Skip to main content

2003 Efnisyfirlit Atburðir | Fædd | Dáin | Nóbelsverðlaunin | Leiðsagnarval

Multi tool use
Multi tool use

20032001-2010


rómverskum tölumgregoríska tímatalinu










2003


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search











Árþúsund:

3. árþúsundið

Aldir:

  • 20. öldin

  • 21. öldin

  • 22. öldin


Áratugir:

  • 1981–1990

  • 1991–2000

  • 2001–2010

  • 2011–2020

  • 2021–2030


Ár:

  • 2000

  • 2001

  • 2002

  • 2003

  • 2004

  • 2005

  • 2006

Árið 2003 (MMIII í rómverskum tölum) var 3. ár 21. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.




Efnisyfirlit





  • 1 Atburðir

    • 1.1 Janúar


    • 1.2 Febrúar


    • 1.3 Mars


    • 1.4 Apríl


    • 1.5 Maí


    • 1.6 Júní


    • 1.7 Júlí


    • 1.8 Ágúst


    • 1.9 September


    • 1.10 Október


    • 1.11 Nóvember


    • 1.12 Desember


    • 1.13 Ódagsettir atburðir



  • 2 Fædd


  • 3 Dáin


  • 4 Nóbelsverðlaunin




Atburðir |



Janúar |




World Social Forum í Brasilíu.



  • 1. janúar - Luíz Inácio Lula Da Silva tók við embætti sem 37. forseti Brasilíu.


  • 1. janúar - Pascal Couchepin varð forseti Sviss.


  • 5. janúar - 20 létust þegar tveir palestínskir sjálfsmorðssprengjumenn réðust á strætisvagnastöð í Tel Avív.


  • 7. janúar - Vafrinn Safari kom fyrst út.


  • 9. janúar - Yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak, Hans Blix, staðfesti að engar sannanir hefðu fundist fyrir því að Írak ætti gereyðingarvopn.


  • 16. janúar - Sölusamningur um Búnaðarbankann var undirritaður.


  • 16. janúar - Geimskutlan Columbia hélt í sína síðustu geimferð.


  • 18. janúar - Íslendingabók var opnuð almenningi.


  • 18. janúar - Skógareldar ollu gríðarlegu tjóni í útjaðri Canberra í Ástralíu.


  • 21. janúar - Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason birti grein í Morgunblaðinu um „bláu höndina“, hugtak sem síðar varð vinsælt til að lýsa áhrifum Sjálfstæðisflokksins í viðskiptalífinu.


  • 21. janúar - Kevin Mitnick fékk að nota tölvu aftur.


  • 22. janúar - Síðasta merkið frá geimkönnunarfarinu Pioneer 10 barst til jarðar úr 7,6 milljarða mílna fjarlægð frá jörðu.


  • 24. janúar - Ráðstefnunni World Social Forum lauk í Porto Alegre í Brasilíu með ákalli um að hætt yrði að heyja fyrirbyggjandi stríð og að öryggisráðið beitti neitunarvaldi fyrir frið.


  • 28. janúar - Nigergate-hneykslið: George W. Bush sagði frá því að CIA hefði undir höndum skjöl um meint kaup Saddam Hussein á rýrðu úrani frá Níger. Skjölin reyndust síðar vera fölsuð.


  • 30. janúar - Belgía lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra.


Febrúar |




Mótmæli gegn stríði í London.



  • 1. febrúar - Geimskutlan Columbia fórst yfir Texas þegar hún er ad koma aftur inn í andrúmsloftið. Allir geimfararnir fórust, sjö talsins.


  • 1. febrúar - Þórólfur Árnason tók við sem borgarstjóri Reykjavíkurborgar.


  • 4. febrúar - Serbía og Svartfjallaland hætti að nota nafnið Júgóslavía opinberlega.


  • 6. febrúar - Íslenska kvikmyndin Didda og dauði kötturinn var frumsýnd.


  • 9. febrúar - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hélt fræga ræðu í Borgarnesi þar sem hún gagnrýndi afskipti Davíðs Oddssonar af viðskiptalífinu.


  • 15. febrúar - Alþjóðleg mótmæli fóru fram gegn stríðinu í Írak. Meira en 6 milljónir manna mótmæltu í 600 borgum.


  • 17. febrúar - Egypska trúarleiðtoganum Abu Omar var rænt af útsendurum CIA í Mílanó.


  • 18. febrúar - 198 létust þegar maður kveikti eld í neðanjarðarlest í Seúl í Suður-Kóreu.


  • 19. febrúar - 302 hermenn létust þegar herflugvél hrapaði í Íran.


  • 19. febrúar - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfesti að Ebólafaraldur væri hafinn í Vestur-Kongó.


  • 21. febrúar - Jarðskjálfti reið yfir Xinjang. 257 fórust.


  • 24. febrúar - Sænska sjónvarpsstöðin SVT24 hóf útsendingar.


  • 26. febrúar - Bandarískur kaupsýslumaður kom inn á spítala í Hanoi með bráðalungnabólgu, einnig þekkt sem SARS.


  • 26. febrúar - Stríðið í Darfúr hófst þegar skæruliðar risu gegn stjórn Súdan.


  • 28. febrúar - Kvikmyndin Nói albínói eftir Dag Kára Pétursson var frumsýnd.


  • 28. febrúar - Václav Klaus var kjörinn forseti Tékklands.


Mars |




Bandarískir hermenn varpa sprengjum á íraska hermenn sunnan við Basra.



  • 2. mars - Pakistönsk yfirvöld handsömuðu Khalid Shaikh Mohammed sem var álitinn standa á bak við Hryðjuverkin 11. september 2001. Einnig handtóku þeir Mustafa Ahmed al-Hawsawi sem var talinn hafa fjármagnað árásirnar.


  • 6. mars - Yasser Arafat útnefndi Mahmoud Abbas eftirmann sinn.


  • 8. mars - Íbúar Möltu samþykktu inngöngu í Evrópusambandið.


  • 12. mars - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna bráðalungnabólgu.


  • 12. mars - Leyniskytta myrti Zoran Đinđić forsætisráðherra Serbíu í Belgrad.


  • 14. mars - Femínistafélag Íslands var stofnað.


  • 14. mars - Recep Tayyip Erdoğan tók við embætti forsætisráðherra Tyrklands.


  • 15. mars - Hu Jintao tók við sem forseti alþýðulýðveldisins Kína af Jiang Zemin.


  • 16. mars - Stærstu samræmdu fjöldamótmæli á alheimsvísu voru haldin gegn stríði í Írak.


  • 17. mars - Robin Cook, innanríkisráðherra Bretlands sagði af sér vegna ágreinings um áætlanir um stríð á hendur Írak.


  • 18. mars - Listi viljugra þjóða sem studdu afvopnun Íraks var birtur og var Ísland á honum.


  • 19. mars - George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði upphaf Íraksstríðsins.


  • 20. mars - Hermenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Póllandi réðust inn í Írak.


  • 20. mars - Staðlaráð Íslands var stofnað.


  • 23. mars - Slóvenar samþykktu inngöngu í Evrópusambandið og NATO.


  • 24. mars - Arababandalagið samþykkti ályktun um að herir Bandaríkjanna og Breta yfirgæfu Írak tafarlaust.


  • 31. mars - 400 fórust í aurskriðu sem fór yfir námubæinn Chima í Bólivíu.


Apríl |




Stytta af Saddam Hussein rifin niður í Bagdad.



  • 1. apríl - Íslenska kvikmyndin Fyrsti apríll var frumsýnd.


  • 3. apríl - Serbía og Svartfjallaland varð aðili að Evrópuráðinu.


  • 3. apríl - Risasmokkfiskur veiddist í Rosshafi.


  • 3. apríl - Íraksstríðið: Bandaríkjaher lagði alþjóðaflugvöllinn í Bagdad undir sig.


  • 7. apríl - Íraksstríðið: Breski herinn náði Basra á sitt vald.


  • 9. apríl - Íraksstríðið: Bandaríkjaher náði Bagdad á sitt vald.


  • 12. apríl - Kjósendur í Ungverjalandi samþykktu inngöngu í Evrópusambandið.


  • 14. apríl - Kortlagningu gengamengis mannsins í Human Genome Project lauk.


  • 16. apríl - Aðildarsáttmálinn 2003 um aðild 10 nýrra Evrópusambandsríkja var undirritaður af 25 ríkjum.


  • 17. apríl - Anneli Jäätteenmäki varð fyrsti kvenforsætisráðherra Finnlands.


  • 23. apríl - British Airways og Air France gáfu út yfirlýsingu um að þau myndu ekki notast við Concorde-flugvélar framar.


  • 25. apríl - Winnie Mandela var dæmd í sex ára fangelsi fyrir svik og þjófnað.


  • 26. apríl - Stórbruni varð í moskunni Islamic Center í Malmö. Slökkviliðsmenn urðu fyrir grjótkasti við störf sín.


  • 29. apríl - Bandaríkjaher tilkynnti að hann hygðist draga herlið sitt frá Sádí-Arabíu.


Maí |




Jarðskjálftinn í Alsír.



  • 1. maí - George W. Bush tilkynnti að hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið.


  • 3. maí - 16 létust í flóðum í Argentínu.


  • 10. maí - Alþingiskosningar voru haldnar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélst en Sjálfstæðismenn töpuðu fjórum þingsætum.


  • 11. maí - Saltkeri Cellinis var stolið frá Kunsthistorisches Museum í Vín.


  • 12. maí - 60 manns létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í Téténíu.


  • 12. maí - 35 létust í fimmtán sjálfsmorðssprengjuárásum í Sádí-Arabíu.


  • 14. maí - Fjöldagröf með líkamsleifum 3000 manna var uppgötvuð í Hilla, 90 km frá Bagdad.


  • 16. maí - Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands kvæntist Dorrit Moussaieff.


  • 16. maí - Hryðjuverkaárásirnar í Casablanca: 45 létust og yfir 100 slösuðust í fjórtán sjálfsmorðssprengjuárásum í Casablanca í Marokkó.


  • 18. maí - 260 létust af völdum flóða þegar hitabeltisfellibylur gekk yfir Srí Lanka.


  • 19. maí - Stríðið í Aceh 2003-2004: Indónesíuher hóf aðgerðir í Aceh-héraði.


  • 21. maí - Jarðskjálfti, 6,7 á Richter með upptök við Boumerdès, skók Alsír. 2300 létust.


  • 23. maí - Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fór út til Alsír til rústabjörgunar.


  • 24. maí - Sertab Erener sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Tyrkland með laginu „Everyway That I Can“. Framlag Íslands var lagið „Open Your Heart“.


  • 29. maí - Ludwig Scotty varð forseti Nárú.


Júní |




Austur-Indíafarið Götheborg árið 2005.



  • Júní - Tölvuleikurinn Orustan um Wesnoth kom fyrst út.


  • 1. júní - Vatn hóf að safnast í uppistöðulónið við Þriggja gljúfra stífluna í Kína. Við þetta hækkaði vatnsborðið um allt að 100 metra.


  • 6. júní - Endurgerða Austur-Indíafarið Götheborg var sjósett í Svíþjóð.


  • 8. júní - Kjósendur í Póllandi samþykktu aðild að Evrópusambandinu.


  • 14. júní - Kjósendur í Tékklandi samþykktu aðild að Evrópusambandinu.


  • 16. júní - Íslenska hljómsveitin Hraun var stofnuð.


  • 17. júní - Íslenska kvikmyndin Þriðja nafnið var frumsýnd.


  • 18. júní - Forsætisráðherra Finnlands, Anneli Jäätteenmäki, neyddist til að segja af sér eftir að hafa logið að þinginu.


  • 20. júní - Samtökin Wikimedia voru stofnuð.


  • 27. júní - Tveir leiðtogar Al-Kaída, Ayman al-Zawahiri og Suleyman Abu Ghaith, voru handteknir í Írak.


  • 30. júní - Öðru stríðinu í Kongó lauk með friðarsamningum.


Júlí |




Volkswagen bjöllur á bílasafni í Wolfsburg.



  • 1. júlí - Íslenskar orkurannsóknir tóku til starfa.


  • 5. júlí - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti að náðst hefði að takmarka útbreiðslu bráðalungnabólgu (SARS).


  • 5. júlí - 12 létust þegar téténskir sjálfsmorðssprengjumenn gerðu árás á rokktónleika í Tusjino í nágrenni Moskvu.


  • 6. júlí - Cosmic Call-verkefnið sendi skilaboð frá Jevpatoria á Krímskaga til fimm stjarna: Hip 4872, HD 245409, 55 Cancri, HD 10307 og 47 Ursae Majoris. Skilaboðin munu ná áfangastað á árunum frá 2036 til 2049.


  • 6. júlí - Ísraelsstjórn lét 350 palestínska fanga lausa.


  • 8. júlí - Um 600 fórust og 200 björguðust þegar ferja sökk í Bangladess.


  • 9. júlí - Bandaríska kvikmyndin Sjóræningjar á Karíbahafi: Bölvun svörtu perlunnar var frumsýnd.


  • 10. júlí - Wikibækur, systurverkefni Wikipediu, hóf göngu sína.


  • 15. júlí - Mozilla Foundation var stofnuð.


  • 18. júlí - Íslenska kvikmyndin Ussss var frumsýnd.


  • 18. júlí - Evrópuráðstefnan gaf út fyrstu drög að nýrri stjórnarskrá Evrópu.


  • 18. júlí - Breski vopnaeftirlitsmaðurinn David Kelly sem dregið hafði í efa skýrslu um fund gereyðingarvopna í Írak fannst látinn.


  • 22. júlí - Uday og Qusay Hussein, synir Saddams Hussein, voru felldir eftir umsátur um Mósúl í Írak.


  • 24. júlí - Ástralir hófu RAMSI-aðgerðina á Salómonseyjum eftir að stjórn eyjanna hafði óskað eftir alþjóðlegri aðstoð vegna innanlandsófriðar.


  • 30. júlí - Síðasta Volkswagen bjallan var framleidd í Mexíkó. Þá höfðu 21.529.464 bílar af þessari gerð verið framleiddir frá 1938.


  • 31. júlí - Fyrsta Roverway-skátamótið hófst í Portúgal.


Ágúst |




Eyðilegging eftir bílasprengju í hverfi Sameinuðu þjóðanna í Bagdad.



  • Ágúst - Íslenska vefritið Vantrú hóf göngu sína.


  • 1. ágúst - 35 rússneskir hermenn létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í Norður-Ossetíu.


  • 1. ágúst - Menntafélagið ehf. tók við rekstri Stýrimannaskólans og Vélskólans sem voru síðar sameinaðir við Tækniskólann.


  • 11. ágúst - Önnur borgarastyrjöldin í Líberíu tók enda þegar Charles Taylor sagði af sér og flúði land.


  • 11. ágúst - NATO tók yfir stjórn alþjóðlega friðargæsluliðsins í Afganistan.


  • 12. ágúst - Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var seldur til Manchester United fyrir 12,24 milljón pund.


  • 18. ágúst - Norðurlandasamningur um almannatryggingar var undirritaður.


  • 18. ágúst - Menntaskólinn Hraðbraut hóf starfsemi sína.


  • 19. ágúst - Bílasprengja sprakk í hverfi Sameinuðu þjóðanna í Bagdad með þeim afleiðingum að 22 létust, þar á meðal sérstakur sendimaður Sþ í Írak, Sergio Vieira de Mello.


  • 19. ágúst - 23 létust og 100 særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður á vegum Hamas gerði árás á strætisvagn í Jerúsalem.


  • 21. ágúst - Ísraelsher myrti næstráðanda Hamassamtakanna, Ismail Abu Shanab, í hefndarskyni fyrir sprengjutilræðið tveimur dögum fyrr.


  • 25. ágúst - Spitzer-geimsjónaukanum var skotið á loft.


  • 25. ágúst - 50 létust þegar tvær bílasprengjur sprungu í Mumbai á Indlandi.


  • 27. ágúst - Plánetan Mars var nær jörðu en hún hafði verið í 60.000 ár.


  • 27. ágúst - Fyrstu sexhliða viðræðurnar um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu fóru fram.


  • 29. ágúst - Bílasprengja sprakk við mosku í Nadjaf í Írak með þeim afleiðingum að 95 létust, þar á meðal sjítaklerkurinn Mohammad Baqr al Hakim.


September |




Ljósmynd frá Hubble Ultra-Deep Field-verkefninu.



  • 4. september - Verslunarmiðstöðin Bull Ring var opnuð í Birmingham á Englandi.


  • 11. september - Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lést á sjúkrahúsi daginn eftir að ráðist var á hana og hún stungin margsinnis í verslunarmiðstöð.


  • 14. september - Íbúar Eistlands samþykktu aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.


  • 14. september - Ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar lauk án árangurs í Cancun.


  • 15. september - Skæruliðar úr Þjóðfrelsisher Kólumbíu rændu átta erlendum ferðamönnum í Ciudad Perdida. Þeim var sleppt 100 dögum síðar.


  • 20. september - Lettar samþykktu inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.


  • 22. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Two and a Half Men hóf göngu sína á CBS.


  • 23. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin One Tree Hill hóf göngu sína á The WB Television Network.


  • 24. september - Hubble Ultra-Deep Field-verkefnið hófst þar sem Hubble-sjónaukinn tók yfir 800 myndir af agnarlitlu svæði í geimnum.


  • 25. september - Jarðskjálfti sem mældist átta stig á Richter reið yfir eyjuna Hokkaídó.


  • 26. september - Tónlistarhúsið Auditorio de Tenerife var vígt á Kanaríeyjum.


  • 27. september - Geimferðastofnun Evrópu skaut SMART-1-gervihnettinum á braut um Tunglið.


  • 29. september - Netsímafyrirtækið Skype var stofnað.


Október |





The Weather Project í Tate Modern.



  • 1. október - Eyririnn var lagður niður og ein króna varð minnsta gjaldmiðilseiningin á Íslandi.


  • 4. október - Sjálfsmorðssprengjumaður myrti 19 á bar í Haífa í Ísrael.


  • 5. október - Ísraelskar herþotur réðust á meintar bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi.


  • 5. október - Íslamskir hermenn myrtu ítalska trúboðann Annalena Tonelli í sjúkrahúsinu sem hún hafði stofnað í Borama.


  • 7. október - Arnold Schwarzenegger var kjörinn fylkisstjóri Kaliforníu.


  • 10. október - Bandaríska kvikmyndin Kill Bill var frumsýnd.


  • 12. október - Myndvinnsluhugbúnaðurinn Hugin kom fyrst út.


  • 12. október - Michael Schumacher sló met Juan Manuel Fangio þegar hann sigraði Formúlu 1-kappaksturinn í sjötta sinn.


  • 15. október - Fyrsta mannaða geimfari Kína, Shenzhou 5, var skotið á loft.


  • 16. október - Listaverkið The Weather Project eftir Ólaf Elíasson var opnað almenningi í Tate Modern í London.


  • 17. október - Friðarbogin, samtök homma og lesbía, voru stofnuð í Færeyjum.


  • 19. október - Bátur með flóttafólki fórst við ítölsku eyjuna Lampedusa; 70 drukknuðu.


  • 24. október - Síðasta áætlunarflug Concorde-þotu var flogið.


  • 24. október - Stýrikerfið Mac OS X Panther var kynnt til sögunnar.


  • 27. október - 25 létust í fimm sprengjuárásum á höfuðstöðvar Rauða krossins og lögreglustöðvar í Bagdad.


Nóvember |




Mótmæli í Tbilisi í Georgíu.



  • 6. nóvember - Fyrsta útgáfa Linuxdreifingarinnar Fedora kom út.


  • 8. nóvember - 17 létust þegar bílasprengja sprakk í íbúðahverfi í Ríad í Sádí-Arabíu.


  • 12. nóvember - 26 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á bækistöðvar ítölsku herlögreglunnar í Nassiriya í Írak.


  • 14. nóvember - Vísindamenn í San Diego uppgötvuðu dvergreikistjörnuna 90377 Sedna.


  • 15. nóvember - 25 létust þegar bílasprengjur sprungu við samkomuhús gyðinga í Istanbúl í Tyrklandi.


  • 19. nóvember - George W. Bush hélt í opinbera heimsókn til Bretlands og var boðið í Buckingham-höll af Elísabetu 2., fyrstum Bandaríkjaforseta frá 1918.


  • 20. nóvember - 27 létust í hryðjuverkaárás gegn breska sendiráðinu og breskum banka í Instanbúl í Tyrklandi.


  • 21. nóvember - Breska kvikmyndin Ástin grípur alla var frumsýnd.


  • 23. nóvember - Rósabyltingin: Eduard Shevardnadze sagði af sér embætti forseta Georgíu eftir mótmælaöldu í kjölfar ásakana um kosningasvindl.


  • 26. nóvember - Concorde-flugvélarnar voru teknar úr notkun vegna einnar brotlendingar og vegna hryðjuverkanna 11. september 2001. Concorde-vélarnar náðu allt að 2000 km/klst.


  • 27. nóvember - George W. Bush heimsótti herlið Bandaríkjanna í Írak á þakkargjörðarhátíðinni.


Desember |




Saddam Hussein eftir handtökuna.



  • 5. desember - Fyrsta breytingin á íslensku var gerð á íslensku Wikipedia (sjá sögu Wikipedia).


  • 12. desember - Jean Chrétien sagði af sér embætti forsætisráðherra Kanada eftir 10 ára setu.


  • 12. desember - Viðræður um nýja stjórnarskrá Evrópu fóru út um þúfur.


  • 13. desember - Saddam Hussein fannst falinn í byrgi nálægt Tikrit í Írak og var tekinn höndum af Bandaríkjaher.


  • 23. desember - Alþjóðaferðamálastofnunin varð ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna.


  • 23. desember - Um 200 manns létust þegar sprenging varð í gaslind í Chongqing í Kína.


  • 26. desember - Fyrsta greinin var skrifuð í íslenska hluta Wikipediu.


  • 27. desember - Jarðskjálfti reið yfir Íran; um 30.000 fórust.


  • 27. desember - 13 létust þegar nokkrar bílsprengjur sprungu í pólska hverfinu í Kerbala í Írak.


  • 29. desember - Bréfasprengjur bárust seðlabankastjóra Evrópu Jean-Claude Trichet og Europol.


Ódagsettir atburðir |


  • Bandaríska hljómsveitin All time low var stofnuð.

  • Ritið Demokrati med radvalg og fondsvalg eftir Björn S. Stefánsson kom út við Oslóarháskóla.

  • Fyrirtækið Landsnet var stofnað á Íslandi.

  • Skáldsaga Lauren Weisberger, The Devil Wears Prada, kom út í bandaríkjunum.


  • Oyster-kort, snertikort sem veita aðgang að almenningssamgöngum í London, voru tekin í notkun.

  • Enska hljómsveitin Enter Shikari var stofnuð.

  • Breska hljómsveitin McFly var stofnuð.

  • Íslenska vefritið Gagnauga hóf göngu sína.

  • Íslenska bókaútgáfan Skrudda var stofnuð.

  • Enska hljómsveitin Noisettes var stofnuð.

  • Tvöföldun Reykjanesbrautar hófst.

  • Íslenska hljómsveitin Fighting Shit var stofnuð.

  • Íslenska hljómsveitin Hvanndalsbræður var stofnuð.

  • Fyrsta keppnin í skákboxi var haldin í Berlín.


Fædd |



  • 3. janúar - Greta Thunberg, sænskur aðgerðasinni.


  • 12. maí - Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf í Portúgal.


  • 1. desember - Jackson Nicoll, bandarískur leikari.


  • 7. desember - Katarína Amalía Hollandsprinsessa.


Dáin |



  • 23. janúar - Rúrik Haraldsson, íslenskur leikari (f. 1926).


  • 14. febrúar - Kindin Dolly, fyrsta klónaða spendýrið (f. 1996).


  • 18. febrúar - Isser Harel, ísraelskur Mossad-leiðtogi (f. 1912).


  • 24. febrúar - Alberto Sordi, ítalskur leikari (f. 1920).


  • 28. febrúar - Fidel Sánchez Hernández, forseti El Salvador (f. 1917).


  • 9. mars - Bernard Dowiyogo, nárúskur stjórnmálamaður (f. 1946).


  • 10. mars - Geoffrey Kirk, breskur fornfræðingur (f. 1921).


  • 13. mars - Dósóþeus Tímóteusson, íslenskt skáld (f. 1910).


  • 25. mars - Páll S. Árdal, íslenskur heimspekingur (f. 1924).


  • 30. mars - Michael Jeter, bandarískur leikari (f. 1952).


  • 21. apríl - Nina Simone, bandarísk djasssöngkona (f. 1933).


  • 26. apríl - Yun Hyon-seok, suðurkóreskur aðgerðasinni (f. 1984).


  • 1. maí - Haukur Clausen, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1928).


  • 10. júní - Bernard Williams, breskur heimspekingur (f. 1929).


  • 12. júní - Gregory Peck, bandarískur leikari (f. 1916).


  • 16. júní - Georg Henrik von Wright, finnskur heimspekingur (f. 1916).


  • 26. júní - Strom Thurmond, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1902).


  • 29. júní - Jóhannes Geir Jónsson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1927).


  • 29. júní - Katharine Hepburn, bandarísk leikkona (f. 1907).


  • 4. júlí - Barry White, bandarískur söngvari (f. 1944).


  • 16. ágúst - Idi Amin, forseti Úganda (f. um 1925).


  • 30. ágúst - Donald Davidson, bandarískur heimspekingur (f. 1917).


  • 30. ágúst - Charles Bronson, bandarískur leikari (f. 1921).


  • 8. september - Leni Riefenstahl, þýskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1902).


  • 11. september - Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar (f. 1957).


  • 12. september - Johnny Cash, bandarískur söngvari (f. 1932).


  • 14. október - Moktar Ould Daddah, forseti Máritaníu (f. 1924).


  • 30. október - Þorgeir Þorgeirson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður og þýðandi (f. 1933).


  • 22. nóvember - Mario Beccaria, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1920).


  • 12. desember - Háhyrningurinn Keikó (f. 1976).


Nóbelsverðlaunin |



  • Eðlisfræði - Alexei Alexeevich Abrikosov, Vitaly Lazarevich Ginzburg, Anthony James Leggett


  • Efnafræði - Peter Agre, Roderick MacKinnon


  • Læknisfræði - Paul Lauterbur, Sir Peter Mansfield


  • Bókmenntir - John Maxwell Coetzee


  • Friðarverðlaun - Shirin Ebadi


  • Hagfræði - Robert F. Engle, Clive W. J. Granger



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=2003&oldid=1625579“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.228","walltime":"0.268","ppvisitednodes":"value":3427,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":4638,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1411,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 53.656 1 Snið:Ár_nav","100.00% 53.656 1 -total"," 90.05% 48.319 16 Snið:Dr"," 81.70% 43.839 16 Snið:Dr-make"," 38.27% 20.535 16 Snið:Drep"," 20.60% 11.051 16 Snið:Dr-logno"," 7.78% 4.176 16 Snið:Dr-yr"],"cachereport":"origin":"mw1256","timestamp":"20190319035922","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"2003","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/2003","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q1986","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q1986","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2004-04-19T10:37:51Z","dateModified":"2019-02-23T01:27:12Z","headline":"u00e1r"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":123,"wgHostname":"mw1262"););gJDdcbJ8x4g0XyVbul8Ihe nXxYZPQ 66qv,v0XJ
1GZC5b0GLBQzhJydghrGfiqhav,lCY5nQ 0YRRU gHui A,h,Gkn6pQb121D8LDvN 52JLeQES0MG8 LVTvVCf 1 DdwC6TfgSQ1iZcAZa

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

Chléb Obsah Etymologie | Pojmy při krájení bochníku nebo pecnu chleba | Receptura a druhy | Typy českého chleba | Kvalita chleba v České republice | Cena chleba | Konzumace | Postup výroby | Odkazy | Navigační menuDostupné onlineKdo si mastí kapsu na chlebu? Pekaři to nejsouVývoj spotřebitelských cen – Český statistický úřadDostupné onlineJak se co dělá: Chleba4008364-08669