Ullur Tilvísanir | Leiðsagnarval„Gylfaginning“„Skáldskaparmál“„Grímnismál“„Nye kommunevåbener i Norden“b
Æsir
gotneskanorrænni og germanskri goðafræðibogfimiskíðamennskuheiðnum trúarbrögðumSnorri SturlusonSifjarÞórskenningarSæmundaredduÝdalirýviðveiðibogaUllensakerAkurshúsi
Ullur
Jump to navigation
Jump to search
Ullur (gotneska: *Wulþuz) er guð í norrænni og germanskri goðafræði sem tengdur er við bogfimi og skíðamennsku. Hann virðist hafa verið mikilvægt goðmagn í heiðnum trúarbrögðum á ármiðöldum en lítið er fjallað um hann í rituðum heimildum. Hann virðist að mestu hafa fallið í gleymsku áður en Snorri Sturluson og aðrir höfundar fóru að rita goðsagnirnar niður á tólftu og þrettándu öld.
Í Gylfaginningu, sem skrifuð er á þrettándu öld, er Ullur sagður sonur Sifjar og stjúpsonur Þórs. Snorri skrifar þar um Ull:
Ullur heitir einn, sonur Sifjar, stúpsonur Þórs. Hann er bogmaður svo góður og skíðfær svo að enginn má við hann keppast. Hann er fagur álitum og hefur hermanns atgervi. Á hann er og gott að heita í einvígi.[1] |
Í Skáldskaparmálum telur Snorri nokkrar kenningar fyrir Ull. Þar stendur: „Hvernig skal kenna Ull? Svá, at kalla hann son Sifjar, stjúp Þórs, öndurás, bogaás, veiðiás, skjaldarás.“[2]
Í Grímnismálum í Sæmundareddu má finna fleiri vísanir í Ull. Þar kemur fram að Ullur búi á stað sem ber nafnið Ýdalir. Nafnið virðist vísa í ývið, sem var gjarnan notaður til að smíða veiðiboga. Því virðist nafnið á bústað Ullar vísa til stöðu hans sem bogaguðs.[3]
Fjölmörg örnefni í Svíþjóð og Noregi vísa til Ullar. Aftur á móti eru engir staðir á Íslandi nefndir eftir Ulli, sem bendir til þess að tilbeiðsla á guðinum hafi lognast út af áður en norrænir menn fluttust þangað á 9. öld. Meðal staða sem bera nafn Ullar má nefna sveitarfélagið Ullensaker (Ullinsakrar) í fylkinu Akurshúsi í Noregi. Frá árinu 1979 hefur mynd af Ulli prýtt skjaldarmerki sveitarfélagsins.[4]
Tilvísanir |
↑ Snorri Sturluson. „Gylfaginning“. Snerpa, skoðað þann 30. janúar 2019.
↑ „Skáldskaparmál“. Heimskringla.no, skoðað þann 30. janúar 2019.
↑ „Grímnismál“. Snerpa, skoðað þann 30. janúar 2019.
↑ „Nye kommunevåbener i Norden“ (norska). Norske Kommunevåpen (1990), skoðað þann 30. janúar 2019.
Flokkur:
- Æsir
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.104","walltime":"0.136","ppvisitednodes":"value":642,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":28174,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1450,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":5,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":1849,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 60.816 1 -total"," 46.50% 28.278 1 Snið:Norræn_goðafræði"," 37.91% 23.058 1 Snið:Navbox"," 27.45% 16.694 1 Snið:Tilvitnun2"," 15.84% 9.634 4 Snið:Vefheimild"," 4.72% 2.871 2 Snið:Smella"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.007","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":769588,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1240","timestamp":"20190425152348","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":131,"wgHostname":"mw1328"););