Heimspeki 20. aldar Efnisyfirlit Meginlandsheimspekin | Rökgreiningarheimspekin | Áhrif utan heimspekinnar | Heimspekingar | Heimspekihefðir og stefnur | Heimild | Leiðsagnarvaledit
Heimspeki 20. aldar
heimspekinnarrökgreiningarheimspekimeginlandsheimspeki19. öldSören KierkegaardFriedrich NietzscheFranz BrentanoEdmund HusserlEvrópusmættaDavids HumeJohns Stuarts MillBretlandiFranz BrentanoEdmund HusserlfyrirbærafræðimeðvitundarhugsunumMartin HeideggerMaurice Merleau-PontytúlkunarfræðiHans-Georg GadamerPaul RicoeurtilvistarspekinFrakklandiÞýskalandimannlegt eðliJean-Paul SartreAlbert CamusSimone de BeauvoirKarl JaspersBertrand RussellAlfred North Whitehead19101913frumspekilegumBernard BolzanoGottlob Fregerökfræðileg raunhyggjaRudolf CarnapKarl Popperhrekjanlegar1921Ludwig WittgensteinHeimspeki hversdagsmálsGilbert RyleJ.L. AustinJeremy BenthamRalph Waldo EmersonJohn Stuart MillenskumælandiP.F. StrawsonDonald DavidsonHilary PutnamJohn RawlsNoam ChomskyMikhail BakhtinmerkinguW.V.O. QuineWilfrids SellarsnáttúruhyggjuheildarhyggjuverkhyggjuhluthyggjuPlatons20. öldþekkingarsiðferðislegumvísindaheimspekiheimspeki stærðfræðinnarþekkingarfræðimeðvitundarrökgreiningarheimspekimeginlandsheimspeki19. aldareðlisfræðivitsmunavísindumstýrifræðierfðafræðimálvísindumbókmenntirkvikmyndafyrri heimsstyrjöldinRússneska byltinginfasismanssíðari heimsstyrjöldinhelförinkjarorkuvopnaJapanSameinuðu þjóðannamannréttindiVíetnamstríðiðSovétríkjannakalda stríðsinskristnugyðingleguíslömskuhindúískuþjóðarmorðskynsemisiðfræðistjórnmálaheimspekitrúarheimspeki
Heimspeki 20. aldar
Jump to navigation
Jump to search
Saga vestrænnar heimspeki |
---|
Fornaldarheimspeki |
Forverar Sókratesar |
Klassísk heimspeki |
Hellenísk heimspeki |
Rómversk heimspeki |
Heimspeki síðfornaldar |
Miðaldaheimspeki |
Skólaspeki |
Heimspeki endurreisnartímans |
Heimspeki 15. aldar |
Heimspeki 16. aldar |
Nýaldarheimspeki |
Heimspeki 17. aldar |
Heimspeki 18. aldar |
Heimspeki 19. aldar |
Heimspeki 20. aldar |
Rökgreiningarheimspeki |
Meginlandsheimspeki |
Heimspeki samtímans |
Heimspeki 20. aldar einkenndist af klofningi heimspekinnar í rökgreiningarheimspeki og svonefnda meginlandsheimspeki en hvor tveggja á rætur sínar að rekja til ákveðinnar þróunar í heimspeki seint á 19. öld.
Meginlandsheimspekin sótti einkum innblástur sinn til þýsku hughyggjunnar og til hugsuða á borð við Sören Kierkegaard (1813 – 1855), Friedrich Nietzsche (1844 – 1900), Franz Brentano (1838 – 1917) og Edmund Husserl (1859 – 1938). Hún blómstraði í fyrstu einkum á meginlandi Evrópu og hlaut þaðan nafnið.
Rökgreiningarhefðin spratt upp úr tilraunum heimspekinga til að finna traustari grunn fyrir rökfræðina og til að smætta alla stærðfræði í rökfræði sem og frá áhuga þeirra á máli og merkingu. Rökgreiningarheimspekingar sóttu sumir innblástur sinn í enska raunhyggjuhefð, meðal annars til Davids Hume (1711 – 1776) og Johns Stuarts Mill (1806 – 1873), enda þótt mikilvægir hugsuðir rökgreiningarhefðarinnar kæmu frá meginlandi Evrópu.
Efnisyfirlit
1 Meginlandsheimspekin
2 Rökgreiningarheimspekin
3 Áhrif utan heimspekinnar
4 Heimspekingar
5 Heimspekihefðir og stefnur
6 Heimild
Meginlandsheimspekin |
Á sama tíma og rökfræðin var að ryðja sér rúms í Ameríku og á Bretlandi varð til önnur hreyfing á meginlandi Evrópu. Undir áhrifum frá Franz Brentano þróaði Edmund Husserl nýja aðferð til að rannsaka mannleg vandamál í ritum sínum Röklegar rannsóknir (Logische Untersuchungen) (1900 – 1901) og Hugmyndir um hreina fyrirbærafræði og fyrirbærafræðilega heimspeki (Ideen zu einer reinen Phänomenologie und phänomenologischen Philosophie) (1913). Aðferðin, sem nefnist fyrirbærafræði, var notuð til að rannsaka smáatriði mannlegrar reynslu og meðvitundar til þess að komast að mestu grundvallar staðreyndum um mannlega tilvist. Rannsóknin fól ekki einvörðungu í sér athuganir á því hvernig heimurinn kemur okkur fyrir sjónir heldur einnig athuganir á hugsunum manns og hvar og hvernig þær verða til. Martin Heidegger (1889 – 1976) og Maurice Merleau-Ponty (1908 – 1961) þróuðu þessa aðferð áfram.
Heidegger víkkaði út rannsóknarsvið fyrirbærafræðinnar til að koma orðum að heimspekilegri túlkunarfræði. Túlkunarfræði er aðferð við að túlka sögulega texta með því að leiða hugann að því hvaða hugsanir höfundurinn hljóti að hafa hugsað að gefnum þeim áhrifum sem höfundurinn var líklegur til að hafa orðið fyrir á sínum tíma og í sínu umhverfi. Heidegger lagði áherslu á tvö ný atriði í heimspekilegri túlkunarfræði: Að lesandinn nemur merkingu textans í nútímanum og að verkfæri túlkunarfræðinnar megi nota til að túlka meira en bara texta (til dæmis „félagslegan texta“). Hans-Georg Gadamer (1900 – 2002) og Paul Ricoeur (1913 – 2005) lögðu síðar sitt af mörkum til heimspekilegrar túlkunarfræði.
Um miðja 20. öld þróaðist tilvistarspekin eða existentíalisminn í Evrópu, sem var vinsæl heimspeki með rætur að rekja til 19. aldar í verkum Sørens Kierkegaard og Friedrichs Nietzsche. Tilvistarspekin þróaðist einkum í Frakklandi og Þýskalandi. Tilvistarspekin hafnaði hugmyndinni um mannlegt eðli en reyndi þess í stað að laða fram getu hvers og eins til að „lifa raunverulega“, eða með öðrum orðum er hver manneskja fær um að skilgreina og ákvarða eigið líf. Helsti málsvari tilvistarspekinnar var Jean-Paul Sartre (1905 – 1980), einkum í ritinu Vera og neind: fyrirbærafræðileg ritgerð um verufræði (L'être et le néant) (1943). Aðrir áhrifamiklir tilvistarspekingar voru Albert Camus (1913 – 1960), Simone de Beauvoir (1908 – 1986) og Karl Jaspers (1883 – 1969).
Rökgreiningarheimspekin |
Þegar Bertrand Russell og Alfred North Whitehead gáfu út ritið Principia Mathematica árin 1910 – 1913 varð stærðfræðileg rökfræði miðlæg í frumspekilegum rökræðum en slíku hlutverki hafði hún ekki gegnt áður. Bernard Bolzano og Gottlob Frege höfðu áður hafist handa við að skapa rökfræðinni traustari grundvöll en það var ekki fyrr en Principia kom út sem heimspekingar fóru að gefa þessu verkefni gaum. Með auknum áhuga á stærðfræðilegri rökfræði reis rökfræðileg raunhyggja til vinsælda ásamt skyldum stefnum, sem áttu allar sameiginlegt að treysta á reynsluathuganir. Heimspekingar á borð við Rudolf Carnap (1891 – 1970) og Karl Popper (1902 – 1994) álitu einungis sannreynanlegar eða hrekjanlegar fullyrðingar vera ósvikna heimspeki. Allt sem ekki var hægt að leiða af prófanlegum fullyrðingum var álitið vera hjátrú eða kredda.
Ekki var lengur ríkjandi samkomulag í Ameríku og Bretlandi um miðja 20. öldina um neina eina meginhugmynd í heimspeki, líkt og áður hafði verið en almenna heimspekilega aðferð má greina í þeirri heimspeki sem þar var stunduð á þeim tíma. Árið 1921 gaf Ludwig Wittgenstein út bókina Rökfræðileg ritgerð um heimspeki (Tractatus Logico-Philosophicus). Heimspeki hversdagsmáls varð til sem viðbragð við þessari bók og var haldið á lofti af Gilbert Ryle, J.L. Austin og nokkrum öðrum. Þeir heimspekingar sem aðhylltust heimspeki hversdagsmáls áttu mörg almenn viðhorf sameiginleg með ýmsum eldri heimspekingum (til dæmis Jeremy Bentham, Ralph Waldo Emerson og John Stuart Mill) og var sá rannsóknarvettvangur sem einkenndi heimspeki í enskumælandi löndum á síðari hluta aldarinnar. Þeir gerðu ráð fyrir að gátur á einu sviði heimspekinnar væri hægt að leysa óháð gátum á öðrum sviðum heimspekinnar. Heimspekin er því ekki sameinuð heild, heldur mengi óskyldra vandamála. Meðal merkra heimspekinga sem hafa fallist á þetta almenna viðhorf að einhverju eða öllu leyti eru P.F. Strawson, Donald Davidson, Hilary Putnam, John Rawls, Noam Chomsky og meginlandsheimspekingurinn Mikhail Bakhtin.
Á grundvelli athugasemda um iðkun heimspekinnar sem Wittgenstein gerði í síðara stóra riti sínu, Rannsóknum í heimspeki (Philosophische Untersuchungen) (1953), þar sem hann bendir á að góð nálgun við heimspeki hljóti sjálf að vera byggð á nákvæmum athugunum á merkingu máls, tók nýr hópur heimspekinga upp á sína arma aðferðafræðilega efahyggju. Þessa varð meðal annars vart í verkum W.V.O. Quine og Wilfrids Sellars sem sameinuðust um náttúruhyggju, heildarhyggju (í andstöðu við megnið af því sem telst til rökgreiningarheimspeki), verkhyggju og afneitun hluthyggju í anda Platons.
Áhrif utan heimspekinnar |
Á 20. öld urðu ýmsir atburðir til þess að grafa undan rótgróinni trú manna á undirstöður þekkingar og ýmis gildi. Heimspekingar 20. aldar reyndi meðal annars að bregðast við nýjum félagslegum, hagfræðilegum, vísindalegum, siðferðislegum og rökfræðilegum vandamálum með ýmsum hætti, til að mynda með því að endurbæta, umbreyta eða hrekja og hafna eldri hugmyndum.
Í vísindaheimspeki, heimspeki stærðfræðinnar og þekkingarfræði virtust koma fram ósamrýmanleg sjónarmið til meðvitundar og viðfangs hennar og mátti sjá þess merki meðal annars í djúpstæðum muni á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki, sem áttu báðar rætur að rekja til upphafs aldarinnar og loka 19. aldar. Framfarir í eðlisfræði, vitsmunavísindum, stýrifræði, erfðafræði og málvísindum, bókmenntir og tilkoma kvikmynda sem listforms höfðu áhrif á heimspekina.
Sögulegir atburðir mótuðu heimspekina einnig, líkt og fyrri heimsstyrjöldin, Rússneska byltingin, tilkoma fasismans, síðari heimsstyrjöldin, helförin, notkun kjarorkuvopna á Japan, áframhaldandi nýlendustefna, stofnun Sameinuðu þjóðanna, nýr hljómgrunnur hugmynda um mannréttindi, Víetnamstríðið, fall Sovétríkjanna og endalok kalda stríðsins, áframhaldandi ójöfnuður í heiminum, endurnýjun „bókstafstrúar“ í kristnu, gyðinglegu, íslömsku og hindúísku samhengi og að því er virðist regluleg þjóðarmorð kipptu stoðunum undan ýmsum heimspekilegum kenningum um mannlega skynsemi og olli því að æ meiri kröfur voru gerðar til siðfræði, stjórnmálaheimspeki og trúarheimspeki. Hraðar tækninýjungar og afleiðingar þeirra, meðal annars í læknavísindum og á umhverfið, vöktu einnig upp nýjar spurningar í siðfræði.
Þess skal gæta að ofmeta þó áhrif þessara atburða og nýjunga á þróun heimspekinnar. Það sem mótaði heimspeki 20. aldar þó öðru fremur var heimspekin sjálf. Upphaf þeirrar heimspeki sem var í brennidepli á fyrri hluta 20. aldar má rekja til nýjunga í heimspeki undir lok 19. aldar. Heimspeki á síðari hluta 20. aldar var að miklu leyti viðbragð við því sem hafði gerst í heimspeki á fyrri hluta aldarinnar.
Heimspekingar |
|
|
|
|
Heimspekihefðir og stefnur |
|
|
|
|
Heimild |
- Fyrirmynd greinarinnar var „20th-century philosophy“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. maí 2006.
Flokkur:
- Heimspeki 20. aldar
(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.088","walltime":"0.105","ppvisitednodes":"value":307,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":1879,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":59,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":4,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 8.013 1 -total"," 51.34% 4.114 1 Snið:Heimspekisaga"," 45.81% 3.671 1 Snið:Wpheimild"],"cachereport":"origin":"mw1301","timestamp":"20190429175832","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":105,"wgHostname":"mw1262"););