Skip to main content

Heimspeki 20. aldar Efnisyfirlit Meginlandsheimspekin | Rökgreiningarheimspekin | Áhrif utan heimspekinnar | Heimspekingar | Heimspekihefðir og stefnur | Heimild | Leiðsagnarvaledit

Heimspeki 20. aldar


heimspekinnarrökgreiningarheimspekimeginlandsheimspeki19. öldSören KierkegaardFriedrich NietzscheFranz BrentanoEdmund HusserlEvrópusmættaDavids HumeJohns Stuarts MillBretlandiFranz BrentanoEdmund HusserlfyrirbærafræðimeðvitundarhugsunumMartin HeideggerMaurice Merleau-PontytúlkunarfræðiHans-Georg GadamerPaul RicoeurtilvistarspekinFrakklandiÞýskalandimannlegt eðliJean-Paul SartreAlbert CamusSimone de BeauvoirKarl JaspersBertrand RussellAlfred North Whitehead19101913frumspekilegumBernard BolzanoGottlob Fregerökfræðileg raunhyggjaRudolf CarnapKarl Popperhrekjanlegar1921Ludwig WittgensteinHeimspeki hversdagsmálsGilbert RyleJ.L. AustinJeremy BenthamRalph Waldo EmersonJohn Stuart MillenskumælandiP.F. StrawsonDonald DavidsonHilary PutnamJohn RawlsNoam ChomskyMikhail BakhtinmerkinguW.V.O. QuineWilfrids SellarsnáttúruhyggjuheildarhyggjuverkhyggjuhluthyggjuPlatons20. öldþekkingarsiðferðislegumvísindaheimspekiheimspeki stærðfræðinnarþekkingarfræðimeðvitundarrökgreiningarheimspekimeginlandsheimspeki19. aldareðlisfræðivitsmunavísindumstýrifræðierfðafræðimálvísindumbókmenntirkvikmyndafyrri heimsstyrjöldinRússneska byltinginfasismanssíðari heimsstyrjöldinhelförinkjarorkuvopnaJapanSameinuðu þjóðannamannréttindiVíetnamstríðiðSovétríkjannakalda stríðsinskristnugyðingleguíslömskuhindúískuþjóðarmorðskynsemisiðfræðistjórnmálaheimspekitrúarheimspeki












Heimspeki 20. aldar




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search




[edit]

Sanzio 01 cropped.png

Saga vestrænnar heimspeki

Fornaldarheimspeki

Forverar Sókratesar

Klassísk heimspeki

Hellenísk heimspeki

Rómversk heimspeki

Heimspeki síðfornaldar

Miðaldaheimspeki

Skólaspeki

Heimspeki endurreisnartímans

Heimspeki 15. aldar

Heimspeki 16. aldar

Nýaldarheimspeki

Heimspeki 17. aldar

Heimspeki 18. aldar

Heimspeki 19. aldar

Heimspeki 20. aldar

Rökgreiningarheimspeki

Meginlandsheimspeki

Heimspeki samtímans

Heimspeki 20. aldar einkenndist af klofningi heimspekinnar í rökgreiningarheimspeki og svonefnda meginlandsheimspeki en hvor tveggja á rætur sínar að rekja til ákveðinnar þróunar í heimspeki seint á 19. öld.


Meginlandsheimspekin sótti einkum innblástur sinn til þýsku hughyggjunnar og til hugsuða á borð við Sören Kierkegaard (1813 – 1855), Friedrich Nietzsche (1844 – 1900), Franz Brentano (1838 – 1917) og Edmund Husserl (1859 – 1938). Hún blómstraði í fyrstu einkum á meginlandi Evrópu og hlaut þaðan nafnið.


Rökgreiningarhefðin spratt upp úr tilraunum heimspekinga til að finna traustari grunn fyrir rökfræðina og til að smætta alla stærðfræði í rökfræði sem og frá áhuga þeirra á máli og merkingu. Rökgreiningarheimspekingar sóttu sumir innblástur sinn í enska raunhyggjuhefð, meðal annars til Davids Hume (1711 – 1776) og Johns Stuarts Mill (1806 – 1873), enda þótt mikilvægir hugsuðir rökgreiningarhefðarinnar kæmu frá meginlandi Evrópu.




Efnisyfirlit





  • 1 Meginlandsheimspekin


  • 2 Rökgreiningarheimspekin


  • 3 Áhrif utan heimspekinnar


  • 4 Heimspekingar


  • 5 Heimspekihefðir og stefnur


  • 6 Heimild




Meginlandsheimspekin |


Á sama tíma og rökfræðin var að ryðja sér rúms í Ameríku og á Bretlandi varð til önnur hreyfing á meginlandi Evrópu. Undir áhrifum frá Franz Brentano þróaði Edmund Husserl nýja aðferð til að rannsaka mannleg vandamál í ritum sínum Röklegar rannsóknir (Logische Untersuchungen) (1900 – 1901) og Hugmyndir um hreina fyrirbærafræði og fyrirbærafræðilega heimspeki (Ideen zu einer reinen Phänomenologie und phänomenologischen Philosophie) (1913). Aðferðin, sem nefnist fyrirbærafræði, var notuð til að rannsaka smáatriði mannlegrar reynslu og meðvitundar til þess að komast að mestu grundvallar staðreyndum um mannlega tilvist. Rannsóknin fól ekki einvörðungu í sér athuganir á því hvernig heimurinn kemur okkur fyrir sjónir heldur einnig athuganir á hugsunum manns og hvar og hvernig þær verða til. Martin Heidegger (1889 – 1976) og Maurice Merleau-Ponty (1908 – 1961) þróuðu þessa aðferð áfram.


Heidegger víkkaði út rannsóknarsvið fyrirbærafræðinnar til að koma orðum að heimspekilegri túlkunarfræði. Túlkunarfræði er aðferð við að túlka sögulega texta með því að leiða hugann að því hvaða hugsanir höfundurinn hljóti að hafa hugsað að gefnum þeim áhrifum sem höfundurinn var líklegur til að hafa orðið fyrir á sínum tíma og í sínu umhverfi. Heidegger lagði áherslu á tvö ný atriði í heimspekilegri túlkunarfræði: Að lesandinn nemur merkingu textans í nútímanum og að verkfæri túlkunarfræðinnar megi nota til að túlka meira en bara texta (til dæmis „félagslegan texta“). Hans-Georg Gadamer (1900 – 2002) og Paul Ricoeur (1913 – 2005) lögðu síðar sitt af mörkum til heimspekilegrar túlkunarfræði.


Um miðja 20. öld þróaðist tilvistarspekin eða existentíalisminn í Evrópu, sem var vinsæl heimspeki með rætur að rekja til 19. aldar í verkum Sørens Kierkegaard og Friedrichs Nietzsche. Tilvistarspekin þróaðist einkum í Frakklandi og Þýskalandi. Tilvistarspekin hafnaði hugmyndinni um mannlegt eðli en reyndi þess í stað að laða fram getu hvers og eins til að „lifa raunverulega“, eða með öðrum orðum er hver manneskja fær um að skilgreina og ákvarða eigið líf. Helsti málsvari tilvistarspekinnar var Jean-Paul Sartre (1905 – 1980), einkum í ritinu Vera og neind: fyrirbærafræðileg ritgerð um verufræði (L'être et le néant) (1943). Aðrir áhrifamiklir tilvistarspekingar voru Albert Camus (1913 – 1960), Simone de Beauvoir (1908 – 1986) og Karl Jaspers (1883 – 1969).



Rökgreiningarheimspekin |


Þegar Bertrand Russell og Alfred North Whitehead gáfu út ritið Principia Mathematica árin 1910 – 1913 varð stærðfræðileg rökfræði miðlæg í frumspekilegum rökræðum en slíku hlutverki hafði hún ekki gegnt áður. Bernard Bolzano og Gottlob Frege höfðu áður hafist handa við að skapa rökfræðinni traustari grundvöll en það var ekki fyrr en Principia kom út sem heimspekingar fóru að gefa þessu verkefni gaum. Með auknum áhuga á stærðfræðilegri rökfræði reis rökfræðileg raunhyggja til vinsælda ásamt skyldum stefnum, sem áttu allar sameiginlegt að treysta á reynsluathuganir. Heimspekingar á borð við Rudolf Carnap (1891 – 1970) og Karl Popper (1902 – 1994) álitu einungis sannreynanlegar eða hrekjanlegar fullyrðingar vera ósvikna heimspeki. Allt sem ekki var hægt að leiða af prófanlegum fullyrðingum var álitið vera hjátrú eða kredda.


Ekki var lengur ríkjandi samkomulag í Ameríku og Bretlandi um miðja 20. öldina um neina eina meginhugmynd í heimspeki, líkt og áður hafði verið en almenna heimspekilega aðferð má greina í þeirri heimspeki sem þar var stunduð á þeim tíma. Árið 1921 gaf Ludwig Wittgenstein út bókina Rökfræðileg ritgerð um heimspeki (Tractatus Logico-Philosophicus). Heimspeki hversdagsmáls varð til sem viðbragð við þessari bók og var haldið á lofti af Gilbert Ryle, J.L. Austin og nokkrum öðrum. Þeir heimspekingar sem aðhylltust heimspeki hversdagsmáls áttu mörg almenn viðhorf sameiginleg með ýmsum eldri heimspekingum (til dæmis Jeremy Bentham, Ralph Waldo Emerson og John Stuart Mill) og var sá rannsóknarvettvangur sem einkenndi heimspeki í enskumælandi löndum á síðari hluta aldarinnar. Þeir gerðu ráð fyrir að gátur á einu sviði heimspekinnar væri hægt að leysa óháð gátum á öðrum sviðum heimspekinnar. Heimspekin er því ekki sameinuð heild, heldur mengi óskyldra vandamála. Meðal merkra heimspekinga sem hafa fallist á þetta almenna viðhorf að einhverju eða öllu leyti eru P.F. Strawson, Donald Davidson, Hilary Putnam, John Rawls, Noam Chomsky og meginlandsheimspekingurinn Mikhail Bakhtin.


Á grundvelli athugasemda um iðkun heimspekinnar sem Wittgenstein gerði í síðara stóra riti sínu, Rannsóknum í heimspeki (Philosophische Untersuchungen) (1953), þar sem hann bendir á að góð nálgun við heimspeki hljóti sjálf að vera byggð á nákvæmum athugunum á merkingu máls, tók nýr hópur heimspekinga upp á sína arma aðferðafræðilega efahyggju. Þessa varð meðal annars vart í verkum W.V.O. Quine og Wilfrids Sellars sem sameinuðust um náttúruhyggju, heildarhyggju (í andstöðu við megnið af því sem telst til rökgreiningarheimspeki), verkhyggju og afneitun hluthyggju í anda Platons.



Áhrif utan heimspekinnar |


Á 20. öld urðu ýmsir atburðir til þess að grafa undan rótgróinni trú manna á undirstöður þekkingar og ýmis gildi. Heimspekingar 20. aldar reyndi meðal annars að bregðast við nýjum félagslegum, hagfræðilegum, vísindalegum, siðferðislegum og rökfræðilegum vandamálum með ýmsum hætti, til að mynda með því að endurbæta, umbreyta eða hrekja og hafna eldri hugmyndum.


Í vísindaheimspeki, heimspeki stærðfræðinnar og þekkingarfræði virtust koma fram ósamrýmanleg sjónarmið til meðvitundar og viðfangs hennar og mátti sjá þess merki meðal annars í djúpstæðum muni á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki, sem áttu báðar rætur að rekja til upphafs aldarinnar og loka 19. aldar. Framfarir í eðlisfræði, vitsmunavísindum, stýrifræði, erfðafræði og málvísindum, bókmenntir og tilkoma kvikmynda sem listforms höfðu áhrif á heimspekina.


Sögulegir atburðir mótuðu heimspekina einnig, líkt og fyrri heimsstyrjöldin, Rússneska byltingin, tilkoma fasismans, síðari heimsstyrjöldin, helförin, notkun kjarorkuvopna á Japan, áframhaldandi nýlendustefna, stofnun Sameinuðu þjóðanna, nýr hljómgrunnur hugmynda um mannréttindi, Víetnamstríðið, fall Sovétríkjanna og endalok kalda stríðsins, áframhaldandi ójöfnuður í heiminum, endurnýjun „bókstafstrúar“ í kristnu, gyðinglegu, íslömsku og hindúísku samhengi og að því er virðist regluleg þjóðarmorð kipptu stoðunum undan ýmsum heimspekilegum kenningum um mannlega skynsemi og olli því að æ meiri kröfur voru gerðar til siðfræði, stjórnmálaheimspeki og trúarheimspeki. Hraðar tækninýjungar og afleiðingar þeirra, meðal annars í læknavísindum og á umhverfið, vöktu einnig upp nýjar spurningar í siðfræði.


Þess skal gæta að ofmeta þó áhrif þessara atburða og nýjunga á þróun heimspekinnar. Það sem mótaði heimspeki 20. aldar þó öðru fremur var heimspekin sjálf. Upphaf þeirrar heimspeki sem var í brennidepli á fyrri hluta 20. aldar má rekja til nýjunga í heimspeki undir lok 19. aldar. Heimspeki á síðari hluta 20. aldar var að miklu leyti viðbragð við því sem hafði gerst í heimspeki á fyrri hluta aldarinnar.



Heimspekingar |








  • Francis Herbert Bradley (1846 – 1924)


  • Gottlob Frege (1848 – 1925)


  • Edmund Husserl (1859 – 1938)


  • Henri Bergson (1859 – 1941)


  • John Dewey (1859 – 1952)


  • Rudolf Steiner (1861 – 1925)


  • J.M.E. McTaggart (1866 – 1925)


  • Bertrand Russell (1872 – 1970)


  • George Edward Moore (1873 – 1958)


  • Ernst Cassirer (1874 – 1945)


  • Albert Schweitzer (1875 – 1965)


  • W.D. Ross (1877 – 1971)


  • Martin Buber (1878 – 1965)


  • Otto Weininger (1880 – 1903)


  • Moritz Schlick (1882 – 1936)


  • Jose Ortega y Gasset (1883 – 1955)


  • Gaston Bachelard (1884 – 1962)


  • Ernst Bloch (1885 – 1977)


  • R.G. Collingwood (1889 – 1943)


  • Ludwig Wittgenstein (1889 – 1951)


  • Martin Heidegger (1889 – 1976)


  • Rudolf Carnap (1891 – 1970)


  • Antonio Gramsci (1891 – 1937)


  • Walter Benjamin (1892 – 1940)


  • Max Horkheimer (1895 – 1973)


  • Herbert Marcuse (1898 – 1979)


  • Leo Strauss (1899 – 1973)


  • Gilbert Ryle (1900 – 1976)


  • Hans-Georg Gadamer (1900 – 2002)


  • Alfred Tarski (1901 – 1983)


  • Mortimer Adler (1902 – 2001)


  • Herbert Feigl (1902 – 1988)


  • Karl Popper (1902 – 1994)



  • F.P. Ramsey (1903 – 1930)


  • Theodor Adorno (1903 – 1969)


  • John Wisdom (1904 – 1993)


  • Jean-Paul Sartre (1905 – 1980)


  • Ayn Rand (1905 – 1982)


  • Rush Rees (1905 – 1989)


  • Georges Canguilhem (1904 – 1995)


  • Carl G. Hempel (1905 – 1997)


  • Hannah Arendt (1906 – 1975)


  • Kurt Gödel (1906 – 1978)


  • Emmanuel Levinas (1906 – 1995)


  • Nelson Goodman (1906 – 1998)


  • Jean Hyppolite (1907 – 1968)


  • H.L.A. Hart (1907 – 1992)


  • Claude Lévi-Strauss (1908 – 2009)


  • Maurice Merleau-Ponty (1908 – 1961)


  • Simone de Beauvoir (1908 – 1986)


  • W.V.O. Quine (1908 – 2000)


  • Max Black (1909 – 1988)


  • Isaiah Berlin (1909 – 1997)


  • Alfred Ayer (1910 – 1989)


  • J.L. Austin (1911 – 1960)


  • Norman Malcolm (1911 – 1990)


  • Wilfrid Sellars (1912 – 1989)


  • Arne Næss (1912 – 2009)


  • Alan Turing (1912 – 1954)


  • Albert Camus (1913 – 1960)


  • H.P. Grice (1913 – 1988)


  • Paul Ricoeur (1913 – 2005)


  • Roderick Chisholm (1916 – 1999)


  • Georg Henrik von Wright (1916 – 2003)


  • Peter Geach (1916 – )


  • Donald Davidson (1917 – 2003)



  • Louis Althusser (1918 – 1990)


  • G.E.M. Anscombe (1919 – 2001)


  • R.M. Hare (1919 – 2002)


  • P.F. Strawson (1919 – 2006)


  • Philippa Foot (1920 – 2010)


  • J.J.C. Smart (1920 – )


  • John Rawls (1921 – 2002)


  • Sidney Morgenbesser (1921 – 2004)


  • Ruth Barcan Marcus (1921 – 2012)


  • Thomas Samuel Kuhn (1922 – 1996)


  • Imre Lakatos (1922 – 1974)


  • Rene Girard (1923 – )


  • Walter Pitts (1923 – 1969)


  • Arthur Danto (1924 – )


  • Paul Feyerabend (1924 – 1994)


  • Jean-François Lyotard (1924 – 1998)


  • Gilles Deleuze (1925 – 1995)


  • Michael Dummett (1925 – 2011)


  • Stanley Cavell (1926 – )


  • Michel Foucault (1926 – 1984)


  • Leonardo Polo (1926 – )


  • Hilary Putnam (1926 – )


  • Edmund Gettier (1927 – )


  • Bernard Williams (1929 – 2003)


  • Jean Baudrillard (1929 – 2007)


  • Harry Frankfurt (1929 – )


  • Jürgen Habermas (1929 – )


  • Jacques Derrida (1930 – 2004)


  • Richard Rorty (1931 – 2007)


  • Anthony Kenny (1931 – )


  • Roger Penrose (1931 – )


  • Charles Taylor (1931 – )


  • Dagfinn Føllesdal (1932 – )



  • John Searle (1932 – )


  • Jaegwon Kim (1934 – )


  • Jerry Fodor (1935 – )


  • Ian Hacking (1936 – )


  • Thomas Nagel (1937 – )


  • Robert Nozick (1938 – 2002)


  • Alvin Goldman (1938 – )


  • Gilbert Harman (1938 – )


  • Peter Hacker (1939 – )


  • John D. Caputo (1940 – )


  • Saul Kripke (1940 – )


  • Jean-Luc Nancy (1940 – )


  • David Lewis (1941 – 2001)


  • Robert Audi (1941 – )


  • Ned Block (1942 – )


  • Paul Churchland (1942 – )


  • Daniel Dennett (1942 – )


  • John McDowell (1942 – )


  • Patricia Churchland (1943 – )


  • John Zerzan (1943 – )


  • Simon Blackburn (1944 – )


  • Raymond Geuss (1946 – )


  • Peter Singer (1946 – )


  • Paul Horwich (1947 – )


  • Martha Nussbaum (1947 – )


  • Slavoj Zizek (1949 – )


  • Robert Brandom (1950 – )


  • Colin McGinn (1950 – )


  • Christopher Peacocke (1950 – )


  • Christine Korsgaard (1952 – )


  • Kwame Anthony Appiah (1954 – )


  • James F. Conant (1958 – )


  • Stephen Neale (1958 – )


Heimspekihefðir og stefnur |







  • Atferlishyggja

  • Félagshyggja

  • Formhyggja

  • Frjálshyggja

  • Fyrirbærafræði


  • Gagnhyggja

  • Heimspeki hversdagsmáls

  • Hluthyggja

  • Kvenhyggja

  • Meginlandsheimspeki


  • Nafnhyggja

  • Náttúruhyggja

  • Nytjastefna

  • Rökeindahyggja

  • Rökfræðileg raunhyggja


  • Rökgreiningarheimspeki

  • Smættarefnishyggja

  • Tilvistarspeki

  • Tómhyggja

  • Útrýmingarefnishyggja

  • Verkhyggja


Heimild |


  • Fyrirmynd greinarinnar var „20th-century philosophy“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. maí 2006.



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Heimspeki_20._aldar&oldid=1374713“










Leiðsagnarval



























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.088","walltime":"0.105","ppvisitednodes":"value":307,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":1879,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":59,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":4,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 8.013 1 -total"," 51.34% 4.114 1 Snið:Heimspekisaga"," 45.81% 3.671 1 Snið:Wpheimild"],"cachereport":"origin":"mw1301","timestamp":"20190429175832","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":105,"wgHostname":"mw1262"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Slayer Innehåll Historia | Stil, komposition och lyrik | Bandets betydelse och framgångar | Sidoprojekt och samarbeten | Kontroverser | Medlemmar | Utmärkelser och nomineringar | Turnéer och festivaler | Diskografi | Referenser | Externa länkar | Navigeringsmenywww.slayer.net”Metal Massacre vol. 1””Metal Massacre vol. 3””Metal Massacre Volume III””Show No Mercy””Haunting the Chapel””Live Undead””Hell Awaits””Reign in Blood””Reign in Blood””Gold & Platinum – Reign in Blood””Golden Gods Awards Winners”originalet”Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Looks Back On 37-Year Career In New Video Series: Part Two””South of Heaven””Gold & Platinum – South of Heaven””Seasons in the Abyss””Gold & Platinum - Seasons in the Abyss””Divine Intervention””Divine Intervention - Release group by Slayer””Gold & Platinum - Divine Intervention””Live Intrusion””Undisputed Attitude””Abolish Government/Superficial Love””Release “Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer” by Various Artists””Diabolus in Musica””Soundtrack to the Apocalypse””God Hates Us All””Systematic - Relationships””War at the Warfield””Gold & Platinum - War at the Warfield””Soundtrack to the Apocalypse””Gold & Platinum - Still Reigning””Metallica, Slayer, Iron Mauden Among Winners At Metal Hammer Awards””Eternal Pyre””Eternal Pyre - Slayer release group””Eternal Pyre””Metal Storm Awards 2006””Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Bullet-For My Valentine booed at Metal Hammer Golden Gods Awards””Unholy Aliance””The End Of Slayer?””Slayer: We Could Thrash Out Two More Albums If We're Fast Enough...””'The Unholy Alliance: Chapter III' UK Dates Added”originalet”Megadeth And Slayer To Co-Headline 'Canadian Carnage' Trek”originalet”World Painted Blood””Release “World Painted Blood” by Slayer””Metallica Heading To Cinemas””Slayer, Megadeth To Join Forces For 'European Carnage' Tour - Dec. 18, 2010”originalet”Slayer's Hanneman Contracts Acute Infection; Band To Bring In Guest Guitarist””Cannibal Corpse's Pat O'Brien Will Step In As Slayer's Guest Guitarist”originalet”Slayer’s Jeff Hanneman Dead at 49””Dave Lombardo Says He Made Only $67,000 In 2011 While Touring With Slayer””Slayer: We Do Not Agree With Dave Lombardo's Substance Or Timeline Of Events””Slayer Welcomes Drummer Paul Bostaph Back To The Fold””Slayer Hope to Unveil Never-Before-Heard Jeff Hanneman Material on Next Album””Slayer Debut New Song 'Implode' During Surprise Golden Gods Appearance””Release group Repentless by Slayer””Repentless - Slayer - Credits””Slayer””Metal Storm Awards 2015””Slayer - to release comic book "Repentless #1"””Slayer To Release 'Repentless' 6.66" Vinyl Box Set””BREAKING NEWS: Slayer Announce Farewell Tour””Slayer Recruit Lamb of God, Anthrax, Behemoth + Testament for Final Tour””Slayer lägger ner efter 37 år””Slayer Announces Second North American Leg Of 'Final' Tour””Final World Tour””Slayer Announces Final European Tour With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Tour Europe With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Play 'Last French Show Ever' At Next Year's Hellfst””Slayer's Final World Tour Will Extend Into 2019””Death Angel's Rob Cavestany On Slayer's 'Farewell' Tour: 'Some Of Us Could See This Coming'””Testament Has No Plans To Retire Anytime Soon, Says Chuck Billy””Anthrax's Scott Ian On Slayer's 'Farewell' Tour Plans: 'I Was Surprised And I Wasn't Surprised'””Slayer””Slayer's Morbid Schlock””Review/Rock; For Slayer, the Mania Is the Message””Slayer - Biography””Slayer - Reign In Blood”originalet”Dave Lombardo””An exclusive oral history of Slayer”originalet”Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Jeff Hanneman”originalet”Thinking Out Loud: Slayer's Kerry King on hair metal, Satan and being polite””Slayer Lyrics””Slayer - Biography””Most influential artists for extreme metal music””Slayer - Reign in Blood””Slayer guitarist Jeff Hanneman dies aged 49””Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer””Gateway to Hell: A Tribute to Slayer””Covered In Blood””Slayer: The Origins of Thrash in San Francisco, CA.””Why They Rule - #6 Slayer”originalet”Guitar World's 100 Greatest Heavy Metal Guitarists Of All Time”originalet”The fans have spoken: Slayer comes out on top in readers' polls”originalet”Tribute to Jeff Hanneman (1964-2013)””Lamb Of God Frontman: We Sound Like A Slayer Rip-Off””BEHEMOTH Frontman Pays Tribute To SLAYER's JEFF HANNEMAN””Slayer, Hatebreed Doing Double Duty On This Year's Ozzfest””System of a Down””Lacuna Coil’s Andrea Ferro Talks Influences, Skateboarding, Band Origins + More””Slayer - Reign in Blood””Into The Lungs of Hell””Slayer rules - en utställning om fans””Slayer and Their Fans Slashed Through a No-Holds-Barred Night at Gas Monkey””Home””Slayer””Gold & Platinum - The Big 4 Live from Sofia, Bulgaria””Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Kerry King””2008-02-23: Wiltern, Los Angeles, CA, USA””Slayer's Kerry King To Perform With Megadeth Tonight! - Oct. 21, 2010”originalet”Dave Lombardo - Biography”Slayer Case DismissedArkiveradUltimate Classic Rock: Slayer guitarist Jeff Hanneman dead at 49.”Slayer: "We could never do any thing like Some Kind Of Monster..."””Cannibal Corpse'S Pat O'Brien Will Step In As Slayer'S Guest Guitarist | The Official Slayer Site”originalet”Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Kerrang! Awards 2006 Blog: Kerrang! Hall Of Fame””Kerrang! Awards 2013: Kerrang! Legend”originalet”Metallica, Slayer, Iron Maien Among Winners At Metal Hammer Awards””Metal Hammer Golden Gods Awards””Bullet For My Valentine Booed At Metal Hammer Golden Gods Awards””Metal Storm Awards 2006””Metal Storm Awards 2015””Slayer's Concert History””Slayer - Relationships””Slayer - Releases”Slayers officiella webbplatsSlayer på MusicBrainzOfficiell webbplatsSlayerSlayerr1373445760000 0001 1540 47353068615-5086262726cb13906545x(data)6033143kn20030215029