Skip to main content

2008 Efnisyfirlit Atburðir | Dáin | Nóbelsverðlaunin | Heimildir | Leiðsagnarval„Staða aðalskipulags“„Gustar um hlutabréfamarkaðinn“Glitnir, Um Glitni, Fréttir: 29.09.2008, Íslenska ríkið kaupir 75 prósent hlut í GlitniForsætisráðuneytið, Fréttir: Samkomulag um að ríkissjóður leggi Glitni til nýtt hlutafé (29.9.2008)Fjármálaeftirlitið, Fréttir: Tímabundin stöðvun viðskipta (06.10.2008).Fjármálaeftirlitið, Fréttir: Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Landsbankans til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi (07.10.2008).Seðlabanki Íslands, Efling gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands (07. Október 2008; Nr. 33/2008)Seðlabanki Íslands, Efling gjaldeyrisforðans (07. október 2008; Nr. 35/2008)RÚV, Borgum ekki annarra manna skuldir (07.10.2008).Mbl.is Obama kjörinn forseti (5. nóvember 2008)

20082001-2010


rómverskum tölumhlaupárgregoríska tímatalinu










2008


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search











Árþúsund:

3. árþúsundið

Aldir:

  • 20. öldin

  • 21. öldin

  • 22. öldin


Áratugir:

  • 1981–1990

  • 1991–2000

  • 2001–2010

  • 2011–2020

  • 2021–2030


Ár:

  • 2005

  • 2006

  • 2007

  • 2008

  • 2009

  • 2010

  • 2011

2008 (MMVIII í rómverskum tölum) var 8. ár 21. aldar og hlaupár sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.




Efnisyfirlit





  • 1 Atburðir

    • 1.1 Janúar


    • 1.2 Febrúar


    • 1.3 Mars


    • 1.4 Apríl


    • 1.5 Maí


    • 1.6 Júní


    • 1.7 Júlí


    • 1.8 Ágúst


    • 1.9 September


    • 1.10 Október


    • 1.11 Nóvember


    • 1.12 Desember


    • 1.13 Ódagsettir atburðir



  • 2 Dáin


  • 3 Nóbelsverðlaunin


  • 4 Heimildir




Atburðir |


  • Öll íslensk sveitarfélög áttu að vera komin með aðalskipulag yfir allt land sveitarfélagsins árið 2008, en minnihluti þeirra stóðst þá kröfu.[1]


Janúar |




Fyrsta litmyndin í hárri upplausn af yfirborði Merkúrs tekin af MESSENGER í fyrsta framhjáfluginu.



  • 1. janúar - Kýpur og Malta tóku upp evruna.


  • 1. janúar - NordGen var stofnað og tók meðal annars við starfsemi Norræna genabankans.


  • 3. janúar - Verð hráolíu fór í fyrsta sinn í sögunni yfir 100 dali á tunnuna.


  • 3. janúar - 4 létust í öflugri bílsprengju í bænum Diyarbakir í Tyrklandi.


  • 4. janúar - Dakarrallinu var aflýst vegna óróleika í Máritaníu.


  • 8. janúar - Á aðeins þremur viðskiptadögum höfðu íslensk hlutabréf fallið um 10,53%, þar af Exista og SPRON hvað mest.[2]


  • 14. janúar - Geimkönnunarfarið MESSENGER flaug næst Merkúr í fyrsta framhjáflugi sínu.


  • 14. janúar - 20 létust í árás Ísraelshers á Gasaströndina.


  • 18. janúar - Íslenska kvikmyndin Brúðguminn var frumsýnd.


  • 18. janúar - 66 létust í óeirðum vegna trúarhátíðar sjíamúslima, ashar, í bæjunum Basra og Nassiriya í Írak.


  • 20. janúar - Francis Joyon setti heimsmet í því að sigla einsamall á seglbát umhverfis jörðina eftir 57 daga siglingu og bætti fyrra met um fjórtán daga.


  • 21. janúar - Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslynda flokksins, myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki í borgarstjórn Reykjavíkur.


  • 21. janúar - Alþjóðlega fjármálakreppan 2007-2008: Hrun varð á hlutabréfamörkuðum um allan heim vegna Undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum.


  • 23. janúar - Palestínumenn sprengdu gat á landamæramúr við landamæri Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist í gegn til að kaupa mat og aðrar nauðsynjar.


  • 24. janúar - Ólafur F. Magnússon var kjörinn nýr borgarstjóri Reykjavíkur á borgarstjórnarfundi og tók við af Degi B. Eggertssyni.


  • 24. janúar - Friðarsamkomulag í Kivudeilunni í Kongó var undirritað.


  • 24. janúar - Romano Prodi sagði af sér embætti forsætisráðherra Ítalíu.


  • 28. janúar - Jafnréttindafélag Íslands var stofnað.


  • 30. janúar - Yfir 100 fórust þegar ferja sökk á Tanganjikavatni.


Febrúar |




Slökkviliðsmenn reyna að slökkva eldinn í Namdaemun í Seúl.



  • 2. febrúar - Borgarastyrjöldin í Tjad (2005-2010): Uppreisnarmenn náðu höfuðborginni N'Djamena á sitt vald.


  • 2. febrúar - Samkomulag náðist milli stjórnar og stjórnarandstöðu í Kenýa. Þá höfðu yfir 1000 fallið í átökum eftir kosningarnar í desember 2007.


  • 4. febrúar - Íran vígði sína fyrstu geimrannsóknarstöð og skaut eldflaug út í geim.


  • 7. febrúar - 7 létust í innrás Ísraelshers á Gasaströndina.


  • 10. febrúar - Fyrsta Þjóðargersemi Suður-Kóreu, borgarhliðið Namdaemun í Seúl, brann.


  • 11. febrúar - Turninn Smáratorgi var opnaður í Kópavogi.


  • 11. febrúar - Hópur herforingja reyndi að gera stjórnarbyltingu á Austur-Tímor. Forsetinn, José Ramos-Horta, særðist illa.


  • 12. febrúar - Einn leiðtoga Hezbollah, Imad Mugniyah, var myrtur með bílsprengju í Damaskus.


  • 13. febrúar - Forsætisráðherra Ástralíu Kevin Rudd bað Stolnu kynslóðirnar formlega afsökunar.


  • 17. febrúar - Kosóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu.


  • 17. febrúar - Yfir 100 létust í hryðjuverkaárásum í Kandahar í Afganistan.


  • 19. febrúar - Fidel Castro Kúbuleiðtogi tilkynnti að hann myndi láta af embætti þann 24. febrúar.


  • 21. febrúar - Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæðisyfirlýsingu Kosóvó í Belgrad.


  • 21. febrúar - Mesti jarðskjálfti sem mælst hefur í Noregi átti sér stað við Svalbarða. Hann var 6,2 á Richter.


  • 22. febrúar - Breski bankinn Northern Rock var þjóðnýttur af bresku ríkisstjórninni.


  • 22. febrúar - 10.000 tyrkneskir hermenn réðust inn í Íraska Kúrdistan til að berjast gegn skæruliðum Verkamannaflokks Kúrdistan.


  • 24. febrúar - Raúl Castro tók við stjórn Kúbu eftir afsögn bróður síns, Fidel Castro.


  • 28. febrúar - Dimitris Christofias tók við af Tassos Papadopoulos sem forseti Kýpur.


  • 29. febrúar - Íbúar Hafnarfjarðar urðu 25.000 talsins í fyrsta sinn.


Mars |




Handtökur mótmælenda í Tíbet.



  • 1. mars - 60 Palestínumenn á Gasaströndinni féllu í sprengjuárásum Ísraelshers.


  • 2. mars - Dmítríj Medvedev var kjörinn forseti Rússlands með 68% atkvæða.


  • 2. mars - Heimastjórn Palestínumanna sleit stjórnmálasambandi við Ísrael.


  • 2. mars - Her Kólumbíu elti skæruliða FARC inn í Ekvador og drap einn foringja þeirra, Raúl Reyes. Í kjölfarið slitu Ekvador og Venesúela stjórnmálasamband við Kólumbíu.


  • 6. mars - Palestínumaður hóf skothríð í skóla í Jerúsalem og myrti 8 nemendur.


  • 6. mars - Heimsmarkaðsverð á olíu náði hápunkti, 105,96 dalir fatið, á bandaríska hrávörumarkaðnum.


  • 6. mars - 54 létu lífið í bílasprengjuárás í Bagdad.


  • 8. mars - Hljómsveitin Jakobínarína hélt sína síðustu tónleika á Organ.


  • 9. mars - Evrópska geimferðastofnunin sendi fyrsta ómannaða flutningafarið með varning til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.


  • 13. mars - Hannes Hólmsteinn Gissurarson var í hæstarétti dæmdur til að greiða Auði Laxness eina og hálfa milljón í skaðabætur vegna ritstuldar í ævisögu Laxness.


  • 14. mars - Kínastjórn barði með hörku niður mótmæli búddamunka í Tíbet á afmæli hernáms Kínverja í Tíbet. 19 dóu og 600 særðust.


  • 15. mars - 60 létust þegar vopnageymsla í Gërdec í nágrenni Tírana í Albaníu sprakk.


  • 17. mars - Gengisvísitala íslensku krónunnar féll um 6,97%. Var það mesta lækkun hennar á einum degi í sögu hennar, fram að því.


  • 24. mars - Bútan hélt fyrstu almennu kosningarnar í sögu landsins.


  • 25. mars - Her Afríkubandalagsins réðist á eyjuna Anjouan sem var í höndum skæruliða og lagði hana aftur undir stjórn Kómoreyja.


  • 27. mars - Mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008 hófust með því að hópur bílstjóra lagði bílum sínum í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík og stöðvaði þannig alla umferð.


  • 27. mars - Fjöldi greina á Wikipediu náði 10 milljónum.


  • 28. mars - Íslenska kvikmyndin Stóra planið var frumsýnd.


Apríl |




Lögregla með óeirðabúnað í mótmælum vörubílstjóra á Íslandi 23. apríl.



  • 1. apríl - Stærsta rán í sögu Danmerkur var framið í peningageymslu í Glostrup. Ræningjarnir komust undan með 62 milljónir.


  • 3. apríl - Fyrrum forsætisráðherra Kosóvó, Ramush Haradinaj, var sýknaður af ákærum um stríðsglæpi gegn serbneskum íbúum Kosóvó fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Mörg vitni gegn honum höfðu verið myrt eða horfið í aðdraganda réttarhaldanna.


  • 4. apríl - Franska seglskipinu Le Ponant var rænt af sjóræningjum við strönd Sómalíu með 30 farþega um borð.


  • 5. apríl - Mótmæli gegn hernámi Kína í Tíbet áttu sér stað þar sem Ólympíukyndillinn var borinn um stræti London.


  • 6. apríl - Samgönguráðherra Srí Lanka, Jeyaraj Fernandopulle, lést ásamt 11 öðrum í hryðjuverkaárás í Kólombó.


  • 10. apríl - Í Nepal fóru fram kosningar til stjórnlagaþings til að semja nýja lýðveldisstjórnarskrá.


  • 11. apríl - Nintendo gaf út leikinn Mario Kart Wii.


  • 14. apríl - Bandalag hægriflokka undir forystu Silvio Berlusconi vann sigur í þingkosningum á Ítalíu.


  • 15. apríl - 65 létust í hryðjuverkaárásum í Baquba og Ramadi í Írak.


  • 20. apríl - Benedikt 16. páfi heimsótti Ground Zero í New York-borg.


  • 22. apríl - Læknar við Moorfields Eye Hospital í London græddu í fyrsta sinn gerviaugu í tvo blinda sjúklinga.


  • 23. apríl - Mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008 héldu áfram. Lögreglan var vopnuð óeirðabúnaði, t.d. múgskjöldum og piparúða og beitti gegn mótmælendum.


  • 28. apríl - Indland setti nýtt heimsmet með því að senda 10 gervihnetti á sporbaug um jörðu í einu geimskoti.


  • 28. apríl - Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði að hafa haldið dóttur sinni fanginni í 24 ár og átt 7 börn með henni.


Maí |




Íbúar í Chengdu halda sig utandyra af ótta við eftirskjálfta 12. maí.



  • 3. maí - Yfir 133 þúsund manns létust af völdum fellibyls í Mjanmar.


  • 3. maí - Íhaldsmenn unnu stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Boris Johnson varð borgarstjóri London.


  • 6. maí - Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að selja Fríkirkjuveg 11 til Novator.


  • 7. maí - Dímítrí Medvedev tók við embætti forseta Rússlands af Vladimir Putin.


  • 10. maí - Skæruliðahreyfingin Justice and Equality Movement reyndi að leggja höfuðborg Súdan undir sig.


  • 12. maí - Jarðskjálftinn í Sesúan 2008 olli yfir 69 þúsund dauðsföllum í Kína.


  • 13. maí - 80 létust í sprengjuárás í Jaípúr á Indlandi.


  • 14. maí - 20 létust í sprengjutilræði við jarðarför í Abu Minasir í Írak.


  • 24. maí - Úrslitakeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2008 var haldin í Belgrad í Serbíu. Dima Bilan sigraði fyrir Rússland með laginu „Believe“.


  • 25. maí - Knattspyrnufélagið Valur vígði Vodafonevöllinn við Hlíðarenda.


  • 25. maí - Bandaríska geimfarið Phoenix lenti á norðurpólssvæði Mars.


  • 26. maí - Yfir 200 fórust í flóðum í Kína.


  • 27. maí - Arctic Ocean Conference var haldin í Ilulissat á Grænlandi.


  • 28. maí - Nepalska þingið breytti landinu úr konungsríki í lýðveldi og batt þannig enda á aldalangt einræði.


  • 29. maí - Jarðskjálfti varð á Suðurlandi klukkan 15:46. Skjálftinn mælist 6,2 stig á Richter-kvarða og olli töluverðu tjóni, mest á Selfossi.


  • 30. maí - Fulltrúar 111 landa undirrituðu alþjóðasamning um bann við klasasprengjum.


  • 31. maí - Geimskutlan Discovery flutti japanska rannsóknarstöð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.


Júní |




Spánverjar fagna sigri á Evrópumótinu í knattspyrnu karla 2008.


  • Íslenska fjármálafyrirtækið Gamma var stofnað.


  • 1. júní - Íslenska landsliðið í handbolta sigraði Svía 29-25 og komst þar með á Ólympíuleikana í Peking.


  • 1. júní - Alberto Contador sigraði hjólreiðakeppnina Giro d'Italia.


  • 2. júní - Jarðskjálfti skók Hveragerði. Skjálftinn mældist 5,5 stig á Richter-kvarða.


  • 2. júní - Jose Mourinho var ráðinn nýr þjálfari F.C. Internazionale Milano og fékk rúman milljarð íslenskra króna í árslaun eftir samkomulagi.


  • 2. júní - 6 létust í sprengjuárás á danska sendiráðið í Islamabad.


  • 2. júní - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti heimild fyrir erlend herskip að fara inn í lögsögu Sómalíu til að koma í veg fyrir sjórán.


  • 3. júní - Hvítabjörn sást á Þverárfjalli í Skagafirði og var felldur.


  • 7. júní - Evrópukeppnin í knattspyrnu 2008 hófst í Austurríki og Sviss.


  • 8. júní - Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður á Íslandi.


  • 11. júní - Fermi-gammageislageimsjónaukanum var skotið á braut um jörðu.


  • 11. júní - Norska stórþingið samþykkti lög um hjónabönd samkynhneigðra.


  • 11. júní - Stephen Harper forsætisráðherra Kanada baðst formlega afsökunar á heimavistarskólum indíána í Kanada.


  • 12. júní - Írar höfnuðu Lissabonsáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu.


  • 14. júní - Heimssýningin Expo 2008 var opnuð í Zaragoza á Spáni.


  • 17. júní - Hvítabjörn var skotinn á Skaga, eftir að tilraunir til að svæfa hann með deyfilyfjum misheppnuðust.


  • 21. júní - Filippeysku farþegaferjunni Princess of the Stars hvolfdi með þeim afleiðingum að 800 fórust.


  • 27. júní - Bill Gates hætti sem stjórnarformaður Microsoft Corporation.


  • 29. júní - Spánn sigraði Evrópukeppnina í knattspyrnu 2008 með 1-0 sigri á Þýskalandi.


Júlí |




Surtsey var skráð á Heimsminjaskrá UNESCO.



  • 1. júlí - Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í HS Orku og HS Veitur.


  • 1. júlí - Tækniskólinn var stofnaður í Reykjavík með sameiningu Fjöltækniskólans og Iðnskólans í Reykjavík.


  • 1. júlí - Kennaraháskóli Íslands varð Menntavísindasvið Háskóla Íslands.


  • 2. júlí - Íngrid Betancourt og 14 öðrum gíslum var sleppt úr haldi FARC í Kólumbíu eftir sex ár í haldi.


  • 7. júlí - Fundur átta helstu iðnríkja heims hófst á Hokkaídó í Japan.


  • 8. júlí - Surtsey var skráð inn í heimsminjaskrá UNESCO.


  • 11. júlí - iPhone kom á markað í 22 löndum.


  • 21. júlí - Radovan Karadžić, einn eftirlýstasti stríðsglæpamaður heims var handtekinn í Belgrad eftir 12 ára leit.


  • 24. júlí - Bandaríska kvikmyndin The Dark Knight var frumsýnd.


Ágúst |




Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hyllt í Reykjavík 27. ágúst.



  • 1. ágúst - George Tupou 5. var krýndur konungur Tonga.


  • 1. ágúst - Ellefu fjallgöngumenn fórust í hlíðum K2, næsthæsta fjalls heims, í mannskæðasta slysi í sögu fjallsins.


  • 6. ágúst - Sidi Ould Cheikh Abdallahi var steypt af stóli í Máritaníu.


  • 7. ágúst - Georgíumenn og Rússar hófu stríð um yfirráð í Suður-Ossetíu.


  • 8. ágúst - Sumarólympíuleikarnir 2008 voru settir í Beijing.


  • 8. ágúst - Kvikmyndin Skrapp út var frumsýnd.


  • 18. ágúst - Pervez Musharraf sagði af sér sem forseti Pakistan.


  • 18. ágúst - Andarnefjur sáust á Pollinum á Akureyri og voru í meira en mánuð. Flestar voru þær fjórar.


  • 19. ágúst - Rauðhumla sást í fyrsta sinn á Íslandi.


  • 20. ágúst - 154 manns fórust í flugslysi í Madrid.


  • 21. ágúst - Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við af Ólafi F. Magnússyni sem borgarstjóri Reykjavíkur.


  • 22. ágúst - Ísland sigraði Spán í undanúrslitum Ólympíuleikanna í handknattleik karla 36-30 og mætti því Frökkum í úrslitaleik um gullið.


  • 22. ágúst - Fyrsti þjóðgarður Danmerkur, Nationalpark Thy, var formlega opnaður.


  • 24. ágúst - Ísland vann silfurverðlaun í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Peking. Þetta var talinn einn stærsti íþróttaviðburður í íslenskri íþróttasögu.


  • 24. ágúst - Danmarks Nationalbank tók yfir rekstur Roskilde Bank.


  • 25. ágúst - 68 fórust þegar flugvél frá Iran Aseman Airlines hrapaði í Kirgistan.


  • 26. ágúst - Dmítrí Medvedev, Rússlandsforseti, viðurkenndi sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu, en aðeins eitt annað ríki hafði þá gert hið sama.


  • 27. ágúst - Íslenska karlalandsliðið í handknattleik var hyllt af miklum mannfjölda í miðbæ Reykjavíkur eftir komuna til landsins.


  • 29. ágúst - Íslenska kvikmyndin Sveitabrúðkaup var frumsýnd.


  • 31. ágúst - Mest lesna dagblað Danmerkur, Nyhedsavisen, hætti útgáfu.


  • 31. ágúst - Bill Gates hætti störfum sem forstjóri Microsoft.


September |




George W. Bush Bandaríkjaforseti ræðir fjármálakreppuna við þingmenn.



  • 1. september - Íslenska útvarpsstöðin K100 hóf útsendingar.


  • 2. september - Fyrsta útgáfa vafrans Google Chrome kom út.


  • 2. september - Fyrsti þáttur 90210 var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS.


  • 7. september - Bandaríkjastjórn tók yfir stjórn lánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac.


  • 8. september - Skriðan í Shanxi 2008: 277 fórust þegar landfylling frá námu skreið fram í Shanxi-héraði í Kína.


  • 10. september - Róteindageislinn í Stóra sterkeindahraðlinum í CERN í Genf var settur af stað.


  • 12. september - Slavonic Channel International hóf útsendingar.


  • 14. september - Fyrsta bókin í bókaröðinni um Hungurleikana kom út í Bandaríkjunum.


  • 15. september - Lehman Brothers, eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi, varð gjaldþrota.


  • 15. september - Stjórnarandstöðuleiðtoginn Morgan Tsvangirai var skipaður forsætisráðherra í Simbabve í kjölfar samkomulags við Robert Mugabe.


  • 20. september - 60 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á Hotel Marriott í Islamabad í Pakistan.


  • 22. september - Al Thani-málið: Félag í eigu Mohammad Bin Khalifa Al-Thani var sagt hafa keypt 5,01% hlut í Kaupþingi.


  • 23. september - 11 létust í skotárás á skóla í Kauhajoki í Finnlandi.


  • 25. september - Kínversku mönnuðu geimflauginni Shenzhou 7 var skotið á loft.


  • 27. september - Kínverski geimfarinn Zhai Zhi Gang fór fyrstur Kínverja í geimgöngu.


  • 28. september - Eldflaugin Falcon 1 frá SpaceX var fyrsta geimfar einkaaðila sem náði á sporbaug um jörðu.


  • 26. september - Bandaríska fjármálafyrirtækið Washinton Mutual varð gjaldþrota.


  • 29. september - Í kjölfar hruns Lehman Brothers og Washington Mutual féll Dow Jones-vísitalan um 777.68 punkta sem var mesta fall á einum degi í sögu vísitölunnar.


  • 29. september - Bankahrunið á Íslandi: Íslenska ríkið greiddi 600 milljónir evra fyrir 75% hlut í Glitni banka hf.[3][4]


Október |




Önnur mótmælin sem kennd eru við búsáhaldabyltinguna á Austurvelli 18. október.



  • 3. október - Íslenska kvikmyndin Reykjavík - Rotterdam var frumsýnd.


  • 3. október - Bandaríkjaforseti undirritaði lög um 700 milljarða dala ríkissjóð til að kaupa eignir gjaldþrota banka.


  • 6. október - Bankahrunið á Íslandi: Fjármálaeftirlitið ákvað að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir höfðu verið út af Glitni banka hf., Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf., Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka hf., Spron hf. og Exista hf., og teknir höfðu verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.[5]


  • 6. október - Bankahrunið á Íslandi: Geir Haarde forsætisráðherra Íslands flutti sjónvarpsávarp þar sem hann bað Guð að blessa Ísland.


  • 6. október - Geimkönnunarfarið MESSENGER flaug framhjá Merkúr í annað sinn.


  • 7. október - Bankahrunið á Íslandi: Fjármálaeftirlitið skipaði skilanefnd sem tók við öllum heimildum stjórnar Landsbankans.[6]


  • 7. október - Bankahrunið á Íslandi: Rússland bauðst til að veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra.[7][8]


  • 7. október - Bankahrunið á Íslandi: Davíð Oddson kom fram í Kastljósi og sagði „Við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna“.[9]


  • 8. október - Bankahrunið á Íslandi: Kaupthing Singer & Friedlander var sett í greiðslustöðvun af breska fjármálaeftirlitinu.


  • 8. október - Íþróttafélagið Draupnir var stofnað á Akureyri.


  • 9. október - Bankahrunið á Íslandi: Kaupþing banki var þjóðnýttur af íslenska ríkinu og skilanefnd sett yfir hann.


  • 11. október - Bankahrunið á Íslandi: Fyrstu mótmælin í búsáhaldabyltingunni fóru fram á Austurvelli.


  • 21. október - Stóri sterkeindahraðallinn í Genf var formlega tekinn í notkun.


  • 22. október - Geimvísindastofnun Indlands sendi könnunarfarið Chandrayaan-1 til Tunglsins.


  • 26. október - Átökin í Kivu í Kongó blossuðu upp á ný.


  • 29. október - Danska flugfélagið Sterling Airways varð gjaldþrota.


  • 30. október - Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði það írska 3-0 á Laugardalsvelli og komst þar með í úrslitakeppni EM 2009, fyrst íslenskra A-landsliða í knattspyrnu.


  • 30. október - Síðasti bjórinn var bruggaður í verksmiðju Carlsberg í Valby.


  • 31. október - James Bond-myndin Quantum of Solace var frumsýnd.


Nóvember |




Barack Obama á kosningafundi í Cleveland Ohio.



  • 4. nóvember - Barack Obama var kosinn forseti Bandaríkjanna. [10]


  • 6. nóvember - Jigme Khesar Namgyal Wangchuk var krýndur konungur Bútan.


  • 10. nóvember - Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins sendi óvart tölvupóst á fjölmiðla með harðri gagnrýni á Valgerði Sverrisdóttur og sagði af sér þingmennsku í kjölfarið.


  • 12. nóvember - Ljósmyndir náðust af fjarreikistjörnum í fyrsta sinn.


  • 15. nóvember - Búsáhaldabyltingin: Að minnsta kosti sjö þúsund manns mótmæltu við Austurvöll vegna efnahagskreppunnar.


  • 15. nóvember - Fundur 20 helstu iðnríkja heims var haldinn í Washington til að takast á við alþjóðlegu fjármálakreppuna.


  • 15. nóvember - Sómalskir sjóræningjar náðu sádíarabíska risatankskipinu Sirius Star á sitt vald.


  • 19. nóvember - Claudia Castillo frá Spáni varð fyrst til að fá græddan í sig barka gerðan með vefjatækni.


  • 20. nóvember - Sænska þingið samþykkti Lissabonsáttmálann.


  • 22. nóvember - Búsáhaldabyltingin: Eftir að á bilinu 9-11.000 manns mótmæltu ríkisstjórninni friðsamlega á Austurvelli, mótmælti nokkur hundruð manna hópur því fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu, að mótmælandi hafði verið tekinn fastur kvöldið áður. Mótmælin fóru úr böndunum, mótmælendur reyndu að ryðja sér leið inn í lögreglustöðina en voru stöðvaðir með piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.


  • 24. nóvember - Um 10.000 mótmælendur kröfðust afsagnar forsætisráðherra Taílands, Somchai Wongsawats, í Bangkok.


  • 25. nóvember - Grænland hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um aukna sjálfsstjórn landsins. Yfir 75% kjósenda greiddu atkvæði með aukinni sjálfsstjórn.


  • 26. nóvember - Meðlimir íslömsku öfgasamtakanna Lashkar-e-Taiba hófu fjögurra daga herferð skot- og sprengjuárása í Mumbai sem leiddu 164 til dauða.


  • 30. nóvember - 300 létust í átökum kristinna og múslima í Nígeríu.


Desember |




Óeirðirnar í Grikklandi.



  • 1. desember - Barack Obama skipaði höfuðkeppinaut sinn, Hillary Clinton, utanríkisráðherra.


  • 4. desember - Kólerufaraldur olli dauða 1200 manns í Simbabve.


  • 6. desember - Óeirðir hófust í Grikklandi eftir að gríska lögreglan skaut 15 ára ungling til bana.


  • 7. desember - Danski athafnamaðurinn Stein Bagger gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa verið eftirlýstur af Interpol.


  • 10. desember - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar voru haldnar á krúnunýlendunni Sark sem varð þar með síðasta svæðið í Evrópu þar sem lénskerfi var lagt niður.


  • 12. desember - Sviss gekk í Schengen.


  • 16. desember - Jarðskjálfti upp á 4,2 á Richter reið yfir Eyrarsund.


  • 18. desember - Óeirðir brutust út í Rosengård í Malmö þegar húsnæði sem notað hafði verið undir mosku var lokað.


  • 18. desember - Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir Rúanda dæmdi Théoneste Bagosora og tvo aðra herforingja í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð.


  • 20. desember - Kaffismiðja Íslands var opnuð við Kárastíg í Reykjavík.


  • 23. desember - Herinn rændi völdum í Gíneu skömmu eftir andlát forsetans Lansana Conté.


  • 27. desember - Ísraelsher hóf árásir á Gasaströndina. Yfir 1300 manns létu lífið í átökunum.


Ódagsettir atburðir |


  • Stjórnmálahreyfingin Rauður vettvangur var stofnuð á Íslandi.

  • Bandaríska fyrirtækið Airbnb var stofnað.

  • Íslenska fyrirtækið Reykjavik Geothermal ehf. var stofnað.

  • Fyrsta bókin um Maxímús Músíkús kom út á Íslandi.

  • Breska hljómsveitin Asking Alexandria var stofnuð.

  • Íslenska fyrirtækið Murr ehf var stofnað á Súðavík.

  • Íslenski aðgerðahópurinn Raddir fólksins var stofnaður.

  • Íslenska fyrirtækið DataMarket ehf var stofnað.


Dáin |



  • 8. janúar - Bjarni Jónsson, íslenskur listmálari (f. 1934).


  • 11. janúar - Edmund Hillary, nýsjálenskur landkönnuður (f. 1919).


  • 17. janúar - Bobby Fischer, bandarískur skákmaður (f. 1943).


  • 22. janúar - Heath Ledger, ástralskur leikari (f. 1979).


  • 27. janúar - Suharto, forseti Indónesíu (f. 1921).


  • 2. febrúar - Joshua Lederberg, bandarískur sameindalíffræðingur (f. 1925).


  • 10. febrúar - Roy Scheider, bandarískur leikari (f. 1932).


  • 23. febrúar - Janez Drnovšek, forseti Slóveníu (f. 1950).


  • 24. febrúar - Larry Norman, bandarískur tónlistarmaður (f. 1947).


  • 19. mars - Arthur C. Clarke, enskur rithöfundur (f. 1917).


  • 19. mars - Hugo Claus, rithöfundur (f. 1929).


  • 24. mars - Richard Widmark, bandarískur leikari (f. 1914).


  • 27. mars - Ólafur Ragnarsson, íslenskur ritstjóri (f. 1944).


  • 27. mars - Bolli Gústavsson, íslenskur prestur (f. 1935).


  • 5. apríl – Charlton Heston, bandarískur leikari (f. 1923).


  • 23. apríl - Elsa G. Vilmundardóttir, íslenskur jarðfræðingur (f. 1932).


  • 18. maí - Jonathan James, bandarískur hakkari (f. 1983).


  • 16. júní - Ágúst George, hollenskur prestur (f. 1928).


  • 22. júní - George Carlin, bandarískur leikari (f. 1937).


  • 5. júlí - René Harris, nárúskur stjórnmálamaður (f. 1948).


  • 12. júlí - Egill Jónsson, bóndi og alþingismaður (f. 1930).


  • 25. júlí - Randy Pausch, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1960).


  • 3. ágúst - Aleksandr Solzhenitsyn, rússneskur rithöfundur (f. 1918).


  • 9. ágúst - Bernie Mac, bandarískur leikari (f. 1957).


  • 10. ágúst – Isaac Hayes, bandarískur tónlistarmaður (f. 1942).


  • 19. ágúst - Levy Mwanawasa, forseti Sambíu (f. 1948).


  • 28. ágúst - Sigurbjörn Einarsson, biskup íslensku Þjóðkirkjunnar 1959-1981 (f. 1911).


  • 26. september - Paul Newman, bandarískur leikari (f. 1925).


  • 9. nóvember - Úlfur Hjörvar, íslenskur rithöfundur og þýðandi (f. 1935).


  • 10. nóvember – Miriam Makeba, suður-afrísk söngkona (f. 1932).


  • 29. nóvember - Jørn Utzon, danskur arkitekt (f. 1918).


  • 2. desember - H.M., bandarískur heilasjúklingur (f. 1926).


  • 5. desember - Rúnar Júlíusson, íslenskur tónlistarmaður og útgefandi (f. 1945).


  • 24. desember - Harold Pinter, breskt leikskáld (f. 1930).


  • 29. desember - Freysteinn Sigurðsson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1941).


Nóbelsverðlaunin |



  • Eðlisfræði – Makoto Kobayashi, Toshihide Maskawa, Yoichiro Nambu.


  • Efnafræði - Martin Chalfie, Osamu Shimomura, Roger Y. Tsien.


  • Lífeðlis- og læknisfræði - Françoise Barré-Sinoussi, Harald zur Hausen, Luc Montagnier.


  • Bókmenntir - Jean-Marie Gustave Le Clézio.


  • Friðarverðlaun - Martti Ahtisaari.


  • Hagfræði - Paul Krugman.


Heimildir |



  1. „Staða aðalskipulags“, skoðað þann 7. júlí 2006.


  2. „Gustar um hlutabréfamarkaðinn“, skoðað þann 7.8. janúar 2008.


  3. Glitnir, Um Glitni, Fréttir: 29.09.2008, Íslenska ríkið kaupir 75 prósent hlut í Glitni


  4. Forsætisráðuneytið, Fréttir: Samkomulag um að ríkissjóður leggi Glitni til nýtt hlutafé (29.9.2008)


  5. Fjármálaeftirlitið, Fréttir: Tímabundin stöðvun viðskipta (06.10.2008).


  6. Fjármálaeftirlitið, Fréttir: Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Landsbankans til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi (07.10.2008).


  7. Seðlabanki Íslands, Efling gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands (07. Október 2008; Nr. 33/2008)


  8. Seðlabanki Íslands, Efling gjaldeyrisforðans (07. október 2008; Nr. 35/2008)


  9. RÚV, Borgum ekki annarra manna skuldir (07.10.2008).


  10. Mbl.is Obama kjörinn forseti (5. nóvember 2008)









Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=2008&oldid=1625342“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.252","walltime":"0.309","ppvisitednodes":"value":3817,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":5788,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":2130,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":4510,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 66.367 1 -total"," 64.29% 42.670 1 Snið:Ár_nav"," 57.04% 37.857 16 Snið:Dr"," 52.25% 34.675 16 Snið:Dr-make"," 22.16% 14.710 16 Snið:Drep"," 14.99% 9.949 16 Snið:Dr-logno"," 9.72% 6.448 2 Snið:Vefheimild"," 5.83% 3.870 16 Snið:Dr-yr"],"cachereport":"origin":"mw1264","timestamp":"20190317172200","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"2008","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/2008","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q2004","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q2004","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2006-07-11T13:34:40Z","dateModified":"2019-02-21T20:13:36Z","headline":"u00e1r"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":146,"wgHostname":"mw1247"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Slayer Innehåll Historia | Stil, komposition och lyrik | Bandets betydelse och framgångar | Sidoprojekt och samarbeten | Kontroverser | Medlemmar | Utmärkelser och nomineringar | Turnéer och festivaler | Diskografi | Referenser | Externa länkar | Navigeringsmenywww.slayer.net”Metal Massacre vol. 1””Metal Massacre vol. 3””Metal Massacre Volume III””Show No Mercy””Haunting the Chapel””Live Undead””Hell Awaits””Reign in Blood””Reign in Blood””Gold & Platinum – Reign in Blood””Golden Gods Awards Winners”originalet”Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Looks Back On 37-Year Career In New Video Series: Part Two””South of Heaven””Gold & Platinum – South of Heaven””Seasons in the Abyss””Gold & Platinum - Seasons in the Abyss””Divine Intervention””Divine Intervention - Release group by Slayer””Gold & Platinum - Divine Intervention””Live Intrusion””Undisputed Attitude””Abolish Government/Superficial Love””Release “Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer” by Various Artists””Diabolus in Musica””Soundtrack to the Apocalypse””God Hates Us All””Systematic - Relationships””War at the Warfield””Gold & Platinum - War at the Warfield””Soundtrack to the Apocalypse””Gold & Platinum - Still Reigning””Metallica, Slayer, Iron Mauden Among Winners At Metal Hammer Awards””Eternal Pyre””Eternal Pyre - Slayer release group””Eternal Pyre””Metal Storm Awards 2006””Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Bullet-For My Valentine booed at Metal Hammer Golden Gods Awards””Unholy Aliance””The End Of Slayer?””Slayer: We Could Thrash Out Two More Albums If We're Fast Enough...””'The Unholy Alliance: Chapter III' UK Dates Added”originalet”Megadeth And Slayer To Co-Headline 'Canadian Carnage' Trek”originalet”World Painted Blood””Release “World Painted Blood” by Slayer””Metallica Heading To Cinemas””Slayer, Megadeth To Join Forces For 'European Carnage' Tour - Dec. 18, 2010”originalet”Slayer's Hanneman Contracts Acute Infection; Band To Bring In Guest Guitarist””Cannibal Corpse's Pat O'Brien Will Step In As Slayer's Guest Guitarist”originalet”Slayer’s Jeff Hanneman Dead at 49””Dave Lombardo Says He Made Only $67,000 In 2011 While Touring With Slayer””Slayer: We Do Not Agree With Dave Lombardo's Substance Or Timeline Of Events””Slayer Welcomes Drummer Paul Bostaph Back To The Fold””Slayer Hope to Unveil Never-Before-Heard Jeff Hanneman Material on Next Album””Slayer Debut New Song 'Implode' During Surprise Golden Gods Appearance””Release group Repentless by Slayer””Repentless - Slayer - Credits””Slayer””Metal Storm Awards 2015””Slayer - to release comic book "Repentless #1"””Slayer To Release 'Repentless' 6.66" Vinyl Box Set””BREAKING NEWS: Slayer Announce Farewell Tour””Slayer Recruit Lamb of God, Anthrax, Behemoth + Testament for Final Tour””Slayer lägger ner efter 37 år””Slayer Announces Second North American Leg Of 'Final' Tour””Final World Tour””Slayer Announces Final European Tour With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Tour Europe With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Play 'Last French Show Ever' At Next Year's Hellfst””Slayer's Final World Tour Will Extend Into 2019””Death Angel's Rob Cavestany On Slayer's 'Farewell' Tour: 'Some Of Us Could See This Coming'””Testament Has No Plans To Retire Anytime Soon, Says Chuck Billy””Anthrax's Scott Ian On Slayer's 'Farewell' Tour Plans: 'I Was Surprised And I Wasn't Surprised'””Slayer””Slayer's Morbid Schlock””Review/Rock; For Slayer, the Mania Is the Message””Slayer - Biography””Slayer - Reign In Blood”originalet”Dave Lombardo””An exclusive oral history of Slayer”originalet”Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Jeff Hanneman”originalet”Thinking Out Loud: Slayer's Kerry King on hair metal, Satan and being polite””Slayer Lyrics””Slayer - Biography””Most influential artists for extreme metal music””Slayer - Reign in Blood””Slayer guitarist Jeff Hanneman dies aged 49””Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer””Gateway to Hell: A Tribute to Slayer””Covered In Blood””Slayer: The Origins of Thrash in San Francisco, CA.””Why They Rule - #6 Slayer”originalet”Guitar World's 100 Greatest Heavy Metal Guitarists Of All Time”originalet”The fans have spoken: Slayer comes out on top in readers' polls”originalet”Tribute to Jeff Hanneman (1964-2013)””Lamb Of God Frontman: We Sound Like A Slayer Rip-Off””BEHEMOTH Frontman Pays Tribute To SLAYER's JEFF HANNEMAN””Slayer, Hatebreed Doing Double Duty On This Year's Ozzfest””System of a Down””Lacuna Coil’s Andrea Ferro Talks Influences, Skateboarding, Band Origins + More””Slayer - Reign in Blood””Into The Lungs of Hell””Slayer rules - en utställning om fans””Slayer and Their Fans Slashed Through a No-Holds-Barred Night at Gas Monkey””Home””Slayer””Gold & Platinum - The Big 4 Live from Sofia, Bulgaria””Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Kerry King””2008-02-23: Wiltern, Los Angeles, CA, USA””Slayer's Kerry King To Perform With Megadeth Tonight! - Oct. 21, 2010”originalet”Dave Lombardo - Biography”Slayer Case DismissedArkiveradUltimate Classic Rock: Slayer guitarist Jeff Hanneman dead at 49.”Slayer: "We could never do any thing like Some Kind Of Monster..."””Cannibal Corpse'S Pat O'Brien Will Step In As Slayer'S Guest Guitarist | The Official Slayer Site”originalet”Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Kerrang! Awards 2006 Blog: Kerrang! Hall Of Fame””Kerrang! Awards 2013: Kerrang! Legend”originalet”Metallica, Slayer, Iron Maien Among Winners At Metal Hammer Awards””Metal Hammer Golden Gods Awards””Bullet For My Valentine Booed At Metal Hammer Golden Gods Awards””Metal Storm Awards 2006””Metal Storm Awards 2015””Slayer's Concert History””Slayer - Relationships””Slayer - Releases”Slayers officiella webbplatsSlayer på MusicBrainzOfficiell webbplatsSlayerSlayerr1373445760000 0001 1540 47353068615-5086262726cb13906545x(data)6033143kn20030215029