Skip to main content

1993 Efnisyfirlit Atburðir | Fædd | Dáin | Nóbelsverðlaunin | Leiðsagnarval

1993


rómverskum tölumgregoríska tímatalinu










1993


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search











Árþúsund:

2. árþúsundið

Aldir:

  • 19. öldin

  • 20. öldin

  • 21. öldin


Áratugir:

  • 1971–1980

  • 1981–1990

  • 1991–2000

  • 2001–2010

  • 2011–2020


Ár:

  • 1990

  • 1991

  • 1992

  • 1993

  • 1994

  • 1995

  • 1996

Árið 1993 (MCMXCIII í rómverskum tölum) var 93. ár 20. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.




Efnisyfirlit





  • 1 Atburðir

    • 1.1 Janúar


    • 1.2 Febrúar


    • 1.3 Mars


    • 1.4 Apríl


    • 1.5 Maí


    • 1.6 Júní


    • 1.7 Júlí


    • 1.8 Ágúst


    • 1.9 September


    • 1.10 Október


    • 1.11 Nóvember


    • 1.12 Desember


    • 1.13 Ódagsettir atburðir



  • 2 Fædd


  • 3 Dáin


  • 4 Nóbelsverðlaunin




Atburðir |



Janúar |




Bill Clinton sver eið að bandarísku stjórnarskránni.



  • 1. janúar - Tékkóslóvakía skiptist í tvö ríki, Tékkland og Slóvakíu.


  • 1. janúar - Evrópska fréttaþjónustan Euronews hóf starfsemi.


  • 1. janúar - Evrópska efnahagssvæðið tók gildi.


  • 2. janúar - Borgarastyrjöldin í Srí Lanka: Her Srí Lanka drap 35-100 almenna borgara við Jaffnalón í Jaffnaumdæmi.


  • 3. janúar - Þriðja Star Trek-þáttaröðin, Star Trek: Deep Space Nine, hóf göngu sína.


  • 5. janúar - Olíuflutningaskipið Braer strandaði við Hjaltlandseyjar.


  • 6. janúar - Bombeyuppþotin hófust í Mumbai á Indlandi vegna niðurrifs Babri Masjid.


  • 8. janúar - Braer-stormurinn gekk yfir Norður-Atlantshaf. Olíuflutningaskipið Braer brotnaði í tvennt og yfir 80.000 tonn af olíu láku út í sjó.


  • 11. janúar - 910-920 millibara lægð gekk norður með Austurlandi. Þetta var dýpsta lægð sem vitað var um yfir Norður-Atlantshafi.


  • 11. janúar - Barentsráðið var stofnað með Kirkenes-yfirlýsingunni.


  • 12. janúar - Aðild Íslands að Evrópska Efnahagssvæðinu, EES, var samþykkt á Alþingi eftir 100 klukkustunda umræður.


  • 13. janúar - Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði (EES) var staðfestur á Alþingi.


  • 14. janúar - Pólska ferjan MS Jan Heweliusz sökk við eyjuna Rügen í Eystrasalti. 54 fórust.


  • 14. janúar - Forsætisráðherra Danmerkur Poul Schlüter sagði af sér í kjölfar Tamílamálsins.


  • 15. janúar - Mafíuforinginn Salvatore Riina var handtekinn í Palermó á Sikiley.


  • 16. janúar - Pietro Pacciani var handtekinn, grunaður um að vera skrímslið í Flórens.


  • 19. janúar - Samningur um efnavopn var undirritaður.


  • 20. janúar - Bill Clinton tók við af George H. W. Bush sem forseti Bandaríkjanna.


  • 25. janúar - Sósíaldemókratinn Poul Nyrup Rasmussen varð forsætisráðherra Danmerkur.


  • 26. janúar - Václav Havel var kosinn fyrsti forseti Tékklands.


Febrúar |




Skemmdir í bílakjallara World Trade Center.



  • 1. febrúar - Evrópusambandið hóf aðildarviðræður við Svíþjóð, Finnland og Austurríki.


  • 4. febrúar - Rosemarie Köhn varð fyrsti kvenkyns biskup Noregs.


  • 5. febrúar - Belgía varð sambandsríki.


  • 10. febrúar - Mani pulite: Claudio Martelli sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar hneykslismála.


  • 11. febrúar - Janet Reno var skipuð ríkissaksóknari Bandaríkjanna.


  • 12. febrúar - Tveggja ára dreng, James Bulger, var rænt úr verslunarmiðstöð af tveimur 10 ára drengjum sem síðar pyntuðu hann og myrtu.


  • 17. febrúar - 1215 af 1500 farþegum fórust þegar ferja sökk við Haítí.


  • 18. febrúar - Marita Petersen varð fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Færeyja.


  • 21. febrúar - Ítalski blaðamaðurinn Achille Lollo var handtekinn í Rio de Janeiro vegna þátttöku sinnar í eldsvoðanum í Primavalle.


  • 22. febrúar - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um stofnun alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls vegna átakanna í fyrrum Júgóslavíu.


  • 26. febrúar - Bílasprengja sprakk undir World Trade Center í New York-borg.


  • 27. febrúar - Gamanþátturinn Limbó í leikstjórn Óskars Jónassonar var frumsýndur á RÚV.


  • 28. febrúar - Bandarísk yfirvöld réðust inn á búgarð í Waco, Texas til að handtaka David Koresh. Fjórir opinberir starfsmenn og sex fylgismenn Koresh dóu í átökunum sem fylgdu. 51 dags langt umsátur um búgarðinn hófst.


Mars |




Intel Pentium-örgjörvinn.



  • 1. mars - Samkeppnisstofnun tók til starfa og tók við hlutverki Verðlagsstofnunar.


  • 2. mars - Nick Leeson var handtekinn fyrir sinn þátt í því ad kollsetja Barings-bankann.


  • 3. mars - Stofnfundur Flatar, samtaka stærðfræðikennara á Íslandi, var haldinn.


  • 4. mars - Ökumaður bílsins sem sprakk undir World Trade Center, Mohammed A. Salameh, var handtekinn af Bandarísku alríkislögreglunni.


  • 5. mars - Bylgjan og Stöð 2 söfnuðu um 55 milljónum króna í landssöfnun til styrktar krabbameinssjúkum börnum.


  • 5. mars - Palair flug 305 til Zürich hrapaði skömmu eftir flugtak í Skopje með þeim afleiðingum að 83 af 97 farþegum fórust.


  • 12. mars - 257 létust í sprengjuárásum í Mumbai á Indlandi.


  • 12. mars - Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að landið drægi sig út úr Samningnum um að dreifa ekki kjarnavopnum.


  • 17. mars - Verkamannaflokkur Kúrdistan tilkynnti einhliða vopnahlé í Írak.


  • 20. mars - Tvö börn létust þegar sprengja Írska lýðveldishersins sprakk í Warrington í Bretlandi.


  • 22. mars - Intel setti fyrsta Pentium-örgjörvann á markað.


  • 27. mars - Jiang Zemin tók við sem forseti Kína.


  • 29. mars - Édouard Balladur varð forsætisráðherra Frakklands.


Apríl |




Eldsvoðinn í Waco, Texas.



  • Apríl - Viðskiptabanni á Suður-Afríku var aflétt á Íslandi.


  • Apríl - Íslenska hljómsveitin Maus var stofnuð.


  • 6. apríl - Kjarnorkuslys varð þegar tankur sprakk í Tomsk-7 endurvinnslustöðinni í Seversk í Rússlandi.


  • 10. apríl - Suðurafríski baráttumaðurinn Chris Hani var myrtur.


  • 11. apríl - Hjallakirkja var vígð í Kópavogi.


  • 16. apríl - Srebrenica í Bosníu var lýst „öryggissvæði Sameinuðu þjóðanna“.


  • 16. apríl - Ahmići-blóðbaðið átti sér stað þegar yfir hundrað Bosníumúslima voru myrtir af Bosníukróötum í Lašva-dal.


  • 19. apríl - Umsátrinu í Waco, Texas, lauk þegar eldur braust út og David Koresh lést ásamt 75 fylgismönnum.


  • 21. apríl - Hæstiréttur í La Paz dæmdi Luis Garcia Meza, fyrrum einræðisherra Bólivíu, í 30 ára fangelsi fyrir morð, þjófnað, svik og stjórnarskrárbrot.


  • 23. apríl - Stærstur hluti bátasafns Þjóðminjasafns Íslands brann í skemmu við Vesturvör í Kópavogi.


  • 23. apríl - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að berklar væru orðnir að heimsvá.


  • 23. apríl - Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Erítreu samþykkti sjálfstæði frá Eþíópíu í þjóðaratkvæðagreiðslu.


  • 24. apríl - Einn lést þegar stór bílasprengja á vegum IRA sprakk í Bishopsgate í London.


  • 27. apríl - Allir liðsmenn karlalandsliðs Sambíu í knattspyrnu fórust þegar flugvél þeirra hrapaði við Libreville í Gabon á leið til Dakar.


  • 28. apríl - Alþingi Íslands samþykkti aukaaðild landsins að Vestur-Evrópusambandinu.


  • 28. apríl - Carlo Azeglio Ciampi varð fyrsti forsætisráðherra Ítalíu sem ekki átti sæti á þingi.


  • 30. apríl - Alþingi samþykkti fyrstu stjórnsýslulög á Íslandi þar sem kveðið var á um meginreglur opinberrar stjórnsýslu. Meðal þess sem var lögfest voru jafnræðisreglan og andmælaréttur við meðferð opinberra mála.


  • 30. apríl - Tennisstjarnan Monica Seles var stungin í bakið af aðdáanda Steffi Graf í keppni í Hamborg.


  • 30. apríl - Hópur fólks mótmælti fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Bettino Craxi, með því að henda í hann smápeningum þegar hann kom út af hóteli í Róm.


  • 30. apríl - CERN lýsti því yfir að Veraldarvefurinn skyldi vera aðgengilegur öllum án endurgjalds.


Maí |




Hús tyrknesku fjölskyldunnar í Solingen.



  • 1. maí - Ranasinghe Premadasa, forseti Srí Lanka, var myrtur af sjálfsmorðssprengjumanni úr röðum Tamíltígra.


  • 2. maí - Fyrsti þátturinn í íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Þjóð í hlekkjum hugarfarsins var sýndur á RÚV.


  • 4. maí - UNOSOM II tók við friðargæslu í Sómalíu af UNITAF.


  • 9. maí - Juan Carlos Wasmosy varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Paragvæ í 40 ár.


  • 10. maí - Eldur kom upp í Kader-leikfangaverksmiðjunni skammt utan við Bangkok í Taílandi. 188 starfsmenn, mestmegnis ungar konur, létu lífið og a.m.k. 500 særðust.


  • 15. maí - Niamh Kavanagh sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Írland með laginu „In Your Eyes“. Framlag Íslands var lagið „Þá veistu svarið“.


  • 16. maí - Fyrstu kosningar til Samaþingsins í Svíþjóð fóru fram.


  • 18. maí - Danir samþykktu Edinborgarsamþykktina og þar með Maastricht-sáttmálann með fjórum fyrirvörum.


  • 22. maí - Fyrsta tölublað samíska dagblaðsins Min Áigi kom út í Karasjok í Noregi.


  • 24. maí - Erítrea hlaut fullt sjálfstæði frá Eþíópíu.


  • 25. maí - Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu tók til starfa í Haag.


  • 27. maí - Fimm létust og þrjú málverk eyðilögðust þegar sprengja á vegum mafíunnar sprakk við Uffizi-safnið í Flórens.


  • 28. maí - Kvikmyndin Super Mario Bros. var frumsýnd.


  • 29. maí - Fimm létust og 14 slösuðust þegar nýnasistar lögðu eld að húsi fjölskyldu af tyrkneskum uppruna í Solingen í Þýskalandi.


Júní |




Steinboginn yfir Ófærufossi 1984.



  • 1. júní - Fjölmenn mótmæli gegn stjórn Slobodan Milošević hófust í Belgrad. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Vuk Drašković var handtekinn.


  • 1. júní - Forseti Gvatemala, Jorge Serrano Elías, neyddist til að flýja land eftir misheppnaða valdaránstilraun.


  • 5. júní - 24 pakistanskir hermenn úr friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu voru drepnir í Mógadisjú.


  • 6. júní - Mongólía hélt sínar fyrstu beinu forsetakosningar.


  • 6. júní - Gonzalo Sánchez de Lozada varð forseti Bólivíu.


  • 9. júní - Bandaríska kvikmyndin Júragarðurinn var frumsýnd.


  • 10. júní - Steinboginn yfir Ófærufoss í Eldgjá, sem lengi hefur gert garðinn frægan, var fallinn þegar ferðamannahópur kom að honum. Allt virtist í lagi með hann tveimur vikum áður.


  • 14. júní - Breyting á ríkisstjórn Íslands: Jóni Sigurðssyni og Eiði Guðnasyni var veitt lausn frá ráðherraembættum sínum og í stað þeirra tóku við Guðmundur Árni Stefánsson og Össur Skarphéðinsson, einnig var Sighvatur Björgvinsson fluttur til í embætti.


  • 15. júní - Mikligarður, verslunarmiðstöð við Holtagarða, varð gjaldþrota.


  • 22. júní - Nýi flokkurinn Sakigake klauf sig frá Frjálslyndum demókrötum í Japan.


  • 23. júní - Lorena Bobbitt skar liminn af eiginmanni sínum, John Wayne Bobbitt, í Manassas í Virginíu.


  • 23. júní - Ólympíusafnið var opnað í Lausanne í Sviss.


  • 24. júní - Tölvunarfræðingurinn David Gelernter særðist þegar sprengja frá Unabomber sprakk í Yale-háskóla.


  • 24. júní - Breski stærðfræðingurinn Andrew Wiles kynnti lausn sína á síðustu setningu Fermats.


  • 25. júní - Kim Campbell varð fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Kanada.


  • 27. júní - Bill Clinton fyrirskipaði eldflaugaárásir á Írak í hefndarskyni fyrir tilraun írösku leyniþjónustunnar til að drepa George H. W. Bush í Kúveit í apríl.


  • 27. júní - Lögreglumenn úr GSG 9 handtóku Birgit Hogefeld og drápu Wolfgang Grams úr Rote Armee Fraktion.


  • 30. júní - Heydər Əliyev varð forseti Aserbaídjan eftir valdarán.


Júlí |




Miguel Indurain í Tour de France 1993.



  • 1. júlí - Louise Sylwander varð fyrsti umborðsmaður barna í Svíþjóð.


  • 2. júlí - 37 létust þegar múgur heittrúaðra múslima lögðu eld að hóteli þar sem þýðandi Söngva Satans, Aziz Nesin, dvaldi í Sivas í Tyrklandi.


  • 2. júlí - 266 fórust þegar fljótandi kapella í Bulacan á Filippseyjum sökk.


  • 10. júlí - Yfir 2000 fórust þegar mikil monsúnregn gengu yfir Bangladess, Nepal og Indland.


  • 11. júlí - Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Debut, fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans er hún kom út, en Björk varð með þessu fyrst íslenskra listamanna til að komast inn á topp tíu.


  • 11. júlí - Hersveitir Bosníuserba undir stjórn Ratko Mladić, hertóku Srebrenica. Fall Srebrenica var notað til að réttlæta hernaðaríhlutun í Bosníu.


  • 12. júlí - Jarðskjálfti varð við japönsku eyjuna Hokkaidō og olli flóðbylgju sem reið yfir eyjuna Okushiri þar sem yfir 200 fórust.


  • 16. júlí - Fyrsta útgáfa Linuxútgáfunnar Slackware kom út.


  • 19. júlí - Bill Clinton kynnti stefnu sína varðandi samkynhneigða í Bandaríkjaher undir yfirskriftinni „ekki spyrja, ekki segja frá“.


  • 23. júlí - Blóðbaðið í Candelária: Lögregla drap átta götubörn í Rio de Janeiro.


  • 26. júlí - Miguel Indurain sigraði Tour de France-hjólreiðakeppnina.


  • 26. júlí - Stjórn Kristilega demókrataflokksins á Ítalíu ákvað að leysa flokkinn upp.


  • 27. júlí - Fyrsta útgáfa Windows NT kom út.


  • 27. júlí - Blóðbaðið í Via Palestro: 5 létust og 12 slösuðust þegar bílasprengja á vegum sikileysku mafíunnar sprakk í Róm.


  • 30. júlí - Bæjarhátíðin Neistaflug var haldin í fyrsta sinn á Neskaupstað.


Ágúst |




Tel Dan-taflan.



  • 4. ágúst - Alríkisdómari dæmdi tvo lögreglumenn frá Los Angeles í 30 mánaða fangelsi fyrir ad brjóta á réttindum Rodney King.


  • 5. ágúst - Sagt var frá fundi Tel Dan-töflunnar sem var fyrsta efnislega vísbendingin um ætt Davíðs.


  • 8. ágúst - Veikur sjómaður var sóttur um borð í franskt rannsóknarskip norðaustur af Íslandi og fóru þyrlur og Herkúlesflugvél frá varnarliðinu þennan 1100 mílna leiðangur, sem er lengsti björgunarleiðangur, sem farinn hefur verið frá Íslandi.


  • 9. ágúst - Albert 2. Belgíukonungur tók við embætti.


  • 12. ágúst - Fyrsti íslenski togarinn hélt til veiða á alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi, svokallaðri Smugu.


  • 13. ágúst - Yfir 130 létust þegar hótel hrundi í Nakhon Ratchasima í Taílandi.


  • 16. ágúst - Linuxútgáfan Debian kom út í fyrsta sinn.


  • 17. ágúst - Almenningi var í fyrsta sinn hleypt inn í Buckingham-höll í London.


  • 18. ágúst - Kapellbrücke, viðarbrú frá 14. öld í Luzern í Sviss, eyðilagðist í eldi.


  • 19. ágúst - Veiðar íslenskra togara hófust í Smugunni svonefndu, sem er hafsvæði á milli fiskveiðilögsagna Noregs og Rússlands. Áður höfðu Færeyingar veitt þar undir hentifána.


  • 19. ágúst - Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, kom í opinbera heimsókn til Íslands.


  • 20. ágúst - Oslóarsamkomulagið var undirritað milli PLO og Ísraels.


  • 21. ágúst - NASA missti sambandið við könnunarfarið Mars Observer þremur dögum áður en það átti að fara á braut um Mars.


  • 22. ágúst - Kristján Helgason varð heimsmeistari í snóker í flokki 21 árs og yngri á móti, sem haldið var í Reykjavík. Hann var þá aðeins nítján ára gamall.


  • 28. ágúst - Ong Teng Cheong varð fyrsti forseti Singapúr sem kosinn var í almennum kosningum.


  • 28. ágúst - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Mighty Morphin Power Rangers hóf göngu sína á Fox Kids.


  • 29. ágúst - Listasafnið á Akureyri tók til starfa.


  • 30. ágúst - Late Show með David Letterman hóf göngu sína á CBS.


September |




Undirritun Oslóarsamkomulagsins.



  • 8. september - PLO viðurkenndi Ísrael.


  • 9. september - Ísrael viðurkenndi PLO sem fulltrúa palestínumanna.


  • 13. september - Oslóarsamkomulagið var formlega undirritað í Washington D.C. af Yasser Arafat og Yitzhak Rabin.


  • 15. september - Kaþólski presturinn Pino Puglisi var myrtur í Palermó vegna baráttu sinnar gegn sikileysku mafíunni.


  • 16. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Frasier hóf göngu sína á NBC.


  • 22. september - 47 létust þegar járnbrautarbrú hrundi undan Amtraklest í Alabama.


  • 23. september - Nýr flugvöllur var tekinn í notkun á Egilsstöðum. Flugbrautin er 2000 metra löng og kostaði völlurinn 790 milljónir króna.


  • 24. september - Samtök iðnaðarins voru stofnuð í Reykjavík og tóku þau við af sex félögum í iðnaði.


  • 26. september - Fyrstu Biosphere 2-tilrauninni lauk.


  • 26. september - Fyrsta portúgalska gervihnettinum, PoSAT-1, var komið á braut um jörðu.


  • 27. september - Blóðbaðið í Sukumi hófst þegar borgin féll í hendur abkasískra aðskilnaðarsinna.


  • 30. september - Nær 10.000 manns fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Maharashtra á Indlandi.


Október |




Black Hawk-þyrla yfir Mógadisjú 3. október.



  • 3. október - Orrustan um Mógadisjú (1993): Þúsund Sómalir og 18 bandarískir hermenn létust þegar Bandaríkjamenn reyndu að handsama tvo foringja stríðsherranns Mohamed Farrah Aidid.


  • 4. október - Stjórnarskrárkreppan í Rússlandi náði hámarki þegar rússneskir hermenn rýmdu Hvíta húsið í Moskvu með valdi.


  • 11. október - Norski útgefandinn William Nygaard yngri var skotinn fyrir utan heimili sitt.


  • 20. október - 292 fórust þegar suðurkóresku ferjunni Seohae hvolfdi við eyjuna Pusan.


  • 21. október - Borgarastyrjöldin í Búrúndí hófst þegar Melchior Ndadaye var myrtur.


  • 23. október - Tíu létust, þar af tvö börn, í Shankill Road-sprengingunni sem IRA stóð fyrir í Belfast.


  • 29. október - Íslenska kvikmyndin Hin helgu vé var frumsýnd.


  • 30. október - Greysteel-blóðbaðið: Þrír meðlimir Ulster Defence Association skutu á fólk á bar í Greysteel á Norður-Írlandi. 8 létust og 13 særðust.


Nóvember |




Bill Clinton undirritar fríverslunarsamning Norður-Ameríku.



  • Nóvember - Útvarpsstöðin X-ið hóf útsendingar.


  • 1. nóvember - Maastrichtsáttmálinn tók gildi og þar með varð Evrópusambandið formlega til.


  • 2. nóvember - Rudy Giuliani var kjörinn borgarstjóri New York-borgar.


  • 5. nóvember - Fjöldi fólks beið án árangurs eftir því að geimverur myndu lenda við Snæfellsjökul klukkan 21:07, en þeim þóknaðist ekki að láta sjá sig.


  • 8. nóvember - Þjófar gerðu gat í þak Moderna museet í Stokkhólmi og stálu verkum eftir Pablo Picasso og Braque að andvirði 500 milljóna sænskra króna.


  • 9. nóvember - Bosníukróatar eyðilögðu gömlu brúna í Mostar, Stari Most, með skothríð úr skriðdrekum.


  • 11. nóvember - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Hundruð srílanskra hermanna létust í orrustunni um Pooneryn.


  • 12. nóvember - Lundúnasamningur um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það gerði losun kjarnorkuúrgangs í sjó ólöglega.


  • 15. nóvember - Í Kasakstan var nýr gjaldmiðill, tenga, tekinn upp í staðinn fyrir rúblur.


  • 16. nóvember - Gvæjana var 60. ríkið sem undirritaði hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Þar með voru öll skilyrði fyrir staðfestingu hans uppfyllt.


  • 17.-22. nóvember - Fríverslunarsamningur Norður-Ameríku var samþykktur af þingum Kanda, Bandaríkjanna og Mexíkó.


  • 18. nóvember - Írska drengjahljómsveitin Boyzone var stofnuð.


  • 18. nóvember - Fyrsti leiðtogafundurinn í Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna fór fram í Seattle.


  • 20. nóvember - Greidd voru atkvæði um sameiningu sveitarfélaga á Íslandi. Tillögur voru um fækkun þeirra úr 196 í 43. Af 32 tillögum var aðeins ein samþykkt.


  • 21. nóvember - Endurvarp hófst frá nokkrum erlendum sjónvarpsstöðvum í samvinnu við Stöð 2 undir heitinu Fjölvarp.


  • 24. nóvember - Tveir ellefu ára drengir voru dæmdir fyrir morðið á hinum tveggja ára gamla James Bulger í Liverpool í Bretlandi.


  • 25. nóvember - Messósópransöngkonan Teresa Berganza kom fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói.


  • 26. nóvember - Skilaboðaskjóðan, leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu og var í gagnrýni Morgunblaðsins nefnd „fullkomið listaverk“.


Desember |




Geimfarar vinna við Hubble-geimsjónaukann.



  • 2. desember - Pablo Escobar var skotinn til bana í Medellin.


  • 2. desember - Pehr G. Gyllenhammar, framkvæmdastjóri Volvo, sagði af sér eftir að hluthafar höfnuðu sameiningu við Renault.


  • 2. desember - STS-61: Sjö geimfarar fóru á geimskutlunni Endeavor til að gera við Hubble-sjónaukann.


  • 6. desember - Debetkort voru tekin í notkun á Íslandi.


  • 10. desember - Tölvuleikurinn Doom kom á markað.


  • 10. desember - Drammens Teater í Drammen í Noregi eyðilagðist í bruna.


  • 11. desember - Ýmsir munir úr geimferðaáætlun Sovétríkjanna voru seldir á uppboði hjá Sotheby's í New York.


  • 11. desember - Eduardo Frei Ruiz-Tagle var kjörinn forseti Chile.


  • 12. desember - Ný stjórnarskrá Rússlands var samþykkt af rússneska þinginu.


  • 12. desember - Frjálslyndi demókrataflokkurinn undir formennsku Vladimírs Sírinovskíjs fékk mest fylgi allra flokka í þingkosningum í Rússlandi.


  • 15. desember - Bandaríska kvikmyndin Listi Schindlers var frumsýnd.


  • 23. desember - Stærsti vinningur í sögu Lottósins fram að því var greiddur út til sjö manna fjölskyldu á Seltjarnarnesi og var fjárhæðin 61,9 milljónir króna.


  • 29. desember - Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni tók gildi.


  • 30. desember - Vatíkanið og Ísrael tóku upp stjórnmálasamband.


Ódagsettir atburðir |


  • Forritunarmálið Brainfuck leit dagsins ljós.

  • Forritunarmálið Lua var búið til.

  • Gosverksmiðjan Gosan (áður gosdrykkjaversmiðja Sanitas) var seld til Rússlands. Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteinsson héldu þangað til að aðstoða við uppsetningu hennar.

  • Lokið var við byggingu skýjakljúfsins Westend Tower í Frankfurt.

  • Leifar skála frá landnámsöld fundust við fornleifauppgröft í Aðalstræti í Reykjavík.

  • Íslenska hljómsveitin Vinir vors og blóma var stofnuð.


  • Barentsráðið var stofnað.

  • Íslenska hljómsveitin Hljómsveitin XIII var stofnuð.

  • Finnska hljómsveitin Children of Bodom var stofnuð.


  • PDF-skráarsniðið var búið til.

  • Ítalska hljómsveitin Scisma var stofnuð.


  • ISNET93-viðmiðunarkerfið var tekið upp af Landmælingum Íslands.

  • Íslenska hljómsveitin 200.000 naglbítar var stofnuð.


Fædd |



  • 12. febrúar - Ingólfur Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.


  • 28. febrúar - Emmelie de Forest, dönsk söngkona.



María Ólafsdóttir



  • 21. mars - María Ólafsdóttir, íslensk söngkona.


  • 10. maí - Spencer Fox, bandarískur leikari.


  • 13. maí - Romelu Lukaku, belgískur knattspyrnumaður.


  • 26. júlí - Taylor Momsen, bandarísk leikkona.


  • 27. júlí - Jordan Spieth, bandarískur golfari.


  • 23. ágúst - Geir Guðmundsson, íslenskur handknattleiksmaður.


  • 26. ágúst - Keke Palmer, bandarísk söngkona.


  • 29. október - Michael Kittrell, bandarískur leikari.


Dáin |



  • 6. janúar - Dizzy Gillespie, bandarískur jazztrompetleikari (f. 1917).


  • 16. janúar - Jón Páll Sigmarsson, íslenskur aflraunamaður (f. 1960).


  • 20. janúar - Audrey Hepburn, bresk leikkona (f. 1929).


  • 22. janúar - Óskar Bertels Magnússon, íslenskur listamaður (f. 1915).


  • 22. janúar - Kōbō Abe, japanskt skáld (f. 1924).


  • 3. febrúar - Einar Olgeirsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1902).


  • 7. febrúar - Nic Broca, belgískur teiknari (f. 1932).


  • 20. febrúar - Ferruccio Lamborghini, ítalskur bílaframleiðandi (f. 1916).


  • 24. febrúar - Bobby Moore, enskur knattspyrnumaður (f. 1941).


  • 27. febrúar - Lillian Gish, bandarísk leikkona (f. 1893).


  • 30. mars - Richard Diebenkorn, bandarískur myndlistarmaður (f. 1922).


  • 31. mars - Brandon Lee, bandarískur leikari (f. 1965).



William Golding



  • 19. júní - William Golding, breskur rithöfundur (f. 1911).


  • 30. júlí - Tryggvi Emilsson, íslenskur rithöfundur (f. 1902).


  • 31. júlí - Baldvin 1. Belgíukonungur (f. 1930).


  • 11. ágúst - Eysteinn Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1906).


  • 20. september - Erich Hartmann, þýskur flugmaður (f. 1922).


  • 31. október - Federico Fellini, ítalskur leikstjóri (f. 1920).


  • 31. október - River Phoenix, bandariskur leikari (f. 1970).


  • 1. nóvember - Severo Ochoa, spænskur og bandarískur lífefnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1905).


  • 6. nóvember - Joseph Serchuk, pólskur gyðingur (f. 1919).


  • 2. desember - Pablo Escobar, kólumbískur eiturlyfjabarón (f. 1949).


  • 4. desember - Frank Zappa, bandarískur tónlistarmaður (f. 1940).


  • 16. desember - Guðlaugur Pálsson, kaupmaður á Eyrarbakka, 97 ára.


  • 24. desember - Sveinbjörn Beinteinsson, íslenskt skáld og allsherjargoði (f. 1924).


  • 31. desember - Zviad Gamsakhurdia, forseti Georgíu (f. 1939).


Nóbelsverðlaunin |



  • Eðlisfræði - Russell A. Hulse, Joseph H. Taylor Jr.


  • Efnafræði - Kary Mullis, Michael Smith


  • Læknisfræði - Richard J. Roberts, Phillip A Sharp


  • Bókmenntir - Toni Morrison


  • Friðarverðlaun - Nelson Mandela, Frederik Willem de Klerk


  • Hagfræði - Robert Fogel, Douglas North



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=1993&oldid=1591444“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.240","walltime":"0.314","ppvisitednodes":"value":3523,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":4638,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1411,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 46.770 1 Snið:Ár_nav","100.00% 46.770 1 -total"," 89.67% 41.941 16 Snið:Dr"," 81.39% 38.064 16 Snið:Dr-make"," 35.86% 16.772 16 Snið:Drep"," 22.46% 10.506 16 Snið:Dr-logno"," 9.52% 4.454 16 Snið:Dr-yr"],"cachereport":"origin":"mw1251","timestamp":"20190319120025","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"1993","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/1993","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q2065","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q2065","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2004-06-02T18:35:42Z","dateModified":"2018-04-24T09:57:44Z","headline":"u00e1r"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":140,"wgHostname":"mw1321"););

Popular posts from this blog

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Slayer Innehåll Historia | Stil, komposition och lyrik | Bandets betydelse och framgångar | Sidoprojekt och samarbeten | Kontroverser | Medlemmar | Utmärkelser och nomineringar | Turnéer och festivaler | Diskografi | Referenser | Externa länkar | Navigeringsmenywww.slayer.net”Metal Massacre vol. 1””Metal Massacre vol. 3””Metal Massacre Volume III””Show No Mercy””Haunting the Chapel””Live Undead””Hell Awaits””Reign in Blood””Reign in Blood””Gold & Platinum – Reign in Blood””Golden Gods Awards Winners”originalet”Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Looks Back On 37-Year Career In New Video Series: Part Two””South of Heaven””Gold & Platinum – South of Heaven””Seasons in the Abyss””Gold & Platinum - Seasons in the Abyss””Divine Intervention””Divine Intervention - Release group by Slayer””Gold & Platinum - Divine Intervention””Live Intrusion””Undisputed Attitude””Abolish Government/Superficial Love””Release “Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer” by Various Artists””Diabolus in Musica””Soundtrack to the Apocalypse””God Hates Us All””Systematic - Relationships””War at the Warfield””Gold & Platinum - War at the Warfield””Soundtrack to the Apocalypse””Gold & Platinum - Still Reigning””Metallica, Slayer, Iron Mauden Among Winners At Metal Hammer Awards””Eternal Pyre””Eternal Pyre - Slayer release group””Eternal Pyre””Metal Storm Awards 2006””Kerrang! Hall Of Fame””Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Bullet-For My Valentine booed at Metal Hammer Golden Gods Awards””Unholy Aliance””The End Of Slayer?””Slayer: We Could Thrash Out Two More Albums If We're Fast Enough...””'The Unholy Alliance: Chapter III' UK Dates Added”originalet”Megadeth And Slayer To Co-Headline 'Canadian Carnage' Trek”originalet”World Painted Blood””Release “World Painted Blood” by Slayer””Metallica Heading To Cinemas””Slayer, Megadeth To Join Forces For 'European Carnage' Tour - Dec. 18, 2010”originalet”Slayer's Hanneman Contracts Acute Infection; Band To Bring In Guest Guitarist””Cannibal Corpse's Pat O'Brien Will Step In As Slayer's Guest Guitarist”originalet”Slayer’s Jeff Hanneman Dead at 49””Dave Lombardo Says He Made Only $67,000 In 2011 While Touring With Slayer””Slayer: We Do Not Agree With Dave Lombardo's Substance Or Timeline Of Events””Slayer Welcomes Drummer Paul Bostaph Back To The Fold””Slayer Hope to Unveil Never-Before-Heard Jeff Hanneman Material on Next Album””Slayer Debut New Song 'Implode' During Surprise Golden Gods Appearance””Release group Repentless by Slayer””Repentless - Slayer - Credits””Slayer””Metal Storm Awards 2015””Slayer - to release comic book "Repentless #1"””Slayer To Release 'Repentless' 6.66" Vinyl Box Set””BREAKING NEWS: Slayer Announce Farewell Tour””Slayer Recruit Lamb of God, Anthrax, Behemoth + Testament for Final Tour””Slayer lägger ner efter 37 år””Slayer Announces Second North American Leg Of 'Final' Tour””Final World Tour””Slayer Announces Final European Tour With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Tour Europe With Lamb of God, Anthrax And Obituary””Slayer To Play 'Last French Show Ever' At Next Year's Hellfst””Slayer's Final World Tour Will Extend Into 2019””Death Angel's Rob Cavestany On Slayer's 'Farewell' Tour: 'Some Of Us Could See This Coming'””Testament Has No Plans To Retire Anytime Soon, Says Chuck Billy””Anthrax's Scott Ian On Slayer's 'Farewell' Tour Plans: 'I Was Surprised And I Wasn't Surprised'””Slayer””Slayer's Morbid Schlock””Review/Rock; For Slayer, the Mania Is the Message””Slayer - Biography””Slayer - Reign In Blood”originalet”Dave Lombardo””An exclusive oral history of Slayer”originalet”Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Jeff Hanneman”originalet”Thinking Out Loud: Slayer's Kerry King on hair metal, Satan and being polite””Slayer Lyrics””Slayer - Biography””Most influential artists for extreme metal music””Slayer - Reign in Blood””Slayer guitarist Jeff Hanneman dies aged 49””Slatanic Slaughter: A Tribute to Slayer””Gateway to Hell: A Tribute to Slayer””Covered In Blood””Slayer: The Origins of Thrash in San Francisco, CA.””Why They Rule - #6 Slayer”originalet”Guitar World's 100 Greatest Heavy Metal Guitarists Of All Time”originalet”The fans have spoken: Slayer comes out on top in readers' polls”originalet”Tribute to Jeff Hanneman (1964-2013)””Lamb Of God Frontman: We Sound Like A Slayer Rip-Off””BEHEMOTH Frontman Pays Tribute To SLAYER's JEFF HANNEMAN””Slayer, Hatebreed Doing Double Duty On This Year's Ozzfest””System of a Down””Lacuna Coil’s Andrea Ferro Talks Influences, Skateboarding, Band Origins + More””Slayer - Reign in Blood””Into The Lungs of Hell””Slayer rules - en utställning om fans””Slayer and Their Fans Slashed Through a No-Holds-Barred Night at Gas Monkey””Home””Slayer””Gold & Platinum - The Big 4 Live from Sofia, Bulgaria””Exclusive! Interview With Slayer Guitarist Kerry King””2008-02-23: Wiltern, Los Angeles, CA, USA””Slayer's Kerry King To Perform With Megadeth Tonight! - Oct. 21, 2010”originalet”Dave Lombardo - Biography”Slayer Case DismissedArkiveradUltimate Classic Rock: Slayer guitarist Jeff Hanneman dead at 49.”Slayer: "We could never do any thing like Some Kind Of Monster..."””Cannibal Corpse'S Pat O'Brien Will Step In As Slayer'S Guest Guitarist | The Official Slayer Site”originalet”Slayer Wins 'Best Metal' Grammy Award””Slayer Guitarist Jeff Hanneman Dies””Kerrang! Awards 2006 Blog: Kerrang! Hall Of Fame””Kerrang! Awards 2013: Kerrang! Legend”originalet”Metallica, Slayer, Iron Maien Among Winners At Metal Hammer Awards””Metal Hammer Golden Gods Awards””Bullet For My Valentine Booed At Metal Hammer Golden Gods Awards””Metal Storm Awards 2006””Metal Storm Awards 2015””Slayer's Concert History””Slayer - Relationships””Slayer - Releases”Slayers officiella webbplatsSlayer på MusicBrainzOfficiell webbplatsSlayerSlayerr1373445760000 0001 1540 47353068615-5086262726cb13906545x(data)6033143kn20030215029