Mímir Höfuð Mímis | Mímisbrunnur | Heimildir | Leiðsagnarvalb
Æsir
ásumÁsgarðigoðannagullsmiðurGylfaginninguvanaNjörðurFreyFreyjuHænirÓðinnYggdrasilsRagnarökSleipni
Mímir
Jump to navigation
Jump to search
Mímir var guð djúprar visku. Á árdaga bjó hann ásamt ásum í Ásgarði í frið og farsæld. Veraldaraskurinn var stundum einnig nefndur Mímameiður sem sýnir hve Mímir hefur verið mikilsverður og voldugur meðal goðanna. Hann er líka stundum nefndur Hoddmímir (hodd: gull, fjársjóður) til marks um að hann var áður fyrr ekki einungis vitur, heldur einnig frægur smiður sem skóp goðunum mikla fjársjóði.
Afhöggið höfuð hans varð síðarmeir uppspretta gervallar þekkingar allra tíma, fortíðar, nútíðar og framtíðar.
Höfuð Mímis |
Í Gylfaginningu er sagt frá stríði milli ása og vana. Er þeir sömdu um frið skiptust þeir á gíslum til tryggingar um góða hegðun. Við það settist vaninn Njörður að í Ásgarði ásamt börnum sínum, Frey og Freyju, en tveir æsir þeir Mímir og Hænir fóru til Vanaheims.
Mímir var guð djúprar visku. Hinsvegar grunaði vani að Hænir væri ekki eins vel gefinn þar sem hann kom sér alltaf hjá því að taka ákvarðanir um erfið vandamál. Vanir töldu því að æsir hefðu prettað þá þegar skipst var á gíslum og í bræði sinni hjuggu þeir höfuðið af Mími og sendu það ásum.
Þegar Óðinn fékk höfuðið smurði hann það strax með töfrajurtum og þuldi yfir því galdraþulur til að halda því lifandi. Þannig varð vísdómur Mímis ævinlega tiltækur þegar vanda bar að höndum og á hættustundum ráðgaðist Óðinn við Mími.
Mímisbrunnur |
Ein af rótum Yggdrasils teygir sig til hrímþursa og undir henni er Mímisbrunnur en vatnið í honum á að veita mikla visku um fortíð, nútíð og framtíð. Höfuð Mímis liggur við brunninn og hann drekkur daglega úr brunninum af horninu Gjallarhorni. Þegar Óðinn fór niður að Mímisbrunni í fyrsta skipti vildi hann fá að drekka af vatninu og fá þannig hlutdeild í vísdóm Mímis. Hann fékk leyfi til þess en til þess þurfti hann að fórna öðru auga sínu.
Í Gylfaginningu segir að þegar Ragnarök (heimsendir) hefjist stökkvi Óðinn á bak Sleipni og þeysi eins og stormur til Mímisbrunns til að ráðfæra sig við Mími. En í þetta sinn veitir höfuðið engin svör.
Heimildir |
- Brian Branston. Goð og garpar úr norrænum sögnum. 1979. Bókaforlagið Saga, Reykjavík
Flokkur:
- Æsir
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.064","walltime":"0.088","ppvisitednodes":"value":121,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":24799,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":3,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 26.632 1 Snið:Norræn_goðafræði","100.00% 26.632 1 -total"," 82.57% 21.990 1 Snið:Navbox"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.006","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":769629,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1252","timestamp":"20190425193631","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Mu00edmir","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/M%C3%ADmir","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q336496","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q336496","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2006-10-21T16:06:55Z","dateModified":"2019-03-10T01:53:53Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/1/19/Oden_vid_Mims_lik.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":219,"wgHostname":"mw1252"););