Skip to main content

Einokunarverslunin Tímabil einokunarverslunarinnar | Heimildir | Tengill | LeiðsagnarvalUpp er boðið Ísaland: einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787Monopoly trade and economic stagnation : studies in the foreign trade of Iceland 1602-1787

Saga Íslands


Abraham Ortelius-Islandia-ca 1590.jpgDanaÍslandiverslunareinokun17.18. öldkaupauðgisstefnunniHansakaupmönnumHamborgdanskakonungsinsárið16021787kauphöfnumVestmannaeyjaratvinnustarfsemi17771777Skúla MagnússonarEyrarbakka










Einokunarverslunin


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search



Saga Íslands

Abraham Ortelius-Islandia-ca 1590.jpg



Eftir tímabilum



Miðaldir á Íslandi


  • Landnámsöld (870-930)


  • Söguöld (870-1030)


  • Þjóðveldisöld (930-1262)


  • Kristnitaka (1000)


  • Kirkjugoðaveldi (1097-1179)


  • Sturlungaöld (1152-1262)


  • Staðamálin (1178-1275)


  • Fiskveiðaöld (1300-1550)


  • Norska öldin (1300-1400)


  • Enska öldin (1400-1500)


  • Þýska öldin (1500-1600)


Nýöld á Íslandi


  • Siðaskipti (1540-1550)


  • Lærdómsöld (1550-1770)


  • Einveldi (1662-1871)


  • Einokunarverslun (1602-1787)


  • Brennuöld (1654-1690)


  • Upplýsingaröld (1770-1830)


Nútíminn á Íslandi

  • Sjálfstæðisbarátta

  • Landshöfðingjatímabilið

  • Heimastjórnartímabilið

  • Konungsríkið Ísland

  • Ísland í seinni heimsstyrjöldinni

  • Íslenska lýðveldið


Eftir umfjöllunarefni

  • Hagsaga

  • Hernaðarsaga

  • Kirkjusaga

  • Menningarsaga

  • Réttarsaga

Einokunarverslun Dana á Íslandi var verslunareinokun danskra kaupmanna á Íslandi á 17. og 18. öld. Hún átti rætur í kaupauðgisstefnunni og var tilgangurinn með henni að efla danska kaupmannastétt og danska verslun gegn Hansakaupmönnum í Hamborg, og auka völd danska konungsins á Íslandi. Einokunartímabilið hófst árið 1602 og stóð til ársloka 1787. Verslað var á tuttugu (síðar 25) kauphöfnum, samkvæmt föstum taxta sem ákveðinn var af konungi. Kaupmenn skiptu kauphöfnunum milli sín fyrir vissa leigu, en Vestmannaeyjar voru leigðar út sér fyrir hærra verð. Kaupmönnum var bönnuð þátttaka í annarri atvinnustarfsemi á Íslandi fram til 1777.


Á tímum einokunarverslunarinnar voru það oft sömu kaupmenn sem stunduðu sömu kauphafnir ár eftir ár. Þetta leiddi til þess að þeir byggðu vöruskemmur (lagera) sem voru læstar yfir veturinn. 1777 var ákveðið, samkvæmt tillögu Skúla Magnússonar að kaupmenn skyldu hafa fasta búsetu á Íslandi. Voru þá reistar vöruskemmur og íbúðarhús fyrir kaupmennina, fjölskyldur og starfslið í öllum kauphöfnum. Áður höfðu nokkrir kaupmenn, eins og t.d. kaupmaðurinn á Eyrarbakka byggt sér íbúðarhús. Einnig máttu kaupmenn þá fjárfesta í annarri atvinnustarfsemi.



Tímabil einokunarverslunarinnar |




Kauphafnir á Íslandi 1602–1787


  • Frá 1602 til 1619 var einokun bundin við dönsku borgirnar Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri. Flestir kaupmenn sóttust þó eftir skipum frá Hamborg og voru í reynd leppar Hansakaupmanna. 1620 var verslunin bundin við Kaupmannahöfn. Áhrif einokunarverslunarinnar urðu þó vart mikil fyrr en eftir 1680 þegar viðurlög voru hert. Alla 17. öldina var launverslun mikil, bæði við erlenda kaupmenn og erlend fiskiskip sem skiptu hundruðum á Íslandsmiðum.

  • 1619-1662 var verslunin í höndum fyrsta íslenska verslunarfélagsins („Det islandske, færøiske og nordlandske Kompagni“) og einn verslunartaxti tekinn upp fyrir allt landið. Verslunartaxtinn varð síðan Íslendingum oft að umkvörtunarefni.

  • 1662-1683 var verslunin látin í hendur aðalútgerðarmanna („De fire Hovedparticipanter“). Þá varð til vísir að umdæmaverslun.
  • Árið 1684 var komið á „umdæmaverslun“ þannig að óheimilt var að versla við aðra kaupmenn en þann sem starfaði í því umdæmi þar sem viðkomandi starfaði. Verslunarhafnir voru þá settar á uppboð og einstakir kaupmenn tóku þær á leigu, í stað félagsverslunarinnar áður. Þá var vöruskiptakjörum breytt og urðu þau Íslendingum meira í óhag en áður.

  • 1702 var verslunartaxtinn frá því fyrir 1684 aftur tekinn upp og refsingar við ólögmætri verslun mildaðar til muna.

  • 1733 var félagsverslunin endurreist og Annað íslenska verslunarfélagið tók við einokunarversluninni. Félagið var fyrst og fremst samtök fyrrverandi umdæmiskaupmanna.

  • 1742 fór fram opinbert uppboð á Íslandsversluninni og féll hún í hlut Hörmangarafélagsins sem var félag smákaupmanna í Kaupmannahöfn. Félagið virðist hafa staðið illa að versluninni og hlaut slæm eftirmæli á Íslandi. Að einhverju leyti hefur það stafað af gamaldags verslunarháttum sem voru orðnir úreltir á tímum upplýsingarinnar.

  • 1759 voru Hörmangarar neyddir til að láta verslunina af hendi og við tók Konungsverslunin fyrri þegar verslunin var rekin fyrir reikning konungs. Niels Ryberg varð þá forstjóri verslunarinnar og tókst að reka hana með hagnaði 1760-1764.

  • 1764 tekur Almenna verslunarfélagið við. Félagið var stærsta verslunarfélag í Kaupmannahöfn á 18. öld og rak meðal annars verslun í Afríku og Vestur-Indíum. Rekstur félagsins gekk örðuglega, þótt verslun í Norðurhöfum skilaði hagnaði, og endaði með því að konungur keypti öll hlutabréf þess árið 1774.

  • 1774 hefst Konungsverslunin síðari og varð hún meðal annars vettvangur umbótatilrauna Danakonungs á Íslandi. Verslunin gekk mjög vel til að byrja með, en með lokum Bandaríska frelsisstríðsins og Móðuharðindunum árið 1783 versnaði hagur verslunarinnar hratt og varð algert hrun síðustu ár einokunarinnar.
  • Konungleg auglýsing um afnám einokunarverslunar var gefin út 18. ágúst 1786; formlega lauk einokunarverslun 31. desember 1787 og svokölluð fríhöndlun tók við 1. janúar 1788. Eitt ákvæðið í fríhöndlunartilskipuninni var samt sem áður bann við verslun Íslendinga við aðra en þegna Danakonungs. Kaupmenn þurftu einnig að uppfylla ýmis skilyrði svo sem að hafa næg matvæli í vöruhúsum ef til hungursneyðar kæmi. Ekki var því um fríverslun að ræða í nútímaskilningi.


Heimildir |



  • Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland: einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787, Reykjavík, Örn og Örlygur, 1987.


Tengill |



  • Monopoly trade and economic stagnation : studies in the foreign trade of Iceland 1602-1787, doktorsritgerð Gísla Gunnarssonar á ensku


Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Einokunarverslunin&oldid=1590463“





Leiðsagnarval

























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.036","walltime":"0.060","ppvisitednodes":"value":108,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":2633,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":2,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 3.997 1 Snið:Saga_Íslands","100.00% 3.997 1 -total"],"cachereport":"origin":"mw1249","timestamp":"20190223230920","ttl":2073600,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Einokunarverslunin","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Einokunarverslunin","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q5219872","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q5219872","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2004-06-19T17:41:33Z","dateModified":"2018-04-18T08:59:02Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/b/b7/Abraham_Ortelius-Islandia-ca_1590.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":125,"wgHostname":"mw1326"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome