Skip to main content

Víðar (norræn goðafræði) Heimildir | Leiðsagnarvalb

Æsir


ÓðinsVöluspáGríðarSnorriÞórGeirröðargarðaGrímnismálFenrisúlfVafþrúðnismálragnarökVáli












Víðar (norræn goðafræði)




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




Víðar heldur opnu gini Fenrisúlfs og býr sig undir að stinga hann á teikningu eftir W. G. Collingwood (1908). Teikningin er byggð á svipaðri mynd á Gosforth-krossinum sem stundum er talin sýna viðureign Víðars og Fenris.


Víðar eða Viðar (forníslenska: Víðarr eða Viðarr) er sonur Óðins (Völuspá 53) og Gríðar jötunmeyjar (Snorri), þeirrar er lánaði Þór gripina á leiðinni til Geirröðargarða. Nafnið merkir „sá sem drottnar yfir víðu ríki“; þetta ríki er nefnt Viði (Grímnismál 17), líklega af viður (samanber lýsinguna: „hrísi vex ok háu grasi“). Hann er nefndur „hinn þögli áss“ (Snorri), og hann á skó merkilegan, segir Snorri, er allan aldur hefur verið til safnað (það eru smábútar þeir, er skornir eru af skæðum fyrir tám og hæl; það mun því rangt, að skórinn er á öðrum stað nefndur járnskór). Hann er sterkastur næst eftir Þór (sbr. „hinn mikli mögr Sigföður“, Völuspá). Hið einasta verk hans, sem hann auðsjáanlega er skapaður til að vinna, er að hefna föður síns; hann drepur Fenrisúlf með því að stíga þeim fætinum, er skórinn er á, í neðri kjaft úlfinum, og svo rífur hann gin úlfsins sundur (Vafþrúðnismál 53), en samkvæmt Völuspá (53) rekur hann sverð sitt í hjarta úlfinum. Eftir ragnarök byggir Víðar vé goðanna sem Váli og fleiri (Vafþr. 51; sbr. „byggviáss föðurtopta“, Snorri). Víðar hefur ekki verið mikið tignaður; ef til vill finnst nafn hans í norsku staðarnafni en það er óvíst.



Heimildir |


  • Finnur Jónsson (1913). Goðafræði Norðmanna og Íslendinga : Eftir heimildum. Reykjavík: Hið íslenska bókmentafjelag. [Enginn höfundarréttur hvílir lengur á verkinu].








Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Víðar_(norræn_goðafræði)&oldid=1632406“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.064","walltime":"0.075","ppvisitednodes":"value":111,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":24799,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":3,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 24.001 1 Snið:Norræn_goðafræði","100.00% 24.001 1 -total"," 87.46% 20.991 1 Snið:Navbox"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.006","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":769741,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1269","timestamp":"20190425203008","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":195,"wgHostname":"mw1269"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Bunad