Skip to main content

Svartidauði Efnisyfirlit Uppruni og smitleiðir | Dánartíðni | Útbreiðsla sjúkdómsins | Viðbrögð almennings | Eftir Svarta dauða | Tengt efni | Tilvísanir | Tenglar | Leiðsagnarval„Svarti dauði“, Lesbók Morgunblaðsins 1935„Svartidauði“, Fálkinn 1961

Farsóttir


heimsfaraldurEvrópu14. öldKýlapestrottum13481350messuvínBýsansMiðjarðarhafplágaMið-AsíuSilkiveginumXenopsylla cheopissmitberilungnapestkýlapestblóðeitrunKaffaKrímskaga1347Gengis KanMongólaKonstantínópelSikiley1347GenóvaMessínasjúkdómurFrakklandiGuðihelgigöngursjálfspískararKlemens VIGyðingarSolothurnZofingenStuttgartStrassburgMainzEnglandiJátvarður 1.129013481349NoregiPlágan mikla










Svartidauði


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search


„Svartidauði“ getur einnig átt við Brennivín.


Greftrun fórnarlamba svarta dauða í Tournai. Smámynd úr "The Chronicles of Gilles Li Muisis" (1272-1352)


Svartidauði var einn skæðasti heimsfaraldur sögunnar og náði hámarki í Evrópu um miðja 14. öld. Almennt er talið að sýkillinn hafi verið bakterían Yersinia pestis sem veldur Kýlapest. Margir telja að sjúkdómurinn hafi borist frá Asíu og breiðst út með rottum. Áætlað hefur verið að um 75 milljónir manna alls hafi látist úr farsóttinni, þar af í Evrópu 25–30 milljónir, eða þriðjungur til helmingur íbúa álfunnar á þeim tíma.


Pestin gekk um alla Evrópu á árunum 1348–1350 en barst þó ekki til Íslands þá, sennilega einfaldlega vegna þess að engin skip komu til Íslands þau tvö ár sem pestin geisaði á Norðurlöndum og í Englandi. Ýmist tókst ekki að manna skipin vegna fólksfæðar eða þá að skipverjar dóu á leiðinni og skipin komust aldrei alla leið. Töluverður vöruskortur var í landinu vegna siglingaleysis og er meðal annars sagt að leggja hafi þurft niður altarisgöngur um tíma af því að prestar höfðu ekki messuvín.


Pestin kom aftur upp rétt eftir aldamótin 1400 á Ítalíu og breiddist út til ýmissa landa en varð þó líklega hvergi viðlíka faraldur og á Íslandi, þar sem hún gekk 1402–1404. Sóttin gaus aftur upp í Evrópu hvað eftir annað fram á 18. öld en varð þó aldrei eins skæð og þegar hún gekk fyrst yfir.


Á síðari tímum hafa komið fram efasemdir um að plágubakterían hafi valdið svartadauða á Íslandi. Ástæðurnar eru meðal annars þær að svartidauði fór um Ísland eins og eldur í sinu þó að landið væri laust við rottur, að útbreiðsla sjúkdómsins var einum mánuði of snemma[1][2].




Efnisyfirlit





  • 1 Uppruni og smitleiðir


  • 2 Dánartíðni


  • 3 Útbreiðsla sjúkdómsins


  • 4 Viðbrögð almennings


  • 5 Eftir Svarta dauða


  • 6 Tengt efni


  • 7 Tilvísanir


  • 8 Tenglar




Uppruni og smitleiðir |




Sýkillinn Yersinia pestis.


Elsta dæmið um faraldur sem talinn er hafa verið af völdum Yersinia pestis er drepsótt sem gekk um Býsans á 6. öld og barst þaðan til ýmissa hafnarborga við Miðjarðarhaf en fátt er vitað um frekari útbreiðslu hennar. Hún tók sig nokkrum sinnum upp aftur á næstu öldum en eftir miðja 8. öld virðist engin meiri háttar drepsótt hafa gengið um Evrópu fyrr en Svarti dauði gekk um miðja 14. öld. Farsóttin var kölluð „plága“ en það voru einnig margir aðrir sjúkdómar kallaðir á þessum tíma.


Pestin er oftast talin upprunnin í Mið-Asíu og hefur borist þaðan yfir gresjurnar með kaupmönnum. Aðrar tilgátur hafa þó komið fram um upprunann og hefur Norður-Indland verið nefnt til og Afríka einnig. Hvað sem því líður var pestin á miðöldum landlæg í nagdýrum í Mið-Asíu og barst þaðan bæði til austurs og vesturs með kaupmönnum eftir Silkiveginum.


Rottuflóin, Xenopsylla cheopis var skæður smitberi. Ef hýsill flónna dó og þær höfðu engan annan hýsil til að leita í af sömu tegund þurftu þær að fara á menn til að fleyta sér áfram. Mennirnir smituðust í kjölfarið og gátu þá mannaflær farið að smita manna á milli.



Dánartíðni |


Svartidauði var að öllum líkindum þrískipt sótt sem gat komið fram ýmist sem lungnapest, kýlapest og nokkurs konar blóðeitrun. Létust 60-75% af þeim sem fengu kýlapestina, 90-95% þeirra sem greindust með lungnapestina en nær allir sem fengu blóðsýkinguna, en hún var sjaldgæfust. Oft er talið að um það bil þriðjungur af íbúum Evrópu hafi látist af völdum svartadauða en allar tölur eru þó mjög óvissar og fræðimenn hafa komist að ólíkum niðurstöðum um dánarhlutfall.


Giskað hefur verið á að íbúar Evrópu hafi fyrir plágu verið um 80 milljónir og hafði fjöldi þeirra tvöfaldast á 300 árum. Sé sú tilgáta rétt að þriðjungur þeirra hafi látist í plágunni er heildarfjöldi látinna 27 milljónir.



Útbreiðsla sjúkdómsins |




Útbreiðsla Svarta dauða um Evrópu.


Lungnapestin braust út í verslunarbænum Kaffa á Krímskaga árið 1347. Þar sem Kaffa var miðstöð viðskipta og verslunar var leiðin greið fyrir rottur að ferðast þaðan með skipum og bera sjúkdóminn með sér. Einnig lágu verslunarleiðir til Asíu frá tímum heimsveldis Gengis Kan og Mongóla. Þær lágu yfir slétturnar víðáttumiklu milli Rússlands og Kyrrahafsins, þar sem pestin var landlæg í nagdýrum. Því má segja að það hafi ekki verið nein tilviljun að sjúkdómurinn hafi blossað upp í Kaffa.


Líklegast er að svartidauði hafi svo borist með skipum frá Kaffa vestur til Evrópu, fyrst til Konstantínópel og þaðan lengra inn á meginlandið. Vitað er að pestin kom upp á Sikiley 1347 og hafði borist þangað með kaupmönnum frá Genúa. Munkurinn Mikael Pletensis sagði um pestina: „... 12 skip frá Genóva, sem flýðu undan refsingu þeirri sem Drottinn hafði lagt á menn vegna synda þeirra, komu til hafnar í Messína. Með þeim barst sjúkdómur sem var svo smitnæmur að ef menn svo mikið sem töluðu við þá sýktust þeir af banvænum sjúkdómi ...“.


Þegar íbúar Messína sáu hvað sóttin var skæð gripu þeir til sinna ráða. Fólkið streymdi út úr borginni og settist að í skógum, en aðrir leituðu hælis í borginni Cataníu. Voru heimili sjúklingana skilin eftir ósnert þrátt fyrir að þau væru full að auðævum og skildu foreldrar við sig sjúk börn sín. Engin áhætta var tekin.


Þeir sem náðu til Cataníu dóu stuttu síðar á sjúkrahúsum af völdum veikinnar og skildu íbúa borgarinnar eftir skelfingu lostna. Í hræðslu sinni neituðu þeir að sjúklingarnir yrðu grafnir í borginni. Fyrirskipaði þá biskupinn að líkin skyldu sett í djúpar gryfjur fyrir utan borgarmúrana. Á eyjunum við Ítalíu og Ítalíu sjálfri er talið að um það bil 75% íbúa hafi látið lífið í þessum skelfilegu hamförum.


Frá Ítalíu breiddist plágan um alla Evrópu, bæði í suður- og vesturátt. Talið er að ástandið í Frakklandi hafi verið mjög svipað og á Ítalíu en þar geisaði pestin í eitt og hálft ár.



Viðbrögð almennings |




Sjálfspískarar.


Enginn vissi hver orsök plágunnar var eða hvernig hún smitaðist. Þar sem almenningur hélt að svartidauði væri plága send frá Guði til að refsa fyrir syndir manna fyrirskipaði páfinn í kjölfarið að gengnar skyldu helgigöngur og sungnir helgisöngvar á tilteknum dögum. Þúsundir manna mættu í þessar göngur og margir gengu berfættir með svipur og slógu á bak sitt með svipu þar til blæddi. Voru þeir kallaðir flagellantarnir eða sjálfspískarar. Klemens VI páfi var meira að segja sjálfur viðstaddur sumar þessara ganga.


Sumstaðar var reynt að finna einhverja sem gætu átt sök á faraldinum. Einhverjir menn fundust með torkennilegt duft í fórum sér. Voru þeir sakaðir um að hafa eitrað drykkjarvatnið og brenndir á báli. Einnig voru menn á því að gyðingar hefðu eitrað brunnana og voru margir þeirra ofsóttir og brenndir. Aðrir voru á þeirri skoðun að vanskapaðir og bæklaðir ættu sökina og ráku þá burt.




Gyðingar brenndir á báli í Svarta dauða.


Í Þýskalandi er talið að fólksfækkun hafi verið 33-50% á seinni hluta 14. aldar. Þar var mikið um Gyðingamorð og sjálfspískun á tímum Svarta dauða. Sjálfspískararnir voru oft miklir Gyðingahatarar en Gyðingamorð voru algeng viðbrögð fólks við pestinni. Voru margir Gyðingar brenndir í Solothurn, Zofingen og Stuttgart svo eitthvað sé nefnt.


Samtímaheimildir herma að 16.000 Gyðingar hafi verið brenndir á þessum tíma í Strassburg einni en nútíma sagnfræðingar segja að þessi tala sé þó helmingi of há. Gyðingar reyndu þó á tíma að vera fyrri til og drápu 2000 kristna menn í Mainz. Svöruðu kristnir með því að drepa allt að 12.000 Gyðinga. Var ástandið orðið svo slæmt að Gyðingar voru farnir að brenna sig sjálfir inni til að lenda ekki í klóm þeirra kristnu.


Á Englandi er sömu sögu að segja af svartadauða en þó voru Gyðingar ekki drepnir þar, enda hafði Játvarður 1. rekið alla Gyðinga úr landi árið 1290. Svartidauði lét fyrst á sér kræla í Englandi í júnímánuði 1348 og gekk um landið þar til um haustið 1349. Þótt heimildir um fólksfjölda séu betri um England en um nokkurt annað land í álfunni er óvíst hver dánartalan var en nútímasagnfræðingar hafa sett fram kenningar um að allt frá 25-60% þjóðarinnar hafi fallið í valinn. Í Noregi er talið að um 60% landsmanna hafi dáið.



Eftir Svarta dauða |


Plágan gekk yfir Evrópu að mestu á þremur árum en það tók mun lengri tíma fyrir hana að berast til ýmissa útkjálka. Hún gekk svo aftur hvað eftir annað næstu aldirnar þótt aldrei yrðu faraldrarnir eins skæðir og Svarti dauði. Almennt er talið að Plágan mikla sem gekk í London 1665–1666 hafi verið síðasti meiri háttar faraldurinn. Plágan er þó alls ekki útdauð og enn koma upp minni háttar faraldrar í ýmsum þróunarlöndum.



Tengt efni |





 




Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
svartadauða






 

Einkennismerki Wikiorðabókar



Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Svartidauði



  • Svartidauði á Íslandi

  • Plágan síðari


Tilvísanir |




  1. J. Kelly, The Great Mortality, An Intimate History of the Black Death, the Most Devastating Plague of All Time, (New York, NY: Harper Collins, 2005), bls. 295.


  2. B. Gummer, The Scourging Angel: The Black Death in the British Isles, (London: Bodley Head, 2009).



Tenglar |


  • „Svarti dauði“, Lesbók Morgunblaðsins 1935

  • „Svartidauði“, Fálkinn 1961



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Svartidauði&oldid=1619092“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.108","walltime":"0.143","ppvisitednodes":"value":261,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":3161,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":353,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":6,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":730,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 85.927 1 -total"," 37.47% 32.193 1 Snið:Reflist"," 16.48% 14.160 1 Snið:Commonscat"," 8.38% 7.201 1 Snið:Commons"," 7.99% 6.869 1 Snið:Wiktionary"," 5.03% 4.323 1 Snið:Aðgreiningartengill1"," 4.13% 3.551 2 Snið:Smella"," 4.07% 3.501 1 Snið:Column-width"," 2.39% 2.057 1 Snið:Main_other"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.004","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":537681,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1303","timestamp":"20190227004753","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":119,"wgHostname":"mw1264"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Slayer Innehåll Historia | Stil, komposition och lyrik | Bandets betydelse och framgångar | Sidoprojekt och samarbeten | Kontroverser | Medlemmar | Utmärkelser och nomineringar | Turnéer och festivaler | Diskografi | Referenser | Externa länkar | Navigeringsmenywww.slayer.net”Metal Massacre vol. 1””Metal Massacre vol. 3””Metal Massacre Volume III””Show No Mercy””Haunting the Chapel””Live Undead””Hell Awaits””Reign in Blood””Reign in Blood””Gold & Platinum – Reign in Blood””Golden Gods Awards Winners”originalet”Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Looks Back On 37-Year Career In New Video Series: Part Two””South of Heaven””Gold & Platinum – South of Heaven””Seasons in the Abyss””Gold & Platinum - Seasons in the Abyss””Divine Intervention””Divine Intervention - Release group by Slayer””Gold & Platinum - Divine Intervention””Live Intrusion””Undisputed Attitude””Abolish Government/Superficial Love””Release “Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer” by Various Artists””Diabolus in Musica””Soundtrack to the Apocalypse””God Hates Us All””Systematic - Relationships””War at the Warfield””Gold & Platinum - War at the Warfield””Soundtrack to the Apocalypse””Gold & Platinum - Still Reigning””Metallica, Slayer, Iron Mauden Among Winners At Metal Hammer Awards””Eternal Pyre””Eternal Pyre - Slayer release group””Eternal Pyre””Metal Storm Awards 2006””Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Bullet-For My Valentine booed at Metal Hammer Golden Gods Awards””Unholy Aliance””The End Of Slayer?””Slayer: We Could Thrash Out Two More Albums If We're Fast Enough...””'The Unholy Alliance: Chapter III' UK Dates Added”originalet”Megadeth And Slayer To Co-Headline 'Canadian Carnage' Trek”originalet”World Painted Blood””Release “World Painted Blood” by Slayer””Metallica Heading To Cinemas””Slayer, Megadeth To Join Forces For 'European Carnage' Tour - Dec. 18, 2010”originalet”Slayer's Hanneman Contracts Acute Infection; Band To Bring In Guest Guitarist””Cannibal Corpse's Pat O'Brien Will Step In As Slayer's Guest Guitarist”originalet”Slayer’s Jeff Hanneman Dead at 49””Dave Lombardo Says He Made Only $67,000 In 2011 While Touring With Slayer””Slayer: We Do Not Agree With Dave Lombardo's Substance Or Timeline Of Events””Slayer Welcomes Drummer Paul Bostaph Back To The Fold””Slayer Hope to Unveil Never-Before-Heard Jeff Hanneman Material on Next Album””Slayer Debut New Song 'Implode' During Surprise Golden Gods Appearance””Release group Repentless by Slayer””Repentless - Slayer - Credits””Slayer””Metal Storm Awards 2015””Slayer - to release comic book "Repentless #1"””Slayer To Release 'Repentless' 6.66" Vinyl Box Set””BREAKING NEWS: Slayer Announce Farewell Tour””Slayer Recruit Lamb of God, Anthrax, Behemoth + Testament for Final Tour””Slayer lägger ner efter 37 år””Slayer Announces Second North American Leg Of 'Final' Tour””Final World Tour””Slayer Announces Final European Tour With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Tour Europe With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Play 'Last French Show Ever' At Next Year's Hellfst””Slayer's Final World Tour Will Extend Into 2019””Death Angel's Rob Cavestany On Slayer's 'Farewell' Tour: 'Some Of Us Could See This Coming'””Testament Has No Plans To Retire Anytime Soon, Says Chuck Billy””Anthrax's Scott Ian On Slayer's 'Farewell' Tour Plans: 'I Was Surprised And I Wasn't Surprised'””Slayer””Slayer's Morbid Schlock””Review/Rock; For Slayer, the Mania Is the Message””Slayer - Biography””Slayer - Reign In Blood”originalet”Dave Lombardo””An exclusive oral history of Slayer”originalet”Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Jeff Hanneman”originalet”Thinking Out Loud: Slayer's Kerry King on hair metal, Satan and being polite””Slayer Lyrics””Slayer - Biography””Most influential artists for extreme metal music””Slayer - Reign in Blood””Slayer guitarist Jeff Hanneman dies aged 49””Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer””Gateway to Hell: A Tribute to Slayer””Covered In Blood””Slayer: The Origins of Thrash in San Francisco, CA.””Why They Rule - #6 Slayer”originalet”Guitar World's 100 Greatest Heavy Metal Guitarists Of All Time”originalet”The fans have spoken: Slayer comes out on top in readers' polls”originalet”Tribute to Jeff Hanneman (1964-2013)””Lamb Of God Frontman: We Sound Like A Slayer Rip-Off””BEHEMOTH Frontman Pays Tribute To SLAYER's JEFF HANNEMAN””Slayer, Hatebreed Doing Double Duty On This Year's Ozzfest””System of a Down””Lacuna Coil’s Andrea Ferro Talks Influences, Skateboarding, Band Origins + More””Slayer - Reign in Blood””Into The Lungs of Hell””Slayer rules - en utställning om fans””Slayer and Their Fans Slashed Through a No-Holds-Barred Night at Gas Monkey””Home””Slayer””Gold & Platinum - The Big 4 Live from Sofia, Bulgaria””Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Kerry King””2008-02-23: Wiltern, Los Angeles, CA, USA””Slayer's Kerry King To Perform With Megadeth Tonight! - Oct. 21, 2010”originalet”Dave Lombardo - Biography”Slayer Case DismissedArkiveradUltimate Classic Rock: Slayer guitarist Jeff Hanneman dead at 49.”Slayer: "We could never do any thing like Some Kind Of Monster..."””Cannibal Corpse'S Pat O'Brien Will Step In As Slayer'S Guest Guitarist | The Official Slayer Site”originalet”Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Kerrang! Awards 2006 Blog: Kerrang! Hall Of Fame””Kerrang! Awards 2013: Kerrang! Legend”originalet”Metallica, Slayer, Iron Maien Among Winners At Metal Hammer Awards””Metal Hammer Golden Gods Awards””Bullet For My Valentine Booed At Metal Hammer Golden Gods Awards””Metal Storm Awards 2006””Metal Storm Awards 2015””Slayer's Concert History””Slayer - Relationships””Slayer - Releases”Slayers officiella webbplatsSlayer på MusicBrainzOfficiell webbplatsSlayerSlayerr1373445760000 0001 1540 47353068615-5086262726cb13906545x(data)6033143kn20030215029