Skip to main content

Fulla Ritaðar heimildir um Fullu | Tilvísanir | Leiðsagnarval„Ásynjur“„Gylfaginning“„Grímnismál“b

Ásynjur


ásynjanorrænni goðafræðiFriggjareskiviðBaldursHermóður hinn hvatiSæmundaredduÓðinÆgigullMerseburgÞýskalandi












Fulla




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




Fulla krýpur við hlið Friggjar á mynd eftir Ludwig Pietsch (1865).


Fulla er ásynja í norrænni goðafræði. Hún er talin meðal fylgikvenna Friggjar. Hún er sögð bera eski Friggjar, en eski getur bæði þýtt „askja“ og „spjót“. Hvort tveggja hefði á þessum tíma verið gert úr eskivið.[1]



Ritaðar heimildir um Fullu |


Í upptalningu á ásynjum í Gylfaginningu er sagt um Fullu:







 

Gæsalappir

Fimmta er Fulla. Hún er enn mær og fer laushár og gullband um höfuð. Hún ber eski Friggjar og gætir skóklæða hennar og veit launráð með henni.[2]

 

Gæsalappir

Aftur er minnst stuttlega á Fullu í frásögn Gylfaginningar af dauða Baldurs. Þegar Hermóður hinn hvati heldur til Heljar til þess að vitja Baldurs færir Baldur honum ýmsar gjafir til að gefa goðunum í Ásgarði. Meðal gjafanna sem Baldur sendir heim er fingurgull handa Fullu.[2]


Fulla birtist í aukahlutverki í kvæðinu Grímnismálum í Sæmundareddu. Í kvæðinu gerir Frigg veðmál við eiginmann sinn, Óðin, um að fóstri hans, konungurinn Geirröður, sýni gestum sínum ekki tilhlýðilega gestrisni. Frigg sendir þá Fullu til Geirröðar á undan Óðni með skilaboð til að vara hann við komu „fjölkunnugs manns“ og segir honum hvernig hann geti borið kennsl á hann:







 

Gæsalappir

Frigg sendi eskimey sína Fullu til Geirröðar. Hon bað konung varast, at eigi fyrirgerði honum fjölkunnigr maðr, sá er þar var kominn í land, ok sagði þat mark á, at engi hundr var svá ólmr, at á hann mundi hlaupa.[3]

 

Gæsalappir

Í Skáldskaparmálum er Fulla nefnd meðal átta ásynja sem sækja veislu hjá jötninum Ægi í Hlésey. „Höfuðband Fullu“ er jafnframt ein af skáldskaparkenningunum fyrir gull sem kvæðið telur upp.


Minnst er á Fullu í annarri af tveimur særingaþulum frá 10. öld sem fundust í handriti í Merseburg í Þýskalandi árið 1841. Í særingarþulunni er Fulla (eða „Volla“) ein af þeim sem fara með galdur til að lækna hest Baldurs eftir að hann tognar á hæl þegar þeir Óðinn ríða í gegnum skóg. Í kvæðinu er Fulla sögð systir Friggjar fremur en að vera einfaldlega í þjónustu hennar.[4]



Tilvísanir |



  1. „Ásynjur“. Ásatrúarfélagið, skoðað þann 4. mars 2019.


  2. 2,02,1 Snorri Sturluson. „Gylfaginning“. Snerpa, skoðað þann 3. mars 2019.


  3. „Grímnismál“. Snerpa, skoðað þann 3. mars 2019.


  4. John Lindow. Norse Mythology: A Guide to the Gods, Heroes, Rituals, and Beliefs. Oxford University Press, 2001.









Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Fulla&oldid=1626860“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.100","walltime":"0.133","ppvisitednodes":"value":690,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":29389,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1682,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":7,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":4,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":1961,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 61.772 1 -total"," 40.36% 24.934 1 Snið:Bókaheimild"," 25.65% 15.842 2 Snið:Bil"," 23.46% 14.489 1 Snið:Norræn_goðafræði"," 22.06% 13.624 1 Snið:Lykkja"," 16.33% 10.089 1 Snið:Navbox"," 13.30% 8.214 3 Snið:Vefheimild"," 13.29% 8.209 2 Snið:Tilvitnun2"," 7.95% 4.908 4 Snið:Ekkirauður"," 4.60% 2.842 4 Snið:Smella"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.006","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":779007,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1326","timestamp":"20190425222740","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Fulla","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Fulla","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q847429","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q847429","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2019-03-03T23:43:48Z","dateModified":"2019-03-04T22:32:57Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/5/50/Frigg_and_Fulla_1874.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":111,"wgHostname":"mw1253"););

Popular posts from this blog

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Bunad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum