Hænir (norræn goðafræði) Túlkanir | Tilvísanir | LeiðsagnarvalVöluspáSkáldskaparmálYnglinga sagaStorken som livsbringare i våra fäders trob
Æsir
ásanorrænni goðafræðiVöluspáÓðniLóðiViljaVéRagnarökSnorra-EdduÆgiLokaYnglingasöguvaniMímiNirðiFreystorknumsvanur
Hænir (norræn goðafræði)
Jump to navigation
Jump to search
Hænir er einn ása í norrænni goðafræði. Á hann er minnst í ýmsum goðsögum en sjaldan er hann þar í aðalhlutverki.
Í Völuspá birtist Hænir ásamt Óðni og Lóði sem einn af sköpurum mannanna. Þar er kveðið á um að Hænir hafi gefið mönnunum „óð“. Óvíst er hver merking þessa orðs er í þessu samhengi en líklega er átt við að Hænir hafi gefið mönnunum lífsanda. Aðrar frásagnir af sköpun fyrstu mannanna í norrænum kveðskap nefna bræður Óðins, Vilja og Vé í þessu samhengi fremur en Hæni og Lóð og má því vera að Hænir sé annað nafn á Vilja. Aftur er minnst á Hæni í lok Völuspár og þar virðist gefið í skyn að Hænir sé einn fárra ása sem lifa af Ragnarök.[1]
Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er nokkrum sinnum minnst á Hæni. Hann er nefndur sem einn tólf ása sem taka á móti Ægi konungi í veislu í Valhöll. Hænir birtist síðan í aðgerðarlausum aukahlutverkum í tveimur sögum sem fylgja, í bæði skiptin í fylgd með Óðni og Loka. Í þeim hluta Skáldskaparmála sem víkur að Skáldskaparkenningum eru gefnar upp kenningar sem vísa að Hæni. Stendur þar um hann: „Hvernig skal kenna Hæni? Svá, at kalla hann sessa eða sinna eða mála Óðins ok inn skjóta ás ok inn langa fót ok aurkonung.“[2]
Í Ynglingasögu gegnir Hænir stærra hlutverki. Þar er þess getið að eftir stríð ása við vani hafi Hænir ásamt Mími verið gefinn í gíslaskiptum til vana á móti Nirði og Frey. Vanir hafi síðan gert Hæni að höfðingja en hann hafi verið illa fallinn í það hlutverk og ráðfært sig við Mími í sífellu. Þegar Mímis naut ekki við hafi Hænir alltaf vísað frá öllum ákvörðunum með því að segja: „Ráði aðrir“. Vanir hafi því talið sig svikna í gíslaskiptunum og hálshjuggu því Mími. Ekki er frekar minnst á afdrif Hænis.[3]
Túlkanir |
Kenningar hafa verið lagðar fram um að Hænir tengist dýrkun á storknum sem lífgjafa, sem hafi síðar gefið af sér goðsögnina um að storkurinn beri út nýfædd börn í foreldrahús. Þá er Hænir talinn birtast í líki storks eða sem guð storkanna. Kenningin beitir þeirri röksemdafærslu að nafnið Hænir gæti verið komið af forngermanska orðinu *hehōniaz sem þýðir storkur.
[4] Tengsl Hænis við storkinn gætu einnig útskýrt kenninguna „hinn langi fótur“.
Önnur kenning er að nafn Hænis sé dregið af gríska orðinu χυχνος („svanur“) í gegn um forngermanska orðið *hohnijas („svanslegur“) og að þar með tengist Hænir á einhvern hátt álftinni.
Tilvísanir |
↑ [Völuspá], Snerpa, sótt 23. október 2017.
↑ Skáldskaparmál, Heimskringla.no, sótt 23. október 2017.
↑ Ynglinga saga, Snerpa, sótt 23. október 2017.
↑ Storken som livsbringare i våra fäders tro (1916), skoðað 24. október 2017.
Flokkur:
- Æsir
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.068","walltime":"0.081","ppvisitednodes":"value":165,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":24799,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":3,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":1504,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 22.257 1 Snið:Norræn_goðafræði","100.00% 22.257 1 -total"," 84.45% 18.796 1 Snið:Navbox"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.006","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":769730,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1325","timestamp":"20190425151404","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":116,"wgHostname":"mw1321"););