Skip to main content

1987 Efnisyfirlit Atburðir | Fædd | Dáin | Nóbelsverðlaunin | Leiðsagnarval

1987


rómverskum tölum










1987


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search











Árþúsund:

2. árþúsundið

Aldir:

  • 19. öldin

  • 20. öldin

  • 21. öldin


Áratugir:

  • 1961–1970

  • 1971–1980

  • 1981–1990

  • 1991–2000

  • 2001–2010


Ár:

  • 1984

  • 1985

  • 1986

  • 1987

  • 1988

  • 1989

  • 1990

Árið 1987 (MCMLXXXVII í rómverskum tölum) var 87. ár 20. aldar sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.




Efnisyfirlit





  • 1 Atburðir

    • 1.1 Janúar


    • 1.2 Febrúar


    • 1.3 Mars


    • 1.4 Apríl


    • 1.5 Maí


    • 1.6 Júní


    • 1.7 Júlí


    • 1.8 Ágúst


    • 1.9 September


    • 1.10 Október


    • 1.11 Nóvember


    • 1.12 Desember


    • 1.13 Ódagsettir atburðir



  • 2 Fædd


  • 3 Dáin


  • 4 Nóbelsverðlaunin




Atburðir |



Janúar |




Lestarslysið í Maryland.



  • 1. janúar - Hólmavíkurhreppur og Hrófbergshreppur sameinuðust aftur undir nafni þess fyrrnefnda.


  • 2. janúar - Tjadher eyðilagði vopnaða bílalest frá Líbýu í orrustunni um Fada.


  • 3. janúar - Aretha Franklin varð fyrsta konan sem fékk inngöngu í Frægðarhöll rokksins.


  • 4. janúar - 16 létust þegar lest frá Amtrak rakst á lest frá Conrail við Chase í Maryland.


  • 8. janúar - Dow Jones-vísitalan náði í fyrsta sinn meira en 2000 stigum við lokun kauphallarinnar.


  • 14. janúar - Þúsundir sækúa fundust í Persaflóa.


  • 15. janúar - Aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, Hu Yaobang, var neyddur til að segja af sér.


  • 16. janúar - Forseta Ekvador, León Febres Cordero, var rænt af fylgismönnum herforingjans Frank Vargas.


  • 20. janúar - Sendimanni erkibiskupsins af Kantaraborg, Terry Waite, var rænt í Líbanon.


  • 22. janúar - Flugvél frá Flugfélaginu Erni, TF-ORN, fórst við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi með þeim afleiðingum að einn lést.


  • 22. janúar - Bandaríski stjórnmálamaðurinn R. Budd Dwyer framdi sjálfsmorð í beinni útsendingu í sjónvarpi.


  • 25. janúar - Sænski tennisleikarinn Stefan Edberg sigraði Opna ástralska meistaramótið.


  • 29. janúar - William J. Casey lét af störfum sem yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar.


  • 31. janúar - Síðustu Ohrbach's-versluninni var lokað í New York.


Febrúar |




Ronald Reagan ásamt Tower-nefndinni.



  • 4. febrúar - Hans Holmér sagði sig frá rannsókninni á morðinu á Olof Palme vegna almennrar óánægju með störf hans.


  • 5. febrúar - Sojús TM-2 var skotið á loft með tveimur geimförum sem áttu að dvelja langan tíma í geimstöðinni Mír.


  • 9. febrúar - Fyrsti þáttur Spaugstofunnar var sýndur í Ríkissjónvarpinu.


  • 11. febrúar - Breska flugfélagið British Airways var einkavætt og skráð í Kauphöllina í London.


  • 14. febrúar - Íslenska kvikmyndin Skytturnar var frumsýnd.


  • 16. febrúar - Réttarhöld yfir John Demjanjuk hófust í Jerúsalem, en hann var sakaður um grimmdarverk í fangabúðunum í Treblinka. Ekkert sannaðist á hann.


  • 20. febrúar - Önnur sprengja Unabomber sprakk fyrir utan tölvuverslun í Salt Lake City.


  • 22. febrúar - Sýrlandsher hélt inn í Vestur-Beirút í Líbanon.


  • 23. febrúar - Konur voru fulltrúar á búnaðarþingi í fyrsta sinn. Þær voru Ágústa Þorkelsdóttir og Annabella Harðardóttir.


  • 23. febrúar - SN 1987A, fyrsta sprengistjarnan sem sést með berum augum frá 1604.


  • 25. febrúar - Fosfórítstríðið hófst í Eistlandi.


  • 26. febrúar - Íran-Kontrahneykslið: Towernefndin ávítti Bandaríkjaforseta fyrir að hafa ekki stjórn á starfsliði þjóðaröryggisráðsins.


Mars |




Breska ferjan Herald of Free Enterprise.



  • 2. mars - Chrysler Corporation eignaðist bílaframleiðandann American Motors.


  • 6. mars - 193 fórust þegar bresku ferjunni Herald of Free Enterprise hvolfdi í höfninni í Zeebrugge í Belgíu.


  • 7. mars - Lieyu-fjöldamorðin: Tævanski herinn myrti 19 óvopnaða flóttamenn frá Víetnam sem tóku land á eyjunni Litlu Kinmen.


  • 9. mars - Plata U2 The Joshua Tree kom út.


  • 10. mars - Boforshneykslið: Sænska ríkisstjórnin var sökuð um vopnasmygl vegna sölu á fallbyssum til Indlands.


  • 12. mars - Söngleikurinn Vesalingarnir var frumsýndur á Broadway í New York-borg.


  • 13. mars - 12 verkamenn létust þegar kviknaði í tankskipinu Elisabetta Montanari í Ravenna á Ítalíu.


  • 14. mars - Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði níu manns af Barðanum sem hafði strandað við Dritvík á Snæfellsnesi.


  • 17. mars - Alþingi samþykkti ný lög, sem afnámu prestskosningar að mestu. Þær höfðu verið tíðkaðar frá 1886.


  • 23. mars - Bandaríska sápuóperan The Bold & the Beautiful hóf göngu sína á CBS.


  • 24. mars - Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra var sakaður um að vantelja greiðslur til sín frá Hafskipum og sagði af sér þess vegna.


  • 24. mars - Michael Eisner og Jacques Chirac undirrituðu samkomulag um byggingu Euro Disney (nú Disneyland Paris).


Apríl |



  • 1. apríl - Taílensk-austurríski orkudrykkurinn Red Bull kom á markað í Austurríki.


  • 12. apríl - V. P. Singh, varnarmálaráðherra Indlands, sakaði Bofors um að hafa greitt 145 milljónir sænskra króna í mútur vegna vopnasölu til Indlands.


  • 13. apríl - Portúgal og Alþýðulýðveldið Kína undirrituðu samkomulag um að stjórn Maká gengi til Kína árið 1999.


  • 14. apríl - Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli var vígð.


  • 19. apríl - Teiknimyndaþættirnir Simpsonfjölskyldan hófu göngu sína í The Tracey Ullman Show.


  • 22. apríl - Gro Harlem Brundtland, formaður nefndar Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, skilaði skýrslunni Our Common Future þar sem hugtakið sjálfbær þróun kom fyrir.


  • 25. apríl - Alþingiskosningar voru haldnar, þær fyrstu samkvæmt nýjum kosningalögum sem var ætlað að jafna hlut flokka með uppbótarþingmönnum þrátt fyrir misvægi atkvæða eftir kjördæmum.


  • 26. apríl - Sænska fyrirtækið SAAB kynnti orrustuþotuna Saab 39 Gripen.


Maí |




USS Stark.



  • 8. maí - Á Norður-Írlandi sat breska sérsveitin (SAS) fyrir Austur-Tyrone-herdeild IRA, 8 manns, og drap þá.


  • 9. maí - Iljúsín Il-62-flugvél frá Polskie Linie Lotnicze LOT hrapaði í skógi í Póllandi. 183 létust.


  • 11. maí - Klaus Barbie fór fyrir rétt í Lyon sakaður um stríðsglæpi.


  • 14. maí - Sitiveni Rabuka leiddi herforingjauppreisn á Fídjieyjum.


  • 15. maí - John Travolta kvikmyndaleikari kom til Íslands ásamt fríðu föruneyti.


  • 17. maí - Bandaríska herskipið USS Stark varð fyrir tveimur Exocet-flugskeytum frá Íraksher.


  • 22. maí - Hashimpura-fjöldamorðin: 42 ungir múslimar voru myrtir af lögreglumönnum í Meerut á Indlandi.


  • 22. maí - Fyrsta heimsbikarmótið í ruðningi fór fram á Nýja-Sjálandi.


  • 23. maí - Hannes Hlífar Stefánsson varð heimsmeistari sveina í skák, 14 ára gamall.


  • 25. maí - Mesti jarðskjálfti á Suðurlandi síðan 1912 varð í Vatnafjöllum, suður af Heklu, 5,7 stig.


  • 27. maí - Yfir 800.000 manns komu sér fyrir á Golden Gate-brúnni við San Francisco til að fagna 50 ára afmæli hennar.


  • 28. maí - 18 ára vesturþýskur maður, Mathias Rust, lenti smáflugvél á Rauða torginu í Moskvu án þess að sovésk loftvarnarkerfi yrðu hans vör.


Júní |




Reagan heldur ræðu við Berlínarmúrinn.



  • 3. júní - Verkamannaflokkur Vanúatú var stofnaður.


  • 6. júní - Keflavíkurganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.


  • 11. júní - Margaret Thatcher varð fyrsti breski forsætisráðherrann í 160 ár, til að vinna þrennar þingkosningar í röð.


  • 12. júní - Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar, hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun ráðhúss fyrir Reykjavík.


  • 12. júní - Ronald Reagan hélt fræga ræðu í Vestur-Berlín þar sem hann sagði meðal annars „Herra Gorbatsjev, rífðu þennan vegg niður“.


  • 12. júní - Norska stórþingið samþykkti lög um Samaþingið.


  • 14. júní - Söngvabyltingin hófst í Lettlandi.


  • 15. júní - Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði hélt fyrsta uppboðið á ferskum fiski á Íslandi og þótti þetta merk nýjung.


  • 17. júní - Síðasti spörfuglinn af tegundinni Ammodramus maritimus nigrescens dó.


  • 19. júní - Ríkisútvarpið flutti frá Skúlagötu í nýtt húsnæði í Efstaleiti.


  • 19. júní - 18 létust í sprengjutilræði á vegum ETA.


  • 28. júní - Íraskar sprengjuflugvélar vörpuðu sinnepsgassprengjum á íranska bæinn Sardasht.


  • 30. júní - Kanada tók upp eins dals mynt með mynd af himbrima.


Júlí |




Docklands Light Railway.



  • 1. júlí - Hveragerði fékk kaupstaðarréttindi.


  • 1. júlí - Einingarlög Evrópubandalagsins voru samþykkt.


  • 4. júlí - Allir hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu: Geiradalshreppur, Reykhólahreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur sameinuðust undir nafni Reykhólahrepps.


  • 4. júlí - Klaus Barbie var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni.


  • 5. júlí - Bjarni Arason sigraði Látúnsbarkakeppni Stuðmanna sem haldin var í Tívolíinu í Hveragerði. Keppninni var sjónvarpað beint á RÚV.


  • 6. júlí - Sænska rokkhljómsveitin Europe hélt vel sótta tónleika í Laugardalshöll.


  • 8. júlí - Ríkisstjórn undir forsæti Þorsteins Pálssonar settist að völdum og sat í rúmt ár.


  • 11. júlí - Einar Vilhjálmsson setti Norðurlandamet í spjótkasti, 82,96 metra á landsmóti UMFÍ á Húsavík. Keppt var með nýrri gerð af spjóti.


  • 11. júlí - Fjöldi manna er talinn hafa náð 5 milljörðum þennan dag.


  • 12. júlí - Konami sendi frá sér tölvuleikinn Metal Gear.


  • 17. júlí - Dow Jones-vísitalan náði 2.500 stigum í fyrsta sinn við lokun markaða.


  • 21. júlí - Héðinn Steingrímsson vann heimsmeistaramót barna 12 ára og yngri í skák.


  • 21. júlí - Fyrsta hljómplata bandarísku þungarokksveitarinnar Guns N' Roses, Appetite for Destruction, kom út.


  • 22. júlí - Palestínski skopmyndateiknarinn Naji al-Ali var skotinn í London.


  • 27. júlí - Ísafjarðarkirkja stórskemmdist í bruna. Kirkjan var bárujárnsklætt timburhús og var vígð árið 1863.


  • 31. júlí - 400 pílagrímar létust í átökum milli íranskra pílagríma og öryggissveita í Sádí-Arabíu.


  • 31. júlí - Elísabet 2. vígði léttlestarkerfið Docklands Light Railway.


Ágúst |



  • 7. ágúst - Bandaríska sundkonan Lynne Cox synti yfir Beringssund, milli eyjanna Little Diomede í Alaska og Ratmanoveyjar í Sovétríkjunum.


  • 9. ágúst - Mosfellshreppur fékk kaupstaðarréttindi og varð Mosfellsbær.


  • 9. ágúst - Hoddle Street-fjöldamorðin: Julian Knight, 19 ára, skaut 7 til bana og særði 19 í úthverfi Melbourne í Ástralíu.


  • 10. ágúst - Sænsk-svissneska véltæknifyrirtækið ABB varð til við sameiningu Asea og Brown Boveri.


  • 13. ágúst - Verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð í Reykjavík, en hún var reist þar sem áður hét Kringlumýri. Um 40 þúsund manns komu þangað fyrsta daginn.


  • 16. ágúst - Northwest Airlines flug 255 hrapaði í flugtaki á Detroit-flugvelli með þeim afleiðingum að allir um borð, 156 manns, fórust, nema eitt fjögurra ára barn.


  • 17. ágúst - Rudolf Hess fannst látinn í fangaklefa sínum í Spandau-fangelsinu.


  • 19. ágúst - Hungerford-fjöldamorðin: Michael Ryan skaut 16 manns til bana í Bretlandi.


  • 19. ágúst - Konur gátu í fyrsta sinn fengið sokkabandsorðuna í Bretlandi.


  • 31. ágúst - Léttlestarkerfið Docklands Light Railway var opnað í London.


  • 31. ágúst - Sjöunda hljómplata Michael Jackson, Bad, kom út.


September |




Ronald Reagan tekur á móti Jóhannesi Páli 2. páfa við komuna til Bandaríkjanna.



  • 2. september - Réttarhöld hófust yfir Mathias Rust sem lenti í óleyfi á Rauða torginu í Moskvu.


  • 3. september - Herforinginn Pierre Buyoya steypti forseta Búrúndí, Jean-Baptiste Bagaza, af stóli.


  • 5. september - Háskólinn á Akureyri var stofnaður.


  • 8. september - Þingkosningar fóru fram í Danmörku.


  • 8. september - Fimmtíu króna mynt með mynd af bogakrabba var sett í umferð á Íslandi.


  • 13. september - Skransafnarar fundu geislavirk efni í yfirgefnum spítala í Goiânia í Brasilíu. Í kjölfarið létust fjórir vegna geislaeitrunar og hundruð reyndust hafa orðið fyrir geislun.


  • 15. september - Jóhannes Páll 2. páfi kom í opinbera heimsókn til Los Angeles í Bandaríkjunum.


  • 17. september - Jóhannes Páll 2. páfi kom í opinbera heimsókn til San Francisco í Bandaríkjunum.


  • 17. september - Fréttaþátturinn 19:19 hóf göngu sína á Stöð 2.


  • 22. september - Bandarísku gamanþættirni Fullt hús hófu göngu sína á ABC.


  • 25. september - Mongstadhneykslið: Statoil tilkynnti að framkvæmdir við olíuhreinsistöð í Mongstad færu 3,8 milljarða fram úr áætlun.


  • 27. september - Þjóðernissinnaði íhaldsflokkurinn Magyar Demokrata Fórum var stofnaður í Ungverjalandi.


  • 28. september - Önnur leikna þáttaröð Star Trek-þáttanna, Star Trek: Næsta kynslóð, hóf göngu sína í Bandaríkjunum.


  • 29. september - Myndasögutímaritið Andrés Önd kom í fyrsta sinn út á samísku undir heitinu Vulle Vuojas.


Október |




Eyðilegging eftir ofviðrið í Englandi 1987.



  • 1. október - Sjónvarpið hóf útsendingar alla daga vikunnar.


  • 3. október - Fríverslunarsamningur Kanada og Bandaríkjanna var gerður.


  • 6. október - Sænski njósnarinn Stig Bergling slapp úr fangelsi og flúði frá Svíþjóð með eiginkonu sinni. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Sten Wickbom, af sér.


  • 7. október - Síkar lýstu yfir sjálfstæði Kalistans á Indlandi.


  • 11. október - Spænsk þota varð eldsneytislaus í grennd við Ísland og nauðlenti á hafinu um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi. Sex mönnum var bjargað úr gúmmíbjörgunarbát um borð í Þorlák ÁR.


  • 13. október - Kýrin Harpa synti yfir Önundarfjörð frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal á flótta þegar leiða átti hana til slátrunar. Eftir sundafrekið var hún nefnd Sæunn og fékk að lifa lengur.


  • 15. október - Forseti Búrkína Fasó, Thomas Sankara, var myrtur ásamt tólf öðrum í valdaráni Blaise Compaoré.


  • 15.-16. október - Ofviðrið í Englandi 1987: 23 létust í Suður-Englandi þegar stormur gekk yfir landið.


  • 17. október - Brasilísk hjón voru tekin föst í Hveragerði með mesta magn kókaíns, sem fundist hafði í einu lagi á Íslandi, 450 grömm.


  • 19. október - Mikið hrun á verðbréfavísitölunni Dow Jones leiddi til mikils hruns á vísitölum um allan heim á næstu dögum.


  • 19. október - Bandarísk herskip eyðilögðu tvo íranska olíuborpalla í Persaflóa.


  • 19. október - 102 létust þegar tvær farþegalestir skullu saman við Djakarta í Indónesíu.


  • 23. október - Enski knapinn Lester Piggott var dæmdur í 2ja ára fangelsi fyrir skattsvik.


  • 23. október - Stórmynd Bernardo Bertolucci, Síðasti keisarinn, var frumsýnd.


  • 24. október - Tvö af virtustu tónlistarblöðum í Bretlandi höfðu Sykurmolana á forsíðu sinni og stuðlaði það að því að plata þeirra seldist í milljón eintökum.


  • 28. október - Þáttur Hermanns Gunnarssonar, Á tali hjá Hemma Gunn, hóf göngu sína í Sjónvarpinu.


Nóvember |




Eldsvoðinn á King's Cross í London.



  • 7. nóvember - Zine El Abidine Ben Ali varð forseti Túnis þegar Habib Bourguiba var steypt af stóli.


  • 7. nóvember - Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins.


  • 8. nóvember - Sprengjutilræðið í Enniskillen: Ellefu létust í sprengjutilræði IRA í Enniskillen á Norður-Írlandi.


  • 12. nóvember - Metsöluplata Bjartmars Guðlaugssonar, Í fylgd með fullorðnum, kom út.


  • 12. nóvember - Fyrsti Kentucky Fried Chicken-staðurinn var opnaður í Beijing í Kína.


  • 15. nóvember - Brașov-uppreisnin hófst í Rúmeníu.


  • 18. nóvember - Eldsvoðinn í King's Cross: 31 lést í eldsvoða í neðanjarðarlestarstöðinni við King's Cross í London.


  • 18. nóvember - Íran-Kontrahneykslið: Þingnefndir lýstu því yfir að Ronald Reagan bæri ábyrgð á vopnasendingum.


  • 20. nóvember - Stjórn Statoil í Noregi sagði af sér vegna Mongstadhneykslisins.


  • 28. nóvember - South African Airways flug 295 hrapaði í Indlandshaf við Máritíus. Allir um borð fórust.


  • 29. nóvember - Félagið Ísland-Palestína var stofnað.


  • 29. nóvember - Korean Air flug 858 fórst og 115 létust þegar sprengja sprakk um borð. Norðurkóreskir útsendarar höfðu komið henni fyrir.


Desember |




Reagan og Gorbatsjev undirrita samninginn um útrýmingu skammdrægra eldflauga.



  • 2. desember - Málflutningur í málinu Hustler Magazine gegn Falwell fór fram fyrir hæstarétti Bandaríkjanna.


  • 8. desember - Stofnuð voru samtökin Ný dögun um sorg og sorgarviðbrögð.


  • 8. desember - Samningur um útrýmingu skammdrægra eldflauga á landi var undirritaður af Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Hvíta húsinu í Washington.


  • 8. desember - Fyrsta palestínska uppreisnin gegn hernámi Ísraelshers á Vesturbakkanum og Gasaströndinni hófst.


  • 9. desember - Windows 2.0 kom út. Meðal nýjunga var að gluggar gátu náð yfir hvern annan.


  • 12. desember - Hótel Ísland var tekið í notkun með 90 ára afmælisveislu Blaðamannafélagsins.


  • 14. desember - Í Noregi voru sett lög um 40% kynjakvóta í öllum opinberum nefndum, stjórnum og ráðum.


  • 16. desember - Stórréttarhöldunum í Palermó lauk með því að 19 mafíuforingjar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi.


  • 17. desember - Gustáv Husák sagði af sér sem aðalritari tékkneska kommúnistaflokksins.


  • 18. desember - Tölvuleikurinn Final Fantasy kom út í Japan.


  • 18. desember - Larry Wall bjó til forritunarmálið Perl.


  • 20. desember - Yfir 4000 manns fórust þegar filippeyska farþegaskipið Dona Paz brann og sökk eftir árekstur.


  • 22. desember - Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík gekk í gildi og leysti af hólmi aðra, sem var meira en hálfrar aldar gömul.


  • 31. desember - TV3 hóf starfsemi í Danmörku.


Ódagsettir atburðir |



  • Hamassamtökin voru stofnuð í Palestínu.

  • Íslenska hljómsveitin Nýdönsk var stofnuð.


Fædd |



  • 10. janúar - César Cielo, brasilískur sundmaður.


Lily Donaldson



  • 27. janúar - Lily Donaldson, ensk fyrirsæta.


  • 2. febrúar - Giuseppe Rossi, ítalskur knattspyrnumaður.


  • 21. febrúar - Anthony Walker, breskur námsmaður (d. 2005).


  • 1. mars - Sammie, bandarískur söngvari.


  • 2. mars - Guðmundur Óskar Guðmundsson, íslenskur bassaleikari og hljómborðsleikari (Hjaltalín, Jeff Who?).


  • 9. apríl - Jesse McCartney, bandarískur söngvari og leikari.


  • 22. maí - Novak Djokovic, serbneskur tennisleikari.


  • 24. júní - Lionel Messi, argentinskur knattspyrnumadur.


  • 18. ágúst - Haraldur Leví Gunnarsson, íslenskur trommuleikari.


  • 25. ágúst - Amy MacDonald, skosk söngkona.


  • 22. september - Tom Felton, breskur leikari.


  • 18. október - Zac Efron, bandarískur söngvari og leikari.


  • 5. nóvember - Kevin Jonas, bandarískur tónlistarmaður.


  • 23. nóvember - Kasia Struss, pólsk fyrirsæta.


Dáin |



  • 2. febrúar - Alistair MacLean, skoskur rithöfundur (f. 1922).


  • 4. febrúar - Liberace, bandarískur skemmtikraftur (f. 1919).


  • 4. febrúar - Carl Rogers, bandarískur sálfræðingur (f. 1902).


  • 7. febrúar - Claudio Villa, ítalskur söngvari (f. 1926).



Andy Warhol.



  • 22. febrúar - Andy Warhol, bandarískur listamaður (f. 1928).


  • 1. mars - Bertrand de Jouvenel, franskur rithöfundur (f. 1903).


  • 11. apríl - Primo Levi, ítalskur efnafræðingur (f. 1919).


  • 14. maí - Rita Hayworth, bandarísk leikkona (f. 1918).


  • 18. júní - Harold F. Cherniss, bandarískur fornfræðingur (f. 1904).


  • 18. júní - Tryggvi Ófeigsson, íslenskur útgerðarmaður (f. 1896).


  • 22. júní - Fred Astaire, bandarískur dansari og leikari (f. 1899).


  • 25. júlí - Ásgeir Blöndal Magnússon, málfræðingur og orðabókarhöfundur (f. 1909).


  • 17. ágúst - Rudolf Hess, varamaður Adolfs Hitlers í Þýskalandi nasismans (f. 1894).


  • 19. september - Einar Gerhardsen, forsætisráðherra Noregs (f. 1897).


  • 22. september - Hákun Djurhuus, færeyskur stjórnmálamaður (f. 1908).


  • 19. október - Jacqueline Du Pré, enskur sellóleikari (f. 1945).


  • 20. október - Andrej Kolmogorov, rússneskur stærðfræðingur (f. 1903).


  • 24. desember - Ragnar H. Ragnar, íslenskt tónskáld (f. 1898).


Nóbelsverðlaunin |



  • Eðlisfræði - J. Georg Bednorz, K. Alexander Müller


  • Efnafræði - Donald J Cram, Jean-Marie Lehn, Charles J Pedersen


  • Læknisfræði - Susumu Tonegawa


  • Bókmenntir - Joseph Brodsky


  • Friðarverðlaun - Oscar Arias Sanchez


  • Hagfræði - Robert Solow



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=1987&oldid=1619804“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.196","walltime":"0.260","ppvisitednodes":"value":3391,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":4638,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1411,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 54.409 1 Snið:Ár_nav","100.00% 54.409 1 -total"," 88.80% 48.314 16 Snið:Dr"," 80.99% 44.064 16 Snið:Dr-make"," 35.63% 19.388 16 Snið:Drep"," 23.56% 12.821 16 Snið:Dr-logno"," 9.61% 5.227 16 Snið:Dr-yr"],"cachereport":"origin":"mw1321","timestamp":"20190318223229","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":409,"wgHostname":"mw1321"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Slayer Innehåll Historia | Stil, komposition och lyrik | Bandets betydelse och framgångar | Sidoprojekt och samarbeten | Kontroverser | Medlemmar | Utmärkelser och nomineringar | Turnéer och festivaler | Diskografi | Referenser | Externa länkar | Navigeringsmenywww.slayer.net”Metal Massacre vol. 1””Metal Massacre vol. 3””Metal Massacre Volume III””Show No Mercy””Haunting the Chapel””Live Undead””Hell Awaits””Reign in Blood””Reign in Blood””Gold & Platinum – Reign in Blood””Golden Gods Awards Winners”originalet”Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Looks Back On 37-Year Career In New Video Series: Part Two””South of Heaven””Gold & Platinum – South of Heaven””Seasons in the Abyss””Gold & Platinum - Seasons in the Abyss””Divine Intervention””Divine Intervention - Release group by Slayer””Gold & Platinum - Divine Intervention””Live Intrusion””Undisputed Attitude””Abolish Government/Superficial Love””Release “Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer” by Various Artists””Diabolus in Musica””Soundtrack to the Apocalypse””God Hates Us All””Systematic - Relationships””War at the Warfield””Gold & Platinum - War at the Warfield””Soundtrack to the Apocalypse””Gold & Platinum - Still Reigning””Metallica, Slayer, Iron Mauden Among Winners At Metal Hammer Awards””Eternal Pyre””Eternal Pyre - Slayer release group””Eternal Pyre””Metal Storm Awards 2006””Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Bullet-For My Valentine booed at Metal Hammer Golden Gods Awards””Unholy Aliance””The End Of Slayer?””Slayer: We Could Thrash Out Two More Albums If We're Fast Enough...””'The Unholy Alliance: Chapter III' UK Dates Added”originalet”Megadeth And Slayer To Co-Headline 'Canadian Carnage' Trek”originalet”World Painted Blood””Release “World Painted Blood” by Slayer””Metallica Heading To Cinemas””Slayer, Megadeth To Join Forces For 'European Carnage' Tour - Dec. 18, 2010”originalet”Slayer's Hanneman Contracts Acute Infection; Band To Bring In Guest Guitarist””Cannibal Corpse's Pat O'Brien Will Step In As Slayer's Guest Guitarist”originalet”Slayer’s Jeff Hanneman Dead at 49””Dave Lombardo Says He Made Only $67,000 In 2011 While Touring With Slayer””Slayer: We Do Not Agree With Dave Lombardo's Substance Or Timeline Of Events””Slayer Welcomes Drummer Paul Bostaph Back To The Fold””Slayer Hope to Unveil Never-Before-Heard Jeff Hanneman Material on Next Album””Slayer Debut New Song 'Implode' During Surprise Golden Gods Appearance””Release group Repentless by Slayer””Repentless - Slayer - Credits””Slayer””Metal Storm Awards 2015””Slayer - to release comic book "Repentless #1"””Slayer To Release 'Repentless' 6.66" Vinyl Box Set””BREAKING NEWS: Slayer Announce Farewell Tour””Slayer Recruit Lamb of God, Anthrax, Behemoth + Testament for Final Tour””Slayer lägger ner efter 37 år””Slayer Announces Second North American Leg Of 'Final' Tour””Final World Tour””Slayer Announces Final European Tour With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Tour Europe With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Play 'Last French Show Ever' At Next Year's Hellfst””Slayer's Final World Tour Will Extend Into 2019””Death Angel's Rob Cavestany On Slayer's 'Farewell' Tour: 'Some Of Us Could See This Coming'””Testament Has No Plans To Retire Anytime Soon, Says Chuck Billy””Anthrax's Scott Ian On Slayer's 'Farewell' Tour Plans: 'I Was Surprised And I Wasn't Surprised'””Slayer””Slayer's Morbid Schlock””Review/Rock; For Slayer, the Mania Is the Message””Slayer - Biography””Slayer - Reign In Blood”originalet”Dave Lombardo””An exclusive oral history of Slayer”originalet”Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Jeff Hanneman”originalet”Thinking Out Loud: Slayer's Kerry King on hair metal, Satan and being polite””Slayer Lyrics””Slayer - Biography””Most influential artists for extreme metal music””Slayer - Reign in Blood””Slayer guitarist Jeff Hanneman dies aged 49””Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer””Gateway to Hell: A Tribute to Slayer””Covered In Blood””Slayer: The Origins of Thrash in San Francisco, CA.””Why They Rule - #6 Slayer”originalet”Guitar World's 100 Greatest Heavy Metal Guitarists Of All Time”originalet”The fans have spoken: Slayer comes out on top in readers' polls”originalet”Tribute to Jeff Hanneman (1964-2013)””Lamb Of God Frontman: We Sound Like A Slayer Rip-Off””BEHEMOTH Frontman Pays Tribute To SLAYER's JEFF HANNEMAN””Slayer, Hatebreed Doing Double Duty On This Year's Ozzfest””System of a Down””Lacuna Coil’s Andrea Ferro Talks Influences, Skateboarding, Band Origins + More””Slayer - Reign in Blood””Into The Lungs of Hell””Slayer rules - en utställning om fans””Slayer and Their Fans Slashed Through a No-Holds-Barred Night at Gas Monkey””Home””Slayer””Gold & Platinum - The Big 4 Live from Sofia, Bulgaria””Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Kerry King””2008-02-23: Wiltern, Los Angeles, CA, USA””Slayer's Kerry King To Perform With Megadeth Tonight! - Oct. 21, 2010”originalet”Dave Lombardo - Biography”Slayer Case DismissedArkiveradUltimate Classic Rock: Slayer guitarist Jeff Hanneman dead at 49.”Slayer: "We could never do any thing like Some Kind Of Monster..."””Cannibal Corpse'S Pat O'Brien Will Step In As Slayer'S Guest Guitarist | The Official Slayer Site”originalet”Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Kerrang! Awards 2006 Blog: Kerrang! Hall Of Fame””Kerrang! Awards 2013: Kerrang! Legend”originalet”Metallica, Slayer, Iron Maien Among Winners At Metal Hammer Awards””Metal Hammer Golden Gods Awards””Bullet For My Valentine Booed At Metal Hammer Golden Gods Awards””Metal Storm Awards 2006””Metal Storm Awards 2015””Slayer's Concert History””Slayer - Relationships””Slayer - Releases”Slayers officiella webbplatsSlayer på MusicBrainzOfficiell webbplatsSlayerSlayerr1373445760000 0001 1540 47353068615-5086262726cb13906545x(data)6033143kn20030215029