Skip to main content

Ullur Tilvísanir | Leiðsagnarval„Gylfaginning“„Skáldskaparmál“„Grímnismál“„Nye kommunevåbener i Norden“b

Æsir


gotneskanorrænni og germanskri goðafræðibogfimiskíðamennskuheiðnum trúarbrögðumSnorri SturlusonSifjarÞórskenningarSæmundaredduÝdalirýviðveiðibogaUllensakerAkurshúsi












Ullur




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




Mynd af Ulli á skíðum og með boga í íslensku handriti frá 18. öld.


Ullur (gotneska: *Wulþuz) er guð í norrænni og germanskri goðafræði sem tengdur er við bogfimi og skíðamennsku. Hann virðist hafa verið mikilvægt goðmagn í heiðnum trúarbrögðum á ármiðöldum en lítið er fjallað um hann í rituðum heimildum. Hann virðist að mestu hafa fallið í gleymsku áður en Snorri Sturluson og aðrir höfundar fóru að rita goðsagnirnar niður á tólftu og þrettándu öld.


Í Gylfaginningu, sem skrifuð er á þrettándu öld, er Ullur sagður sonur Sifjar og stjúpsonur Þórs. Snorri skrifar þar um Ull:







 

Gæsalappir

Ullur heitir einn, sonur Sifjar, stúpsonur Þórs. Hann er bogmaður svo góður og skíðfær svo að enginn má við hann keppast. Hann er fagur álitum og hefur hermanns atgervi. Á hann er og gott að heita í einvígi.[1]

 

Gæsalappir

Í Skáldskaparmálum telur Snorri nokkrar kenningar fyrir Ull. Þar stendur: „Hvernig skal kenna Ull? Svá, at kalla hann son Sifjar, stjúp Þórs, öndurás, bogaás, veiðiás, skjaldarás.“[2]


Í Grímnismálum í Sæmundareddu má finna fleiri vísanir í Ull. Þar kemur fram að Ullur búi á stað sem ber nafnið Ýdalir. Nafnið virðist vísa í ývið, sem var gjarnan notaður til að smíða veiðiboga. Því virðist nafnið á bústað Ullar vísa til stöðu hans sem bogaguðs.[3]


Fjölmörg örnefni í Svíþjóð og Noregi vísa til Ullar. Aftur á móti eru engir staðir á Íslandi nefndir eftir Ulli, sem bendir til þess að tilbeiðsla á guðinum hafi lognast út af áður en norrænir menn fluttust þangað á 9. öld. Meðal staða sem bera nafn Ullar má nefna sveitarfélagið Ullensaker (Ullinsakrar) í fylkinu Akurshúsi í Noregi. Frá árinu 1979 hefur mynd af Ulli prýtt skjaldarmerki sveitarfélagsins.[4]



Tilvísanir |



  1. Snorri Sturluson. „Gylfaginning“. Snerpa, skoðað þann 30. janúar 2019.


  2. „Skáldskaparmál“. Heimskringla.no, skoðað þann 30. janúar 2019.


  3. „Grímnismál“. Snerpa, skoðað þann 30. janúar 2019.


  4. „Nye kommunevåbener i Norden“ (norska). Norske Kommunevåpen (1990), skoðað þann 30. janúar 2019.









Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Ullur&oldid=1623255“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.104","walltime":"0.136","ppvisitednodes":"value":642,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":28174,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1450,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":5,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":1849,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 60.816 1 -total"," 46.50% 28.278 1 Snið:Norræn_goðafræði"," 37.91% 23.058 1 Snið:Navbox"," 27.45% 16.694 1 Snið:Tilvitnun2"," 15.84% 9.634 4 Snið:Vefheimild"," 4.72% 2.871 2 Snið:Smella"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.007","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":769588,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1240","timestamp":"20190425152348","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":131,"wgHostname":"mw1328"););

Popular posts from this blog

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Bunad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum