Skip to main content

2001 Efnisyfirlit Atburðir | Fædd | Dáin | Nóbelsverðlaunin | Leiðsagnarval

20012001-2010


rómverskum tölum21. aldarinnargregoríska tímatalinu










2001


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search











Árþúsund:

3. árþúsundið

Aldir:

  • 20. öldin

  • 21. öldin

  • 22. öldin


Áratugir:

  • 1981–1990

  • 1991–2000

  • 2001–2010

  • 2011–2020

  • 2021–2030


Ár:

  • 1998

  • 1999

  • 2000

  • 2001

  • 2002

  • 2003

  • 2004

Árið 2001 (MMI í rómverskum tölum) var fyrsta ár 21. aldarinnar, samkvæmd gregoríska tímatalinu.




Efnisyfirlit





  • 1 Atburðir

    • 1.1 Janúar


    • 1.2 Febrúar


    • 1.3 Mars


    • 1.4 Apríl


    • 1.5 Maí


    • 1.6 Júní


    • 1.7 Júlí


    • 1.8 Ágúst


    • 1.9 September


    • 1.10 Október


    • 1.11 Nóvember


    • 1.12 Desember


    • 1.13 Ódagsettir atburðir



  • 2 Fædd


  • 3 Dáin


  • 4 Nóbelsverðlaunin




Atburðir |



Janúar |




Jarðskjálftinn í Gujarat.



  • 1. janúar - Nafni Kalkútta á Indlandi var formlega breytt í Kolkata.


  • 6. janúar - Árinu helga 2000 lauk formlega þegar Jóhannes Páll 2. páfi lokaði hurðinni helgu.


  • 10. janúar - Wikipedia hóf göngu sína sem hluti af Nupedia. Fimm dögum síðar varð hún sérstakur vefur.


  • 10. janúar - Þjóðbúningaráð var stofnað á Íslandi.


  • 10. janúar - Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna samþykkti samruna America Online og Time Warner.


  • 11. janúar - Bandaríska kvikmyndin The Invisible Circus var frumsýnd.


  • 13. janúar - 800 létust þegar jarðskjálfti reið yfir El Salvador.


  • 14. janúar - AFL Starfsgreinafélag Austurlands var stofnað.


  • 15. janúar - Wikipedia var opnuð almenningi.


  • 20. janúar - George W. Bush tók við af Bill Clinton sem forseti Bandaríkjanna.


  • 20. janúar - Vantrauststillaga gegn forseta Filippseyja, Joseph Estrada, var samþykkt og varaforsetinn, Gloria Macapagal-Arroyo, tók við.


  • 23. janúar - Fimm manneskjur kveiktu í sér á Tiananmentorgi í Beijing.


  • 24. janúar - Borgaraflokkurinn var stofnaður í Póllandi.


  • 26. janúar - Þúsundir fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Gujarat á Indlandi.


Febrúar |




Skilti sem varar fólk við að fara um heiðarlönd í Norður-Yorkshire vegna gin- og klaufaveikinnar í Bretlandi.



  • 1. febrúar - Síðdegisþáttur Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis, fór í loftið.


  • 1. febrúar - Abdel Basset al-Megrahi, líbískur hryðjuverkamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að sprengja farþegaþotu frá PanAm yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988 með þeim afleiðingum að 270 manns fórust.


  • 5. febrúar - Tom Cruise og Nicole Kidman tilkynntu að þau væru skilin.


  • 6. febrúar - Ariel Sharon, formaður Likud-flokksins, vann forsætisráðherrakosningarnar í Ísrael.


  • 9. febrúar - Bandaríski kafbáturinn USS Greenville sökkti óvart japanska fiskiskipinu Ehime-Maru með þeim afleiðingum að 9 úr áhöfn skipsins fórust.


  • 12. febrúar - Geimkönnunarfarið NEAR Shoemaker lenti á loftsteini.


  • 12. febrúar - Bandarískur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að tónlistardeiliforritinu Napster bæri að loka.


  • 13. febrúar - Jarðskjálfti, 6,6 stig á Richterskvarða reið yfir El Salvador. Að minnsta kosti 400 manns létu lífið.


  • 18. febrúar - Bandaríski alríkislögreglumaðurinn Robert Hanssen var handtekinn fyrir njósnir fyrir Rússa.


  • 20. febrúar - Gin- og klaufaveikifaraldur gekk yfir Bretland. Veikin breiddist hratt út og hafði víðtækar afleiðingar fyrir landbúnað um alla Evrópu.


  • 20. febrúar - Sænska gervihnettinum Odin var skotið á loft frá Síberíu.


  • 25. febrúar - Leiðtogi EZLN í Mexíkó, Marcos undirherforingi, hóf göngu til Mexíkóborgar til stuðnings réttindum frumbyggja.


  • 26. febrúar - Nice-sáttmálinn var undirritaður af 15 aðildarríkjum Evrópusambandsins.


  • 28. febrúar - Great Heck-lestarslysið: Tvær járnbrautarlestar og bíll rákust saman í Norður-Yorkshire á Bretlandi sem leiddi til dauða 10 manna.


Mars |




Hintze Ribeiro-brúin hrunin.



  • 4. mars - Hintze Ribeiro-slysið: Gömul steinsteypt brú í Entre-os-Rios, Portúgal, hrundi með þeim afleiðingum að 59 létust.


  • 5. mars - Talíbanastjórnin í Afganistan lét sprengja merk Búddalíkneskin í Bamyan í tætlur vegna þess að þau væru óguðleg. Þessum verknaði var mótmælt um víða veröld.


  • 6. mars - Tvær bandarískar konur fórust þegar tveggja hreyfla vél þeirra hrapaði í hafið skammt vestur af Vestmannaeyjum.


  • 7. mars - Sprenging í flugeldaverksmiðju í Fanglin í Kína varð tugum barna að bana. Börnin voru neydd til að búa til flugelda í skólanum.


  • 7. mars - Sjö manns voru dæmd fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta var í fyrsta skipti sem dæmt var eftir lögum um peningaþvætti á Íslandi.


  • 10. mars - Samtökin Free Software Foundation Europe voru stofnuð.


  • 17. mars - Kosning um framtíð Reykjavíkurflugvallar fór fram í Reykjavík. Aðeins 37% borgarbúa tóku þátt þannig að kosningin var ekki bindandi. Naumur meirihluti vildi að flugvöllurinn yrði fluttur.


  • 20. mars - Stærsti fljótandi olíuborpallur heims, Petrobras 36, sökk við strendur Brasilíu.


  • 23. mars - Rússneska geimstöðin Mír hrapaði til jarðar í Kyrrahafið úti fyrir ströndum Nýja Sjálands.


  • 23. mars - Glímusambandið World Wrestling Federation keypti keppinaut sinn, World Championship Wrestling, fyrir 7 milljón Bandaríkjadali.


  • 24. mars - Fyrsta útgáfa Mac OS X („Cheetah“) kom á markað.


  • 25. mars - Schengen-samstarfið tók gildi á Norðurlöndunum.


  • 25. mars - Uppreisnin í Makedóníu 2001: Makedóníuher hóf aðgerðir gegn uppreisnarsveitum albanskra aðskilnaðarsinna, Þjóðfrelsishersins.


Apríl |




Dennis Tito, Talgat Musabajev og Júrí Batúrín um borð í Sojús TM-32.



  • 1. apríl - Bandarísk njósnaflugvél lenti í árekstri við kínverska orrustuflugvél. Kínverski flugmaðurinn fannst aldrei en 10 manna áhöfn bandarísku flugvélarinnar nauðlenti í Kína, var handtekin og haldið í 10 daga.


  • 1. apríl - Slobodan Milošević, fyrrverandi forseti Júgóslavíu gaf sig fram við sérsveitir lögreglu.


  • 1. apríl - Hjónabönd samkynhneigðra voru heimiluð með nýjum lögum í Hollandi.


  • 3. apríl - Fyrstu tveggja hæða strætisvagnarnir hófu að ganga í Kaupmannahöfn.


  • 6. apríl - Síðasta eintak danska dagblaðsins Aktuelt kom út.


  • 7. apríl - Gervitunglinu 2001 Mars Odyssey var skotið á loft.


  • 11. apríl - Bob Dylan sagði frá því að hann hefði verið giftur Carol Dennis frá 1986 til 1992 en haldið því leyndu.


  • 22. apríl - Bandaríska teiknimyndin Shrek var frumsýnd.


  • 25. apríl - Fyrrum forseti Filippseyja, Joseph Estrada, var handtekinn og ákærður fyrir fjárdrátt.


  • 27. apríl - 17 létust þegar herlögregla skaut á mótmælendur í Kabylie í Alsír.


  • 28. apríl - Bandaríkjamaðurinn Dennis Tito varð fyrsti ferðamaðurinn í geimnum þegar hann fór með Sojús TM-32.


Maí |




Jóhannes Páll 2. páfi í Sýrlandi.



  • 6. maí - Jóhannes Páll 2. páfi heimsótti mosku í Damaskus í Sýrlandi, fyrstur páfa í sögunni.


  • 7. maí - Serbneskir þjóðernissinnar réðust á hóp fólks sem hugðist leggja hornstein að endurbyggingu Ferhadija-moskunnar í Banja Luka í Bosníu og Hersegóvínu.


  • 11. maí - Íslenska vefritið Baggalútur hóf göngu sína.


  • 12. maí - Eistland sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2001 með laginu „Everybody“. Framlag Íslands var lagið „Angel“.


  • 13. maí - Kosningabandalag undir forystu Silvio Berlusconi sigraði þingkosningar á Ítalíu.


  • 22. maí - Plútóstirnið 28978 Ixion var uppgötvað.


  • 24. maí - Temba Tsheri varð yngstur til að ná tindi Everestfjalls, 16 ára.


  • 24. maí - Versalaslysið: Hluti þriðju hæðar samkomusalarins Versala í Jerúsalem hrundi með þeim afleiðingum að 24 brúðkaupsgestir létust.


  • 25. maí - Erik Weihenmayer varð fyrsta blinda manneskjan til ad ná tindi Everestfjalls.


  • 25. maí - Handklæðisdagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur.


  • 29. maí - Íbúar Borgundarhólms samþykktu í atkvæðagreiðslu að sameina öll fimm sveitarfélög eyjarinnar í eitt.


Júní |




Konungshöllin í Katmandú í Nepal.



  • 1. júní - Konunglegu fjöldamorðin í Nepal: Dipendra prins myrti tíu meðlimi konungsfjölskyldunnar og framdi síðan sjálfsmorð.


  • 1. júní - Sjálfsmorðssprengjumaður á vegum Hamas myrti 21 á diskóteki í Tel Avív í Ísrael.


  • 3. júní - Alejandro Toledo var kjörinn forseti Perú.


  • 7. júní - Tony Blair var endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands.


  • 11. júní - Timothy McVeigh var tekinn af lífi fyrir sprengjutilræðið í Oklahóma.


  • 13. júní - Pólski stjórnmálaflokkurinn Lög og réttur var stofnaður.


  • 15. júní - Bandaríska teiknimyndin Atlantis: Týnda Borgin var frumsýnd.


  • 15. júní - Samvinnustofnun Sjanghæ var stofnuð.


  • 18. júní - Norska olíufyrirtækið Statoil var skráð í Kauphöllina í New York.


  • 19. júní - Eldflaug sem bilaði lenti á knattspyrnuvelli í norðurhluta Írak með þeim afleiðingum að 23 létust og 11 særðust.


  • 20. júní - Andrea Yates, sem þjáðist af fæðingarþunglyndi, drekkti 5 börnum sínum til að bjarga þeim frá Satan.


  • 20. júní - Herforinginn Pervez Musharraf skipaði sjálfan sig forseta Pakistan.


  • 21. júní - Lengsta járnbrautarlest heims, 682 flutningavagnar með járngrýti, ók milli Newman og Port Hedland í Ástralíu.


  • 23. júní - Harður jarðskjálfti skók suðurhluta Perú. Flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfarið varð 74 að bana.


  • 28. júní - Stjórn Serbíu og Svartfjallalands framseldi Slobodan Milošević til Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir fyrrverandi Júgóslavíu.


Júlí |




Mótmælin á fundi 8 helstu iðnríkja heims í Genúa.



  • 1. júlí - Strætó bs. var stofnað með sameiningu Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna.


  • 1. júlí - Ný stúka var vígð við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum.


  • 2. júlí - Fyrsta sjálfvirka gervihjartað var grætt í Robert Tools í Bandaríkjunum.


  • 7. júlí - Uppþotin í Bradford hófust eftir að félagar í National Front stungu mann af asískum uppruna utan við krá í Bradford.


  • 16. júlí - Bandaríska alríkislögreglan handtók Dmítrí Skljarov fyrir meint brot gegn Digital Millennium Copyright Act.


  • 18. júlí - 60 vagna járnbrautarlest fór út af teinunum í göngum í Baltimore í Bandaríkjunum. Eldur kviknaði og stóð í marga daga og varð til þess að miðborg Baltimore lokaðist.


  • 19. júlí - Breski stjórnmálamaðurinn Jeffrey Archer var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að bera ljúgvitni.


  • 20. júlí - Japanska teiknimyndin Chihiro og álögin var frumsýnd.


  • 20. júlí - Gríðarleg mótmæli áttu sér stað þegar fundur 8 helstu iðnríkja heims hófst í Genúa á Ítalíu. Einn mótmælandi, Carlo Giuliani, var skotinn til bana af lögreglumanni.


  • 23. júlí - Málamiðlunartillaga til að bjarga Kýótóbókuninni var samþykkt á loftslagsráðstefnu í Bonn.


  • 23. júlí - Þing Indónesíu setti forsetann Abdurrahman Wahid af vegna vanhæfni og spillingar.


  • 24. júlí - Tamíltígrar réðust á Bandaranaike-flugvöll.


  • 24. júlí - Simeon Saxe-Coburg-Gotha, síðasti keisari Búlgaríu, varð 48. forsætisráðherra landsins.


  • 25. júlí - Veitingastaðurinn Friðrik V var stofnaður á Akureyri.


  • 25. júlí - „Ræningjadrottningin“ Phoolan Devi var myrt í Nýju-Delí.


  • 25. júlí - Rauð rigning féll í Kerala á Indlandi.


  • 28. júlí - Alejandro Toledo varð forseti Perú.


Ágúst |




Mynd:ABC Tampa.ogvSpila margmiðlunarskrá

Sjónvarpsfrétt um Tampa-málið.



  • 1. ágúst - Dómari við hæstarétt Alabama lét setja upp minnismerki um boðorðin tíu í dómshúsinu sem leiddi til málshöfðunar um að fjarlægja það.


  • 2. ágúst - Alþjóðadómstóllinn í Hag dæmdi Radislav Krstic í 46 ára fangelsi fyrir fjöldamorðin í Srebrenica.


  • 6. ágúst - Eldsvoðinn í Erwadi: 28 geðsjúklingar sem voru hlekkjaðir fastir létu lífið þegar eldur kom upp í trúarstofnun í Tamil Nadu.


  • 9. ágúst - Palestínumaður réðist á Sbarro-veitingastað í Jerúsalem og myrti 15 manns.


  • 10. ágúst - Skæruliðar UNITA réðust á járnbrautarlest í Angóla og myrtu 252 farþega.


  • 13. ágúst - Ohrid-samkomulagið var undirritað af albönskum uppreisnarmönnum og stjórnvöldum í Makedóníu.


  • 18. ágúst - Leikhópurinn Vesturport var stofnaður með uppsetningu á leikritinu Diskópakk (Disco Pigs) eftir Enda Walsh á horni Vesturgötu og Norðurstígs í Gamla Vesturbænum.


  • 25. ágúst - Bandaríska söngkonan Aaliyah og átta aðrir létust þegar yfirhlaðin flugvél þeirra hrapaði skömmu eftir flugtak frá Bahamaeyjum.


  • 25. ágúst - Hákon krónprins Noregs gekk að eiga Mette-Marit Tjessem Høiby í Oslóardómkirkju.


  • 26. ágúst - Norska flutningaskipið Tampa bjargaði 438 flóttamönnum við Jólaeyju í Kyrrahafi.


  • 27. ágúst - Forsætisráðherra Ástralíu John Howard neitaði flutningaskipinu Tampa um leyfi til að leggja að höfn.


  • 30. ágúst - Aðskilnaðarsinnar frá Bougainville undirrituðu friðarsamkomulag við ríkisstjórn Papúu Nýju-Gíneu.


  • 31. ágúst - Heimsráðstefna gegn kynþáttahyggju hófst í Durban í Suður-Afríku.


September |




Tvíburaturnarnir í New York brenna.



  • 3. september - Norðurírskir sambandssinnar hófu mótmæli við kaþólskan stúlknaskóla í Belfast.


  • 4. september - Skemmtigarðurinn Tokyo DisneySea var opnaður í Japan.


  • 5. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin The Amazing Race hóf göngu sína.


  • 9. september - Leiðtogi afganska Norðurbandalagsins, Ahmad Shah Massoud, var myrtur af sjálfsmorðssprengjumanni.


  • 9. september - 68 dóu úr metanóleitrun í Pärnu í Eistlandi.


  • 10. september - Antônio da Costa Santos, borgarstjóri Campinas í Brasilíu, var myrtur.


  • 11. september - Hryðjuverkin 11. september 2001 í Bandaríkjunum: Al-Kaída rændi fjórum farþegaþotum og flaug á byggingar í New York og Virginíu. 2973 létu lífið í árásunum.


  • 12. september - Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu einróma að grípa til 5. greinar stofnsáttmálans í kjölfar hryðjuverka í Bandaríkjunum, sem kveður á um að árás á eitt þeirra sé árás á þau öll.


  • 12. september - Ástralska flugvélagið Ansett Australia fór í stöðvun.


  • 12. september - Hrun varð á hlutabréfamörkuðum um allan heim vegna árásanna 11. september.


  • 13. september - Borgaralegt flug hófst aftur í Bandaríkjunum eftir árásirnar 11. september.


  • 17. september - Mesta stigafall í sögu Dow Jones-vísitölunnar varð á fyrsta viðskiptadegi bandarísku kauphallarinnar eftir 11. september.


  • 18. september - Miltisbrandsárásirnar 2001: Bréf með miltisbrandsgróum voru send til sjónvarpsfréttastofanna ABC News, CBS News, NBC News og dagblaðanna New York Post og National Enquirer.


  • 20. september - George W. Bush lýsti yfir „stríði gegn hryðjuverkum“ í ávarpi til Bandaríkjaþings.


  • 21. september - Góðgerðatónleikarnir America: A Tribute to Heroes voru sendir út af 35 sjónvarpsstöðvum.


  • 27. september - Blóðbaðið í Zug: Friedrich Leibacher myrti 14 og framdi síðan sjálfsmorð í Zug í Sviss.


Október |





Rhino-aðgerðin: Bandarískar herþyrlur varpa 200 fallhlífarhermönnum út yfir Afganistan.



  • 1. október - Skæruliðar réðust á þinghúsið í Srinagar í Kasmír og myrtu 38.


  • 1. október - Mikil sprenging varð í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Eldur kom upp en engan sakaði. Talið er að skammhlaup í gömlum rafmagnstöflum hafi valdið sprengingunni.


  • 1. október - Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var stofnuð við Háskóla Íslands.


  • 2. október - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Nýgræðingar hóf göngu sína á NBC.


  • 2. október - Svissneska flugfélagið Swissair hætti öllu flugi.


  • 4. október - 78 létust þegar Siberia Airlines flug 1812 fórst á leið frá Tel Aviv til Novosibirsk.


  • 7. október - Stríðið í Afganistan: Bandaríkin réðust inn í Afganistan.


  • 8. október - Arnold Schwarzenegger var kosinn ríkisstjóri Kaliforníu.


  • 8. október - Linate-slysið: 118 létust þegar tvær flugvélar rákust saman yfir Linate-flugvelli í Mílanó.


  • 9. október - Sjónvarpsþáttaröðin Sjálfstætt fólk hóf göngu sína á Stöð 2.


  • 9. október - Miltisbrandsárásirnar 2001: Önnur bréfasending með miltisbrandi var send af stað.


  • 10. október - Verslunarmiðstöðin Smáralind var opnuð í Kópavogi.


  • 11. október - Polaroid Corporation sótti um gjaldþrotaskipti.


  • 16. október - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Smallville hóf göngu sína á The WB.


  • 17. október - Ferðamálaráðherra Ísraels Rehavam Ze'evi var myrtur í hryðjuverkaárás.


  • 19. október - SIEV X: Bátur með 421 flóttamann um borð fórst um 70 km sunnan við Jövu. Yfir 300 manns drukknuðu.


  • 23. október - Tímabundni írski lýðveldisherinn hóf að afvopnast.


  • 25. október - Microsoft sendi frá sér stýrikerfið Windows XP.


  • 26. október - George W. Bush undirritaði Patriot-lögin.


Nóvember |




Staðurinn þar sem American Airlines flug 587 hrapaði í Queens-hverfinu í New York.



  • 2. nóvember - Glocal Forum um borgarsamstarf var stofnað.


  • 4. nóvember - Breska kvikmyndin Harry Potter og viskusteinninn var frumsýnd.


  • 4. nóvember - Fellibylurinn Michelle gekk yfir Kúbu og olli miklu tjóni.


  • 7. nóvember - Belgíska flugfélagið Sabena varð gjaldþrota.


  • 10. nóvember - Alþýðulýðveldið Kína gerðist aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.


  • 10. nóvember - Apple Inc. setti tónlistarspilarann iPod á markað.


  • 10. nóvember - Yfir 900 manns létust í aurskriðum í Alsír.


  • 11. nóvember - Kvikmyndin Mávahlátur var valin besta íslenska kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni.


  • 11. nóvember - Blaðamennirnir Pierre Billaud, Johanne Sutton og Volker Handloik létust í árás á bílalest sem þeir ferðuðust með í Afganistan.


  • 12. nóvember - 260 létust þegar American Airlines flug 587 hrapaði í Queens í New York.


  • 12. nóvember - Stríðið í Afganistan: Her Talíbana hörfaði frá Kabúl.


  • 12. nóvember - Ein af elstu kirkjum Svíþjóðar, gamla kirkjan í Södra Råda, brann.


  • 13. nóvember - Doha-viðræðurnar á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar hófust.


  • 23. nóvember - Netglæpasáttmálinn var undirritaður í Búdapest.


  • 27. nóvember - Lofthjúpur úr vetni var uppgötvaður með Hubble-geimsjónaukanum á plánetunni Ósíris.


  • 27. nóvember - Anders Fogh Rasmussen varð forsætisráðherra Danmerkur.


  • 30. nóvember - Bandaríski raðmorðinginn Gary Ridgway var handtekinn.


Desember |




Uppþot í Argentínu 20. desember.



  • Desember - Alþjóðanefnd um íhlutun og fullveldi ríkja gaf út skýrslu um verndarábyrgð.


  • 2. desember - Bandaríska orkufyrirtækið Enron óskaði eftir gjaldþrotaskiptum.


  • 2. desember - Kreppan mikla í Argentínu: Ríkisstjórn Argentínu frysti allar innistæður í 12 mánuði sem leiddi til uppþota.


  • 10. desember - Nýsjálenska kvikmyndin Hringadróttinssaga: Föruneyti hringsins var frumsýnd.


  • 13. desember - Fimm hryðjuverkamenn réðust á indverska þinghúsið og skutu þar níu til bana.


  • 14. desember - Bandaríska kvikmyndin The Royal Tenenbaums var frumsýnd.


  • 14. desember - Bandaríska kvikmyndin Vanilla Sky var frumsýnd.


  • 15. desember - Skakki turninn í Písa var opnaður almenningi eftir 11 ára viðgerðir.


  • 18. desember - Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit hjá olíufélögunum fjórum: Ker hf. (áður Olíufélagið hf.), Olíuverzlun Íslands hf., Skeljungur hf. og Bensínorkan ehf. sem leiddi að dómsmáli um samráð olíufélaganna.


  • 19. desember - Metlofþrýstingur, 1085,6 hektópasköl, mældist í Mongólíu.


  • 21. desember - Ný kvikmyndalög tóku gildi á Íslandi og Kvikmyndamiðstöð Íslands var stofnuð.


  • 21. desember - Ríkisstjórn Argentínu lýsti yfir gjaldfalli.


  • 22. desember - Borgaraleg starfstjórn undir forsæti Hamid Karzai tók við völdum í Afganistan.


  • 22. desember - Richard Reid reyndi að kveikja í American Airlines flugi 63 með sprengiefni sem hann hafði falið í skóm sínum.


  • 29. desember - 291 lést í eldsvoða í Mesa Redonda-verslunarmiðstöðinni í Líma, Perú.


Ódagsettir atburðir |


  • Sænsk-norska hljómsveitin Kikki, Bettan & Lotta var stofnuð.


  • Frumtöluskítandi björninn birtist fyrst á Internetinu.


  • Iglesia del Pueblo Guanche var stofnuð á Kanaríeyjum.

  • Bandarísku samtökin Creative Commons voru stofnuð.

  • Sænski sjónvarpsþátturinn Doktor Mugg hóf göngu sína á TV4.

  • Bandaríska hljómsveitin The Killers var stofnuð.

  • Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Hallveig, var stofnuð.

  • Hugtakið BRIC-lönd var fyrst notað af hagfræðingnum Jim O'Neill.

  • Sænska hljómsveitin The Tough Alliance var stofnuð.

  • Bandaríska hljómsveitin The Postal Service var stofnuð.

  • Sænska hljómveitin Lo-Fi-Fnk var stofnuð.

  • Bandaríska hljómsveitin Audioslave var stofnuð.

  • Bandaríska hljómsveitin My Chemical Romance var stofnuð.

  • Norska hljómsveitin Wig Wam var stofnuð.

  • Þýska hljómsveitin Wir sind Helden var stofnuð.


  • Áslandsskóli hóf starfsemi í Hafnarfirði.

  • Íslenska fjárfestingafyrirtækið Exista var stofnað.


Fædd |



Dáin |



  • 5. janúar - G.E.M. Anscombe, enskur heimspekingur (f. 1919).


  • 7. febrúar - Dale Evans, bandarískur rithöfundur, tónlistarkona og kvikmyndastjarna (f. 1912).


  • 8. febrúar - Ivo Caprino, norskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1920).



Claude Shannon



  • 24. febrúar - Claude Shannon, bandarískur stærðfræðingur (f. 1916).


  • 13. mars - Henry Lee Lucas, bandarískur raðmorðingi (f. 1936).


  • 1. apríl - Jalil Zandi, íranskur flugmaður (f. 1951).


  • 15. apríl - Jörundur Þorsteinsson, knattspyrnudómari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1924).


  • 7. maí - Joseph Greenberg, bandarískur málfræðingur (f. 1915).


  • 11. maí - Douglas Adams, breskur rithöfundur (f. 1952).


  • 1. júní - Birendra, konungur Nepals (f. 1945).


  • 4. júní - Dipendra konungur Nepals (f. 1971).


  • 11. júní - Timothy McVeigh, bandarískur fjöldamorðingi (f. 1968).


  • 27. júní - Tove Jansson, finnskur rithöfundur (f. 1914).


  • 27. júní - Jack Lemmon, bandarískur leikari (f. 1925).


  • 14. október - David Lewis, bandarískur heimspekingur (f. 1941).


  • 9. nóvember - Giovanni Leone, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1908).


  • 26. nóvember - Gísli Jónsson, íslenskufræðingur (f. 1925).


  • 29. nóvember - George Harrison, breskur gítarleikari (f. 1943).


Nóbelsverðlaunin |



  • Eðlisfræði - Eric A Cornell, Wolfgang Ketterle, Carl E Wieman


  • Efnafræði - William S. Knowles, Ryoji Noyori, K. Barry Sharpless


  • Læknisfræði - Leland H. Hartwell, R. Timothy Hunt, Paul M. Nurse


  • Bókmenntir - V.S. Naipaul


  • Friðarverðlaun - Sameinuðu Þjóðirnar, Kofi Annan


  • Hagfræði - George A. Akerlof, A. Michael Spence, Joseph E. Stiglitz



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=2001&oldid=1590819“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.212","walltime":"0.275","ppvisitednodes":"value":3388,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":4638,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1411,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 47.897 1 Snið:Ár_nav","100.00% 47.897 1 -total"," 85.21% 40.812 16 Snið:Dr"," 76.74% 36.757 16 Snið:Dr-make"," 32.62% 15.626 16 Snið:Drep"," 21.96% 10.517 16 Snið:Dr-logno"," 8.62% 4.127 16 Snið:Dr-yr"],"cachereport":"origin":"mw1275","timestamp":"20190318221207","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"2001","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/2001","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q1988","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q1988","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2004-04-19T12:36:10Z","dateModified":"2018-04-20T13:57:40Z","headline":"u00e1r"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":111,"wgHostname":"mw1265"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Slayer Innehåll Historia | Stil, komposition och lyrik | Bandets betydelse och framgångar | Sidoprojekt och samarbeten | Kontroverser | Medlemmar | Utmärkelser och nomineringar | Turnéer och festivaler | Diskografi | Referenser | Externa länkar | Navigeringsmenywww.slayer.net”Metal Massacre vol. 1””Metal Massacre vol. 3””Metal Massacre Volume III””Show No Mercy””Haunting the Chapel””Live Undead””Hell Awaits””Reign in Blood””Reign in Blood””Gold & Platinum – Reign in Blood””Golden Gods Awards Winners”originalet”Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Looks Back On 37-Year Career In New Video Series: Part Two””South of Heaven””Gold & Platinum – South of Heaven””Seasons in the Abyss””Gold & Platinum - Seasons in the Abyss””Divine Intervention””Divine Intervention - Release group by Slayer””Gold & Platinum - Divine Intervention””Live Intrusion””Undisputed Attitude””Abolish Government/Superficial Love””Release “Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer” by Various Artists””Diabolus in Musica””Soundtrack to the Apocalypse””God Hates Us All””Systematic - Relationships””War at the Warfield””Gold & Platinum - War at the Warfield””Soundtrack to the Apocalypse””Gold & Platinum - Still Reigning””Metallica, Slayer, Iron Mauden Among Winners At Metal Hammer Awards””Eternal Pyre””Eternal Pyre - Slayer release group””Eternal Pyre””Metal Storm Awards 2006””Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Bullet-For My Valentine booed at Metal Hammer Golden Gods Awards””Unholy Aliance””The End Of Slayer?””Slayer: We Could Thrash Out Two More Albums If We're Fast Enough...””'The Unholy Alliance: Chapter III' UK Dates Added”originalet”Megadeth And Slayer To Co-Headline 'Canadian Carnage' Trek”originalet”World Painted Blood””Release “World Painted Blood” by Slayer””Metallica Heading To Cinemas””Slayer, Megadeth To Join Forces For 'European Carnage' Tour - Dec. 18, 2010”originalet”Slayer's Hanneman Contracts Acute Infection; Band To Bring In Guest Guitarist””Cannibal Corpse's Pat O'Brien Will Step In As Slayer's Guest Guitarist”originalet”Slayer’s Jeff Hanneman Dead at 49””Dave Lombardo Says He Made Only $67,000 In 2011 While Touring With Slayer””Slayer: We Do Not Agree With Dave Lombardo's Substance Or Timeline Of Events””Slayer Welcomes Drummer Paul Bostaph Back To The Fold””Slayer Hope to Unveil Never-Before-Heard Jeff Hanneman Material on Next Album””Slayer Debut New Song 'Implode' During Surprise Golden Gods Appearance””Release group Repentless by Slayer””Repentless - Slayer - Credits””Slayer””Metal Storm Awards 2015””Slayer - to release comic book "Repentless #1"””Slayer To Release 'Repentless' 6.66" Vinyl Box Set””BREAKING NEWS: Slayer Announce Farewell Tour””Slayer Recruit Lamb of God, Anthrax, Behemoth + Testament for Final Tour””Slayer lägger ner efter 37 år””Slayer Announces Second North American Leg Of 'Final' Tour””Final World Tour””Slayer Announces Final European Tour With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Tour Europe With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Play 'Last French Show Ever' At Next Year's Hellfst””Slayer's Final World Tour Will Extend Into 2019””Death Angel's Rob Cavestany On Slayer's 'Farewell' Tour: 'Some Of Us Could See This Coming'””Testament Has No Plans To Retire Anytime Soon, Says Chuck Billy””Anthrax's Scott Ian On Slayer's 'Farewell' Tour Plans: 'I Was Surprised And I Wasn't Surprised'””Slayer””Slayer's Morbid Schlock””Review/Rock; For Slayer, the Mania Is the Message””Slayer - Biography””Slayer - Reign In Blood”originalet”Dave Lombardo””An exclusive oral history of Slayer”originalet”Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Jeff Hanneman”originalet”Thinking Out Loud: Slayer's Kerry King on hair metal, Satan and being polite””Slayer Lyrics””Slayer - Biography””Most influential artists for extreme metal music””Slayer - Reign in Blood””Slayer guitarist Jeff Hanneman dies aged 49””Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer””Gateway to Hell: A Tribute to Slayer””Covered In Blood””Slayer: The Origins of Thrash in San Francisco, CA.””Why They Rule - #6 Slayer”originalet”Guitar World's 100 Greatest Heavy Metal Guitarists Of All Time”originalet”The fans have spoken: Slayer comes out on top in readers' polls”originalet”Tribute to Jeff Hanneman (1964-2013)””Lamb Of God Frontman: We Sound Like A Slayer Rip-Off””BEHEMOTH Frontman Pays Tribute To SLAYER's JEFF HANNEMAN””Slayer, Hatebreed Doing Double Duty On This Year's Ozzfest””System of a Down””Lacuna Coil’s Andrea Ferro Talks Influences, Skateboarding, Band Origins + More””Slayer - Reign in Blood””Into The Lungs of Hell””Slayer rules - en utställning om fans””Slayer and Their Fans Slashed Through a No-Holds-Barred Night at Gas Monkey””Home””Slayer””Gold & Platinum - The Big 4 Live from Sofia, Bulgaria””Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Kerry King””2008-02-23: Wiltern, Los Angeles, CA, USA””Slayer's Kerry King To Perform With Megadeth Tonight! - Oct. 21, 2010”originalet”Dave Lombardo - Biography”Slayer Case DismissedArkiveradUltimate Classic Rock: Slayer guitarist Jeff Hanneman dead at 49.”Slayer: "We could never do any thing like Some Kind Of Monster..."””Cannibal Corpse'S Pat O'Brien Will Step In As Slayer'S Guest Guitarist | The Official Slayer Site”originalet”Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Kerrang! Awards 2006 Blog: Kerrang! Hall Of Fame””Kerrang! Awards 2013: Kerrang! Legend”originalet”Metallica, Slayer, Iron Maien Among Winners At Metal Hammer Awards””Metal Hammer Golden Gods Awards””Bullet For My Valentine Booed At Metal Hammer Golden Gods Awards””Metal Storm Awards 2006””Metal Storm Awards 2015””Slayer's Concert History””Slayer - Relationships””Slayer - Releases”Slayers officiella webbplatsSlayer på MusicBrainzOfficiell webbplatsSlayerSlayerr1373445760000 0001 1540 47353068615-5086262726cb13906545x(data)6033143kn20030215029