Skip to main content

Hijab Kóraninn | Slæðan á 20.öldinni | Tilvísun | Leiðsagnarval

Hattar og höfuðfötÍslamskur fatnaður


arabískaÍslamÍslamÍslamÍranSádí-ArabíaMið-AusturlöndumÍslamÍslam










Hijab


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search




Konur með hijab.


Hijab (arabíska: حجاب‎ ḥijāb) er slæða sem notuð er af múslimskum konum þegar þær eru í návist einhvers karlkyns utan nánustu fjölskyldu þeirra, sem yfirleitt nær yfir höfuð og brjóst. Hugtakið getur vísað til þess þegar konur innan Íslam trúarinnar hylja höfuð, andlit eða líkama til þess að fullnægja kröfum um hógværð í Íslam. Hijab getur einnig vísað til einangrunar kvenna frá mönnum á almannafæri, til dæmis að vísa til „slæðan sem skilur mann eða heim frá Guði.“[1]



Kóraninn |


Hijab hefur verið hluti af Íslams frá upphafi. Hijab kemur fram í þremur versum í Kóraninum (33:52, 33:59–60 og 24:30–31). Í Kóraninum vísar hugtakið hijab til skilrúms eða fortjalds í bókstaflegri eða yfirfærðri merkingu. Almennt er talið að versið, þar sem það er notað í bókstaflegri merkingu, vísi til fortjaldsins sem skilur gesti í hús Múhameðs frá konu hans. Margir telja þess vegna að ákvæði Kóransins um slæðuna eigi sérstaklega við konur Múhameðs, en ekki konur almennt. Kóraninn er almennt skýr á hverjar reglurnar séu með klæðaburð kvenna, en þó fremur óskýr með hvaða reglur gilda um slæðuna.[2][3]



Vers 33:53 er kallað „hijab-versið“  og hljóðar svona í þýðingu Helga Hálfdanarsonar:


„Þér trúaðir, gangið ekki inn í hús Spámannsins til málsverðar án leyfis fyrr en á réttum tíma. En sé yður boðið, þá gangið inn og hverfið brott að máltíð lokinni, en sitjið ekki um kyrrt til þess að taka þátt í samræðum á heimilinu, því það myndi angra Spámanninn, og honum þætti miður að biðja yður að hverfa á braut. En Allah fyrirverður sig ekki fyrir sannleikann. Ef þér beiðist einhvers af konum Spámannsins, þá talið til þeirra bakvið tjald (hijab). Það er hreinlegast fyrir yður og fyrir þær. Ekki megið þér angra Sendiboða Allah, né heldur ganga að eiga konur hans á eftir honum; það væri gróft afbrot í augum Allah.“ [4]


Hvergi í þessu versi kemur fram skipun um að konur innan Íslam eigi alltaf að ganga um með hijab. Helsta áherslan í þessu versi er á friðhelgi heimilisins.



Slæðan á 20.öldinni |


Slæðan hefur verið áberandi deiluefni á 20. og 21. öldinni. Mikið er deilt um hvort hún eigi við í nútíma samfélagi og ef svo hvernig hún eigi við. Tilgangur og notkun slæðunnar er fjölbreytilegur eftir löndum og menningarheimum. Fjölbreytileikinn orsakast af mismunandi túkun trúnnar, menningu eða jafnvel tískubylgjum. Slæðan sem tískufyrirbæri kom ekki til fyrr en á 20.öldinni og er oft talað um „nýju slæðuna“. [5]


Í einungis tveimur löndum ber konum lagaleg skylda til að ganga um með slæðu, þ.e. Íran og Sádí-Arabía. Í þessum löndum starfar siðgæðislögregla sem sér til þess að þessum lögum sé fylgt. Í öðrum löndum hafa konur frjálst lagalegt val til að vera með eða án slæðunnar.[5]


Það er ekki einungis að finna slæðuna í Mið-Austurlöndum í dag. Með fólksflutningum, flóttafólki og almennt útbreiðslu Íslam verður slæðan töluvert sýnilegri um allan heim. Í löndum þar sem ekki er algengt að konur klæðist slæðum, eins og á Íslandi, verður tilgangur hennar allt annar en hann á að vera. Samkvæmt trúnni á slæðan að standa vörð um hógværð og hylja þig frá almenningi, en hér á landi vekur hún ef til vill meiri athygli heldur en minni. Konur hafa einnig verið að fagna slæðunni sem tákn um trúfrelsi, sérstaklega í löndum þar sem Íslam er umdeilt.[6]



Tilvísun |



  1. Glasse, Cyril, The New Encyclopedia of Islam, Altamira Press, 2001, bls. 179-180


  2. Aslan, Reza, No God but God, Random House, (2005), bls.65–66


  3. Magnús Þorkell Bernharðsson, Mið-Austurlönd. Fortíð, nútíð og framtíð. (Reykjavík 2018), bls. 162–163


  4. Magnús Þorkell Bernharðsson, Mið-Austurlönd. Fortíð, nútíð og framtíð. (Reykjavík 2018), bls.163


  5. 5,05,1 Magnús Þorkell Bernharðsson, Mið-Austurlönd. Fortíð, nútíð og framtíð. (Reykjavík 2018), bls.167


  6. Magnús Þorkell Bernharðsson, Mið-Austurlönd. Fortíð, nútíð og framtíð. (Reykjavík 2018), bls. 168–169



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Hijab&oldid=1626373“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.048","walltime":"0.058","ppvisitednodes":"value":96,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":0,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":2,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":2149,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 0.000 1 -total"],"cachereport":"origin":"mw1288","timestamp":"20190301010436","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":113,"wgHostname":"mw1249"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome