Skip to main content

2008 Efnisyfirlit Atburðir | Dáin | Nóbelsverðlaunin | Heimildir | Leiðsagnarval„Staða aðalskipulags“„Gustar um hlutabréfamarkaðinn“Glitnir, Um Glitni, Fréttir: 29.09.2008, Íslenska ríkið kaupir 75 prósent hlut í GlitniForsætisráðuneytið, Fréttir: Samkomulag um að ríkissjóður leggi Glitni til nýtt hlutafé (29.9.2008)Fjármálaeftirlitið, Fréttir: Tímabundin stöðvun viðskipta (06.10.2008).Fjármálaeftirlitið, Fréttir: Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Landsbankans til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi (07.10.2008).Seðlabanki Íslands, Efling gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands (07. Október 2008; Nr. 33/2008)Seðlabanki Íslands, Efling gjaldeyrisforðans (07. október 2008; Nr. 35/2008)RÚV, Borgum ekki annarra manna skuldir (07.10.2008).Mbl.is Obama kjörinn forseti (5. nóvember 2008)

Multi tool use
Multi tool use

20082001-2010


rómverskum tölumhlaupárgregoríska tímatalinu










2008


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search











Árþúsund:

3. árþúsundið

Aldir:

  • 20. öldin

  • 21. öldin

  • 22. öldin


Áratugir:

  • 1981–1990

  • 1991–2000

  • 2001–2010

  • 2011–2020

  • 2021–2030


Ár:

  • 2005

  • 2006

  • 2007

  • 2008

  • 2009

  • 2010

  • 2011

2008 (MMVIII í rómverskum tölum) var 8. ár 21. aldar og hlaupár sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.




Efnisyfirlit





  • 1 Atburðir

    • 1.1 Janúar


    • 1.2 Febrúar


    • 1.3 Mars


    • 1.4 Apríl


    • 1.5 Maí


    • 1.6 Júní


    • 1.7 Júlí


    • 1.8 Ágúst


    • 1.9 September


    • 1.10 Október


    • 1.11 Nóvember


    • 1.12 Desember


    • 1.13 Ódagsettir atburðir



  • 2 Dáin


  • 3 Nóbelsverðlaunin


  • 4 Heimildir




Atburðir |


  • Öll íslensk sveitarfélög áttu að vera komin með aðalskipulag yfir allt land sveitarfélagsins árið 2008, en minnihluti þeirra stóðst þá kröfu.[1]


Janúar |




Fyrsta litmyndin í hárri upplausn af yfirborði Merkúrs tekin af MESSENGER í fyrsta framhjáfluginu.



  • 1. janúar - Kýpur og Malta tóku upp evruna.


  • 1. janúar - NordGen var stofnað og tók meðal annars við starfsemi Norræna genabankans.


  • 3. janúar - Verð hráolíu fór í fyrsta sinn í sögunni yfir 100 dali á tunnuna.


  • 3. janúar - 4 létust í öflugri bílsprengju í bænum Diyarbakir í Tyrklandi.


  • 4. janúar - Dakarrallinu var aflýst vegna óróleika í Máritaníu.


  • 8. janúar - Á aðeins þremur viðskiptadögum höfðu íslensk hlutabréf fallið um 10,53%, þar af Exista og SPRON hvað mest.[2]


  • 14. janúar - Geimkönnunarfarið MESSENGER flaug næst Merkúr í fyrsta framhjáflugi sínu.


  • 14. janúar - 20 létust í árás Ísraelshers á Gasaströndina.


  • 18. janúar - Íslenska kvikmyndin Brúðguminn var frumsýnd.


  • 18. janúar - 66 létust í óeirðum vegna trúarhátíðar sjíamúslima, ashar, í bæjunum Basra og Nassiriya í Írak.


  • 20. janúar - Francis Joyon setti heimsmet í því að sigla einsamall á seglbát umhverfis jörðina eftir 57 daga siglingu og bætti fyrra met um fjórtán daga.


  • 21. janúar - Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslynda flokksins, myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki í borgarstjórn Reykjavíkur.


  • 21. janúar - Alþjóðlega fjármálakreppan 2007-2008: Hrun varð á hlutabréfamörkuðum um allan heim vegna Undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum.


  • 23. janúar - Palestínumenn sprengdu gat á landamæramúr við landamæri Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist í gegn til að kaupa mat og aðrar nauðsynjar.


  • 24. janúar - Ólafur F. Magnússon var kjörinn nýr borgarstjóri Reykjavíkur á borgarstjórnarfundi og tók við af Degi B. Eggertssyni.


  • 24. janúar - Friðarsamkomulag í Kivudeilunni í Kongó var undirritað.


  • 24. janúar - Romano Prodi sagði af sér embætti forsætisráðherra Ítalíu.


  • 28. janúar - Jafnréttindafélag Íslands var stofnað.


  • 30. janúar - Yfir 100 fórust þegar ferja sökk á Tanganjikavatni.


Febrúar |




Slökkviliðsmenn reyna að slökkva eldinn í Namdaemun í Seúl.



  • 2. febrúar - Borgarastyrjöldin í Tjad (2005-2010): Uppreisnarmenn náðu höfuðborginni N'Djamena á sitt vald.


  • 2. febrúar - Samkomulag náðist milli stjórnar og stjórnarandstöðu í Kenýa. Þá höfðu yfir 1000 fallið í átökum eftir kosningarnar í desember 2007.


  • 4. febrúar - Íran vígði sína fyrstu geimrannsóknarstöð og skaut eldflaug út í geim.


  • 7. febrúar - 7 létust í innrás Ísraelshers á Gasaströndina.


  • 10. febrúar - Fyrsta Þjóðargersemi Suður-Kóreu, borgarhliðið Namdaemun í Seúl, brann.


  • 11. febrúar - Turninn Smáratorgi var opnaður í Kópavogi.


  • 11. febrúar - Hópur herforingja reyndi að gera stjórnarbyltingu á Austur-Tímor. Forsetinn, José Ramos-Horta, særðist illa.


  • 12. febrúar - Einn leiðtoga Hezbollah, Imad Mugniyah, var myrtur með bílsprengju í Damaskus.


  • 13. febrúar - Forsætisráðherra Ástralíu Kevin Rudd bað Stolnu kynslóðirnar formlega afsökunar.


  • 17. febrúar - Kosóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu.


  • 17. febrúar - Yfir 100 létust í hryðjuverkaárásum í Kandahar í Afganistan.


  • 19. febrúar - Fidel Castro Kúbuleiðtogi tilkynnti að hann myndi láta af embætti þann 24. febrúar.


  • 21. febrúar - Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæðisyfirlýsingu Kosóvó í Belgrad.


  • 21. febrúar - Mesti jarðskjálfti sem mælst hefur í Noregi átti sér stað við Svalbarða. Hann var 6,2 á Richter.


  • 22. febrúar - Breski bankinn Northern Rock var þjóðnýttur af bresku ríkisstjórninni.


  • 22. febrúar - 10.000 tyrkneskir hermenn réðust inn í Íraska Kúrdistan til að berjast gegn skæruliðum Verkamannaflokks Kúrdistan.


  • 24. febrúar - Raúl Castro tók við stjórn Kúbu eftir afsögn bróður síns, Fidel Castro.


  • 28. febrúar - Dimitris Christofias tók við af Tassos Papadopoulos sem forseti Kýpur.


  • 29. febrúar - Íbúar Hafnarfjarðar urðu 25.000 talsins í fyrsta sinn.


Mars |




Handtökur mótmælenda í Tíbet.



  • 1. mars - 60 Palestínumenn á Gasaströndinni féllu í sprengjuárásum Ísraelshers.


  • 2. mars - Dmítríj Medvedev var kjörinn forseti Rússlands með 68% atkvæða.


  • 2. mars - Heimastjórn Palestínumanna sleit stjórnmálasambandi við Ísrael.


  • 2. mars - Her Kólumbíu elti skæruliða FARC inn í Ekvador og drap einn foringja þeirra, Raúl Reyes. Í kjölfarið slitu Ekvador og Venesúela stjórnmálasamband við Kólumbíu.


  • 6. mars - Palestínumaður hóf skothríð í skóla í Jerúsalem og myrti 8 nemendur.


  • 6. mars - Heimsmarkaðsverð á olíu náði hápunkti, 105,96 dalir fatið, á bandaríska hrávörumarkaðnum.


  • 6. mars - 54 létu lífið í bílasprengjuárás í Bagdad.


  • 8. mars - Hljómsveitin Jakobínarína hélt sína síðustu tónleika á Organ.


  • 9. mars - Evrópska geimferðastofnunin sendi fyrsta ómannaða flutningafarið með varning til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.


  • 13. mars - Hannes Hólmsteinn Gissurarson var í hæstarétti dæmdur til að greiða Auði Laxness eina og hálfa milljón í skaðabætur vegna ritstuldar í ævisögu Laxness.


  • 14. mars - Kínastjórn barði með hörku niður mótmæli búddamunka í Tíbet á afmæli hernáms Kínverja í Tíbet. 19 dóu og 600 særðust.


  • 15. mars - 60 létust þegar vopnageymsla í Gërdec í nágrenni Tírana í Albaníu sprakk.


  • 17. mars - Gengisvísitala íslensku krónunnar féll um 6,97%. Var það mesta lækkun hennar á einum degi í sögu hennar, fram að því.


  • 24. mars - Bútan hélt fyrstu almennu kosningarnar í sögu landsins.


  • 25. mars - Her Afríkubandalagsins réðist á eyjuna Anjouan sem var í höndum skæruliða og lagði hana aftur undir stjórn Kómoreyja.


  • 27. mars - Mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008 hófust með því að hópur bílstjóra lagði bílum sínum í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík og stöðvaði þannig alla umferð.


  • 27. mars - Fjöldi greina á Wikipediu náði 10 milljónum.


  • 28. mars - Íslenska kvikmyndin Stóra planið var frumsýnd.


Apríl |




Lögregla með óeirðabúnað í mótmælum vörubílstjóra á Íslandi 23. apríl.



  • 1. apríl - Stærsta rán í sögu Danmerkur var framið í peningageymslu í Glostrup. Ræningjarnir komust undan með 62 milljónir.


  • 3. apríl - Fyrrum forsætisráðherra Kosóvó, Ramush Haradinaj, var sýknaður af ákærum um stríðsglæpi gegn serbneskum íbúum Kosóvó fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Mörg vitni gegn honum höfðu verið myrt eða horfið í aðdraganda réttarhaldanna.


  • 4. apríl - Franska seglskipinu Le Ponant var rænt af sjóræningjum við strönd Sómalíu með 30 farþega um borð.


  • 5. apríl - Mótmæli gegn hernámi Kína í Tíbet áttu sér stað þar sem Ólympíukyndillinn var borinn um stræti London.


  • 6. apríl - Samgönguráðherra Srí Lanka, Jeyaraj Fernandopulle, lést ásamt 11 öðrum í hryðjuverkaárás í Kólombó.


  • 10. apríl - Í Nepal fóru fram kosningar til stjórnlagaþings til að semja nýja lýðveldisstjórnarskrá.


  • 11. apríl - Nintendo gaf út leikinn Mario Kart Wii.


  • 14. apríl - Bandalag hægriflokka undir forystu Silvio Berlusconi vann sigur í þingkosningum á Ítalíu.


  • 15. apríl - 65 létust í hryðjuverkaárásum í Baquba og Ramadi í Írak.


  • 20. apríl - Benedikt 16. páfi heimsótti Ground Zero í New York-borg.


  • 22. apríl - Læknar við Moorfields Eye Hospital í London græddu í fyrsta sinn gerviaugu í tvo blinda sjúklinga.


  • 23. apríl - Mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008 héldu áfram. Lögreglan var vopnuð óeirðabúnaði, t.d. múgskjöldum og piparúða og beitti gegn mótmælendum.


  • 28. apríl - Indland setti nýtt heimsmet með því að senda 10 gervihnetti á sporbaug um jörðu í einu geimskoti.


  • 28. apríl - Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði að hafa haldið dóttur sinni fanginni í 24 ár og átt 7 börn með henni.


Maí |




Íbúar í Chengdu halda sig utandyra af ótta við eftirskjálfta 12. maí.



  • 3. maí - Yfir 133 þúsund manns létust af völdum fellibyls í Mjanmar.


  • 3. maí - Íhaldsmenn unnu stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Boris Johnson varð borgarstjóri London.


  • 6. maí - Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að selja Fríkirkjuveg 11 til Novator.


  • 7. maí - Dímítrí Medvedev tók við embætti forseta Rússlands af Vladimir Putin.


  • 10. maí - Skæruliðahreyfingin Justice and Equality Movement reyndi að leggja höfuðborg Súdan undir sig.


  • 12. maí - Jarðskjálftinn í Sesúan 2008 olli yfir 69 þúsund dauðsföllum í Kína.


  • 13. maí - 80 létust í sprengjuárás í Jaípúr á Indlandi.


  • 14. maí - 20 létust í sprengjutilræði við jarðarför í Abu Minasir í Írak.


  • 24. maí - Úrslitakeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2008 var haldin í Belgrad í Serbíu. Dima Bilan sigraði fyrir Rússland með laginu „Believe“.


  • 25. maí - Knattspyrnufélagið Valur vígði Vodafonevöllinn við Hlíðarenda.


  • 25. maí - Bandaríska geimfarið Phoenix lenti á norðurpólssvæði Mars.


  • 26. maí - Yfir 200 fórust í flóðum í Kína.


  • 27. maí - Arctic Ocean Conference var haldin í Ilulissat á Grænlandi.


  • 28. maí - Nepalska þingið breytti landinu úr konungsríki í lýðveldi og batt þannig enda á aldalangt einræði.


  • 29. maí - Jarðskjálfti varð á Suðurlandi klukkan 15:46. Skjálftinn mælist 6,2 stig á Richter-kvarða og olli töluverðu tjóni, mest á Selfossi.


  • 30. maí - Fulltrúar 111 landa undirrituðu alþjóðasamning um bann við klasasprengjum.


  • 31. maí - Geimskutlan Discovery flutti japanska rannsóknarstöð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.


Júní |




Spánverjar fagna sigri á Evrópumótinu í knattspyrnu karla 2008.


  • Íslenska fjármálafyrirtækið Gamma var stofnað.


  • 1. júní - Íslenska landsliðið í handbolta sigraði Svía 29-25 og komst þar með á Ólympíuleikana í Peking.


  • 1. júní - Alberto Contador sigraði hjólreiðakeppnina Giro d'Italia.


  • 2. júní - Jarðskjálfti skók Hveragerði. Skjálftinn mældist 5,5 stig á Richter-kvarða.


  • 2. júní - Jose Mourinho var ráðinn nýr þjálfari F.C. Internazionale Milano og fékk rúman milljarð íslenskra króna í árslaun eftir samkomulagi.


  • 2. júní - 6 létust í sprengjuárás á danska sendiráðið í Islamabad.


  • 2. júní - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti heimild fyrir erlend herskip að fara inn í lögsögu Sómalíu til að koma í veg fyrir sjórán.


  • 3. júní - Hvítabjörn sást á Þverárfjalli í Skagafirði og var felldur.


  • 7. júní - Evrópukeppnin í knattspyrnu 2008 hófst í Austurríki og Sviss.


  • 8. júní - Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður á Íslandi.


  • 11. júní - Fermi-gammageislageimsjónaukanum var skotið á braut um jörðu.


  • 11. júní - Norska stórþingið samþykkti lög um hjónabönd samkynhneigðra.


  • 11. júní - Stephen Harper forsætisráðherra Kanada baðst formlega afsökunar á heimavistarskólum indíána í Kanada.


  • 12. júní - Írar höfnuðu Lissabonsáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu.


  • 14. júní - Heimssýningin Expo 2008 var opnuð í Zaragoza á Spáni.


  • 17. júní - Hvítabjörn var skotinn á Skaga, eftir að tilraunir til að svæfa hann með deyfilyfjum misheppnuðust.


  • 21. júní - Filippeysku farþegaferjunni Princess of the Stars hvolfdi með þeim afleiðingum að 800 fórust.


  • 27. júní - Bill Gates hætti sem stjórnarformaður Microsoft Corporation.


  • 29. júní - Spánn sigraði Evrópukeppnina í knattspyrnu 2008 með 1-0 sigri á Þýskalandi.


Júlí |




Surtsey var skráð á Heimsminjaskrá UNESCO.



  • 1. júlí - Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í HS Orku og HS Veitur.


  • 1. júlí - Tækniskólinn var stofnaður í Reykjavík með sameiningu Fjöltækniskólans og Iðnskólans í Reykjavík.


  • 1. júlí - Kennaraháskóli Íslands varð Menntavísindasvið Háskóla Íslands.


  • 2. júlí - Íngrid Betancourt og 14 öðrum gíslum var sleppt úr haldi FARC í Kólumbíu eftir sex ár í haldi.


  • 7. júlí - Fundur átta helstu iðnríkja heims hófst á Hokkaídó í Japan.


  • 8. júlí - Surtsey var skráð inn í heimsminjaskrá UNESCO.


  • 11. júlí - iPhone kom á markað í 22 löndum.


  • 21. júlí - Radovan Karadžić, einn eftirlýstasti stríðsglæpamaður heims var handtekinn í Belgrad eftir 12 ára leit.


  • 24. júlí - Bandaríska kvikmyndin The Dark Knight var frumsýnd.


Ágúst |




Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hyllt í Reykjavík 27. ágúst.



  • 1. ágúst - George Tupou 5. var krýndur konungur Tonga.


  • 1. ágúst - Ellefu fjallgöngumenn fórust í hlíðum K2, næsthæsta fjalls heims, í mannskæðasta slysi í sögu fjallsins.


  • 6. ágúst - Sidi Ould Cheikh Abdallahi var steypt af stóli í Máritaníu.


  • 7. ágúst - Georgíumenn og Rússar hófu stríð um yfirráð í Suður-Ossetíu.


  • 8. ágúst - Sumarólympíuleikarnir 2008 voru settir í Beijing.


  • 8. ágúst - Kvikmyndin Skrapp út var frumsýnd.


  • 18. ágúst - Pervez Musharraf sagði af sér sem forseti Pakistan.


  • 18. ágúst - Andarnefjur sáust á Pollinum á Akureyri og voru í meira en mánuð. Flestar voru þær fjórar.


  • 19. ágúst - Rauðhumla sást í fyrsta sinn á Íslandi.


  • 20. ágúst - 154 manns fórust í flugslysi í Madrid.


  • 21. ágúst - Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við af Ólafi F. Magnússyni sem borgarstjóri Reykjavíkur.


  • 22. ágúst - Ísland sigraði Spán í undanúrslitum Ólympíuleikanna í handknattleik karla 36-30 og mætti því Frökkum í úrslitaleik um gullið.


  • 22. ágúst - Fyrsti þjóðgarður Danmerkur, Nationalpark Thy, var formlega opnaður.


  • 24. ágúst - Ísland vann silfurverðlaun í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Peking. Þetta var talinn einn stærsti íþróttaviðburður í íslenskri íþróttasögu.


  • 24. ágúst - Danmarks Nationalbank tók yfir rekstur Roskilde Bank.


  • 25. ágúst - 68 fórust þegar flugvél frá Iran Aseman Airlines hrapaði í Kirgistan.


  • 26. ágúst - Dmítrí Medvedev, Rússlandsforseti, viðurkenndi sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu, en aðeins eitt annað ríki hafði þá gert hið sama.


  • 27. ágúst - Íslenska karlalandsliðið í handknattleik var hyllt af miklum mannfjölda í miðbæ Reykjavíkur eftir komuna til landsins.


  • 29. ágúst - Íslenska kvikmyndin Sveitabrúðkaup var frumsýnd.


  • 31. ágúst - Mest lesna dagblað Danmerkur, Nyhedsavisen, hætti útgáfu.


  • 31. ágúst - Bill Gates hætti störfum sem forstjóri Microsoft.


September |




George W. Bush Bandaríkjaforseti ræðir fjármálakreppuna við þingmenn.



  • 1. september - Íslenska útvarpsstöðin K100 hóf útsendingar.


  • 2. september - Fyrsta útgáfa vafrans Google Chrome kom út.


  • 2. september - Fyrsti þáttur 90210 var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS.


  • 7. september - Bandaríkjastjórn tók yfir stjórn lánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac.


  • 8. september - Skriðan í Shanxi 2008: 277 fórust þegar landfylling frá námu skreið fram í Shanxi-héraði í Kína.


  • 10. september - Róteindageislinn í Stóra sterkeindahraðlinum í CERN í Genf var settur af stað.


  • 12. september - Slavonic Channel International hóf útsendingar.


  • 14. september - Fyrsta bókin í bókaröðinni um Hungurleikana kom út í Bandaríkjunum.


  • 15. september - Lehman Brothers, eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi, varð gjaldþrota.


  • 15. september - Stjórnarandstöðuleiðtoginn Morgan Tsvangirai var skipaður forsætisráðherra í Simbabve í kjölfar samkomulags við Robert Mugabe.


  • 20. september - 60 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á Hotel Marriott í Islamabad í Pakistan.


  • 22. september - Al Thani-málið: Félag í eigu Mohammad Bin Khalifa Al-Thani var sagt hafa keypt 5,01% hlut í Kaupþingi.


  • 23. september - 11 létust í skotárás á skóla í Kauhajoki í Finnlandi.


  • 25. september - Kínversku mönnuðu geimflauginni Shenzhou 7 var skotið á loft.


  • 27. september - Kínverski geimfarinn Zhai Zhi Gang fór fyrstur Kínverja í geimgöngu.


  • 28. september - Eldflaugin Falcon 1 frá SpaceX var fyrsta geimfar einkaaðila sem náði á sporbaug um jörðu.


  • 26. september - Bandaríska fjármálafyrirtækið Washinton Mutual varð gjaldþrota.


  • 29. september - Í kjölfar hruns Lehman Brothers og Washington Mutual féll Dow Jones-vísitalan um 777.68 punkta sem var mesta fall á einum degi í sögu vísitölunnar.


  • 29. september - Bankahrunið á Íslandi: Íslenska ríkið greiddi 600 milljónir evra fyrir 75% hlut í Glitni banka hf.[3][4]


Október |




Önnur mótmælin sem kennd eru við búsáhaldabyltinguna á Austurvelli 18. október.



  • 3. október - Íslenska kvikmyndin Reykjavík - Rotterdam var frumsýnd.


  • 3. október - Bandaríkjaforseti undirritaði lög um 700 milljarða dala ríkissjóð til að kaupa eignir gjaldþrota banka.


  • 6. október - Bankahrunið á Íslandi: Fjármálaeftirlitið ákvað að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir höfðu verið út af Glitni banka hf., Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf., Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka hf., Spron hf. og Exista hf., og teknir höfðu verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.[5]


  • 6. október - Bankahrunið á Íslandi: Geir Haarde forsætisráðherra Íslands flutti sjónvarpsávarp þar sem hann bað Guð að blessa Ísland.


  • 6. október - Geimkönnunarfarið MESSENGER flaug framhjá Merkúr í annað sinn.


  • 7. október - Bankahrunið á Íslandi: Fjármálaeftirlitið skipaði skilanefnd sem tók við öllum heimildum stjórnar Landsbankans.[6]


  • 7. október - Bankahrunið á Íslandi: Rússland bauðst til að veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra.[7][8]


  • 7. október - Bankahrunið á Íslandi: Davíð Oddson kom fram í Kastljósi og sagði „Við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna“.[9]


  • 8. október - Bankahrunið á Íslandi: Kaupthing Singer & Friedlander var sett í greiðslustöðvun af breska fjármálaeftirlitinu.


  • 8. október - Íþróttafélagið Draupnir var stofnað á Akureyri.


  • 9. október - Bankahrunið á Íslandi: Kaupþing banki var þjóðnýttur af íslenska ríkinu og skilanefnd sett yfir hann.


  • 11. október - Bankahrunið á Íslandi: Fyrstu mótmælin í búsáhaldabyltingunni fóru fram á Austurvelli.


  • 21. október - Stóri sterkeindahraðallinn í Genf var formlega tekinn í notkun.


  • 22. október - Geimvísindastofnun Indlands sendi könnunarfarið Chandrayaan-1 til Tunglsins.


  • 26. október - Átökin í Kivu í Kongó blossuðu upp á ný.


  • 29. október - Danska flugfélagið Sterling Airways varð gjaldþrota.


  • 30. október - Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði það írska 3-0 á Laugardalsvelli og komst þar með í úrslitakeppni EM 2009, fyrst íslenskra A-landsliða í knattspyrnu.


  • 30. október - Síðasti bjórinn var bruggaður í verksmiðju Carlsberg í Valby.


  • 31. október - James Bond-myndin Quantum of Solace var frumsýnd.


Nóvember |




Barack Obama á kosningafundi í Cleveland Ohio.



  • 4. nóvember - Barack Obama var kosinn forseti Bandaríkjanna. [10]


  • 6. nóvember - Jigme Khesar Namgyal Wangchuk var krýndur konungur Bútan.


  • 10. nóvember - Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins sendi óvart tölvupóst á fjölmiðla með harðri gagnrýni á Valgerði Sverrisdóttur og sagði af sér þingmennsku í kjölfarið.


  • 12. nóvember - Ljósmyndir náðust af fjarreikistjörnum í fyrsta sinn.


  • 15. nóvember - Búsáhaldabyltingin: Að minnsta kosti sjö þúsund manns mótmæltu við Austurvöll vegna efnahagskreppunnar.


  • 15. nóvember - Fundur 20 helstu iðnríkja heims var haldinn í Washington til að takast á við alþjóðlegu fjármálakreppuna.


  • 15. nóvember - Sómalskir sjóræningjar náðu sádíarabíska risatankskipinu Sirius Star á sitt vald.


  • 19. nóvember - Claudia Castillo frá Spáni varð fyrst til að fá græddan í sig barka gerðan með vefjatækni.


  • 20. nóvember - Sænska þingið samþykkti Lissabonsáttmálann.


  • 22. nóvember - Búsáhaldabyltingin: Eftir að á bilinu 9-11.000 manns mótmæltu ríkisstjórninni friðsamlega á Austurvelli, mótmælti nokkur hundruð manna hópur því fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu, að mótmælandi hafði verið tekinn fastur kvöldið áður. Mótmælin fóru úr böndunum, mótmælendur reyndu að ryðja sér leið inn í lögreglustöðina en voru stöðvaðir með piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.


  • 24. nóvember - Um 10.000 mótmælendur kröfðust afsagnar forsætisráðherra Taílands, Somchai Wongsawats, í Bangkok.


  • 25. nóvember - Grænland hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um aukna sjálfsstjórn landsins. Yfir 75% kjósenda greiddu atkvæði með aukinni sjálfsstjórn.


  • 26. nóvember - Meðlimir íslömsku öfgasamtakanna Lashkar-e-Taiba hófu fjögurra daga herferð skot- og sprengjuárása í Mumbai sem leiddu 164 til dauða.


  • 30. nóvember - 300 létust í átökum kristinna og múslima í Nígeríu.


Desember |




Óeirðirnar í Grikklandi.



  • 1. desember - Barack Obama skipaði höfuðkeppinaut sinn, Hillary Clinton, utanríkisráðherra.


  • 4. desember - Kólerufaraldur olli dauða 1200 manns í Simbabve.


  • 6. desember - Óeirðir hófust í Grikklandi eftir að gríska lögreglan skaut 15 ára ungling til bana.


  • 7. desember - Danski athafnamaðurinn Stein Bagger gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa verið eftirlýstur af Interpol.


  • 10. desember - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar voru haldnar á krúnunýlendunni Sark sem varð þar með síðasta svæðið í Evrópu þar sem lénskerfi var lagt niður.


  • 12. desember - Sviss gekk í Schengen.


  • 16. desember - Jarðskjálfti upp á 4,2 á Richter reið yfir Eyrarsund.


  • 18. desember - Óeirðir brutust út í Rosengård í Malmö þegar húsnæði sem notað hafði verið undir mosku var lokað.


  • 18. desember - Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir Rúanda dæmdi Théoneste Bagosora og tvo aðra herforingja í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð.


  • 20. desember - Kaffismiðja Íslands var opnuð við Kárastíg í Reykjavík.


  • 23. desember - Herinn rændi völdum í Gíneu skömmu eftir andlát forsetans Lansana Conté.


  • 27. desember - Ísraelsher hóf árásir á Gasaströndina. Yfir 1300 manns létu lífið í átökunum.


Ódagsettir atburðir |


  • Stjórnmálahreyfingin Rauður vettvangur var stofnuð á Íslandi.

  • Bandaríska fyrirtækið Airbnb var stofnað.

  • Íslenska fyrirtækið Reykjavik Geothermal ehf. var stofnað.

  • Fyrsta bókin um Maxímús Músíkús kom út á Íslandi.

  • Breska hljómsveitin Asking Alexandria var stofnuð.

  • Íslenska fyrirtækið Murr ehf var stofnað á Súðavík.

  • Íslenski aðgerðahópurinn Raddir fólksins var stofnaður.

  • Íslenska fyrirtækið DataMarket ehf var stofnað.


Dáin |



  • 8. janúar - Bjarni Jónsson, íslenskur listmálari (f. 1934).


  • 11. janúar - Edmund Hillary, nýsjálenskur landkönnuður (f. 1919).


  • 17. janúar - Bobby Fischer, bandarískur skákmaður (f. 1943).


  • 22. janúar - Heath Ledger, ástralskur leikari (f. 1979).


  • 27. janúar - Suharto, forseti Indónesíu (f. 1921).


  • 2. febrúar - Joshua Lederberg, bandarískur sameindalíffræðingur (f. 1925).


  • 10. febrúar - Roy Scheider, bandarískur leikari (f. 1932).


  • 23. febrúar - Janez Drnovšek, forseti Slóveníu (f. 1950).


  • 24. febrúar - Larry Norman, bandarískur tónlistarmaður (f. 1947).


  • 19. mars - Arthur C. Clarke, enskur rithöfundur (f. 1917).


  • 19. mars - Hugo Claus, rithöfundur (f. 1929).


  • 24. mars - Richard Widmark, bandarískur leikari (f. 1914).


  • 27. mars - Ólafur Ragnarsson, íslenskur ritstjóri (f. 1944).


  • 27. mars - Bolli Gústavsson, íslenskur prestur (f. 1935).


  • 5. apríl – Charlton Heston, bandarískur leikari (f. 1923).


  • 23. apríl - Elsa G. Vilmundardóttir, íslenskur jarðfræðingur (f. 1932).


  • 18. maí - Jonathan James, bandarískur hakkari (f. 1983).


  • 16. júní - Ágúst George, hollenskur prestur (f. 1928).


  • 22. júní - George Carlin, bandarískur leikari (f. 1937).


  • 5. júlí - René Harris, nárúskur stjórnmálamaður (f. 1948).


  • 12. júlí - Egill Jónsson, bóndi og alþingismaður (f. 1930).


  • 25. júlí - Randy Pausch, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1960).


  • 3. ágúst - Aleksandr Solzhenitsyn, rússneskur rithöfundur (f. 1918).


  • 9. ágúst - Bernie Mac, bandarískur leikari (f. 1957).


  • 10. ágúst – Isaac Hayes, bandarískur tónlistarmaður (f. 1942).


  • 19. ágúst - Levy Mwanawasa, forseti Sambíu (f. 1948).


  • 28. ágúst - Sigurbjörn Einarsson, biskup íslensku Þjóðkirkjunnar 1959-1981 (f. 1911).


  • 26. september - Paul Newman, bandarískur leikari (f. 1925).


  • 9. nóvember - Úlfur Hjörvar, íslenskur rithöfundur og þýðandi (f. 1935).


  • 10. nóvember – Miriam Makeba, suður-afrísk söngkona (f. 1932).


  • 29. nóvember - Jørn Utzon, danskur arkitekt (f. 1918).


  • 2. desember - H.M., bandarískur heilasjúklingur (f. 1926).


  • 5. desember - Rúnar Júlíusson, íslenskur tónlistarmaður og útgefandi (f. 1945).


  • 24. desember - Harold Pinter, breskt leikskáld (f. 1930).


  • 29. desember - Freysteinn Sigurðsson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1941).


Nóbelsverðlaunin |



  • Eðlisfræði – Makoto Kobayashi, Toshihide Maskawa, Yoichiro Nambu.


  • Efnafræði - Martin Chalfie, Osamu Shimomura, Roger Y. Tsien.


  • Lífeðlis- og læknisfræði - Françoise Barré-Sinoussi, Harald zur Hausen, Luc Montagnier.


  • Bókmenntir - Jean-Marie Gustave Le Clézio.


  • Friðarverðlaun - Martti Ahtisaari.


  • Hagfræði - Paul Krugman.


Heimildir |



  1. „Staða aðalskipulags“, skoðað þann 7. júlí 2006.


  2. „Gustar um hlutabréfamarkaðinn“, skoðað þann 7.8. janúar 2008.


  3. Glitnir, Um Glitni, Fréttir: 29.09.2008, Íslenska ríkið kaupir 75 prósent hlut í Glitni


  4. Forsætisráðuneytið, Fréttir: Samkomulag um að ríkissjóður leggi Glitni til nýtt hlutafé (29.9.2008)


  5. Fjármálaeftirlitið, Fréttir: Tímabundin stöðvun viðskipta (06.10.2008).


  6. Fjármálaeftirlitið, Fréttir: Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Landsbankans til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi (07.10.2008).


  7. Seðlabanki Íslands, Efling gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands (07. Október 2008; Nr. 33/2008)


  8. Seðlabanki Íslands, Efling gjaldeyrisforðans (07. október 2008; Nr. 35/2008)


  9. RÚV, Borgum ekki annarra manna skuldir (07.10.2008).


  10. Mbl.is Obama kjörinn forseti (5. nóvember 2008)









Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=2008&oldid=1625342“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.252","walltime":"0.309","ppvisitednodes":"value":3817,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":5788,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":2130,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":4510,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 66.367 1 -total"," 64.29% 42.670 1 Snið:Ár_nav"," 57.04% 37.857 16 Snið:Dr"," 52.25% 34.675 16 Snið:Dr-make"," 22.16% 14.710 16 Snið:Drep"," 14.99% 9.949 16 Snið:Dr-logno"," 9.72% 6.448 2 Snið:Vefheimild"," 5.83% 3.870 16 Snið:Dr-yr"],"cachereport":"origin":"mw1264","timestamp":"20190317172200","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"2008","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/2008","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q2004","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q2004","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2006-07-11T13:34:40Z","dateModified":"2019-02-21T20:13:36Z","headline":"u00e1r"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":146,"wgHostname":"mw1247"););hCYScZKc887FYWCv,eXYxEiTg3haT4oDYhlDvQJq1jW,wA5L,k3,loBN4,dg swDYrheH,LoIo,YuBE
vlSSTWCgTOT09,H5ePt

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

Chléb Obsah Etymologie | Pojmy při krájení bochníku nebo pecnu chleba | Receptura a druhy | Typy českého chleba | Kvalita chleba v České republice | Cena chleba | Konzumace | Postup výroby | Odkazy | Navigační menuDostupné onlineKdo si mastí kapsu na chlebu? Pekaři to nejsouVývoj spotřebitelských cen – Český statistický úřadDostupné onlineJak se co dělá: Chleba4008364-08669