Skip to main content

2003 Efnisyfirlit Atburðir | Fædd | Dáin | Nóbelsverðlaunin | Leiðsagnarval

20032001-2010


rómverskum tölumgregoríska tímatalinu










2003


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search











Árþúsund:

3. árþúsundið

Aldir:

  • 20. öldin

  • 21. öldin

  • 22. öldin


Áratugir:

  • 1981–1990

  • 1991–2000

  • 2001–2010

  • 2011–2020

  • 2021–2030


Ár:

  • 2000

  • 2001

  • 2002

  • 2003

  • 2004

  • 2005

  • 2006

Árið 2003 (MMIII í rómverskum tölum) var 3. ár 21. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.




Efnisyfirlit





  • 1 Atburðir

    • 1.1 Janúar


    • 1.2 Febrúar


    • 1.3 Mars


    • 1.4 Apríl


    • 1.5 Maí


    • 1.6 Júní


    • 1.7 Júlí


    • 1.8 Ágúst


    • 1.9 September


    • 1.10 Október


    • 1.11 Nóvember


    • 1.12 Desember


    • 1.13 Ódagsettir atburðir



  • 2 Fædd


  • 3 Dáin


  • 4 Nóbelsverðlaunin




Atburðir |



Janúar |




World Social Forum í Brasilíu.



  • 1. janúar - Luíz Inácio Lula Da Silva tók við embætti sem 37. forseti Brasilíu.


  • 1. janúar - Pascal Couchepin varð forseti Sviss.


  • 5. janúar - 20 létust þegar tveir palestínskir sjálfsmorðssprengjumenn réðust á strætisvagnastöð í Tel Avív.


  • 7. janúar - Vafrinn Safari kom fyrst út.


  • 9. janúar - Yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak, Hans Blix, staðfesti að engar sannanir hefðu fundist fyrir því að Írak ætti gereyðingarvopn.


  • 16. janúar - Sölusamningur um Búnaðarbankann var undirritaður.


  • 16. janúar - Geimskutlan Columbia hélt í sína síðustu geimferð.


  • 18. janúar - Íslendingabók var opnuð almenningi.


  • 18. janúar - Skógareldar ollu gríðarlegu tjóni í útjaðri Canberra í Ástralíu.


  • 21. janúar - Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason birti grein í Morgunblaðinu um „bláu höndina“, hugtak sem síðar varð vinsælt til að lýsa áhrifum Sjálfstæðisflokksins í viðskiptalífinu.


  • 21. janúar - Kevin Mitnick fékk að nota tölvu aftur.


  • 22. janúar - Síðasta merkið frá geimkönnunarfarinu Pioneer 10 barst til jarðar úr 7,6 milljarða mílna fjarlægð frá jörðu.


  • 24. janúar - Ráðstefnunni World Social Forum lauk í Porto Alegre í Brasilíu með ákalli um að hætt yrði að heyja fyrirbyggjandi stríð og að öryggisráðið beitti neitunarvaldi fyrir frið.


  • 28. janúar - Nigergate-hneykslið: George W. Bush sagði frá því að CIA hefði undir höndum skjöl um meint kaup Saddam Hussein á rýrðu úrani frá Níger. Skjölin reyndust síðar vera fölsuð.


  • 30. janúar - Belgía lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra.


Febrúar |




Mótmæli gegn stríði í London.



  • 1. febrúar - Geimskutlan Columbia fórst yfir Texas þegar hún er ad koma aftur inn í andrúmsloftið. Allir geimfararnir fórust, sjö talsins.


  • 1. febrúar - Þórólfur Árnason tók við sem borgarstjóri Reykjavíkurborgar.


  • 4. febrúar - Serbía og Svartfjallaland hætti að nota nafnið Júgóslavía opinberlega.


  • 6. febrúar - Íslenska kvikmyndin Didda og dauði kötturinn var frumsýnd.


  • 9. febrúar - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hélt fræga ræðu í Borgarnesi þar sem hún gagnrýndi afskipti Davíðs Oddssonar af viðskiptalífinu.


  • 15. febrúar - Alþjóðleg mótmæli fóru fram gegn stríðinu í Írak. Meira en 6 milljónir manna mótmæltu í 600 borgum.


  • 17. febrúar - Egypska trúarleiðtoganum Abu Omar var rænt af útsendurum CIA í Mílanó.


  • 18. febrúar - 198 létust þegar maður kveikti eld í neðanjarðarlest í Seúl í Suður-Kóreu.


  • 19. febrúar - 302 hermenn létust þegar herflugvél hrapaði í Íran.


  • 19. febrúar - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfesti að Ebólafaraldur væri hafinn í Vestur-Kongó.


  • 21. febrúar - Jarðskjálfti reið yfir Xinjang. 257 fórust.


  • 24. febrúar - Sænska sjónvarpsstöðin SVT24 hóf útsendingar.


  • 26. febrúar - Bandarískur kaupsýslumaður kom inn á spítala í Hanoi með bráðalungnabólgu, einnig þekkt sem SARS.


  • 26. febrúar - Stríðið í Darfúr hófst þegar skæruliðar risu gegn stjórn Súdan.


  • 28. febrúar - Kvikmyndin Nói albínói eftir Dag Kára Pétursson var frumsýnd.


  • 28. febrúar - Václav Klaus var kjörinn forseti Tékklands.


Mars |




Bandarískir hermenn varpa sprengjum á íraska hermenn sunnan við Basra.



  • 2. mars - Pakistönsk yfirvöld handsömuðu Khalid Shaikh Mohammed sem var álitinn standa á bak við Hryðjuverkin 11. september 2001. Einnig handtóku þeir Mustafa Ahmed al-Hawsawi sem var talinn hafa fjármagnað árásirnar.


  • 6. mars - Yasser Arafat útnefndi Mahmoud Abbas eftirmann sinn.


  • 8. mars - Íbúar Möltu samþykktu inngöngu í Evrópusambandið.


  • 12. mars - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna bráðalungnabólgu.


  • 12. mars - Leyniskytta myrti Zoran Đinđić forsætisráðherra Serbíu í Belgrad.


  • 14. mars - Femínistafélag Íslands var stofnað.


  • 14. mars - Recep Tayyip Erdoğan tók við embætti forsætisráðherra Tyrklands.


  • 15. mars - Hu Jintao tók við sem forseti alþýðulýðveldisins Kína af Jiang Zemin.


  • 16. mars - Stærstu samræmdu fjöldamótmæli á alheimsvísu voru haldin gegn stríði í Írak.


  • 17. mars - Robin Cook, innanríkisráðherra Bretlands sagði af sér vegna ágreinings um áætlanir um stríð á hendur Írak.


  • 18. mars - Listi viljugra þjóða sem studdu afvopnun Íraks var birtur og var Ísland á honum.


  • 19. mars - George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði upphaf Íraksstríðsins.


  • 20. mars - Hermenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Póllandi réðust inn í Írak.


  • 20. mars - Staðlaráð Íslands var stofnað.


  • 23. mars - Slóvenar samþykktu inngöngu í Evrópusambandið og NATO.


  • 24. mars - Arababandalagið samþykkti ályktun um að herir Bandaríkjanna og Breta yfirgæfu Írak tafarlaust.


  • 31. mars - 400 fórust í aurskriðu sem fór yfir námubæinn Chima í Bólivíu.


Apríl |




Stytta af Saddam Hussein rifin niður í Bagdad.



  • 1. apríl - Íslenska kvikmyndin Fyrsti apríll var frumsýnd.


  • 3. apríl - Serbía og Svartfjallaland varð aðili að Evrópuráðinu.


  • 3. apríl - Risasmokkfiskur veiddist í Rosshafi.


  • 3. apríl - Íraksstríðið: Bandaríkjaher lagði alþjóðaflugvöllinn í Bagdad undir sig.


  • 7. apríl - Íraksstríðið: Breski herinn náði Basra á sitt vald.


  • 9. apríl - Íraksstríðið: Bandaríkjaher náði Bagdad á sitt vald.


  • 12. apríl - Kjósendur í Ungverjalandi samþykktu inngöngu í Evrópusambandið.


  • 14. apríl - Kortlagningu gengamengis mannsins í Human Genome Project lauk.


  • 16. apríl - Aðildarsáttmálinn 2003 um aðild 10 nýrra Evrópusambandsríkja var undirritaður af 25 ríkjum.


  • 17. apríl - Anneli Jäätteenmäki varð fyrsti kvenforsætisráðherra Finnlands.


  • 23. apríl - British Airways og Air France gáfu út yfirlýsingu um að þau myndu ekki notast við Concorde-flugvélar framar.


  • 25. apríl - Winnie Mandela var dæmd í sex ára fangelsi fyrir svik og þjófnað.


  • 26. apríl - Stórbruni varð í moskunni Islamic Center í Malmö. Slökkviliðsmenn urðu fyrir grjótkasti við störf sín.


  • 29. apríl - Bandaríkjaher tilkynnti að hann hygðist draga herlið sitt frá Sádí-Arabíu.


Maí |




Jarðskjálftinn í Alsír.



  • 1. maí - George W. Bush tilkynnti að hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið.


  • 3. maí - 16 létust í flóðum í Argentínu.


  • 10. maí - Alþingiskosningar voru haldnar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélst en Sjálfstæðismenn töpuðu fjórum þingsætum.


  • 11. maí - Saltkeri Cellinis var stolið frá Kunsthistorisches Museum í Vín.


  • 12. maí - 60 manns létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í Téténíu.


  • 12. maí - 35 létust í fimmtán sjálfsmorðssprengjuárásum í Sádí-Arabíu.


  • 14. maí - Fjöldagröf með líkamsleifum 3000 manna var uppgötvuð í Hilla, 90 km frá Bagdad.


  • 16. maí - Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands kvæntist Dorrit Moussaieff.


  • 16. maí - Hryðjuverkaárásirnar í Casablanca: 45 létust og yfir 100 slösuðust í fjórtán sjálfsmorðssprengjuárásum í Casablanca í Marokkó.


  • 18. maí - 260 létust af völdum flóða þegar hitabeltisfellibylur gekk yfir Srí Lanka.


  • 19. maí - Stríðið í Aceh 2003-2004: Indónesíuher hóf aðgerðir í Aceh-héraði.


  • 21. maí - Jarðskjálfti, 6,7 á Richter með upptök við Boumerdès, skók Alsír. 2300 létust.


  • 23. maí - Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fór út til Alsír til rústabjörgunar.


  • 24. maí - Sertab Erener sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Tyrkland með laginu „Everyway That I Can“. Framlag Íslands var lagið „Open Your Heart“.


  • 29. maí - Ludwig Scotty varð forseti Nárú.


Júní |




Austur-Indíafarið Götheborg árið 2005.



  • Júní - Tölvuleikurinn Orustan um Wesnoth kom fyrst út.


  • 1. júní - Vatn hóf að safnast í uppistöðulónið við Þriggja gljúfra stífluna í Kína. Við þetta hækkaði vatnsborðið um allt að 100 metra.


  • 6. júní - Endurgerða Austur-Indíafarið Götheborg var sjósett í Svíþjóð.


  • 8. júní - Kjósendur í Póllandi samþykktu aðild að Evrópusambandinu.


  • 14. júní - Kjósendur í Tékklandi samþykktu aðild að Evrópusambandinu.


  • 16. júní - Íslenska hljómsveitin Hraun var stofnuð.


  • 17. júní - Íslenska kvikmyndin Þriðja nafnið var frumsýnd.


  • 18. júní - Forsætisráðherra Finnlands, Anneli Jäätteenmäki, neyddist til að segja af sér eftir að hafa logið að þinginu.


  • 20. júní - Samtökin Wikimedia voru stofnuð.


  • 27. júní - Tveir leiðtogar Al-Kaída, Ayman al-Zawahiri og Suleyman Abu Ghaith, voru handteknir í Írak.


  • 30. júní - Öðru stríðinu í Kongó lauk með friðarsamningum.


Júlí |




Volkswagen bjöllur á bílasafni í Wolfsburg.



  • 1. júlí - Íslenskar orkurannsóknir tóku til starfa.


  • 5. júlí - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti að náðst hefði að takmarka útbreiðslu bráðalungnabólgu (SARS).


  • 5. júlí - 12 létust þegar téténskir sjálfsmorðssprengjumenn gerðu árás á rokktónleika í Tusjino í nágrenni Moskvu.


  • 6. júlí - Cosmic Call-verkefnið sendi skilaboð frá Jevpatoria á Krímskaga til fimm stjarna: Hip 4872, HD 245409, 55 Cancri, HD 10307 og 47 Ursae Majoris. Skilaboðin munu ná áfangastað á árunum frá 2036 til 2049.


  • 6. júlí - Ísraelsstjórn lét 350 palestínska fanga lausa.


  • 8. júlí - Um 600 fórust og 200 björguðust þegar ferja sökk í Bangladess.


  • 9. júlí - Bandaríska kvikmyndin Sjóræningjar á Karíbahafi: Bölvun svörtu perlunnar var frumsýnd.


  • 10. júlí - Wikibækur, systurverkefni Wikipediu, hóf göngu sína.


  • 15. júlí - Mozilla Foundation var stofnuð.


  • 18. júlí - Íslenska kvikmyndin Ussss var frumsýnd.


  • 18. júlí - Evrópuráðstefnan gaf út fyrstu drög að nýrri stjórnarskrá Evrópu.


  • 18. júlí - Breski vopnaeftirlitsmaðurinn David Kelly sem dregið hafði í efa skýrslu um fund gereyðingarvopna í Írak fannst látinn.


  • 22. júlí - Uday og Qusay Hussein, synir Saddams Hussein, voru felldir eftir umsátur um Mósúl í Írak.


  • 24. júlí - Ástralir hófu RAMSI-aðgerðina á Salómonseyjum eftir að stjórn eyjanna hafði óskað eftir alþjóðlegri aðstoð vegna innanlandsófriðar.


  • 30. júlí - Síðasta Volkswagen bjallan var framleidd í Mexíkó. Þá höfðu 21.529.464 bílar af þessari gerð verið framleiddir frá 1938.


  • 31. júlí - Fyrsta Roverway-skátamótið hófst í Portúgal.


Ágúst |




Eyðilegging eftir bílasprengju í hverfi Sameinuðu þjóðanna í Bagdad.



  • Ágúst - Íslenska vefritið Vantrú hóf göngu sína.


  • 1. ágúst - 35 rússneskir hermenn létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í Norður-Ossetíu.


  • 1. ágúst - Menntafélagið ehf. tók við rekstri Stýrimannaskólans og Vélskólans sem voru síðar sameinaðir við Tækniskólann.


  • 11. ágúst - Önnur borgarastyrjöldin í Líberíu tók enda þegar Charles Taylor sagði af sér og flúði land.


  • 11. ágúst - NATO tók yfir stjórn alþjóðlega friðargæsluliðsins í Afganistan.


  • 12. ágúst - Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var seldur til Manchester United fyrir 12,24 milljón pund.


  • 18. ágúst - Norðurlandasamningur um almannatryggingar var undirritaður.


  • 18. ágúst - Menntaskólinn Hraðbraut hóf starfsemi sína.


  • 19. ágúst - Bílasprengja sprakk í hverfi Sameinuðu þjóðanna í Bagdad með þeim afleiðingum að 22 létust, þar á meðal sérstakur sendimaður Sþ í Írak, Sergio Vieira de Mello.


  • 19. ágúst - 23 létust og 100 særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður á vegum Hamas gerði árás á strætisvagn í Jerúsalem.


  • 21. ágúst - Ísraelsher myrti næstráðanda Hamassamtakanna, Ismail Abu Shanab, í hefndarskyni fyrir sprengjutilræðið tveimur dögum fyrr.


  • 25. ágúst - Spitzer-geimsjónaukanum var skotið á loft.


  • 25. ágúst - 50 létust þegar tvær bílasprengjur sprungu í Mumbai á Indlandi.


  • 27. ágúst - Plánetan Mars var nær jörðu en hún hafði verið í 60.000 ár.


  • 27. ágúst - Fyrstu sexhliða viðræðurnar um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu fóru fram.


  • 29. ágúst - Bílasprengja sprakk við mosku í Nadjaf í Írak með þeim afleiðingum að 95 létust, þar á meðal sjítaklerkurinn Mohammad Baqr al Hakim.


September |




Ljósmynd frá Hubble Ultra-Deep Field-verkefninu.



  • 4. september - Verslunarmiðstöðin Bull Ring var opnuð í Birmingham á Englandi.


  • 11. september - Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lést á sjúkrahúsi daginn eftir að ráðist var á hana og hún stungin margsinnis í verslunarmiðstöð.


  • 14. september - Íbúar Eistlands samþykktu aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.


  • 14. september - Ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar lauk án árangurs í Cancun.


  • 15. september - Skæruliðar úr Þjóðfrelsisher Kólumbíu rændu átta erlendum ferðamönnum í Ciudad Perdida. Þeim var sleppt 100 dögum síðar.


  • 20. september - Lettar samþykktu inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.


  • 22. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Two and a Half Men hóf göngu sína á CBS.


  • 23. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin One Tree Hill hóf göngu sína á The WB Television Network.


  • 24. september - Hubble Ultra-Deep Field-verkefnið hófst þar sem Hubble-sjónaukinn tók yfir 800 myndir af agnarlitlu svæði í geimnum.


  • 25. september - Jarðskjálfti sem mældist átta stig á Richter reið yfir eyjuna Hokkaídó.


  • 26. september - Tónlistarhúsið Auditorio de Tenerife var vígt á Kanaríeyjum.


  • 27. september - Geimferðastofnun Evrópu skaut SMART-1-gervihnettinum á braut um Tunglið.


  • 29. september - Netsímafyrirtækið Skype var stofnað.


Október |





The Weather Project í Tate Modern.



  • 1. október - Eyririnn var lagður niður og ein króna varð minnsta gjaldmiðilseiningin á Íslandi.


  • 4. október - Sjálfsmorðssprengjumaður myrti 19 á bar í Haífa í Ísrael.


  • 5. október - Ísraelskar herþotur réðust á meintar bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi.


  • 5. október - Íslamskir hermenn myrtu ítalska trúboðann Annalena Tonelli í sjúkrahúsinu sem hún hafði stofnað í Borama.


  • 7. október - Arnold Schwarzenegger var kjörinn fylkisstjóri Kaliforníu.


  • 10. október - Bandaríska kvikmyndin Kill Bill var frumsýnd.


  • 12. október - Myndvinnsluhugbúnaðurinn Hugin kom fyrst út.


  • 12. október - Michael Schumacher sló met Juan Manuel Fangio þegar hann sigraði Formúlu 1-kappaksturinn í sjötta sinn.


  • 15. október - Fyrsta mannaða geimfari Kína, Shenzhou 5, var skotið á loft.


  • 16. október - Listaverkið The Weather Project eftir Ólaf Elíasson var opnað almenningi í Tate Modern í London.


  • 17. október - Friðarbogin, samtök homma og lesbía, voru stofnuð í Færeyjum.


  • 19. október - Bátur með flóttafólki fórst við ítölsku eyjuna Lampedusa; 70 drukknuðu.


  • 24. október - Síðasta áætlunarflug Concorde-þotu var flogið.


  • 24. október - Stýrikerfið Mac OS X Panther var kynnt til sögunnar.


  • 27. október - 25 létust í fimm sprengjuárásum á höfuðstöðvar Rauða krossins og lögreglustöðvar í Bagdad.


Nóvember |




Mótmæli í Tbilisi í Georgíu.



  • 6. nóvember - Fyrsta útgáfa Linuxdreifingarinnar Fedora kom út.


  • 8. nóvember - 17 létust þegar bílasprengja sprakk í íbúðahverfi í Ríad í Sádí-Arabíu.


  • 12. nóvember - 26 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á bækistöðvar ítölsku herlögreglunnar í Nassiriya í Írak.


  • 14. nóvember - Vísindamenn í San Diego uppgötvuðu dvergreikistjörnuna 90377 Sedna.


  • 15. nóvember - 25 létust þegar bílasprengjur sprungu við samkomuhús gyðinga í Istanbúl í Tyrklandi.


  • 19. nóvember - George W. Bush hélt í opinbera heimsókn til Bretlands og var boðið í Buckingham-höll af Elísabetu 2., fyrstum Bandaríkjaforseta frá 1918.


  • 20. nóvember - 27 létust í hryðjuverkaárás gegn breska sendiráðinu og breskum banka í Instanbúl í Tyrklandi.


  • 21. nóvember - Breska kvikmyndin Ástin grípur alla var frumsýnd.


  • 23. nóvember - Rósabyltingin: Eduard Shevardnadze sagði af sér embætti forseta Georgíu eftir mótmælaöldu í kjölfar ásakana um kosningasvindl.


  • 26. nóvember - Concorde-flugvélarnar voru teknar úr notkun vegna einnar brotlendingar og vegna hryðjuverkanna 11. september 2001. Concorde-vélarnar náðu allt að 2000 km/klst.


  • 27. nóvember - George W. Bush heimsótti herlið Bandaríkjanna í Írak á þakkargjörðarhátíðinni.


Desember |




Saddam Hussein eftir handtökuna.



  • 5. desember - Fyrsta breytingin á íslensku var gerð á íslensku Wikipedia (sjá sögu Wikipedia).


  • 12. desember - Jean Chrétien sagði af sér embætti forsætisráðherra Kanada eftir 10 ára setu.


  • 12. desember - Viðræður um nýja stjórnarskrá Evrópu fóru út um þúfur.


  • 13. desember - Saddam Hussein fannst falinn í byrgi nálægt Tikrit í Írak og var tekinn höndum af Bandaríkjaher.


  • 23. desember - Alþjóðaferðamálastofnunin varð ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna.


  • 23. desember - Um 200 manns létust þegar sprenging varð í gaslind í Chongqing í Kína.


  • 26. desember - Fyrsta greinin var skrifuð í íslenska hluta Wikipediu.


  • 27. desember - Jarðskjálfti reið yfir Íran; um 30.000 fórust.


  • 27. desember - 13 létust þegar nokkrar bílsprengjur sprungu í pólska hverfinu í Kerbala í Írak.


  • 29. desember - Bréfasprengjur bárust seðlabankastjóra Evrópu Jean-Claude Trichet og Europol.


Ódagsettir atburðir |


  • Bandaríska hljómsveitin All time low var stofnuð.

  • Ritið Demokrati med radvalg og fondsvalg eftir Björn S. Stefánsson kom út við Oslóarháskóla.

  • Fyrirtækið Landsnet var stofnað á Íslandi.

  • Skáldsaga Lauren Weisberger, The Devil Wears Prada, kom út í bandaríkjunum.


  • Oyster-kort, snertikort sem veita aðgang að almenningssamgöngum í London, voru tekin í notkun.

  • Enska hljómsveitin Enter Shikari var stofnuð.

  • Breska hljómsveitin McFly var stofnuð.

  • Íslenska vefritið Gagnauga hóf göngu sína.

  • Íslenska bókaútgáfan Skrudda var stofnuð.

  • Enska hljómsveitin Noisettes var stofnuð.

  • Tvöföldun Reykjanesbrautar hófst.

  • Íslenska hljómsveitin Fighting Shit var stofnuð.

  • Íslenska hljómsveitin Hvanndalsbræður var stofnuð.

  • Fyrsta keppnin í skákboxi var haldin í Berlín.


Fædd |



  • 3. janúar - Greta Thunberg, sænskur aðgerðasinni.


  • 12. maí - Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf í Portúgal.


  • 1. desember - Jackson Nicoll, bandarískur leikari.


  • 7. desember - Katarína Amalía Hollandsprinsessa.


Dáin |



  • 23. janúar - Rúrik Haraldsson, íslenskur leikari (f. 1926).


  • 14. febrúar - Kindin Dolly, fyrsta klónaða spendýrið (f. 1996).


  • 18. febrúar - Isser Harel, ísraelskur Mossad-leiðtogi (f. 1912).


  • 24. febrúar - Alberto Sordi, ítalskur leikari (f. 1920).


  • 28. febrúar - Fidel Sánchez Hernández, forseti El Salvador (f. 1917).


  • 9. mars - Bernard Dowiyogo, nárúskur stjórnmálamaður (f. 1946).


  • 10. mars - Geoffrey Kirk, breskur fornfræðingur (f. 1921).


  • 13. mars - Dósóþeus Tímóteusson, íslenskt skáld (f. 1910).


  • 25. mars - Páll S. Árdal, íslenskur heimspekingur (f. 1924).


  • 30. mars - Michael Jeter, bandarískur leikari (f. 1952).


  • 21. apríl - Nina Simone, bandarísk djasssöngkona (f. 1933).


  • 26. apríl - Yun Hyon-seok, suðurkóreskur aðgerðasinni (f. 1984).


  • 1. maí - Haukur Clausen, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1928).


  • 10. júní - Bernard Williams, breskur heimspekingur (f. 1929).


  • 12. júní - Gregory Peck, bandarískur leikari (f. 1916).


  • 16. júní - Georg Henrik von Wright, finnskur heimspekingur (f. 1916).


  • 26. júní - Strom Thurmond, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1902).


  • 29. júní - Jóhannes Geir Jónsson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1927).


  • 29. júní - Katharine Hepburn, bandarísk leikkona (f. 1907).


  • 4. júlí - Barry White, bandarískur söngvari (f. 1944).


  • 16. ágúst - Idi Amin, forseti Úganda (f. um 1925).


  • 30. ágúst - Donald Davidson, bandarískur heimspekingur (f. 1917).


  • 30. ágúst - Charles Bronson, bandarískur leikari (f. 1921).


  • 8. september - Leni Riefenstahl, þýskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1902).


  • 11. september - Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar (f. 1957).


  • 12. september - Johnny Cash, bandarískur söngvari (f. 1932).


  • 14. október - Moktar Ould Daddah, forseti Máritaníu (f. 1924).


  • 30. október - Þorgeir Þorgeirson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður og þýðandi (f. 1933).


  • 22. nóvember - Mario Beccaria, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1920).


  • 12. desember - Háhyrningurinn Keikó (f. 1976).


Nóbelsverðlaunin |



  • Eðlisfræði - Alexei Alexeevich Abrikosov, Vitaly Lazarevich Ginzburg, Anthony James Leggett


  • Efnafræði - Peter Agre, Roderick MacKinnon


  • Læknisfræði - Paul Lauterbur, Sir Peter Mansfield


  • Bókmenntir - John Maxwell Coetzee


  • Friðarverðlaun - Shirin Ebadi


  • Hagfræði - Robert F. Engle, Clive W. J. Granger



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=2003&oldid=1625579“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.228","walltime":"0.268","ppvisitednodes":"value":3427,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":4638,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1411,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 53.656 1 Snið:Ár_nav","100.00% 53.656 1 -total"," 90.05% 48.319 16 Snið:Dr"," 81.70% 43.839 16 Snið:Dr-make"," 38.27% 20.535 16 Snið:Drep"," 20.60% 11.051 16 Snið:Dr-logno"," 7.78% 4.176 16 Snið:Dr-yr"],"cachereport":"origin":"mw1256","timestamp":"20190319035922","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"2003","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/2003","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q1986","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q1986","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2004-04-19T10:37:51Z","dateModified":"2019-02-23T01:27:12Z","headline":"u00e1r"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":123,"wgHostname":"mw1262"););

Popular posts from this blog

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Bunad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum