Skip to main content

Íslensk króna Efnisyfirlit Saga | Seðla- og myntraðir | Tilvísanir | Heimildir | Tenglar | Leiðsagnarval„Saga norræns samstarfs - fyrir 1952“Vefsíða Seðlabanka ÍslandsSeðlabanki ÍslandsUpplýsingar um 1000 krónuseðilinnMyntsafnarafélag ÍslandsRon Wise's World Paper MoneyÚtgáfur krónuseðlana 1941; grein í Morgunblaðinu 1987Handbækur myntsafnara; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1987Ný 50 kr. mynt gefin út 1. desember nk; grein í Morgunblaðinu 1968Gengi íslensku krónunnar 1998; grein í Morgunblaðinu 1998Hvar er öll gamla myntin?; grein í Morgunblaðinu 1977200 ár liðin frá sláttu myntar með nafni Íslands; grein í Morgunblaðinu 1972

Evrópskir gjaldmiðlarKrónurEfnahagur ÍslandsMyntfræði


ISO 4217skammstöfuðgjaldmiðillÍslandigullinorræna myntbandalaginuSeðlabanki Íslands1961196619811. október2003fyrri heimsstyrjaldarinnarbankahruninu 2008debetkortkreditkortnetbanka2. janúar1871Danmerkur1. aprílLandssjóður ÍslandsStjórnarskrá Íslands187418851900ríkisdalir20. mars18151813kúrantkerfiðKurantbankenKaupmannahöfn17361778178718. september1885Magnúsi StephensenLárus SveinbjörnssonEiríkur BríemTryggvi GunnarssonKristján JónssonHalldór JónssonHannes HafsteinKlemenz Jónsson31. janúar190910. nóvember190518. september188530. júní19397. júlí193819161919Gerhard HeilmanH. H. Thiele30. júní19397. júlí1938










Íslensk króna


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search












Íslensk króna

Iceland 500 Kronur banknote of 1928.jpg
500 krónur (1928) (ekki í notkun í dag)

Land
Fáni Íslands Ísland
ISO 4217-kóði
ISK
Skammstöfun
kr.
Mynt
100, 50, 10, 5, 1 krónur
Seðlar
10000, 5000, 2000, 1000, 500 krónur

Íslensk króna (ISO 4217 kóði: ISK, oft skammstöfuð kr.) er opinber gjaldmiðill á Íslandi. Íslensk króna var fyrst gefin út af Landsbankanum árið 1876 á föstu gengi gagnvart dönsku krónunni og var hún þannig tengd verði á gulli með aðild að norræna myntbandalaginu.[1]Seðlabanki Íslands var stofnaður árið 1961 og frá árinu 1966 hefur hann haft einkarétt til útgáfu lögeyris á Íslandi. Árið 1981 var gerð myntbreyting þar sem felld voru brott tvö núll af verðgildi krónunnar, þannig að 100 gamlar krónur urðu að 1 nýrri krónu. Ein króna jafngilti upprunalega 100 aurum, en síðan 1. október 2003 hefur minnsta einingin verið 1 króna, og er auramynt nú verðlaus auk þess sem 100, 50 og 10 krónu seðlar hafa verið innkallaðir. Árið 2014 voru eftirtaldar einingar gildur lögeyrir á Íslandi:


  • Seðlar: 10000, 5000, 2000, 1000, 500, (100, 50, 10) krónur

  • Mynt: 100, 50, 10, 5, 1 krónur

Frá því að norræna myntbandalagið leið undir lok vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og tengingin við gullverð féll þar með niður, hefur verðmæti íslensku krónunnar til lengri tíma litið, jafnan farið lækkandi líkt og flestra gjaldmiðla annarra þjóðríkja á sama tímabili. Í mars 2001 var tekin upp flotgengisstefna þar sem verðlagning krónunnar var gefin frjáls í gjaldeyrisviðskiptum, og hækkaði gengi hennar talsvert í kjölfarið eða allt þar til í árslok 2005 þegar það hafði náð nánast sama gildi og í árslok 1991. Árið 2006 hóf gengið svo aftur að lækka allt fram að bankahruninu 2008 þegar það féll um næstum helming á síðasta fjórðungi ársins og voru þá sett höft á fjármagnsflutninga en með þeim hefur lækkunin gengið að nokkru leyti til baka og gengið haldist tiltölulega stöðugt. Á Íslandi fór magn seðla og myntar í umferð sem hlutfall af landsframleiðslu, lækkandi fram til ársins 2008, en hefur aukist nokkuð aftur síðan þá, ekki síst með útgáfu nýrra 10.000 króna seðla sem hófst í október 2013. Í stað seðla og mynta nota Íslendingar í sífellt ríkari mæli rafræna greiðslumiðla á borð við debetkort, kreditkort og netbanka.




Efnisyfirlit





  • 1 Saga

    • 1.1 Ríkisdalir og krónur


    • 1.2 Seðlabanki Íslands



  • 2 Seðla- og myntraðir

    • 2.1 Fyrsta seðlaröð Landssjóðs


    • 2.2 Önnur seðlaröð Landssjóðs


    • 2.3 Þriðja seðlaröð Landssjóðs



  • 3 Tilvísanir


  • 4 Heimildir


  • 5 Tenglar




Saga |



Ríkisdalir og krónur |


Íslensk króna varð fyrst til með löggjöf dagsettri 2. janúar 1871, þar sem kveðið var á um að fjárhagur Íslands og Danmerkur skyldi vera aðskilinn frá og með 1. apríl sama ár. Þá var settur á laggirnar Landssjóður Íslands, en þegar Stjórnarskrá Íslands var samþykkt árið 1874 fékk Alþingi vald til þess að semja lög um hann. Landssjóður fékk leyfi árið 1885 til þess að gefa út íslenska peningaseðla fyrir allt að hálfri milljón króna, en fékk árið 1900 leyfi til þess að gefa út seðla fyrir allt að fjórðungi milljónar til viðbótar. Hver króna jafngilti hálfum ríkisdal.


Fram að því voru ríkisdalir opinber gjaldmiðill á Íslandi, sem fylgdi tilskipun 20. mars 1815. Þetta var gert eftir gengishrun sem átti sér stað í Danmörku árið 1813 þegar kúrantkerfið hrundi. Fyrsti opinberi gjaldmiðill Íslands var þó ríkisdalir úr kúrantkerfinu, sem voru prentaðir af Kurantbanken í Kaupmannahöfn, sem var fyrsti banki Danmerkur. Hann var stofnaður árið 1736 og hóf dreifingu á peningaseðlum að verðmæti 1rd og 5rd (ríkisdalir) ári síðar, sem urðu að löggildum gjaldmiðli á Íslandi eftir konunglega tilskipun árið 1778. Gerður var greinarmunur á íslenskum og dönskum seðlum með því að íslenskir seðlar höfðu áletrun á íslensku á bakhlið seðilsins, en annars var bakhliðin alveg auð. Konungleg tilskipun árið 1787 leiðrétti misskilning um það að seðlarnir með íslenska textann á bakhliðinni væru eingöngu í gildi hér á landi.



Seðlabanki Íslands |


Aðalgrein: Seðlabanki Íslands


Seðla- og myntraðir |



Fyrsta seðlaröð Landssjóðs |


Fyrsta seðlaröð Landssjóðs Íslands var gefin út samkvæmt lögum nr. 14 / 18. september 1885. Þá voru gefnir út seðlar að andvirði 5 krónur, 10 krónur, og 50 krónur. Allir voru þeir undirritaðir af Magnúsi Stephensen, en auk hans skrifuðu Lárus Sveinbjörnsson, Eiríkur Bríem, Tryggvi Gunnarsson, Kristján Jónsson og Halldór Jónsson á mismunandi útgáfuárum. Hannes Hafstein og Klemenz Jónsson skrifuðu á 50 krónu seðilinn ásamt Tryggva Gunnarssyni og Kristjáni Jónssyni á seinni útgáfuárum. Um aldamótin var svo farið að prenta áritun landshöfðingja á 5 og 10 krónu seðla, en áfram var handskrifað á 50 krónu seðlana.














Seðill
Fór í umferð
Útlit
5 krónur

21. september 1886
105x160 mm, grár með mynd og texta í svörtu. Á framhlið seðilsins er brjóstmynd af Kristjáni 9. Danakonungi, bakhliðin er auð.
10 krónur

5. júlí 1886
105x160 mm, blár með mynd og texta í svörtu. Á framhlið seðilsins er brjóstmynd af Kristjáni 9. Danakonungi, bakhliðin er auð.
50 krónur

30. júlí 1886
105x160 mm, brúnn með brjóstmynd af Kristjáni 9. og texta í svörtu á framhlið. Ljósbrúnn á bakhlið með mynd af fjallkonu sitjandi á jökli (hásæti).

Fyrsta seðlaröðin gekk úr gildi 31. janúar 1909, en lög nr 47 / 10. nóvember 1905 kváðu á um innköllun seðla landssjóðs og útgáfu nýrrar seðlaraðar.



Önnur seðlaröð Landssjóðs |


Önnur seðlaröð Landssjóðs var gefin út samkvæmt lögum nr 14 / 18. september 1885 um stofnun landsbanka og útgáfu nýrra seðla.














Seðill
Fór í umferð
Útlit
5 krónur

25. júlí 1907
70x120 mm, brúnn með fölgrænu í grunni fléttuskrauts á framhlið, ljósbrúnn með fölgrænu í grunni fléttuskrauts á bakhlið. Á framhlið seðilsins er brjóstmynd af Kristjáni IX danakonungi, en á bakhlið er skjaldarmerki Íslands (hið eldra) með Geysi vinstra megin og Heklu hægra megin í bakgrunni.
10 krónur

25. júlí 1907
70x120 mm, blár með grágulu í grunni fléttuskrauts báðum megin. Á framhlið seðilsins er brjóstmynd af Kristjáni 9. Danakonungi en á bakhlið er mynd af fjallkonu sitjandi á jökli (hásæti).
50 krónur

25. júlí 1907
95x149 mm, gulur feldur í gráblárri umgjörð á framhlið, gráblár með gulu í grunni fléttuskrauts á bakhlið. Á framhlið seðilsins er brjóstmynd af Friðriki 8. Danakonungi en á bakhlið er mynd af fjallkonu sitjandi á jökli (hásæti).

Önnur seðlaröðin gekk úr gildi 30. júní 1939, en lög nr 104 / 7. júlí 1938 kváðu á um innköllun seðla landssjóðs og útgáfu nýrrar seðlaraðar.



Þriðja seðlaröð Landssjóðs |


Þriðja seðlaröð var gefin út á árunum 1916 til 1919. Hún var teiknuð af Gerhard Heilman og prentuð hjá H. H. Thiele í Kaupmannahöfn. Raðnúmer seðlanna er í beinu framhaldi af 2. seðlaröð.


















Seðill
Fór í umferð
Raðnúmer
Útlit
5 krónur

10. maí 1919
60001 —
70x120 mm, brúnn með fölgrænu í grunni fléttuskrauts. Á framhlið seðilsins er vangamynd af Kristjáni 9. Danakonungi, en á bakhlið er skjaldarmerki Íslands (hið eldra) með Geysi vinstra megin og Heklu hægra megin í bakgrunni.
10 krónur

8. september 1916
70001 —
70x120 mm, blár með grágulu í grunni fléttuskrauts báðum megin. Á framhlið seðilsins er vangamynd af Kristjáni 9. danakonungi en á bakhlið er mynd af fjallkonu sitjandi á jökli (hásæti).
50 krónur

17. júlí 1916
20001 —
95x149 mm, gulbrúnn feldur í blágrárri umgjörð á framhlið, blágrár með gulbrúnu í grunni fléttuskrauts á bakhlið. Á framhlið seðilsins er brjóstmynd af Friðriki 8. Danakonungi en á bakhlið er mynd af fjallkonu sitjandi á jökli (hásæti).

Önnur seðlaröðin gekk úr gildi 30. júní 1939, en lög nr 104 / 7. júlí 1938 kváðu á um innköllun seðla landssjóðs og útgáfu nýrrar seðlaraðar.



Tilvísanir |




  1. „Saga norræns samstarfs - fyrir 1952“. Norðurlandaráð.




Heimildir |



  • Opinber gjaldmiðill á Íslandi: Útgáfa og auðkenni íslenskra seðla og myntar, Myntrit 3 frá Myntsafni Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafns Íslands, Reykjavík 2002. ISBN 9979-9007-7-6

  • Vefsíða Seðlabanka Íslands

  • Sambærileg grein á Ensku Wikipedíu


Tenglar |





 




Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
íslenskum krónum



  • Seðlabanki Íslands


  • Upplýsingar um 1000 krónuseðilinn á vef Seðlabanka Íslands

  • Myntsafnarafélag Íslands


  • Ron Wise's World Paper Money - skannaðar myndir af íslenskum seðlum.


  • Útgáfur krónuseðlana 1941; grein í Morgunblaðinu 1987


  • Handbækur myntsafnara; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1987


  • Ný 50 kr. mynt gefin út 1. desember nk; grein í Morgunblaðinu 1968


  • Gengi íslensku krónunnar 1998; grein í Morgunblaðinu 1998


  • Hvar er öll gamla myntin?; grein í Morgunblaðinu 1977


  • 200 ár liðin frá sláttu myntar með nafni Íslands; grein í Morgunblaðinu 1972



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Íslensk_króna&oldid=1576643“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.140","walltime":"0.181","ppvisitednodes":"value":451,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":4836,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":880,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":6,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":506,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 128.283 1 -total"," 52.40% 67.218 1 Snið:Gjaldmiðill"," 48.34% 62.011 1 Snið:Infobox"," 16.82% 21.576 1 Snið:Reflist"," 10.85% 13.914 1 Snið:Commonscat"," 5.70% 7.316 1 Snið:Commons"," 5.13% 6.583 1 Snið:Vefheimild"," 5.00% 6.412 1 Snið:ISL"," 4.54% 5.825 1 Snið:Aðalgrein"," 2.63% 3.380 1 Snið:Smella"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.015","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":779938,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1307","timestamp":"20190306131606","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"u00cdslensk kru00f3na","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dslensk_kr%C3%B3na","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q131473","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q131473","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2005-11-20T00:32:55Z","dateModified":"2018-01-08T14:36:19Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/0/08/Iceland_500_Kronur_banknote_of_1928.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":133,"wgHostname":"mw1321"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome