Skip to main content

Hænir (norræn goðafræði) Túlkanir | Tilvísanir | LeiðsagnarvalVöluspáSkáldskaparmálYnglinga sagaStorken som livsbringare i våra fäders trob

Æsir


ásanorrænni goðafræðiVöluspáÓðniLóðiViljaVéRagnarökSnorra-EdduÆgiLokaYnglingasöguvaniMímiNirðiFreystorknumsvanur












Hænir (norræn goðafræði)




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




Mynd af Hæni í íslensku handriti frá 17. öld.


Hænir er einn ása í norrænni goðafræði. Á hann er minnst í ýmsum goðsögum en sjaldan er hann þar í aðalhlutverki.


Í Völuspá birtist Hænir ásamt Óðni og Lóði sem einn af sköpurum mannanna. Þar er kveðið á um að Hænir hafi gefið mönnunum „óð“. Óvíst er hver merking þessa orðs er í þessu samhengi en líklega er átt við að Hænir hafi gefið mönnunum lífsanda. Aðrar frásagnir af sköpun fyrstu mannanna í norrænum kveðskap nefna bræður Óðins, Vilja og Vé í þessu samhengi fremur en Hæni og Lóð og má því vera að Hænir sé annað nafn á Vilja. Aftur er minnst á Hæni í lok Völuspár og þar virðist gefið í skyn að Hænir sé einn fárra ása sem lifa af Ragnarök.[1]


Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er nokkrum sinnum minnst á Hæni. Hann er nefndur sem einn tólf ása sem taka á móti Ægi konungi í veislu í Valhöll. Hænir birtist síðan í aðgerðarlausum aukahlutverkum í tveimur sögum sem fylgja, í bæði skiptin í fylgd með Óðni og Loka. Í þeim hluta Skáldskaparmála sem víkur að Skáldskaparkenningum eru gefnar upp kenningar sem vísa að Hæni. Stendur þar um hann: „Hvernig skal kenna Hæni? Svá, at kalla hann sessa eða sinna eða mála Óðins ok inn skjóta ás ok inn langa fót ok aurkonung.“[2]


Í Ynglingasögu gegnir Hænir stærra hlutverki. Þar er þess getið að eftir stríð ása við vani hafi Hænir ásamt Mími verið gefinn í gíslaskiptum til vana á móti Nirði og Frey. Vanir hafi síðan gert Hæni að höfðingja en hann hafi verið illa fallinn í það hlutverk og ráðfært sig við Mími í sífellu. Þegar Mímis naut ekki við hafi Hænir alltaf vísað frá öllum ákvörðunum með því að segja: „Ráði aðrir“. Vanir hafi því talið sig svikna í gíslaskiptunum og hálshjuggu því Mími. Ekki er frekar minnst á afdrif Hænis.[3]



Túlkanir |


Kenningar hafa verið lagðar fram um að Hænir tengist dýrkun á storknum sem lífgjafa, sem hafi síðar gefið af sér goðsögnina um að storkurinn beri út nýfædd börn í foreldrahús. Þá er Hænir talinn birtast í líki storks eða sem guð storkanna. Kenningin beitir þeirri röksemdafærslu að nafnið Hænir gæti verið komið af forngermanska orðinu *hehōniaz sem þýðir storkur.
[4] Tengsl Hænis við storkinn gætu einnig útskýrt kenninguna „hinn langi fótur“.


Önnur kenning er að nafn Hænis sé dregið af gríska orðinu χυχνος („svanur“) í gegn um forngermanska orðið *hohnijas („svanslegur“) og að þar með tengist Hænir á einhvern hátt álftinni.



Tilvísanir |



  1. [Völuspá], Snerpa, sótt 23. október 2017.


  2. Skáldskaparmál, Heimskringla.no, sótt 23. október 2017.


  3. Ynglinga saga, Snerpa, sótt 23. október 2017.


  4. Storken som livsbringare i våra fäders tro (1916), skoðað 24. október 2017.









Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Hænir_(norræn_goðafræði)&oldid=1622144“










Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.068","walltime":"0.081","ppvisitednodes":"value":165,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":24799,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":3,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":1504,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 22.257 1 Snið:Norræn_goðafræði","100.00% 22.257 1 -total"," 84.45% 18.796 1 Snið:Navbox"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.006","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":769730,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1325","timestamp":"20190425151404","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":116,"wgHostname":"mw1321"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome