Skip to main content

14. maí Atburðir | Fædd | Dáin | Leiðsagnarvalb

0. janúar30. febrúar0. mars


DagarMaí


dagurársinshlaupárigregoríska tímatalinufánadagurforseta Íslands












14. maí




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search












































Apr – Maí – Jún
SuÞrMiFiLa
1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031

2019
Allir dagar


14. maí er 134. dagur ársins (135. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 231 dagur er eftir af árinu. Dagurinn er fánadagur á Íslandi vegna afmælis forseta Íslands.



Atburðir |



  • 1027 - Hinrik 1. Frakkakonungur var krýndur meðkonungur föður síns í Reims. Hann fékk þó lítil sem engin völd.


  • 1264 - Orrustan um Lewes: Simon de Montfort vann sigur á her Hinriks 3. konungs.


  • 1608 - Mótmælendasambandið var stofnað í Auhausen í Þýskalandi.


  • 1610 - Hinrik 4. Frakkakonungur var myrtur í París af kaþólska öfgamanninum Jean-François Ravaillac.


  • 1643 - Loðvík 14. tók við völdum í Frakklandi fjögurra ára gamall.


  • 1769 - Karl 3. Spánarkonungur sendi trúboða til Kaliforníu og var það upphaf landnáms hvítra manna þar.


  • 1796 - Edward Jenner bólusetti átta ára dreng, James Phipps, við kúabólu og var það fyrsta bólusetningin.


  • 1842 - Fyrsta tölublað tímaritsins Illustrated London News kom út.


  • 1912 - Friðrik 8. Danakonungur fannst látinn í Hamborg. Það var ekki fyrr en daginn eftir að menn áttuðu sig á því hver þetta væri. Kristján 10., sonur hans, tók við krúnunni.


  • 1919 - Átta klukkustunda vinnudagur var lögfestur í Danmörku.


  • 1922 - Fimm skip fórust og með þeim 44 sjómenn í norðan ofsaveðri, sem gekk yfir norðan- og austanvert landið.


  • 1935 - Gamla Litlabeltisbrúin í Danmörku var opnuð.


  • 1948 - David Ben-Gurion, forsætisráðherra lýsti yfir stofnun Ísraelsríkis.


  • 1955 - Varsjárbandalagið var stofnað í Varsjá í Póllandi. Stofnríki voru: Sovétríkin, Pólland, Austur-Þýskaland, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría og Albanía. Tilgangur þess var að vera mótvægi við Atlantshafsbandalagið (NATO).


  • 1959 - Pétur Ottesen, sem verið hafði þingmaður lengur en nokkur annar, eða í 43 ár, hætti þingmennsku.


  • 1965 - Fokker Friendship-flugvél Flugfélags Íslands, sú fyrsta sinnar tegundar, kom til landsins, en slíkar vélar voru síðan notaðar í innanlandsflugi í áratugi.


  • 1970 - Ulrike Meinhof hjálpaði Andreas Baader að flýja með því að setja upp viðtal í bókasafni vegna meints bókasamnings.


  • 1973 - Fyrsta geimstöð Bandaríkjanna, Skylab, var sett í loftið.


  • 1986 - Mikhaíl Gorbatsjev kom fram í sjónvarpi og lýsti kjarnorkuslysinu við Tsjernóbýl í fyrsta sinn.


  • 1986 - Söngleikurinn Chess eftir Benny Andersson and Björn Ulvaeus, var frumsýndur á West End í London.


  • 1987 - Sitiveni Rabuka leiddi herforingjauppreisn á Fídjieyjum.


  • 1988 - 27 létust þegar ölvaður ökumaður ók á rútu á þjóðvegi 71 í Kentucky í Bandaríkjunum.


  • 1989 - Mikhaíl Gorbatsjev fór í opinbera heimsókn til Kína.


  • 1995 - Dalai Lama lýsti því yfir að Gedhun Choekyi Nyima væri 11. endurfæðing Panchen Lama.


  • 1995 - Team New Zealand vann Ameríkubikarinn í San Diego með 5-0 sigri á heimaliðinu, Stars and Stripes.


  • 1998 - Síðasti Seinfeld-þátturinn var sendur út.


  • 2002 - Netþjónn Apple, Xserve, var settur á markað.


  • 2002 - Golfklúbbur Álftaness var stofnaður.


  • 2003 - Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gekk að eiga Dorrit Moussaieff.


  • 2003 - Fjöldagröf með líkamsleifum 3000 manna var uppgötvuð í Hilla, 90 km frá Bagdad.


  • 2004 - Friðrik krónprins Dana gekk að eiga Mary Elizabeth Donaldson frá Ástralíu.


  • 2008 - 20 létust í sprengjutilræði við jarðarför í Abu Minasir í Írak.


  • 2011 - Dúettinn Ell & Nikki sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2011 fyrir Aserbaísjan með laginu „Running Scared“.


  • 2016 - Jamala sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2016 fyrir Úkraínu.




Fædd |



  • 1414 - Frans 1., hertogi af Bretagne (d. 1450).


  • 1553 - Margrét af Valois, Frakklandsdrottning, kona Hinriks 4. (d. 1615).


  • 1710 - Adólf Friðrik Svíakonungur (d. 1771).


  • 1727 - Thomas Gainsborough, enskur listmálari (d. 1788).


  • 1761 - Samuel Dexter, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1816).


  • 1906 - Hastings Banda, fyrrum forseti Malaví (d. 1997).


  • 1943 - Ólafur Ragnar Grímsson, 5. forseti Íslands.


  • 1944 - George Lucas, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.


  • 1952 - David Byrne, skosk-amerískur tónlistarmaður.


  • 1953 - Norodom Sihamoni, konungur Kambódíu.


  • 1962 - C.C. Deville, bandarískur tónlistarmaður (Poison).


  • 1964 - Néstor Gorosito, argentínskur knattspyrnumaður.


  • 1965 - Eoin Colfer, írskur rithöfundur.


  • 1967 - Rondey Robinson, bandarískur körfuknattleiksmaður.


  • 1969 - Cate Blanchett, áströlsk leikkona.


  • 1970 - Kenichi Shimokawa, japanskur knattspyrnumaður.


  • 1971 - Oséas Reis dos Santos, brasilískur knattspyrnumaður.


  • 1984 - Mark Zuckerberg, bandarískur frumkvöðull.


Dáin |



  • 649 - Theodór 1. páfi.


  • 964 - Jóhannes 12. páfi.


  • 1470 - Karl Knútsson Bonde, konungur Svíþjóðar (f. 1409).


  • 1610 - Hinrik 4. konungur Frakklands (f. 1553).


  • 1643 - Loðvík 13. konungur Frakklands (f. 1601).


  • 1649 - Friedrich Spanheim, hollenskur guðfræðingur (f. 1600).


  • 1667 - Georges de Scudéry, franskur rithöfundur (f. 1601).


  • 1678 - Anna Maria van Schurman, hollenskt skáld (f. 1607).


  • 1761 - Thomas Simpson, breskur stærðfræðingur (f. 1710).


  • 1856 - Jón Snorrason, bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1787).


  • 1912 - Friðrik 8. Danakonungur (f. 1843).


  • 1912 - August Strindberg, sænskt leikskáld (f. 1849).


  • 1931 - Viktor Dyk, tékkneskt skáld (f. 1877).


  • 1940 - Emma Goldman, bandarískur stjórnleysingi (f. 1869).


  • 1952 - Þorbjörg Sigurðardóttir Bergmann, íslensk hannyrðakona (f. 1876).


  • 1987 - Rita Hayworth, bandarísk leikkona (f. 1918).


  • 1998 - Frank Sinatra, bandarískur söngvari og kvikmyndaleikari (f. 1915).


  • 2000 - Obuchi Keizo, fyrrum forsætisráðherra Japans (f. 1937).










Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=14._maí&oldid=1593706“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.184","walltime":"0.211","ppvisitednodes":"value":327,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":37121,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":4,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 59.353 1 -total"," 61.90% 36.738 1 Snið:Dagatal"," 37.58% 22.303 1 Snið:Mánuðirnir"," 29.45% 17.480 1 Snið:Navbox"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.019","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":763040,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1294","timestamp":"20190313143645","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":125,"wgHostname":"mw1323"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome