Skip to main content

Strákatangi Efnisyfirlit Fornleifauppgröftur á hvalstöð á Strákatanga | Kumlateigurinn á Strákatanga | Tilvísanir | Heimildir | Ítarefni | LeiðsagnarvalForeign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2007. Data Structure ReportForeign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2010. Field ReportFornleifaskráning í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. LokaskýrslaArchaeological Excavations on the Island of Strákey in Strandir, IcelandThe Strákatangi Whaling Project in Strandasýsla: An Archaeological Site in the WestfjordsHvalasaga - 1. hlutiFramvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2010Framvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2009Framvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2008Framvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2007Framvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2006Framvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2005

BaskarFornleifafræðiHvalveiðarSagnfræðiVestfirðir


HveravíkSteingrímsfjarðarKaldrananeshreppiStröndumÓlafs OlaviusarfornleifaskráningukumlumBöskumBaskalandiframhlaðningieinokunardöggskóhaugféThe Strákatangi Whaling Project in Strandasýsla: An Archaeological Site in the Westfjords










Strákatangi


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jump to navigation
Jump to search


Strákatangi er mjór tangi í Hveravík (áður Reykjarvík) við norðurströnd Steingrímsfjarðar í Kaldrananeshreppi á Ströndum. Strákatangi er 500 metrar á lengd og um 200 metrar á breidd.




Efnisyfirlit





  • 1 Fornleifauppgröftur á hvalstöð á Strákatanga

    • 1.1 Hvalstöðin

      • 1.1.1 Byggingar


      • 1.1.2 Gripir



    • 1.2 Samantekt



  • 2 Kumlateigurinn á Strákatanga


  • 3 Tilvísanir


  • 4 Heimildir


  • 5 Ítarefni




Fornleifauppgröftur á hvalstöð á Strákatanga |




Hvalstöðin á Strákatanga. Efsta húsið er beykihús og sunnan við það er íveruhús auk lítillar smiðju við hliðina á. Neðst á myndinni er lýsisbræðsla frá miðbiki 17. aldar.


Fyrr á öldum voru hvalir verðmætt veiðifang vegna mikilvægis hvallýsis sem var eitt helsta ljósmeti í sístækkandi borgum Evrópu. Eftir að gas og rafmagn kom til sögunar á 20. öld þá leysti það hvallýsið af hólmi sem ljósgjafi Evrópubúa.[1]


Vitað var að Baskar skutluðu hvali við Strákatanga í byrjun 17. aldar. Óvíst var hins vegar hvort að þeir byggðu þar nokkurn tímann hvalstöð, en engar samtíða ritaðar heimildir eru til um að þess háttar mannvirki á tanganum. Í ferðabók Ólafs Olaviusar frá 18. öld er á hinn bóginn greint frá því að erlendir hvalveiðimenn hafi veitt hvali á Strákatanga. Ekkert er þó fjallað um að þeir hafi reist hvalstöð á svæðinu. Aðeins 100 árum frá því að hvalstöðin var yfirgefin virðist hún hafa fallið í gleymsku meðal Íslendinga.[2] Hvalstöðin á Strákatanga fannst síðan í fornleifaskráningu um aldamótin 2000.[3]


Á tímabilinu 2005-2010 fór fram fornleifauppgröftur á hvalstöðinni á Strákatanga. Komu í ljós leifar fimm mannvirkja sem tengdust veru hollenskra hvalveiðimanna auk grjóthlaðinnar lýsisbræðslu sem byggð var af baskneskum hvalveiðimönnum. Einnig fundust leifar tveggja nausta (bátaskýli), og kumlateigur með að minnsta kosti fjórum kumlum.[4]



Hvalstöðin |


Hvalstöðin á Strákatanga var fyrst byggð af Böskum á fyrri hluta 17. aldar og reistu þeir tjaldbúðir og bræðsluofn úr grjóti. Nokkrum árum síðar byggðu Hollendingar nýja og stærri hvalstöð úr múrsteinum og timbri. Þó var meirihluti vinnuafls hollenskra hvalveiðimanna frá Baskalandi.[5] Í lok 17. aldar hættu hvalveiðimenn að koma til Strákatanga. Ástæðan var sú að Baskar höfðu fundið upp þá aðferð að bræða hvallýsi um borð í skipum og var því ekki lengur þörf á landstöðvum fyrir hvalveiðar.[6]



Byggingar |


Hvalstöðin á Strákatanga samanstóð af fimm mannvirkjum. Norðaustan megin á tanganum voru fjögur mannvirki saman í þyrpingu, það er leifar beykihúss (þar sem tunnur voru smíðaðar), íveruhúss, smiðju og lýsisbræðslu. Fimmta mannvirkið var geymsla og var henni fundinn staður lítillega sunnan við hin húsin.



Við inngang hússins var komið upp skjóli gegn veðri og vindum. Á því svæði fundust margar tóbakspípur (krítarpípur) og bendir það til þess að þar hafi hvalveiðimennirnir sennilega sest niður og reykt tóbak í hléum.[7]




Bræðsluofn Hollendinga.


Tvær lýsisbræðslur fundust á Strákatanga. Ein var reist skömmu eftir aldamótin 1600 en hin um miðbik 17. aldar. Eldri lýsisbræðslan var reist úr grjóti af Böskum og var hún í notkun áður en aðrir hlutar hvalstöðvarinnar höfðu verið reistir.[8]


Hollendingar byggðu yngri lýsisbræðsluna rétt sunnan við íveruhúsið og var hún í notkun á sama tíma og aðrar byggingar hvalstöðvarinnar. Sjálfur bræðsluofninn var hlaðinn úr múrsteinum og skammt frá honum voru vinnubekkir þar sem hvalveiðimenn gátu skorið hvalspikið í smærri bita áður en það var brætt til lýsisgerðar.[9]



Gripir |




Tóbakspípa af gerðinni „Walter Raleigh and the Crocodile.“ Pípan er aldursgreind til 1630-1650.[10]


Í uppgreftrinum á Stráktanga fundust hátt í 750 gripir. Stærsti gripaflokkurinn var tóbakspípur og voru þær allar hollenskar að uppruna. Sumar þeirra voru með skreytingu og oftast var um einhvers konar blóma- eða hreistursmynstur að ræða. Meðal annarra gripa sem fundust voru tvær blýkúlur úr framhlaðningi og hnappur úr blýi skreyttur með blómamynstri.[11]











Samantekt |




Málverk Abrahams Storcks sýnir hvalveiðar Hollendinga á Svalbarða á 17. öld. Málverkið tilheyrir Ríkissafni Hollands í Amsterdam.


Fornleifauppgröfturinn gaf góða mynd af lífi hvalveiðimanna sem og hvernig vinnsla hvallýsis á hvalstöðinni á Strákatanga fór fram.


Eftir að hvalstöðin var grafinn upp var ljóst að erlendu hvalveiðimennirnir bjuggu ekki þar allan ársins hring heldur höfðu aðeins tímabundna búsetu, það er frá lokum ágúst til byrjun hvers vetrar. Eitt fyrsta verk erlendu hvalveiðimannanna áður en hvalveiðar hófust var að lagfæra skemmdir á stöðinni, sem höfðu orðið vegna vetrastorma á meðan þeir höfðu verið í burtu. Yst á tanganum reistu þeir skýli fyrir vökumenn sem áttu að hafa gætur á hvort að hvalir væru einhver staðar í grenndinni. Þegar vökumennirnir urðu varir við hvali létu þeir aðra hvalveiðimenn vita og fór hluti þeirra á litlum bátum, sem gátu rúmað um 7-8 manns, til þess að skutla hvalina. Á meðan á hvalveiðunum stóð gátu aðrir vinnumenn stöðvarinnar hafist handa við að gera allt klárt fyrir bræðslu lýsisins, til dæmis smíðað tunnur og brýnt hnífa.[12]


Tækist hvalveiðimönnum að veiða hvali þá voru þeir skornir (flensaðir) í fjörunni og voru í kjölfarið fluttir á vinnubekk við bræðsluna þar sem hvalspikið var skorið í minni búta áður en það var sett í stóran málmpott og brætt. Þurftu hvalveiðimennirnir stöðugt að hræra í pottinum og fylgjast náið með bræðslunni, enda mikil hætta á sprengingum ef mistök væru gerð. Eftir að lýsið var tilbúið hefur það verið kælt, sett í trétunnur, sem beykirinn á Strákatanga smíðaði, og fært í geymsluhúsið. Þar voru tunnurnar geymdar þar til að flutningsskip hvalveiðimanna kæmu í byrjun vetrar til þess að ná í hvallýsið fyrir markaði erlendis.[13]


Erlendir hvalveiðimenn komu á Strákatanga meirihlutann af 17. öldinni þar til að Baskar fundu upp aðferð til þess að bræða lýsi um borð í hvalskipum. Eftir það var ekki lengur þörf fyrir hvalveiðimenn að hafa landstöðvar og upp frá því hættu þeir að hafa viðkomu á Strákatanga. Er fram liðu stundir greri yfir rústir hvalstöðvarinnar og hlutverk hennar féll í gleymsku allt þar til að hún fannst í fornleifaskráningu og var í kjölfarið grafin upp af fornleifafræðingum á árunum 2005-2010.[14]


Uppgröfturinn sýndi einnig fram á að vera erlendra hvalveiðimanna hafði áhrif á íslenskt samfélag á 17. öld. Gátu Íslendingar til að mynda stundað ólöglega verslun við erlendu hvalveiðimennina á Strákatanga á tímum einokunar og keypt af þeim hvalkjöt og tóbak.


Aðalgrein: Áhrif erlendra hvalveiðimanna á íslenskt samfélag, 1600-1915



Kumlateigurinn á Strákatanga |


Kumlateigurinn á Strákatangi fannst við fornleifauppgröft á hvalstöð Baska og Hollendinga frá 17. öld. Vitað er um að minnsta kosti fjögur kuml á Strákatanga en aðeins hefur verið grafið í tvö þeirra. Varðveisla beina í kumlunum var slæm og ekki reyndist mögulegt að gera neinar frekari greiningar á þeim, t.d. kyngreiningu. Hafði báðum kumlunum verið raskað einhvern tímann eftir að búið var loka þeim, en ekki var hægt að segja af eða á hvort það hafi verið hluti af helgisiðum fólks eða síðari tíma grafarrán.[15]


Í einu kumlinu fundust leifar sverðs auk döggskós. Telst það vera ríkulegt haugfé og bendir til þess að vel efnaður einstaklingur hafi verið lagður í kumlið.[15]


Kumlið sem var syðst á tanganum var bátskuml og hafði verið þrískipt. Fundust mannabein í miðju rýminu auk þess sem bein fundust í syðsta rými kumlsins. Óvíst var þó með öllu hvort um var að ræða manna- eða dýrabein. Stærð kumlsins gefur til kynna að háttsett manneskja hafi verið þar lögð í gröf.[16]



Tilvísanir |



  1. Trausti Einarsson. (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, bls. 23.


  2. Ragnar Edvardsson. (2015). The Strákatangi Whaling Project in Strandasýsla: An Archaeological Site in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic, bls. 326-327.


  3. Ragnar Edvardsson. (2002). Fornleifaskráning í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. Lokaskýrsla, bls. 24.


  4. Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010, bls. 152.


  5. Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010, bls. 162-163.


  6. Ragnar Edvardsson. (2015). The Strákatangi Whaling Project in Strandasýsla: An Archaeological Site in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic, bls. 342.


  7. Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010, bls. 155-156.


  8. Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010, bls. 159.


  9. Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010, bls. 157.


  10. Caroline Paulsen, Magnús Rafnsson og Ragnar Edvardsson. (2008). Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2007. Data Structure Report, bls. 44.


  11. Ragnar Edvardsson. (2015). The Strákatangi Whaling Project in Strandasýsla: An Archaeological Site in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic, bls. 339.


  12. Ragnar Edvardsson. (2015). The Strákatangi Whaling Project in Strandasýsla: An Archaeological Site in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic, bls. 340-341.


  13. Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010, bls. 163.


  14. Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010, bls. 152-153.


  15. 15,015,1 Magnús Rafnsson og Ragnar Edvardsson. (2011). Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2010. Field Report, bls. 8.


  16. Magnús Rafnsson og Ragnar Edvardsson. (2011). Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2010. Field Report, bls. 6-8.



Heimildir |


Caroline Paulsen, Magnús Rafnsson og Ragnar Edvardsson. (2008). Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2007. Data Structure Report. NV nr. 5-08. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarða.


Magnús Rafnsson og Ragnar Edvardsson. (2011). Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2010. Field Report. NV nr. 5-11. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarða.


Ragnar Edvardsson. (2002). Fornleifaskráning í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. Lokaskýrsla. FS185-99133. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.


Ragnar Edvardsson. (2013). Archaeological Excavations on the Island of Strákey in Strandir, Iceland. Bolungarvík: Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum.


Ragnar Edvardsson. (2015). The Strákatangi Whaling Project in Strandasýsla: An Archaeological Site in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic (bls. 319-344). Santa Barbara: University of California.


Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2011, 145-186.


Trausti Einarsson. (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939. Í Bergsteinn Jónsson (ritstj.), Studia historica: 8. bindi. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.



Ítarefni |


  • Fornleifur. (2014, 3. febrúar). Hvalasaga - 1. hluti. Sótt 2. maí 2016 af http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1352233/.

  • Framvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2010

  • Framvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2009

  • Framvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2008

  • Framvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2007

  • Framvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2006

  • Framvinduskýrsla fornleifarannsóknarinnar á Strákatanga, 2005

  • Smári Geirsson. (2015). Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Reykjavík: Sögufélag.



Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Strákatangi&oldid=1626402“





Leiðsagnarval

























(window.RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.056","walltime":"0.065","ppvisitednodes":"value":224,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":0,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":2,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":6932,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 0.000 1 -total"],"cachereport":"origin":"mw1234","timestamp":"20190301043848","ttl":2592000,"transientcontent":false);mw.config.set("wgBackendResponseTime":101,"wgHostname":"mw1275"););

Popular posts from this blog

Bruad Bilen | Luke uk diar | NawigatsjuunCommonskategorii: BruadCommonskategorii: RunstükenWikiquote: Bruad

Færeyskur hestur Heimild | Tengill | Tilvísanir | LeiðsagnarvalRossið - síða um færeyska hrossið á færeyskuGott ár hjá færeyska hestinum

He _____ here since 1970 . Answer needed [closed]What does “since he was so high” mean?Meaning of “catch birds for”?How do I ensure “since” takes the meaning I want?“Who cares here” meaningWhat does “right round toward” mean?the time tense (had now been detected)What does the phrase “ring around the roses” mean here?Correct usage of “visited upon”Meaning of “foiled rail sabotage bid”It was the third time I had gone to Rome or It is the third time I had been to Rome