Skip to main content

2011 Efnisyfirlit Atburðir | Fædd | Dáin | Nóbelsverðlaunin | Leiðsagnarval

20112011-2020


rómverskum tölumgregoríska tímatalinu










2011


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search











Árþúsund:

3. árþúsundið

Aldir:

  • 20. öldin

  • 21. öldin

  • 22. öldin


Áratugir:

  • 1991–2000

  • 2001–2010

  • 2011–2020

  • 2021–2030

  • 2031–2040


Ár:

  • 2008

  • 2009

  • 2010

  • 2011

  • 2012

  • 2013

  • 2014

2011 (MMXI í rómverskum tölum) var í gregoríska tímatalinu almennt ár sem hófst á laugardegi.




Efnisyfirlit





  • 1 Atburðir

    • 1.1 Janúar


    • 1.2 Febrúar


    • 1.3 Mars


    • 1.4 Apríl


    • 1.5 Maí


    • 1.6 Júní


    • 1.7 Júlí


    • 1.8 Ágúst


    • 1.9 September


    • 1.10 Október


    • 1.11 Nóvember


    • 1.12 Desember



  • 2 Fædd


  • 3 Dáin


  • 4 Nóbelsverðlaunin




Atburðir |



Janúar |




Mótmælin í Egyptalandi 25. janúar.



  • 1. janúar - Eistland tók upp evruna.


  • 1. janúar - 21 lést í hryðjuverkaárás á kirkju í Alexandríu skömmu eftir miðnæturmessu.


  • 3. janúar - Jarðskjálfti upp á 7,1 stig skók borgina Temuco í Síle.


  • 4. janúar - Arabíska vorið: Götusalinn Mohamed Bouazizi lést eftir að hafa kveikt í sér til að mótmæla framferði stjórnvalda í Túnis.


  • 8. janúar - Skotárásin í Tucson: Ungur maður myrti sex og særði 13, þar á meðal þingkonuna Gabrielle Giffords, í skotárás við Safeway-verslun í Tucson, Arisóna.


  • 9. janúar - Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Suður-Súdan hófst.


  • 9. janúar - 77 fórust þegar Iran Air flug 277 hrapaði við borgina Orumiyeh.


  • 11. janúar - Flóð og aurskriður ollu yfir 800 dauðsföllum í Rio de Janeiro í Brasilíu.


  • 14. janúar - Arabíska vorið: Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis til 23 ára, hrökklaðist frá völdum eftir mánaðarlöng mótmæli í landinu.


  • 19. janúar - Jarðskjálfti upp á 7,4 stig skók Suðvestur-Pakistan.


  • 23. janúar - Þúsundir mótmæltu vegna stjórnarkreppunnar í Belgíu.


  • 24. janúar - Að minnsta kosti 37 manns létu lífið í sjálfsmorðsárás á Domodedovo-flugvellinum í Moskvu.


  • 25. janúar - Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til stjórnlagaþings á Íslandi 2010 vegna galla á framkvæmd þeirra.


  • 25. janúar - Arabíska vorið: Mótmæli gegn Hosni Mubarak hófust í Egyptalandi.


  • 28. janúar - Arabíska vorið: Stjórn Egyptalands lokaði fyrir sendingar smáskilaboða og aðgang að Interneti um allt land.


  • 30. janúar - Kraftlyftingafélag Garðabæjar - Heiðrún var stofnað.


Febrúar |




Mótmæli gegn stjórn Gaddafis í Benghazi 25. febrúar.



  • 3. febrúar - ICANN tók síðasta IP-talnabálkinn í notkun.


  • 6. febrúar - World Social Forum hófst í Dakar.


  • 6. febrúar - Amagerbanken í Danmörku varð gjaldþrota.


  • 11. febrúar - Arabíska vorið: Hosni Mubarak, forseti Egyptalands til 20 ára, hrökklaðist frá völdum eftir margra daga fjölmenn mótmæli.


  • 15. febrúar - Fyrsta borgarastyrjöldin í Líbýu hófst.


  • 15. febrúar - Nokkrir létust í mótmælum gegn konungsfjölskyldunni í Barein.


  • 16. febrúar - Flutningaskipið Goðafoss strandaði í Ytre Hvaler-þjóðgarðinum skammt undan Fredrikstad við Noregsstrendur.


  • 18. febrúar - Bókabúðin Mál og menning tilkynnti um gjaldþrot eftir margra ára rekstur við Laugaveg.


  • 20. febrúar - Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands synjaði lögum um Icesavesamning við Bretland og Holland staðfestingar öðru sinni.


  • 22. febrúar - Tugir manna létust eftir að jarðskjálfti í Christchurch í Nýja-Sjálandi upp á 6,3 á Richter olli miklum skemmdum.


  • 22. febrúar - Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um 20% vegna óvissuástands í Líbýu.


  • 24. febrúar - Muammar Gaddafi skipaði hernum að skjóta á mótmælendur. 6.000 létust í Trípólí einni.


  • 24. febrúar - Geimskutlan Discovery hélt af stað í sína hinstu geimferð.


  • 27. febrúar - Líbíska þjóðarráðið var stofnað í Benghazi. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu einróma viðskiptaþvinganir gegn Líbýu.


Mars |




Loftmynd frá Sendai-héraði í Japan eftir flóðbylgjuna.



  • 11. mars - Hamfarirnar í Japan 2011: Jarðskjálfti upp á 9,1 stig skók norðausturströnd Japans og olli gífurlegri flóðbylgju í kjölfarið. Að minnsta kosti 15.641 manns fórust. Kjarnorkuverið í Fukushima eyðilagðist og olli nokkurri geislamengun.


  • 15. mars - Konungur Barein, Hamad bin Isa Al Khalifa, lýsti yfir neyðarástandi. Hersveitir Persaflóasambandsins voru sendar stjórn hans til aðstoðar.


  • 15. mars - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst: Mótmælaalda breiddist út um Sýrland. Mótmælendur kröfðust lýðræðisumbóta og afsagnar Bashar al-Assad. Stjórnin brást hart við og skaut hundruð mótmælenda.


  • 17. mars - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir flugbanni yfir Líbýu í kjölfar blóðugra árása Líbýustjórnar á mótmælendur og almenna borgara.


  • 18. mars - Rótarlénið .xxx var formlega tekið í notkun af ICANN.


  • 19. mars - Nokkur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hófu loftárásir á Líbýu.


  • 21. mars - Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sögðu sig úr þingflokki Vinstri grænna.


  • 27. mars - Rúmenía og Búlgaría gerðust aðilar að Schengen-samstarfinu.


  • 31. mars - Mayotte varð frönsk handanhafssýsla og þar með hluti af Frakklandi.


  • 31. mars - Hersveitir Alassane Ouattara héldu inn í höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar til að setja forsetann, Laurent Gbagbo, af eftir að hann hafði neitað að viðurkenna tap í forsetakosningum árið áður.


Apríl |




Bílflak eftir skýstrokkakastið í Bandaríkjunum.



  • 9. apríl - Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um Icesave-samkomulag ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga og var því hafnað með 59,7% atkvæða á móti 40,1% sem vildu samþykkja það.


  • 11. apríl - Fyrrum forseti Fílabeinsstrandarinnar, Laurent Gbagbo, var handtekinn í forsetahöllinni af sveitum Alassane Ouattara með fulltingi franska hersins.


  • 12. apríl - Gyrðir Elíasson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir smásagnasafnið Milli trjánna.


  • 16. apríl - Árleg ráðstefna BRICS-landanna fór fram í Sanya í Kína. Suður-Afríka tók þátt í fyrsta sinn.


  • 19. apríl - Goodluck Jonathan var kjörinn forseti Nígeríu.


  • 25. apríl - Skýstrokkakastið 2011 hófst í Bandaríkjunum. 362 skýstrokkar mynduðust, 324 fórust og 2.200 særðust.


  • 27. apríl - Landamæradeilur Taílands og Kambódíu: til skotbardaga kom við kmerahofið Prasat Ta Muen Thom.


  • 28. apríl - Sprengjutilræðið í Marrakess 2011: Sprengja sprakk á kaffihúsi í Marrakess í Marokkó með þeim afleiðingum að 17 létust.


  • 29. apríl - Konunglegt brúðkaup var haldið í Lundúnum þegar Vilhjálmur Bretaprins gekk að eiga Catherine Elizabeth Middleton. Talið er að 2 milljarðar manna hafi fylgst með brúðkaupinu í sjónvarpi.


Maí |




Öskufall eftir Grímsvatnagosið.



  • 1. maí - Jóhannes Páll 2. páfi var lýstur sæll af kaþólsku kirkjunni.


  • 2. maí - Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída, var ráðinn af dögum í árás Bandaríkjahers á felustað hans í Abbottobad í Pakistan.


  • 4. maí - Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík.


  • 8. maí - 12 létust og 230 særðust í harkalegum átökum milli kristinna og múslima í Egyptalandi.


  • 14. maí - Dúettinn Ell & Nikki sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2011 fyrir Aserbaísjan með laginu „Running Scared“.


  • 15. maí - Víðtæk mótmæli gegn stjórnmálakerfinu hófust á Spáni.


  • 15. maí - Yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, var handtekinn í New York-borg vegna ásakana um kynferðisbrot.


  • 16. maí - Geimskutlan Endeavour hélt af stað í sína hinstu geimferð.


  • 16. maí - Evrópusambandið samþykkti 78 milljarða evra björgunarpakka handa Portúgal.


  • 17. maí - Elísabet 2. Bretadrottning fór í opinbera heimsókn til Írlands, fyrst breskra þjóðhöfðingja í 100 ár.


  • 18. maí - Kvikmynd Lars von Trier, Melancholia, vann gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes.


  • 19. maí - Lars von Trier var vísað frá kvikmyndahátíðinni í Cannes vegna ummæla hans um Adolf Hitler og gyðinga.


  • 19. maí - Dominique Strauss-Kahn sagði af sér sem yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.


  • 21. maí - Eldgos hófst í Grímsvötnum og stóð yfir í 7 daga.


  • 22. maí - 158 fórust þegar Joplin-skýstrokkurinn gekk yfir Missouri í Bandaríkjunum.


  • 25. maí - Geimferðastofnun Bandaríkjanna hætti að reyna að ná sambandi við Marsbílinn Spirit og lýsti því yfir að verkefninu væri lokið.


  • 26. maí - Ratko Mladić, fyrrverandi herforingi Bosníu-Serba var handtekinn eftir að hafa verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni í tæp 15 ár.


  • 28. maí - Skilnaðir urðu löglegir á Möltu.


Júní |




Úr hægvarpsþættinum Hurtigruten minutt for minutt.



  • 3. júní - Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, særðist í sprengjuárás sem gerð var á mosku í forsetahöllinni.


  • 4. júní - Eldfjallið Puyehue-Cordón Caulle í Chile gaus og olli truflunum á flugumferð við Nýja-Sjáland.


  • 12. júní - Sýrlenska borgarastyrjöldin: Þúsundir flúðu til Tyrklands þegar Sýrlandsher settist um borgina Jisr ash-Shugur.


  • 13. júní - Tveir stórir jarðskjálftar, sá fyrri upp á 5,7 stig og sá seinni upp á 6,3 stig, urðu í Christchurch á Nýja Sjálandi.


  • 13. júní - Ítalir höfnuðu byggingu nýrra kjarnorkuvera í þjóðaratkvæðagreiðslu.


  • 16. júní - Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti Alþjóðasáttmála um heimilishjálp sem kvað á um réttindi og lágmarkslaun verkafólks í heimilisþjónustu.


  • 17. júní - Hægvarpsþátturinn Hurtigruten minutt for minutt var sendur út á norsku sjónvarpsstöðinni NRK2.


  • 26. júní - Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna 2011 hófst í Þýskalandi.


  • 27. júní - Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn dæmdi Muammar Gaddafi sekan um glæpi gegn mannkyni.


  • 28. júní - Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að nautgripapest hefði verið útrýmt.


  • 28. júní - Christine Lagarde var skipuð nýr forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.


  • 28. júní - Samfélagsmiðillinn Google+ hóf göngu sína.


Júlí |




Blóm í minningu fórnarlamba Breiviks í Útey fyrir utan dómkirkjuna í Osló 25. júlí.



  • 2. júlí - Albert 2. af Mónakó gekk að eiga Charlene Wittstock.


  • 8. júlí - Geimskutlan Atlantis hélt af stað í sína hinstu geimferð, sem var einnig síðasta geimferð geimskutluáætlunar NASA.


  • 9. júlí - Jökulhlaup varð í Múlakvísl með þeim afleiðingum að brúin yfir ána eyðilagðist og Þjóðvegur 1 rofnaði.


  • 9. júlí - Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki við aðskilnað frá Súdan, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í janúar 2011.


  • 10. júlí - 128 manns drukknuðu í ánni Volgu skammt frá Kazan í Rússlandi þegar skemmtiferðaskip sökk.


  • 10. júlí - Síðasta tölublað tímaritsins News of the World kom út.


  • 12. júlí - Reikistjarnan Neptúnus lauk við fyrstu ferð sína umhverfis sólu frá því hún var uppgötvuð.


  • 17. júlí - Japan sigraði Heimsmeistarmótið í knattspyrnu kvenna 2011 með sigri á liði Bandaríkjanna.


  • 20. júlí - Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir hungursneyð í Sómalíu.


  • 20. júlí - Goran Hadžić var handtekinn í Serbíu. Hann var sá síðasti af 161 sem Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu handtók fyrir glæpi gegn mannkyni.


  • 21. júlí - Geimskutluáætlun NASA lauk formlega þegar geimskutlan Atlantis lenti heilu og höldnu við Kennedy-geimferðamiðstöðina.


  • 22. júlí - Mannskæð hryðjuverk voru framin í Noregi, fyrst með sprengjuárás á stjórnarbyggingar í Osló og skömmu síðar með skotárás á samkomu ungmennahreyfingar í Útey. 77 manns létu lífið. Öfgamaðurinn Anders Behring Breivik var handtekinn á staðnum fyrir að standa á bak við árásirnar.


  • 22. júlí - Eden í Hveragerði brann til kaldra kola.


  • 23. júlí - Breska söngkonan Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni í London.


  • 23. júlí - Lestarslysið í Wenzhou: 39 létu lífið og 192 slösuðust þegar tvær hraðlestar rákust saman í héraðinu Zhejiang í Kína.


  • 29. júlí - Stjórnlagaráð afhenti Alþingi formlega frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá.


  • 31. júlí - Tæp átta hundruð manns létu lífið í gríðarlegum flóðum í Taílandi.


Ágúst |




Tvílyftur strætisvagn brennur á Tottenham High Road í London eftir óeirðirnar.



  • 5. ágúst - NASA tilkynnti að teknar hefðu verið myndir sem bentu til þess að vatn sé til í fljótandi formi á plánetunni Mars.


  • 5. ágúst - Fyrsta sólarorkuknúna geimfarinu var skotið á loft frá Canaveral-höfða í átt til Júpíters.


  • 5. ágúst - Yfir 300 mómælendur voru skotnir til bana af Sýrlandsher í Hama.


  • 5. ágúst - Yingluck Shinawatra varð fyrst kvenna forsætisráðherra Taílands.


  • 6. ágúst - Óeirðirnar í London 2011 brutust út og leiddu til 5 dauðsfalla.


  • 7. ágúst - Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna vegna opinberra skulda.


  • 8. ágúst - Skuldakreppan í Evrópu: Hlutabréfavísitölur hrundu um allan heim vegna ótta við útbreiðslu kreppunnar.


  • 20.-28. ágúst - Uppreisnarher náði völdum á Trípólí, höfuðborg Líbýu, og hrakti ríkisstjórn Muammar Gaddafis frá völdum.


  • 22. ágúst - Fellibylurinn Írena hóf að myndast við Púertó Ríkó.


  • 25. ágúst - Steve Jobs sagði af sér sem forstjóri Apple.


  • 26. ágúst - Meðlimir glæpagengisins Los Zetas kveiktu í spilavíti í Monterrey með þeim afleiðingum að 53 létust.


  • 28. ágúst - Fellibylurinn Írena gekk yfir New York-borg.


September |




Occupy Wall Street-mótmælin í New York-borg.



  • 5. september - Indland og Bangladess undirrituðu samning sem batt enda á áralanga landamæradeilu ríkjanna.


  • 7. september - Lokomotiv Jaroslavl-slysið: 44 fórust þegar flugvél sem flutti leikmenn íshokkíliðsins Lokomotiv Jaroslavl hrapaði við borgina Jaroslavl.


  • 10. september - 240 létust og yfir 620 björguðust þegar ferjan MV Spice Islander I sökk við strendur Zanzibar.


  • 12. september - Um hundrað manns létust þegar olíuleiðsla sprakk í Naíróbí.


  • 15. september - Tveir úr áhöfn norsku farþegaferjunnar Nordlys fórust þegar eldur kom upp í skipinu.


  • 15. september - Vinstriflokkarnir báru sigur úr býtum í þingkosningum í Danmörku. Helle Thorning-Schmidt varð fyrsti kvenforsætisráðherra landsins í kjölfarið.


  • 17. september - Mótmælin Occupy Wall Street hófust í Bandaríkjunum. Þau leiddu til stofnunar Occupy-hreyfingarinnar sem breiddist út um allan heim í kjölfarið.


  • 19. september - 63 fórust þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir á landamærum Indlands og Nepal.


  • 21. september - Troy Davis var tekinn af lífi í Bandaríkjunum fyrir morð á lögreglumanni þrátt fyrir alþjóðleg mótmæli.


  • 28. september - KB-Hallen í Kaupmannahöfn eyðilagðist í bruna.


  • 29. september - Kína sendi fyrsta hlutann af geimstöðinni Tiangong-1 á braut um jörðu frá Góbíeyðimörkinni.


  • 30. september - Íslenska kvikmyndin Eldfjall var frumsýnd.


Október |




Mótmælendur í Madríd á Spáni 15. október.



  • 4. október - Um hundrað manns létust þegar bílsprengja sprakk í Mógadisjú.


  • 4. október - Yfir 200 fórust vegna flóða í ánni Mekong í Kambódíu.


  • 11. október - Úkraínska stjórnmálakonan Júlía Tímósjenkó var dæmd í 7 ára fangelsi fyrir misbeitingu valds.


  • 15. október - Heimsmótmælin 15. október 2011 fóru fram víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.


  • 18. október - Ísrael og hin palestínsku Hamas-samtök höfðu fangaskipti, þar sem Ísrael leysti 1027 palestínska fanga úr haldi í skiptum fyrir að Hamas leystu hermanninn Gilad Shalit úr gíslingu.


  • 20. október - Arabíska vorið: Muammar Gaddafi, einræðisherra í Lýbíu, var drepinn í Sirte ásamt syni sínum, Mutassim Gaddafi.


  • 20. október - Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, lýsti yfir að 43 ára pólitískri hryðjuverkastarfsemi, sem hafði orðið yfir 800 manns að bana á 43 árum, væri lokið.


  • 23. október - Yfir 600 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Van í Tyrklandi.


  • 27. október - Skuldakreppan í Evrópu: Evrópusambandið tilkynnti um 50% afskriftir grískra skuldabréfa, endurfjármögnun banka og hækkun björgunarsjóðs sambandsins í 1 billjón evra.


  • 28. október - Leiðtogar Samveldisríkjanna samþykktu breytingar á reglum um erfðaröð bresku krúnunnar þannig að dætur og synir stæðu jafnfætis.


  • 31. október - Íbúafjöldi á jörðinni náði sjö milljörðum samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna.


  • 31. október - Palestínuríki fékk aðild að UNESCO með 107 atkvæðum gegn 14.


Nóvember |




Mótmæli við breska sendiráðið í Teheran.



  • 11. nóvember - Giorgos Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, sagði af sér.


  • 12. nóvember - Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér.


  • 14. nóvember - Sýrlandi var vikið úr Arababandalaginu.


  • 14. nóvember - AMD kynnti fyrsta 16-kjarna örgjörvann.


  • 16. nóvember - Mario Monti myndaði nýja ríkisstjórn á Ítalíu.


  • 17. nóvember - Liðhlaupar úr Sýrlandsher réðust á höfuðstöðvar Ba'ath-flokksins í Idlib-héraði.


  • 18. nóvember - Tölvuleikurinn Minecraft var uppfærður í útgáfu 1.0.


  • 23. nóvember - Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, sagði af sér vegna mótmæla gegn stjórn hans.


  • 26. nóvember - Geimflaug með Marsbílinn Curiosity var skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni.


  • 29. nóvember - Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.


  • 29. nóvember - Hópur mótmælenda réðist inn í sendiráð Bretlands í Teheran og lögðu það í rúst vegna viðskiptaþvingana sem Bretland hafði sett á Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins.


  • 30. nóvember - Bretland sleit stjórnmálasambandi við Íran eftir árás á sendiráð landsins í Teheran.


Desember |




Hugmynd listamanns um útlit Kepler-22b.



  • 5. desember - Stjörnufræðingar uppgötvuðu plánetuna Kepler-22b sem líkist jörðinni að ýmsu leyti.


  • 9. desember - 88 fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands.


  • 13. desember - Tveir senegalskir götusalar létust og margir slösuðust í skothríð á tveimur mörkuðum í Flórens á Ítalíu. Árásarmaðurinn var hægriöfgamaður sem framdi sjálfsmorð í kjölfarið.


  • 15. desember - Bandaríkin lýstu formlega yfir stríðslokum í Íraksstríðinu.


  • 16. desember - Hitabeltisstormurinn Washi olli mannskæðum flóðum á Filippseyjum.


  • 17. desember - Fellibylur gekk yfir Filippseyjar.


  • 25. desember - Bandaríska teiknimyndin Ævintýri Tinna: Leyndardómur Einhyrningsins var frumsýnd.


  • 29. desember - Eyríkin Samóa og Tókelá færðu sig vestur yfir daglínuna og slepptu úr einum degi (30. desember), til að flytjast yfir á tímabelti sem hentar viðskiptahagsmunum þeirra betur.


  • 31. desember - Anders Fogh Rasmussen lýsti því yfir að verkefni NATO í Írak væri lokið.


Fædd |



  • 8. janúar - Vincent Frederik Minik Alexander Danaprins.


  • 8. janúar - Josephine Sophia Ivalo Mathilda Danaprinsessa.


Dáin |



  • 2. janúar - Anne Francis, bandarísk leikkona (f. 1930).


  • 2. janúar - Pete Postlethwaite, enskur leikari (f. 1946).


  • 3. janúar - Jón Bragi Bjarnason, íslenskur lífefnafræðingur og prófessor (f. 1948).


  • 3. janúar - Eva Strittmatter, þýskt skáld og barnabókahöfundur (f. 1930).


  • 4. janúar - Gerry Rafferty, skoskur tónlistarmaður (f. 1947).


  • 7. janúar - Helga Bachmann, íslensk leikkona (f. 1931).


  • 17. janúar - Sigurjon Brink, íslenskur tónlistarmaður (f. 1974).


  • 24. janúar - Bernd Eichinger, þýskur leikstjóri (f. 1949).


  • 30. janúar - John Barry, enskt tónskáld (f. 1933).


  • 3. febrúar - Maria Schneider, frönsk leikkona (f. 1952).


  • 6. febrúar - Gary Moore, norður-írskur tónlistarmaður (f. 1952).


  • 28. febrúar - Jane Russell, bandarísk leikkona (f. 1921).


  • 2. mars - Thor Vilhjálmsson, íslenskur rithöfundur (f. 1925).


  • 4. mars - Johnny Preston, bandarískur söngvari (f. 1939).


  • 9. mar - Valgerður Hafstað, íslenskur myndlistarmaður (f. 1930).


  • 18. mars - Warren Christopher, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1925).


  • 23. mars - Elizabeth Taylor, bresk-bandarísk leikkona (f. 1932).


  • 15. apríl - Ingólfur Margeirsson, blaðamaður og rithöfundur (f. 1948).


  • 2. maí - Osama bin Laden, sádí-arabískur hryðjuverkaforingi (f. 1957).


  • 5. maí - Claude Choules, síðasti hermaður úr fyrri heimsstyrjöld (f. 1901).


  • 7. maí - Seve Ballesteros, spænskur golfleikari (f. 1957).


  • 19. maí - Garret FitzGerald, írskur stjórnmálamaður (f. 1926).


  • 30. maí - Rosalyn Yalow, bandarískur Nóbelsverðlaunahafi í lífeðlis- og læknisfræði (f. 1921).


  • 4. júní - Lawrence Eagleburger, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1930).


  • 18. júní - Frederick Chiluba, forseti Sambíu (f. 1943).


  • 18. júní - Clarence Clemons, bandarískur tónlistarmaður (f. 1942).


  • 18. júní - Georg Guðni Hauksson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1961).


  • 23. júní - Peter Falk, bandarískur leikari (f. 1927).


  • 2. júlí - Itamar Franco, forseti Brasilíu (f. 1930).


  • 4. júlí - Otto von Habsburg, erfðaprins Austurrísk-ungverska keisaradæmisins (f. 1912).


  • 8. júlí - Betty Ford, forsetafrú Bandaríkjanna (f. 1918).


  • 20. júlí - Lucian Freud, þýsk-breskur listmálari (f. 1922).


  • 23. júlí - Amy Winehouse, ensk söngkona (f. 1983).


  • 2. ágúst - Baruj Benacerraf, bandarískur læknir og nóbelsverðlaunahafi (f. 1920).


  • 18. ágúst - Jean Tabary, franskur myndasöguhöfundur (f. 1930).


  • 22. ágúst - Gunnar Dal, íslenskur heimspekingur, rithöfundur, kennari og skáld (f. 1923).


  • 29. ágúst - David Honeyboy Edwards, bandarískur tónlistarmaður (f. 1915).


  • 10. september - Cliff Robertson, bandarískur leikari (f. 1923).


  • 14. september - Rudolf Mössbauer, þýskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1929).


  • 25. september - Wangari Maathai, kenískur líffræðingur og handhafi friðarverðlauna Nóbels (f. 1940).


  • 30. september - Ralph M. Steinman, kanadískur ónæmisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1943).


  • 5. október - Steve Jobs, bandarískur frumkvöðull og uppfinningamaður (f. 1955).


  • 12. október - Dennis Ritchie, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1941).


  • 20. október - Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu (f. 1942).


  • 23. október - John McCarthy, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1927).


  • 7. nóvember - Joe Frazier, bandarískur boxari (f. 1944).


  • 9. nóvember - Matthías Á. Mathiesen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1931).


  • 21. nóvember - Anne McCaffrey, bandarískur rithöfundur (f. 1926).


  • 21. nóvember - Oddur Björnsson, íslenskt leikskáld (f. 1932).


  • 22. nóvember - Jónas Jónasson, íslenskur útvarpsmaður (f. 1931).


  • 27. nóvember - Gary Speed, velskur knattspyrnumaður (f. 1969).


  • 1. desember - Christa Wolf, thyskur rithofundur (f. 1929).


  • 4. desember - Socrates, brasiliskur knattspyrnumadur (f. 1954).


  • 7. desember - Harry Morgan, bandariskur leikari (f. 1915).


  • 15. desember - Christopher Hitchens, bresk-bandariskur rithofundur (f. 1949).


  • 17. desember - Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu (f. 1941).


  • 18. desember - Vaclav Havel, tékkneskur rithöfundur, forseti Tékkóslóvakíu og síðar Tékklands (f. 1936).


  • 24. desember - Johannes Heesters, hollenskur söngvari og leikari (f. 1903).


  • 27. desember - Michael Dummett, enskur heimspekingur (f. 1925).


  • 28. desember - Steinn Guðmundsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1932).


Nóbelsverðlaunin |



  • Eðlisfræði: Saul Perlmutter, Brian P. Schmidt og Adam Riess.


  • Efnafræði: Daniel Shechtman.


  • Lífeðlis- og læknisfræði: Bruce Beutler, Jules Hoffmann og Ralph M. Steinman.


  • Bókmenntir: Tomas Tranströmer.


  • Friðarverðlaun: Ellen Johnson-Sirleaf, Leymah Gbowee og Tawakkul Karman.


  • Hagfræði: Christopher A. Sims, Thomas J. Sargent.



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=2011&oldid=1610015“





Leiðsagnarval


























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.192","walltime":"0.238","ppvisitednodes":"value":3467,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":4638,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":1411,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":17,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 58.773 1 Snið:Ár_nav","100.00% 58.773 1 -total"," 87.80% 51.600 16 Snið:Dr"," 79.93% 46.977 16 Snið:Dr-make"," 34.05% 20.011 16 Snið:Drep"," 22.58% 13.269 16 Snið:Dr-logno"," 8.32% 4.891 16 Snið:Dr-yr"],"cachereport":"origin":"mw1271","timestamp":"20190318221042","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"2011","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/2011","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q1994","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q1994","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2006-11-07T20:25:37Z","dateModified":"2018-10-02T12:53:42Z","headline":"u00e1r"(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":125,"wgHostname":"mw1268"););

Popular posts from this blog

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome

Bunad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum