%B0i)","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q846981","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q846981","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2019-04-03T00:17:54Z","dateModified":"2019-04-03T12:18:24Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/6a/Wali_by_C._E._Doepler.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":495,"wgHostname":"mw1273"););

Popular posts from this blog

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Bunad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum