Skip to main content

Áhrif erlendra hvalveiðimanna á íslenskt samfélag, 1600-1915 Efnisyfirlit Hvalveiðar Baska og Hollendinga á 17. öld | Hvalveiðar Norðmanna á 19. öld | Tilvísanir | Heimildir | Ítarefni | LeiðsagnarvalForeign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2007. Data Structure ReportHvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öldUm þrjú basknesk-íslenzk orðasöfn frá 17. öldArchaeological Excavations on the Island of Strákey in Strandir, IcelandThe Clay Tobacco Pipe Collection From Hólar, Iceland: A Case Study

EinokunarverslunFornleifafræðiHvalveiðarSagnfræðiSjávarútvegurVestfirðir


hvalstöðin á StrákatangaNýja-heiminumeinokunarverslunarinnarHvalveiðar Norðmanna á 19. öldSpánverjavíginbasknesk-íslenskt blendingsmálArngríms JónssonarOle WormsBrynjólfs SveinssonarsamkomuhúsMosvallahrepps










Áhrif erlendra hvalveiðimanna á íslenskt samfélag, 1600-1915


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search




Polli norska hvalveiðimanna við hvalstöð Norðmanna á Dvergasteinseyri í Álftafirði á Vestfjörðum.


Hvalveiðar erlendra þjóða við strendur Íslands á árunum 1600–1915 höfðu áhrif á líf fólks á þeim stöðum sem hvalveiðimennirnir reistu hvalstöðvar sínar.


Fyrstu heimildir um hvalveiðar í atvinnuskyni á Íslandi eru veiðar Baska og Hollendinga upp úr aldamótunum 1600. Baskar byggðu að minnsta kosti þrjár landstöðvar, en aðeins hvalstöðin á Strákatanga hefur verið grafin upp af fornleifafræðingum. Á Strákatanga fannst mikið magn tóbakspípa (krítarpípur), sem er til marks um að hvalveiðimennirnir hafi komið með varning frá Nýja-heiminum, eins og tóbak, til Íslands og stundað þar ólöglega verslun við Íslendinga á tímum einokunarverslunarinnar.[1]


Hvalveiðar Norðmanna á 19. öld voru veiðar af áður óþekktri stærðargráðu við Íslandsstrendur. Átti vera þeirra eftir að hafa talsverð áhrif á íslenskt þjóðfélag og kenna Íslendingum hvernig standa skyldi að stórútvegi. Að auki áttu norsku hvalveiðimennirnir eftir að hafa áhrif á efnahags- og menningarlegt líf Íslendinga.[2]




Efnisyfirlit





  • 1 Hvalveiðar Baska og Hollendinga á 17. öld

    • 1.1 Ritaðar heimildir


    • 1.2 Ólögleg verslun

      • 1.2.1 Innflutningur tóbaks




  • 2 Hvalveiðar Norðmanna á 19. öld

    • 2.1 Efnahagslíf


    • 2.2 Menningarlíf


    • 2.3 Pólitískt líf



  • 3 Tilvísanir


  • 4 Heimildir


  • 5 Ítarefni




Hvalveiðar Baska og Hollendinga á 17. öld |




Þekktar hvalstöðvar erlendra manna á 17.öld í Kaldrananeshreppi.


Baskar og Hollendingar reistu að minnsta kosti þrjár hvalstöðvar á Vestfjörðum, það er á Kóngsey, Strákatanga og Strákey. Hefur hvalstöðin á Strákatanga verið grafinn upp af fornleifafræðingum og er hún eina landstöðin þar sem stór fornleifauppgröftur hefur farið fram á Íslandi.[3]


Aðalgrein: Hvalstöðin á Strákatanga.



Ritaðar heimildir |


Ritaðar heimildir eru hljóðar um hvalveiðar Baska og Hollendinga við Íslandsstrendur. Þær fáu sem til eru einblína að mestu á Spánverjavígin árið 1615. En því hefur iðulega verið haldið fram að vígin séu upphaf samskipta Íslendinga við Baska sem og endir þess.[4]


Engar samtíma ritaðar heimildir eru til um veru hvalveiðimanna á Strákatanga. Ástæðu þess er vafalaust sú staðreynd að á sama tíma voru Danir með einokunarverslun á Íslandi. Er líklegt að fólk hafi reynt að halda því leyndu að það væri að stunda ólöglega verslun við erlenda hvalveiðimenn með því að skrifa sem minnst um þau mál.[5]



Ólögleg verslun |


Varðveist hafa skjöl úr fórum Jóns Guðmundssonar, sem bjó á Ströndum, sem fjalla um jákvæð samskipti Íslendinga við Baska og Hollendinga. Í skjölunum skrifaði Jón varnarorð fyrir Baska eftir Spánverjavígin 1615, sem meðal annars olli því að hann þurfti að flýja frá Vestfjörðum. Eru skjöl hans þau einu sem vitað er um að hafi verið rituð eftir bein samskipti við erlenda hvalveiðiþjóð á 17. öld.[6] Í skjölunum kemur fram að Íslendingar stunduðu ólöglega verslun við Baska og gátu til dæmis keypt af þeim axir, hamra og hvalkjöt á meðan þeir gátu selt afurðir sínar, eins og smjör, til hvalveiðimannanna. Jón nefnir að Baskar og Íslendingar hafi lent í deilum, en það hafi verið í fáum tilvikum og nær eingöngu þegar Íslendingar skiptu við skipstjóran Martin De Villafranca og áhöfn hans.[7]


Einnig hafa varðveist skjöl sem innihalda basknesk-íslenskt blendingsmál. Blendingsmálið var sennilega notað milli Baska og Íslendinga í viðskiptum.[8]



Innflutningur tóbaks |




Hollensk tóbakspípa (krítarpípa) með skreytingu sem fannst í fornleifauppgrefti á Strákatanga.


Með elstu rituðu heimildum um tóbak á Íslandi er bréf Arngríms Jónssonar 'lærða' til Ole Worms í Kaupmannahöfn frá árinu 1632. Í bréfinu segir Arngrímur að kunnátta sín um reykingar komi frá erlendum fiskveiðimönnum sem búsettir voru á Vestfjörðum og að þeir hafi kynnt tóbaksafurðina fyrir Íslendingum. Að auki hefur verið bent á að í einni vísiteringu Brynjólfs Sveinssonar á Vestfjörðum árið 1634 ávítaði hann prest á Ströndum fyrir óhóflega notkun tóbaks. Kvartanir höfðu borist Brynjólfi um að presturinn tæki hlé í miðjum kirkjuathöfnum svo að hann gæti kveikt í pípu. Því til viðbótar var hollenskt verslunarskip gert upptækt árið 1655 fyrir ólöglega verslun. Eitt af því sem Hollendingar ætluðu að selja á Íslandi var tóbak. Allir þessir þættir gefa til kynna að líklega hafi tóbak verið ein af þeim vörum sem Baskar og Hollendingar seldu Íslendingum á 17. öld.[9]


Í fornleifauppgrefti á hvalstöð Baska og Hollendinga á Strákatanga fannst mikið magn tóbakspípa. Pípurnar voru allar hollenskar að uppruna og frekari vísbending um ólöglega verslun erlendra hvalveiðimanna við Íslendinga á tímum einokunarinnar.[1]



Hvalveiðar Norðmanna á 19. öld |




Hvalveiðar í Dýrafirði á Vestfjörðum.


Eftir að Norðmenn reistu hvalstöðvar á Íslandi við lok 19. aldar settu þeir sinn svip á daglegt líf fólks og stunduðu meðal annars verslun við Íslendinga, buðu þeim vinnu og kenndu þeim norska lifnaðarhætti. Vera þeirra var á hinn bóginn ávallt umdeild og gramdist mörgum Íslendingum að þeir væru að mokgræða á hvalveiðum en borguðu hins vegar lítið brot af hagnaðinum í formi gjalda og skatta til Íslendinga.[10]


Aðalgrein: Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld.



Efnahagslíf |


Flestar hvalstöðvar Norðmanna voru reistar í fámennum hreppum og átti vera þeirra eftir að hafa örvandi áhrif á þéttbýlismyndun í þeim.[11]


Til eru dæmi um að hvalveiðimenn og bændur hafi átt í viðskiptum saman. Keyptu bændur margs konar varning af norsku hvalveiðimönnunum, til dæmis hvalgúanó sem túnáburð, hvalkjöt, kol, ódýrt byggingarefni og púður. Af bændum keyptu norsku hvalveiðimennirnir síðan búfé og silung.[12] Því til viðbótar þurftu norsku hvalstöðvarnar á miklum mannafla á að halda við hvalveiðarnar og vinnslu hvala og fengu Íslendingar meðal annars vinnu, en vinna við hvalveiðarnar þótti eftirsóknarverð þar sem Norðmenn greiddu laun í peningum, sem var sjaldgæft á Íslandi á þeim tíma.[13]



Menningarlíf |





Ráðherrabústaðurinn í Reykjavík var upphaflega byggður á Sólbakka í Önundarfirði af Hans Ellefsen. Gaf hann Hannesi Hafstein húsið árið 1906 sem gerði það upp og reisti í Reykjavík á þeim stað sem það stendur nú.[14]


Á meðan norsku hvalveiðimennirnir bjuggu á Íslandi reyndu þeir að kenna Íslendingum nýja lifnaðarhætti, þótt það gengi með misjöfnun hætti. Hans Ellefsen, hvalveiðimaður á Sólbakka, prófaði til að mynda að kenna Íslendingum skíðagöngur, sem þá var vinsæl íþrótt í Noregi. Sýndu Íslendingar því hins vegar lítinn áhuga.[15] Hvalveiðimönnum gekk aftur á móti betur að kenna Íslendingum að spila á harmóníku og gítar. Við norsku hvalstöðvarnar var jafnframt að finna danspalla og samkomuhús. Þess konar mannvirki voru með þeim fyrstu sem reist voru í sveitum Íslands og var um nýjan vettvang fyrir samkomuhald í lífi Íslendinga að ræða. Til viðbótar byggingu húsa undir samkomuhald þá kenndu þeir Íslendingum nýja dansa og söngva.[16]


Eftir að norsku hvalveiðimennirnir settust að á Íslandi þá áttu Íslendingar auðveldara um vik að ferðast milli Íslands og Noregs. Vitað er um fáein dæmi þess að norsku hvalveiðimennirnir réðu fólk til vinnu í Noregi. Eins og í tilviki séra Júlíusar Þórðarsonar, sem ráðinn var sem prestur í Noregi hjá Stixrud, hvalveiðimanni á Tálknaeyri á Vestfjörðum.[15]


Hvalveiðar áttu þátt í að móta ímynd Íslands út á við og innan, en með fyrstu barnakvikmyndasýningum sem sýndar voru á Íslandi fjölluðu um hvalveiðar á Norður-Atlantshafi.[15] Að auki voru norsku hvalstöðvarnar auglýstar í erlendum ferðabæklingum um Ísland. Höfðu ensk og frönsk skemmtiferðaskip stundum viðkomu við hvalstöðvarnar þar sem ferðamenn gátu skoðað sig um og kynnst hvalveiðum á Íslandi.[17]



Pólitískt líf |


Eftir að norsku hvalveiðmennirnir hófu að skutla hvali við Ísland áttu umræður um hvalveiðarnar eftir að valda allmiklum deilum í íslensku samfélagi þar sem fólk skiptist í tvo gagnstæða hópa. Annar hópurinn var með hvalveiðum en hinn á móti. Meginlínan var sú að fólk sem aðhyllist hvalveiðarnar bjó í grennd við hvalstöðvarnar en þeir sem voru hvað harðastir gegn hvalveiðunum voru einstaklingar sem áttu mikið undir fiskveiðum, sér í lagi síldveiðum. Í kjölfar vaxandi þjóðerniskenndar í byrjun 20. aldar jókst andstaðan gegn hvalveiðum Norðmanna.[10]


Íslendingar gátu aðeins veitt fisk á grunnmiðum. Andstæðingar hvalveiðanna voru almennt sannfærðir um tengsl milli hval- og fiskveiða og var sú trú algeng að hvalurinn ræki síldina inn á grunnmiðin. Ef hvalurinn hyrfi mundi síldin aldrei koma inn á firðina með tilheyrandi erfiðleikum fyrir íslenskan sjávarútveg.[18] Við aldamótin 1900 var rætt meðal Íslendinga um að banna hvalveiðar með öllu. Aftur á móti þótti það of dýrkeypt fyrir Ísland og mundi landsjóður verða fyrir talsverði tekjuskerðingu, enda greiddu hvalveiðimennirnir skatt og gjöld af öllum veiddum hvölum og hvalaafurðum.


Umræður í dagblöðum voru oft hatrammar í garð norsku hvalveiðimannanna, en þeir stigu hins vegar aldrei sjálfir fram í íslenskum dagblöðum. Nær allir hvalveiðimennirnir voru þekktir fyrir mikla gjafmildi, en með þeim hætti byggðu þeir upp vináttusambönd við marga Íslendinga. Slík vináttutengsl komu að góðum notum þegar umræður í íslenskum dagblöðum fjölluðu á neikvæðan hátt um hvalveiðar Norðmanna. Skýrasta dæmið um þess konar vináttutengsl er þegar Hans Ellefsen, hvalveiðimaður á Sólbakka, gaf stórar peningaupphæðir til Mosvallahrepps í Önundarfirði. Fimm dögum seinna skrifar oddviti hreppsins bréf í Vestra, dagblað á Ísafirði, og fer hlýjum orðum um hvalveiðar og Hans Ellefsens.[19]


Málið endaði hins vegar á þann veg að stórhvalaveiðar voru bannaðar á Íslandi árið 1915. Flutningsmaður frumvarpsins sagði meðal annars að sýnt hafi verið fram á með óyggjandi hætti tengsl milli hval- og fiskveiða.[10]



Tilvísanir |



  1. 1,01,1 Caroline Paulsen, Magnús Rafnsson og Ragnar Edvardsson. (2008). Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2007. Data Structure Report, bls. 14.


  2. Gylfi Björn Helgason. (2015). Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld, bls. 24.


  3. Ragnar Edvardsson. (2013). Archaeological Excavations on the Island of Strákey in Strandir, Iceland, bls. 6.


  4. Magnús Rafnsson. (2015). Cultural Exchange and Socialization in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic, bls. 296-297.


  5. Magnús Rafnsson. (2015). Cultural Exchange and Socialization in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic, bls. 294.


  6. Magnús Rafnsson. (2015). Cultural Exchange and Socialization in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic, bls. 297.


  7. Magnús Rafnsson. (2015). Cultural Exchange and Socialization in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic, bls. 298-299.


  8. Helgi Guðmundsson. (1979). Um þrjú basknesk-íslenzk orðasöfn frá 17. öld, bls. 82.


  9. Magnús Rafnsson. (2015). Cultural Exchange and Socialization in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic, bls. 307-308.


  10. 10,010,110,2 Gylfi Björn Helgason. (2015). Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld, bls. 21.


  11. Trausti Einarsson. (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, bls. 74.


  12. Trausti Einarsson. (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, bls. 72.


  13. Trausti Einarsson. (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, bls. 78.


  14. Trausti Einarsson. (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, bls. 89.


  15. 15,015,115,2 Gylfi Björn Helgason. (2015). Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld, bls. 23.


  16. Trausti Einarsson. (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, bls. 98.


  17. Trausti Einarsson. (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, bls. 100.


  18. Gylfi Björn Helgason. (2015). Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld, bls. 20-21.


  19. Gylfi Björn Helgason. (2015). Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld, bls. 22.



Heimildir |


  • Caroline Paulsen, Magnús Rafnsson og Ragnar Edvardsson. (2008). Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2007. Data Structure Report. NV nr. 5-08. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarða.

  • Gylfi Björn Helgason. (2015). Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld. Bolungarvík: Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

  • Helgi Guðmundsson. (1979). Um þrjú basknesk-íslenzk orðasöfn frá 17. öld. Íslenskt mál og almenn málfræði, 1, 75-87.

  • Magnús Rafnsson. (2015). Cultural Exchange and Socialization in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic (bls. 291-318). Santa Barbara: University of California.

  • Ragnar Edvardsson. (2013). Archaeological Excavations on the Island of Strákey in Strandir, Iceland. Bolungarvík: Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

  • Trausti Einarsson. (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939. Í Bergsteinn Jónsson (ritstj.), Studia historica: 8. bindi. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.


Ítarefni |


  • Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2011, 145-186.

  • Smári Geirsson. (2015). Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Reykjavík: Sögufélag.

  • Wacke, A. (2014). The Clay Tobacco Pipe Collection From Hólar, Iceland: A Case Study (óútgefin M.A.-ritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík.



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Áhrif_erlendra_hvalveiðimanna_á_íslenskt_samfélag,_1600-1915&oldid=1626401“





Leiðsagnarval

























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.084","walltime":"0.095","ppvisitednodes":"value":277,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":0,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":2,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":7845,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 0.000 1 -total"],"cachereport":"origin":"mw1279","timestamp":"20190301040847","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"u00c1hrif erlendra hvalveiu00f0imanna u00e1 u00edslenskt samfu00e9lag, 1600-1915","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%81hrif_erlendra_hvalvei%C3%B0imanna_%C3%A1_%C3%ADslenskt_samf%C3%A9lag,_1600-1915","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q25591602","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q25591602","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2016-02-12T17:35:10Z","dateModified":"2019-03-01T04:08:49Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/a/a4/Dvergasteinseyri.jpg"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":112,"wgHostname":"mw1250"););

Popular posts from this blog

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Bunad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum