Skip to main content

Loki Afkvæmi Loka | Ráðbani Baldurs | Leiðsagnarvalb

JötnarÆsir


norrænni goðafræðiLaufeyjarjötnaættÓðinnAngurboðuSigynEddukvæðumLokasennuEddu Snorra Sturlusonar.FenrisúlfurHelSleipnirBaldursFriggHöðurþjóðartrúarbrögðumHermesApollonVeles












Loki




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search


Loki er einnig íslenskt karlmannsnafn


Loki Laufeyjarson


Loki Laufeyjarson er afar fyrirferðarmikið goðmagn í norrænni goðafræði. Hann er sonur Laufeyjar og Fárbauta jötuns og er því af jötnaætt. Hann umgengst goðin mikið og blandaði eitt sinn blóði við Óðinn sjálfan. Loki eignaðist þrjú hræðileg afkvæmi með tröllkonunni Angurboðu en kona hans var önnur. Hún hét Sigyn og eignaðist Loki tvo syni með henni.


Það hafa ekki fundist nein ummerki um að hann hafi nokkurs staðar verið tilbeðinn eða dýrkaður. Loki er slægur og slunginn og er ásum oft til mikils ama. Af hrekkjum sínum og illvirkjum hefur Loki fengið mörg miður hugguleg viðurnefni til að mynda rógberi ásanna, frumkveði flærðanna og vömm allra goða og manna.


Í Eddukvæðum má finna Lokasennu sem segir frá rifrildi Loka við hin goðin og einnig segir hinn færeyski Loka Táttur frá því þegar Loki hjálpar mannfólkinu. Mest er að finna um Loka í Eddu Snorra Sturlusonar.



Afkvæmi Loka |


Loki gat þrjú afkvæmi við tröllkonuna og eru þau hvert öðru hryllilegra. Miðgarðsormur, risaslangan sem lykur sig um Miðgarð, og Fenrisúlfur, risastór úlfur, eru báðir undan Loka og Angurboðu komnir og eru tvö helstu tortímingaröfl í norrænni goðafræði. Þriðja afkvæmi þeirra er Hel en hún ríkir yfir undi og dauðum. Einnig á Loki tvo syni með konu sinni Sigyn, þeir heita Váli og Narfi.


Eitt afkvæmi Loka er enn ótalið en það er hinn áttfætti hestur Sleipnir. Er bergrisi einn kom til ásanna og bauðst til að byggja múr í kringum Ásgarð brá Loki sér í líki hryssu svo hann gæti lokkað Svaðilfara, hest risans í burtu. Það tókst og risinn náði ekki að byggja múrinn á tíma en afleiðingarnar fyrir Loka voru þær að síðar eignaðist hann Sleipni.



Ráðbani Baldurs |


Loki var sá sem bar ábyrgð á dauða Baldurs. Goðin léku sér að því að kasta hlutum að Baldri því Frigg hafði komið því svo fyrir að ekkert beit á honum. Loki komst þó að því að sá hlutur sem gat skaðað hann var mistilteinn og kom hann því svo fyrir að Höður, hinn blindi ás, fékk mistilteinsknippi í hendurnar og varpaði því, óafvitandi um hvað hann hafði undir höndum, að Baldri svo af hlaust bani. Einnig segir sagan að þegar æsir reyndu að ná Baldri aftur úr Helju með því að fá alla hluti heims til að gráta hann, þá hafi Loki dulbúið sig sem tröllkonuna Þökk en hún var sú eina sem neitaði að gráta. Baldur var því um kyrrt í Helju. Seinna uppgötvaði Váli, sonur Rindar, þriðju konu Óðins, að Höður hafði orðið Baldri að bana. Váli drap Höð vegna þess.


Loki hefur verið borinn saman við bragðarefi í ýmsum þjóðartrúarbrögðum, t.a.m. sléttuúlfinn (Coyote) í trúarbrögðum indíána Norður-Ameríku. Þá hefur honum verið líkt við Hermes, sem blekkti eitt sinn Apollon, slavneska guðinn Veles og hinn kínverska apakonung.










Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Loki&oldid=1630696“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.104","walltime":"0.125","ppvisitednodes":"value":118,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":24799,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":3,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 34.168 1 Snið:Norræn_goðafræði","100.00% 34.168 1 -total"," 85.97% 29.374 1 Snið:Navbox"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.009","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":769586,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1246","timestamp":"20190425160625","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":292,"wgHostname":"mw1246"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome