14. maí Atburðir | Fædd | Dáin | Leiðsagnarvalb
0. janúar30. febrúar0. mars
DagarMaí
dagurársinshlaupárigregoríska tímatalinufánadagurforseta Íslands
14. maí
Jump to navigation
Jump to search
14. maí er 134. dagur ársins (135. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 231 dagur er eftir af árinu. Dagurinn er fánadagur á Íslandi vegna afmælis forseta Íslands.
Atburðir |
1027 - Hinrik 1. Frakkakonungur var krýndur meðkonungur föður síns í Reims. Hann fékk þó lítil sem engin völd.
1264 - Orrustan um Lewes: Simon de Montfort vann sigur á her Hinriks 3. konungs.
1608 - Mótmælendasambandið var stofnað í Auhausen í Þýskalandi.
1610 - Hinrik 4. Frakkakonungur var myrtur í París af kaþólska öfgamanninum Jean-François Ravaillac.
1643 - Loðvík 14. tók við völdum í Frakklandi fjögurra ára gamall.
1769 - Karl 3. Spánarkonungur sendi trúboða til Kaliforníu og var það upphaf landnáms hvítra manna þar.
1796 - Edward Jenner bólusetti átta ára dreng, James Phipps, við kúabólu og var það fyrsta bólusetningin.
1842 - Fyrsta tölublað tímaritsins Illustrated London News kom út.
1912 - Friðrik 8. Danakonungur fannst látinn í Hamborg. Það var ekki fyrr en daginn eftir að menn áttuðu sig á því hver þetta væri. Kristján 10., sonur hans, tók við krúnunni.
1919 - Átta klukkustunda vinnudagur var lögfestur í Danmörku.
1922 - Fimm skip fórust og með þeim 44 sjómenn í norðan ofsaveðri, sem gekk yfir norðan- og austanvert landið.
1935 - Gamla Litlabeltisbrúin í Danmörku var opnuð.
1948 - David Ben-Gurion, forsætisráðherra lýsti yfir stofnun Ísraelsríkis.
1955 - Varsjárbandalagið var stofnað í Varsjá í Póllandi. Stofnríki voru: Sovétríkin, Pólland, Austur-Þýskaland, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría og Albanía. Tilgangur þess var að vera mótvægi við Atlantshafsbandalagið (NATO).
1959 - Pétur Ottesen, sem verið hafði þingmaður lengur en nokkur annar, eða í 43 ár, hætti þingmennsku.
1965 - Fokker Friendship-flugvél Flugfélags Íslands, sú fyrsta sinnar tegundar, kom til landsins, en slíkar vélar voru síðan notaðar í innanlandsflugi í áratugi.
1970 - Ulrike Meinhof hjálpaði Andreas Baader að flýja með því að setja upp viðtal í bókasafni vegna meints bókasamnings.
1973 - Fyrsta geimstöð Bandaríkjanna, Skylab, var sett í loftið.
1986 - Mikhaíl Gorbatsjev kom fram í sjónvarpi og lýsti kjarnorkuslysinu við Tsjernóbýl í fyrsta sinn.
1986 - Söngleikurinn Chess eftir Benny Andersson and Björn Ulvaeus, var frumsýndur á West End í London.
1987 - Sitiveni Rabuka leiddi herforingjauppreisn á Fídjieyjum.
1988 - 27 létust þegar ölvaður ökumaður ók á rútu á þjóðvegi 71 í Kentucky í Bandaríkjunum.
1989 - Mikhaíl Gorbatsjev fór í opinbera heimsókn til Kína.
1995 - Dalai Lama lýsti því yfir að Gedhun Choekyi Nyima væri 11. endurfæðing Panchen Lama.
1995 - Team New Zealand vann Ameríkubikarinn í San Diego með 5-0 sigri á heimaliðinu, Stars and Stripes.
1998 - Síðasti Seinfeld-þátturinn var sendur út.
2002 - Netþjónn Apple, Xserve, var settur á markað.
2002 - Golfklúbbur Álftaness var stofnaður.
2003 - Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gekk að eiga Dorrit Moussaieff.
2003 - Fjöldagröf með líkamsleifum 3000 manna var uppgötvuð í Hilla, 90 km frá Bagdad.
2004 - Friðrik krónprins Dana gekk að eiga Mary Elizabeth Donaldson frá Ástralíu.
2008 - 20 létust í sprengjutilræði við jarðarför í Abu Minasir í Írak.
2011 - Dúettinn Ell & Nikki sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2011 fyrir Aserbaísjan með laginu „Running Scared“.
2016 - Jamala sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2016 fyrir Úkraínu.
Fædd |
1414 - Frans 1., hertogi af Bretagne (d. 1450).
1553 - Margrét af Valois, Frakklandsdrottning, kona Hinriks 4. (d. 1615).
1710 - Adólf Friðrik Svíakonungur (d. 1771).
1727 - Thomas Gainsborough, enskur listmálari (d. 1788).
1761 - Samuel Dexter, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1816).
1906 - Hastings Banda, fyrrum forseti Malaví (d. 1997).
1943 - Ólafur Ragnar Grímsson, 5. forseti Íslands.
1944 - George Lucas, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
1952 - David Byrne, skosk-amerískur tónlistarmaður.
1953 - Norodom Sihamoni, konungur Kambódíu.
1962 - C.C. Deville, bandarískur tónlistarmaður (Poison).
1964 - Néstor Gorosito, argentínskur knattspyrnumaður.
1965 - Eoin Colfer, írskur rithöfundur.
1967 - Rondey Robinson, bandarískur körfuknattleiksmaður.
1969 - Cate Blanchett, áströlsk leikkona.
1970 - Kenichi Shimokawa, japanskur knattspyrnumaður.
1971 - Oséas Reis dos Santos, brasilískur knattspyrnumaður.
1984 - Mark Zuckerberg, bandarískur frumkvöðull.
Dáin |
649 - Theodór 1. páfi.
964 - Jóhannes 12. páfi.
1470 - Karl Knútsson Bonde, konungur Svíþjóðar (f. 1409).
1610 - Hinrik 4. konungur Frakklands (f. 1553).
1643 - Loðvík 13. konungur Frakklands (f. 1601).
1649 - Friedrich Spanheim, hollenskur guðfræðingur (f. 1600).
1667 - Georges de Scudéry, franskur rithöfundur (f. 1601).
1678 - Anna Maria van Schurman, hollenskt skáld (f. 1607).
1761 - Thomas Simpson, breskur stærðfræðingur (f. 1710).
1856 - Jón Snorrason, bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1787).
1912 - Friðrik 8. Danakonungur (f. 1843).
1912 - August Strindberg, sænskt leikskáld (f. 1849).
1931 - Viktor Dyk, tékkneskt skáld (f. 1877).
1940 - Emma Goldman, bandarískur stjórnleysingi (f. 1869).
1952 - Þorbjörg Sigurðardóttir Bergmann, íslensk hannyrðakona (f. 1876).
1987 - Rita Hayworth, bandarísk leikkona (f. 1918).
1998 - Frank Sinatra, bandarískur söngvari og kvikmyndaleikari (f. 1915).
2000 - Obuchi Keizo, fyrrum forsætisráðherra Japans (f. 1937).
Flokkar:
- Dagar
- Maí
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.184","walltime":"0.211","ppvisitednodes":"value":327,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":37121,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":4,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 59.353 1 -total"," 61.90% 36.738 1 Snið:Dagatal"," 37.58% 22.303 1 Snið:Mánuðirnir"," 29.45% 17.480 1 Snið:Navbox"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.019","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":763040,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1294","timestamp":"20190313143645","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":125,"wgHostname":"mw1323"););